Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 37
MENNTUN
skólar þátt í samstarfínu og er
meirihluti þeirra, að sögn Gerðar,
af landsbyggðinni.
Frumleg og metnaðar-
full verkefni
Gerður segir að við val á verkefn-
um til að styrkja sé reynt að hafa
jafnvægi milli skólastiga, milli höf-
uðborgarsvæðisins og lafidsbyggð-
arinnar og milli lítilla skóla og
stórra. Verkefnin innan Comenius-
ar-1, sem hlotið hafa styrk, eru fjöl-
breytt og metnaðarfull. Meðal þátt-
takenda er Fjölbrautaskóli Suður-
lands þar sem nemendur könnuðu
mengun, næringarinnihald og dýra-
líf í Olfusá. Nemendur og kennarar
í Gaulverjaskóla hafa einnig hlotið
styrk til að vinna að umhverfismál-
um og segir Gerður að mjög vel
hafi tekist til að fá foreldra barn-
anna til samstarfsins einnig. Þá
hafa böm í Hjallaskóla í Kópavogi
samið útvarpsleikrit sem flutt hefur
verið í tvígang á Rás 1 auk þess
sem þau gerðu leikið myndband
þar sem þau settu þjóðsögur frá
Kópavogi á svið.
Comenius-2 er samstarfsverkefni
tengt minnihlutahópum, fjölmenn-
ingarlegri menntun og menntun
barna sem flytjast milli menningar-
svæða vegna atvinnu foreldra.
Styrkir til þessara verkefna sem og
Comeniusar-3 verkefna eru veittir
frá aðalskrifstofu áætlunarinnar en
að fenginni umsögn frá Gerði.
Gerður fylgist síðan með að verk-
efnin gangi eins og til er ætlast. Is-
lendingar hafa ekki tekið þátt í
mörgum verkefnum af þessum toga
en þó er verið að vinna að einu í
hvorum flokki um þessar mundir.
Bendir Gerður, að öðrum verkefn-
um ólöstuðum, sérstaklega á verk-
efni sem unnið er að í Hjallaskóla
og Nýbúasamtökunum. Guðlaug
SnoiTadóttir í Hjallaskóla stjórnar
verkefninu sem er unnið m.a. í sam-
starfi við sænskan og spænskan
grunnskóla. Markmið þess er að
hanna kennsluefni fyrir tvítyngd
börn og hefur Netið m.a. verið not-
að í þágu þess. Heimasíða þeirra
hefur slóðina http://rvik.is-
mennt.is/—sigda.
Borgaði farmiðann
þrátt fyrir afsvar
Þriðja Comeniusaráætlunin
skiptist í tvennt. Annars vegar eru
veittir styrkir til fjölþjóðlegra
samstarfsverkefna, sem ætluð eru
til að koma á fót endurmenntunar-
námskeiðum. Hins vegar eru ein-
staklingar styrktir til endurmennt-
unar eða starfsþjálfunar erlendis.
Markmiðið með Comeniusi-3 er að
efla samstarf milli samtaka og
stofnana sem hafa það hlutverk að
auka faglega hæfni kennara og
annarra sem tengjast kennslu-
störfum og að stuðla að fjar-
kennslu með notkun nýjustu upp-
lýsinga- og samskiptatækni. I
ágúst sem leið var haldið námskeið
sem hannað var í Kennaraháskóla
Islands á Varmalandi og styrkt af
Comeniusi-3. Var námskeiðið afar
vel sótt að sögn Gerðar og komust
mun færri að en vildu. „Námskeið-
ið var um notkun Netsins í
kennslu. Það var vel skipulagt og
gott námskeið." Nemendur á nám-
skeiðinu lögðu margir hverjir mik-
ið á sig til að komast á námskeiðið
og einn borgaði jafnvel farmiðann
til landsins þótt hann hefðu fengið
afsvar.
Rrni m.
í 1. sæti
Skrifstofa stuðningsmanna
Árna M. Mathiesen er við
Bæjarhraun 14 í Hafnarfirði
Opið aila daga kl. 10-22.
Allir velkomnir!
Símar: 565 9523 / 565 9524
og 565 9528 • Fax: 565 9538
ua/MrM-
wnnuknv imsih i
Námi 3.0
• HUGBÚNAÐARKERFIÐ
NÁMI 3.0 hefur verið sett á
markað íþriðju útgáfu. Hugbún-
aðurinn er hannaður með það að
markmiði að stjórnendur fyrir-
tækja geti haft yfirsýn yfír sí- og
endurmenntun starfsmanna
sinna og gert áætlanir er varða
hana. Segir í fréttatilkynningu
frá Smálausnum sf., þar sem
hugbúnaðurinn er hannaður, að
gott skipulag og markviss áætl-
un um sí- og endurmenntun og
sérhæfíngu starfsmanna séu
nauðsynleg til að tryggja að
hverju starfí gegni réttur og
hæfur starfsmaður. Gerír Námi
3.0 mönnum t.d. kleift að halda
til haga öllu er varðar þátttöku
starfsmanna á námskeiðum,
gera áætlanir um kostnað ásamt
því að hafa yfírsýn yfír sundur-
liðaðan kostnað.
Mögulegt er að verða sér úti
um prufueintak af NÁMA á
h ttp://www.media.is/~smalausn.
Skálar B-C-D 75-95. Skálar B-C-D-DD 75-100.
Svartur með breiðum hlýrutn Hvítur, kræktur að framan.
lyrriFiíi
Kringlunni 8-12,
sími 553 3600