Morgunblaðið - 03.11.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 39
auk þess þá ráðstöfun sem 900 m3
útgreftri úr aðrennslisgöngum væri
ætluð, og taldi að erfitt yrði að koma
þeim snyrtilega fyiir í Hrafnkelsdal,
eins og stæði til í áætlunum Lands-
virkjunar.
Er Jökulsá á Fjöllum
á áætlun?
Nokkrar spurningar vöknuðu
meðal fundargesta varðandi fyrir-
ætlanir stjórnvalda. Olafur Örn
Haraldsson alþingismaður sem
staddur var á fundinum var spurður
að því hvort virkjun Jökulsár á
Fjöllum væri á áætlun, en hann
sagðist ekki vita til þess að svo væri.
Skarphéðinn benti á að svo hefði
verið fyrir átta mánuðum, og benti
því til stuðnings á fundargerð af
fundi aðstoðarmanns iðnaðarráð-
herra frá 2. apríl sl.
Skarphéðinn kynnti fundargest-
um umhverfisáhrif fyrirhugaðra
virkjana með myndasýningu, og það
gerði Kristinn Haukur Skarphéð-
insson fuglafræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun Islands einnig. Hann
kynnti fundargestum fuglalíf á
svæðunum og kom fram í máli hans
að tvær fuglategundir á Austurlandi
yrðu einkum fyrir barðinu á hugs-
anlegum virkjunum. Það væru álft
og heiðagæs. Samanlagt gætu svo-
kallaðar Austurlands- og Fljótsdals-
virkjanir eyðilagt varplönd tæplega
10% þeirra álfta sem verpa á Aust-
urlandi. Eyjabakkalón myndi hafa
töluverð áhrif á heiðagæsir. Lónið
sjálft myndi eyðileggja tiltölulega fá
heiðagæsahreiður en það skipti máli
fyrir geldgæsir, þar sem Eyjabakk-
ar væru þýðingarmesta fellistöð
heiðagæsa í heiminum. Hann minnti
á Ramsarsáttmálann um verndun
votlendis og sagðist telja mikla eft-
irsjá að Eyjabökkum, og taldi að
endurskoða skyldi öll áform um
Fljótsdalsvirkjun. „Við megum ekki
láta 17 ára gömul heimildarlög frá
Aiþingi, 7 ára gamalt virkjunarleyfi
og þrýsting vegna áhuga Norsk
Hydro koma í veg fyrir gagngert
endurmat á náttúruvemdargildi
Eyjábakka og hins ósnortna víðem-
is norðan Vatnajökuls,“ sagði Krist-
inn að lokum.
Umh verfisáhrif
virkjananna
Helgi Bjarnason deildarstjóri um-
hverfisdeildar Landsvirkjunar fjall-
aði í framsöguerindi sínu um rann-
sóknir Landsvirkjunar á helstu um-
hverfisþáttum fyrirhugaðra virkj-
ana norðan Vatnajökuls. Hann fór í
stuttu máli yfir virkjunartilhaganir
Kárahnúkavirkjunar og Fljótsdals-
virkjunar og benti á að árið 1994
hefði komið út á vegum iðnaðar-
ráðuneytisins ítarlegt kynningarrit
þar sem fram koma helstu upplýs-
ingar um virkjunarkosti jökulsánna.
Hann sagði að ekkert hefði verið
unnið að rannsóknum á virkjunar-
og veitumöguleikum Jökulsár á
Fjöllum, frá 1994, en unnið hafi ver-
ið að langtíma gmnnrannsóknum og
gerð lokaskýrslu um áhrif minna
ferskvatnsstreymis árinnar, með
hugsanlegri veitu árinnar til Fljóts-
dals. Helgi fjallaði um setmyndun í
lóni, útgröft efnis og ráðstöfun þess,
auk þess sem hann sagði frá rann-
sóknum Landsvirkjunar á áhrifum
virkjananna á gróður, dýralíf,
rennsli og hitastig í Lagarfljóti,
strandlínu Héraðsflóa, áhrif vegna
breytinga á rennsli jökulsánna
sjálfra og ferðamennsku. I máli
hans kom fram að „í byrjun júní sl.
ákvað stjórn Landsvirkjunar að láta
vinna fullgilt mat á umhverfisáhrif-
um virkjunarinnar á árinu og taka
afstöðu í framhaldi af þeirri vinnu
um hvort það yrði lagt fram til um-
fjöllunar hjá Skipulagsstofnun,"
sagði Helgi.
Fá Islendingar undanþágu
frá Kyoto-bókuninni?
Tryggvi Felixson, hagfræðingur
fjallaði um tengsl stóriðju og
Rammasamnings Sameinuðu þjóð-
anna um loftslagsbreytingar,
Kyotobókunina og hvort Island gæti
staðist þær skuldbindingar sem
fælust í henni. Hann gi’eindi frá til-
lögu sem íslenska ríkisstjórnin hefði
lagt fram, sem skipta mun sköpum
igið um áhrif virkjana norðan Vatnajökuls.
Morgunblaðið/RAX
itu aðilar er varða ferðamál, stefnu
.usturlandi fyrir svörum.
Nefnd í þeim tilgangi væri starfandi
og í vinnutillögu sem hún hefur til
umfjöllunar er gert ráð fyrir því að
undanþágan, sem leyfi Fljótsdals-
virkjunar hvflir til dæmis á í bráða-
birgðarákvæði núgildandi laga,
verði tímabundin. Framkvæmdir
sem fengið hafi útgefið leyfi fyrir 1.
maí 1994, þurfi að hefjast íýrir árs-
lok 1999 til að vera undanþegnar
mati. Að öðrum kosti skuli þær und-
irgangast mat á umhverfisáhrifum
skv. lögunum.
Elín benti á að þótt Fljótsdals-
virkjun hefði leyfi Alþingis, væri
ekki heimilt að hefja framkvæmdir
við virkjunina, þar sem þann 1. jan-
úar sl. hafi tekið gildi ný skipulags-
og byggingarlög, þar sem kveðið
væri á um framkvæmdaleyfisskyldu
meiri háttar framkvæmda, sem
áhrif hafa á umhverfið og breyta
ásýnd þess. Sveitarstjórn viðkom-
andi héraðs þurfi því að gefa fram-
Jcvæmdaleyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun
áður en framkvæmdfr séu hafnar.
Elín tók einnig sem dæmi niður-
stöðu Evrópudómstólsins frá því sl.
sumar varðandi mat á umhverfisá-
hrifum framkvæmda sem hafa leyfi
frá því fyrir gildistöku laganna um
mat á umhverfisáhrifum. Niður-
staða dómsins hafi verið sú að mat á
umhverfisáhrifum framkvæmdar-
innar skyldi gert þótt hún hefði
leyfi, og benti Elín á þessa niður-
stöðu sem dæmi vert umhugsunar.
Gagnrýni á vinnubrögð
Landsvirkjunar
Skarphéðinn G. Þórisson líffræð-
ingur gerði að umtalsefni í fram-
söguerindi sínu áætlanir stjórn-
valda um virkjanir, og umhvei-fisá-
hrif þeirra. Skarphéðinn vitnaði í
ræðu sinni til fundar þann 2. aprfl
sl. þar sem aðstoðarmaður iðnaðar-
ráðherra kynnti Austfirðingum
stefnu stjórnvalda í orku- og stór-
iðjumálum, og benti á að þá hafi
stefna stjórnvalda verið að jökul-
árnar þrjár norðan Vatnajökuls
yrðu virkjaðar. Á fundinum hefði
komið fram sú stefna stjórnvalda að
samið skyldi við Norsk Hydro sem
fyrst um 480-720 þúsund tonna ál-
ver á Reyðarfirði, knúið orku Jök-
ulsár á Brú, sem áætlað væri að
virkja árið 2005 fyrir I. áfanga ál-
versins, Jökulsár í Fljótsdal, sem
áætlað væri að virkja árið 2010 fyr-
ir II. áfanga álversins, og hugsan-
lega virkjun Jökulsár á Fjöllum fyr-
ir III. áfanga.
Skarphéðinn gagnrýndi vinnu-
brögð Landsvirkjunar og sagði að
mikil röskun hefði þegar átt sér stað
varðandi undirbúningsvinnu sem
farið hefur fram við Kárahnúka-
virkjun. Þá röskun hefði mátt koma
í veg fyrir með mati á umhverfisá-
hrifum framkvæmdanna. Skarphéð-
inn benti einnig á að ef Hrauna-
virkjun yrði byggð myndu fjölmarg-
ir fossar, og ein fallegasta fossaröð
landsins hverfa. Hann gagnrýndi
NVATNAJÖKULS
enga vöm
ra umræðu
um samkeppnisstöðu stóriðju á ís-
landi, verði hún samþykkt.
Tryggvi útskýrði að markmið
Rammasamnings Sameinuðu þjóð-
anna, sem samþykktur var í júní
1992, væri að koma í veg fyrir
hættulegar breytingar á veðurfari
vegna uppsöfnunar gróðurhúsaloft-
tegunda í andrúmsloftinu. Með
Kyoto-samningnum, sem gerður var
í desember 1997, hafi eitt skref ver-
ið tekið til viðbótar, þegar ákveðin
voru lagalega bindandi losunarmörk
fyrir 38 iðnríki. „Samkvæmt Kyoto-
bókuninni er losunarheimild Islands
10% meiri en losunin var hér á landi
árið 1990, og miðast við losun á
tímabilinu 2008 tfl 2012. Miðað við
þá samninga sem þegar hafa verið
gerðir um stóriðju, þ.e. losun vegna
nýs álvers við Grundartanga og
stækkunar álvers ISALs og Járn-
blendiverksmiðjunnar, eru horfur á
því að árleg heildarlosun á íslandi
geti orðið allt að 700 þúsund tonnum
meiri á árunum 2008 til 2012 en ís-
land hefur heimild til að losa ef við
gerumst aðilar að Kyoto-samning-
um. En heimildin er sem svarar um
3.150 þúsund tonnum af koldíoxíði,“
sagði Tryggvi. I máli hans kom
fram að gangi áform stjómvalda um
frekari uppbyggingu stóriðju eftir,
mætti búast við að árleg losun gróð-
urhúsalofttegunda verði 1.000 til
1.500 tonnum yfir viðmiðunarmörk-
um. Utlit væri fyrir að losun Islend-
inga á gróðurhúsalofttegundum yrði
35% meiri en hún var árið 1990, í
stað 10% meiri eins og bókunin seg-
ir til um.
Tryggvi benti á að það væri
spuming hvort skuldbindingar
Kyotobókunarinnar væru viðráðan-
legar fyrir Island. Islensk stjórn-
völd hefðu hins vegar ekki sætt sig
við niðurstöðu bókunarinnar og
hefðu lagt fram tillögu um undan-
þágu frá henni. Undanþágan bygg-
ist á samþykkt þess efnis að „stór
verkefni í smáum hagkerfum þar
sem notaðir em hreinir orkugjafar
og umhverfisvæn tækni,“ falli utan
losunarmarka.
Samkeppnisstaða stóriðju
myndi batna
I máli Tryggva kom fram að
fengju Islendingar þessa undan-
þágu samþykkta, kæmi samkeppn-
isstaða stóriðju á Islandi til með að
batna verulega frá því sem nú er, og
eftirspurn eftir raforku til slíkrar
starfsemi myndi líklega fara vax-
andi. Undanþágan gæti samsvarað
margi’a milljarða meðgjöf með ís-
lensku efnahagslífi, en hún þarf að
vera samþykkt af aðilum að lofts-
lagssamningnum.
„Þó færa megi rök fyrir því að
staðsetning orkufreks iðnaðar á Is-
landi geti í flestum tilvikum verið
heppileg frá hnattrænu sjónarmiði,
þá eiga íslensk stjórnvöld á bratt-
ann að sækja í þessu máli. Ástæðan
er fyrst og fremst sú að Island er
eitt ríkasta ríki í heiminum og hefur
fengið hlutfallslega meira svigrúm
til losunar en margar aðrar vest-
rænar þjóðir, auk þess sem aðgang-
ur að hreinum orkulindum hér á
landi skapar ýmis sóknarfæri sem
öðrum þjóðum standa ekki til boða,“
sagði Tryggvi. Hann benti einnig á
að yrði undanþágan samþykkt, gæfi
hún fordæmi sem veikja myndi
Kyoto-samninginn. Annað sem
mælti með andstöðu við samþykkt
undanþágunnar væri að Island væri
fullvalda ríki og hefði þar að auki
fengið einna mest í sinn -------
hlut hvað losunarkvóta
varðaði, eða 10%. Það sem
mælti með íslenska ákvæð-
inu væri að það væri já-
kvætt þegar litið væri á
það í hnattrænu samhengi,
auk þess sem réttur Is-
lendinga til að nýta hreina “
orkulind yrði skertur með aðild okk-
ar að samningnum óbreyttum.
Tryggvi sagði að yrði íslenska
ákvæðið samþykkt gæti það haft
þau áhrif að auk meiri eftirspurnar
eftir raforku og stóriðju staðsettri
hérlendis, yrðu verkefni tengd stór-
iðju stærri en ella og íslendingai-
gætu aukið losunarrými sem sam-
svaraði 1-2 milljónum tonna koldí-
oxíðs á árabilinu 2008-2012 og verð-
mæti þess væri á bilinu 1-2 milljarð-
ar króna árlega.
Meta verður efnahagslegt
gildi náttúrunnar
Stefán Gíslason, umhverfis-
fræðingur lagði í erindi sínu um
efnahagslega þætti stóriðjustefnu
áherslu á hvernig hægt væri að
verðleggja náttúruna og meta
þann umhverfiskostnað sem hlýst
af virkjunum. Hann útskýrði hug-
takið umhverfiskostnaður, það
væri kostnaður samfélagsins
vegna umhverfisáhrifa af fram-
kvæmdum eða öðrum athöfnum.
„Kostnaður af þessu tagi lendir
yfirleitt á öðrum aðilum eða öðr-
um kynslóðum en þeim sem hon-
um valda. Hann er ekki innifalinn
í kostnaðar- eða hagkvæmnisáætl-
unum og kemur ekki fram í verð-
lagi,“ sagði Stefán. Hann benti á
að oftast nær hefði „gleymst" að
gera ráð fyrir slíkum kostnaði í
stofnkostnaði framkvæmda hér-
lendis, sem einungis gerðu ráð
fyrir kostnaði við rannsóknir,
framkvæmdir og vexti á fram-
kvæmdatíma.
Stefán brýndi einnig fyrir gestum
málþingsins að nauðsynlegt væri að
leggja mat á efnahagslegt gildi nátt-
úrunnar og aðferðir við að meta
verðmæti hennar. „Hingað til hefur
fjárhagslegt verðmæti náttúrunnar
verið mikil hornreka í umræðunni
um arðsemi virkjana," sagði Stefán.
Hann sagði að taka yrði inn í mynd-
ina beint og óbeint notagildi hennar,
t. d. tekjur af ferðaþjónustu á svæð-
inu og gildi svæðisins fyrir ferða-
menn. Einnig yrði að meta framtíð-
arvirði, sem fælist í gildi svæðisins
fyrir ferðamenn síðar meir, og arf-
leiðsluvirði, þ.e. gildi svæðisins fyrir
afkomendur. Að lokum þyrfti að
meta tilvistargildi náttúrunnar, þ.e.
gildi þess að ákveðið svæði skyldi
yfirleitt vera til.
Ársverk í álveri
kosta mikla orku
Stefán tók tvö dæmi um hag-
kvæmni framkvæmda metin í árs-
verkum. Álver á Grundartanga gæfi
u. þ.b. 150 ársverk, orkuþörf álvers-
ins væri um 1.000 gígawattstundir á
ári og kostnaður um 7 gígawatt-
stundir/ársverk. Upplýst gróðurhús
gæfu hins vegar u.þ.b. 120 ársverk,
orkuþörf þeirra væru um 19
gígawattstundir á ári en kostnaður
um 0,16 gígawattstundir/ársverk.
„Séu þessi tvö dæmi borin saman,
ég tek það fram að þetta er ekki
endilega sanngjarn samanburður,
kemur í ljós að hvert ársverk í ál-
veri hefur kostað tæplega 44 sinn-
um meiri orku en hvert ársverk í
upplýstu gróðurhúsi," sagði Stefán.
Að lokum ítrekaði hann að það væri
ekki nóg að gera hefðbundnar
kostnaðar- og rekstraráætlanir og
umhverfismat heldur þyi’fti að verð-
leggja umhverfisáhrifin og bæta
þeirri niðurstöðu inn í útreikning-
ana.
Síðasti dagskrárliður málþingsins
voru pallborðsumræður, sem
stjórnað var af Stefáni Jóni Haf-
stein, ritstjóra og Guðríði Helga-
dóttur, dagdeildarstjóra Garðyrkju-
skóla Islands. Þorvaldur Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
sveitarfélaga í Austurlandskjör-
dæmi, Dr. Þóra Ellen Þórhallsdótt-
ir, prófessor við Háskóla Islands,
Bjarnheiður Hallsdóttir ferðamála-
fræðingur og Þorsteinn Hilmars-
---------- son, upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar sátu
fyrir svörum. Mikið var
spurt út í hina ýmsu
þætti varðandi virkjanir,
stóriðju og náttúruna í
pallborðsumræðunum
og fram komu ólík sjón-
.......... arhorn um hvað væri
réttast að gera í þessum málum. í
umræðunni um þetta mál skárast
ólíkir málaílokkar og má þar nefna
byggðaþróun á Austurlandi, notk-
un „grænnar“ orku, varðveisla
náttúruminja, atvinnusköpun með
álveri á Austurlandi og ótal margt
fleira. Ljóst er að stór hópur fólks
fylgist náið með framvindu þessara
mála, og umræðan í þjóðfélaginu
er rétt að hefjast.
„Gæti sam-
svarað margra
milljarða
meðgjöf með
íslensku
efnahagslífi“