Morgunblaðið - 03.11.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 03.11.1998, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ ^4 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 V I N N U A U G G A LANDSPITALINN þágu mannúðar og vísinda... Yfirmeinatæknir Staða yfirmeinatæknis í blóðmeinafræði er laus til umsóknar. Starfið felst meðal annars í daglegum rekstri og stjórnun deildarinnar. Umsækjandi skal hafa löggilt próf sem meina- tæknir. Færni í mannlegum samskiptum er mikilvægur eiginleiki fyrir þetta starf. ^Upplýsingar veitir Páll Torfi Önundarson, yfir- læknir blóðmeinafræði, í síma 560 1844. Um- sóknarfrestur er til 15. nóvember. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Ríkisspítala, Þverholti 18. Meinatæknar, líffræðingar og rannsóknarfólk óskast til starfa við rannsóknastofur í blóð- fræði, meinefnafræði og ísótóparannsóknum. Um er að ræða bæði almenn og sérhæfð rann- sóknarstörf. Viðkomandi gæti hafið störf strax eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veita Guð- björg Sveinsdóttir yfirmeinatæknir í síma 560 1816 Guðmundur M. Jóhannesson yfir- læknir blóðfræði í síma 560 1843 og Jón Jó- hannes Jónsson forstöðulæknir meinefnafræði í síma 560 1840. Umsóknarfrestur er til 15. nóv- ember. Umsóknum skal skila til starfsmanna- halds Ríkisspítala, Þverholti 18. ---------------—----------------- Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverhoiti 18 og í uppiýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. k________________________________J Bókhald — endurskoðun Óskum eftir vönu fólki sem fyrst, launþegum og/eða verktökum. Góð kunnátta og reynsla í bókhaldi/ tölvubókhaldi nauðsynleg. Vinnutími samkomulag. ^Ennfremur óskast nemi í endurskoðun. Hlutastarf/fullt starf. Umsóknum skal skila inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 6. nóv., merktar: „Bókhald — endurskoðun". Sölumaður á fasteignasölu Duglegan sölumann vantarstrax á fasteigna- sölu. Umsóknir sendist afgreiðslu Morgun- blaðsins merktar: „Ákveðinn — 6696" Laust starf Starf flugvallarvarðar hjá Flugmálastjórn á Vopnafjarðarflugvelli er laust til umsóknar. Krafist er réttinda meiraprófs bifreiðarstjóra og réttinda í stjórnun þungavinnuvéla. Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra reynslu í meðhöndlun slíkra tækja. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt gögnum um aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannahaldi Flug- málastjórnar á Reykjavíkurflugvelli fyrir 17. nóvember 1998. Nánari upplýsingar veitir starfsmannahald Flugmálastjórnar, sími 659 4100, og umdæmis- skrifstofa Flugmálastjórnar á Egilsstaðaflug- velli, sími 471 1557. Öllum umsóknum verður svarað. Menntaskólinn að Laugarvatni auglýsir eftir kennara í eðlisfræði frá og með næstu áramótum. Góð aðstaða og húsnæði á staðnum Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist skólanum fyrir 20. nóv. nk. Upplýsingar gefur skólameistari í símum 486 1156 og 486 1121. Ljósmæður 70% staða Ijósmóður á fæðingar- og kvensjúk- dómadeild Sjúkrahúss Akraness er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1999. Æskilegt er að viðkomandi hafi hjúkrunar- og Ijósmóðurmenntun. Upplýsingar gefur Elín Sigurbjörnsdóttir, deild- arstjóri, í síma 431 2311. Sjúkrahúsið Sólvangur Eldhús Starfskraftur óskast í eldhús Sólvangs. Upplýsingar gefa Sigurvin eða Þórdís í síma 555 0281. Útlitshönnuður/vefari Netdeild Morgunblaðsins óskar eftir að ráða útlitshönnuð og vefara sem þekkir vel tii vefhönnunar. Hann þarf að kunna skil á HTML síðulýsingarmálinu og JavaScript og þekkja vel til myndvinnslu fyrir vef, geta nýtt GIF89-gagnasniðið og þekkja til SQL, Perl/CGI-bin og Sverver Side Include- forritunar. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, skipulagður og þægilegur í samstarfi. Stundvísi er krafist. ► Frekari upplýsingar gefur Ingvar Hjálmarsson, forstöðumaður netdeildar í síma 569 1308. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt i 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Atvinnurekendur Ef ykkur vantar starfskraft í dagvinnu, (9—17) eða jafnvel hlutastarf, þá býð ég fram starfs- krafta mína. Ég er 19 ára og hef: • Stúdentspróf • Reynslu í þjónustustörfum • Bíl til umráða • Jákvætt vidmót • Glaðlyndi og samviskusemi • Ómengað andrúmsloft í kringum mig, þ.e. reyklaus Nánari upplýsingar í símum 899 7232/551 2675. Atvinna Starfsmann vantar í 75% vinnu við leikskólann Bestabæ, Húsavík. Um er að ræða vinnu í möt- uneyti. Vinnutími frá kl. 8 — 14. Kjör samkvæmt kjarasamningum STH. Æskilegt að umsækj- endur hafi menntun og þekkingu á næringar- fræði og samsetningu matseðla. Umsóknarfrestur til 15. nóvember nk. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigríður Guðjóns, milli kl. 8 og 14 alla virka daga í síma 464 1255. Leikskólastjóri. Óskum eftir að ráða hársnyrtisvein eða meistara í hlutastarf á nýja stofu í Kópavogi. Upplýsingar í síma 564 5648. Bifreiðasmiðir Vantar bifreiðasmiði eða menn vana réttingu. Upplýsingar í síma 567 2525 eða 567 1776. RAOAUGLVSINGAR FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisfólk í austurbæ og Norðurmýri Aðalfundurfélagssjálfstæðismanna í aust- urbæ og Norðurmýri verður haldinn í Valhöll, mánudaginn 9. nóvember kl. 17.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. VMISLEGT Skíðadeild ÍR Nú fer að styttast í snjóinn. Haustæfingar skíðadeildarinnar eru hafnar. Gott og uppbyggilegt barna- og unglingastarf fer fram á vegum skíðadeildar IR. Verum með frá byrjun. Allir hjartanlega velkomnir. Skráning nýrra félaga, 7 — 13 ára, í síma 554 5699. TIL SÖLU Gullfallegt stokkabelti og spöng til sölu Upplýsingar gefnar í síma 581 3317 milli kl. 12.00 og 16.00. Er upplýsing dýrmæti? Já, til dæmis í málum náttúruverndar, fíkni- efna, stóriðju, kvótaafhendinga, slysa og refsi- dóma. Skýrsla um samfélag, sem lýsir stjórnarháttum leyndar og þagnar, fæst í Les- húsi, veffang: Sjá símaskrá. NAUOUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Árstígur 11, Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Hilmar Jónsson, gerðarbeið- andi sýsiumaðurinn á Seyðisfirði, mánudaginn 9. nóvember 1998 kl. 16.00. Stjórnin. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 2. nóvember 1998.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.