Morgunblaðið - 03.11.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 03.11.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 451 AÐSENDAR GREINAR Friálst val! FRJÁLST val er slagorð sem fyrirtæki í einkarekstri auglýsa mikið. Flestir eru sam- mála um nauðsyn þess að fá að velja það sem hverjum einstaklingi hentar best. En höfum við raunverulegt frelsi til að velja? Leikskólamál hafa mikið verið til umræðu að undanförnu og margt mjög jákvætt gerst í þeim málum. En. hafa foreldrar raunverulegt val í dag- vistarmálum? Því mið- ur ekki, því foreldrum sem velja einkarekna leikskóla er stórlega mismunað hvað varðar niður- greiðslur frá Reykja- víkurborg. I raun eru það aðeins efnameiri foreldrar sem geta leyft sér að velja á milli einkarekinna leik- skóla og þeirra sem borgin rekur. Reykjavíkurborg niðurgreiðir hvert pláss hjá einkareknum leikskóla um 18.000 kr., en það er talsvert minna en hún gi-eiðh' á hvert pláss í eigin rekstri. Foreldrar, þar sem annar aðilinn er í námi, fá niðurgreiðslu frá Reykjavíkurborg en engin slík niðurgi’eiðsla fæst ef foreldrar Kristinn Ingi Jónsson Eg skora á Reykjavík- urborg, segir Kristinn Ingi Jónsson, að jafna samkeppnisaðstöðu einkarekinna leikskóla með því að greiða niður þau pláss til jafns við eigin rekstur. eru með barn sitt í einkareknum leikskóla. Reykjavíkurborg gx-eiðir einnig niður á eigin leikskólum vist yngri barna en fjögurra ára vegna reglna um barngildi og býður vist fjögurra ára barna og eldri fyrir gjald sem þeir vita að einkarekst- ur getur ekki boðið. I reglugerð er gert ráð fyrir því að hver starfsmaður geti annast átta barngildi, og barngildin fara eftir aldri barna sem hér segir: 1 árs barn jafngildir 2 barngildum 2 ára bam = 1,6 bamgildi 3 ára bam = 1,3 barngildi 4 ára og eldra = 1 barngildi. Þannig er nánast útilokað að hægt sé að vera í samkeppni við Reykjavíkurborg með yngi'i börn sem útheimta fleiri starfsmenn, t.d. getur hver starfsmaður að- eins sinnt fjórum eins árs börn- um, meðan einn starfsmaður get- ur sinnt átta fjögurra ára börn- um. Þannig stýrir Reykjavíkur- borg handvirkt vali foreldra með miklu hærri niðurgreiðslum til foreldra sem þiggja þeirra þjón- ustu. Reykjavíkurborg býður öll- um þriggja ára og eldri pláss á skólum borgarinnar fyrir mun lægra verð en einkarekstur getur boðið vegna lægri niðurgreiðslna til einkaskóla. Þess vegna þarf foreldri sem nýtir sér FRJÁLST VAL að greiða meira fyrir mun ódýrari þjónustu því Reykjavík- urborg greiðir niður eigin rekstur með skattfé borgarbúa hæfilega mikið til að gera einkarekstur ósamkeppnishæfan. Það má benda á marga aðra þætti, svo sem niðurgreitt gjald til starfs- manna o.fl., sem hamlar allri eðli- legri samkeppni og kemur í veg fyrir að foreldrar hafi í raun frjálst val. Með sama áframhaldi er komið í veg fyrir alla virka samkeppni og þannig hamlað gegn faglegum og rekstrarlegum nýjungum og end- urbótum í leikskólamálum. Eg skora hér með á Reykjavík- urborg að jafna samkeppnisað- stöðu einkarekinna leikskóla og greiða niður leikskólapláss hjá ^ einkareknum leikskólum til jafns við eigin rekstur og gera þannig útsvarsgreiðendum jafnt undir höfði, hvað svo sem þeir velja. Höfundur rekur leikskólann Skerja- kot og er varaformaður Sambands einkarekinna ieikskóla í Reykjavík. TILKYNIMIIMGAR LÖG UM VATRYGGINGAFELÖG FRA 1982 (THE INSURANCE COMPANIES ACT 1982) EAGLE STAR REINSURANCE COMPANY LIMITED FLUTNINGUR ALMENNRA VIÐSKIPTA HÉR MEÐ TILKYNNIST aö Eagle Star Reinsurance Company Limited (Eadgle Star Re) sótti hinn 21. október 1998 um heimild fjármálaráðuneytisins samkvæmt 2. hluta skrár 2C með lögum um vátryggingafélög frá 1982 til að flytja til Eagle Star Insurance Company Limited öll réttindi og skuldbindingar varðandi öll vátrygg- ingaskírteini og endurtryggingaskírteini þar sem áhætta var tekin 31. desember 1992 eða fyrr og sem skráð höfðu verið annað hvort af Eagle Star Re samkvæmt fyrra nafni félagsins, Liverpool Insurance Society Limited, eða skrifuð af Eagle Star Insurance Company Limited og flutt hinn 1. janúar 1994 til Eagle Star Re samkvæmt 51. kafla laga um vátryggingafélög frá 1982 (eins og þau voru þá ( gildi), en undanþegin eru vátryggingaskírteini. a) sem skrifuð voru sem hluti af sameiginlegum sjóði British Aviation Insurance Group, eða b) þegar, að því er varðar II. hluta skrár 2C með lögum um vátryggingafélög frá 1982, aðildarríki annað en Sameinaða konungsríkið (Stóra Bretlan) er aðildarríkið þar sem áhættan er staðsett og annað hvort eftirlitsstjórnvaldi í aðildarríkinu hefur verið tilkynnt um flutninginn og hefur synjað um að samþykkja hann. Flutningsskjalið gerir ráð fyrir því að flutningurinn tryggi áframhald af hendi eða gagnvart Eagle Star Insurance Company Limited á hverskyns málarekstri af hendi eða gegn Eagle Star Re, sem varðar réttindi þessi og skuldbindingar. Þannig mundu kröfur, sem Eagle Star Re annast nú, að flutningum afloknum, vera með- höndlaðar af Eagle Star Insurance Company Limited. Frekari kröfur, sem til koma vegna fluttra vátryggingaskírteina, mundu meðhöndlaðar á sama hátt. Skrifleg mótmæli varðandi flutning þennan má senda The Treasury, Insurance Directorate, 1 Victoria Street, London, SW1H OET, fyrir 23. desember 1998. Fjármálaráðuneytið mun ekki ákvarða um umsóknina fyrr en að athguun á slíkum mótmælum aflokinni, sem því hafa borist fyrir þann dag. Endurrit af tilkynningunni með upplýsiingum um væntanlegan flutning er til sýnis á eftirfarandi skrifstofum frá kl. 9.30 f.h. til 5.30 e.h. alla daga (utan laugardaga eða sunnudaga eða almennra frídaga) þar til 23. nóvember 1998. Bretland Austurrlki Belgía Danmörk (riand Frakkland Þýskaland Grikkland (sland Holland Noregur Portúgal Spánn Eagle Star Reinsurance Company Limited, 2nd Floor, 2 Minister Court, Mincing Lane, London; EC3R 7XN PricewaterhouseCoopers, Berggasse 31, A 1092 Vienna, Austurríki. PricewaterhouseCoopers, Marcel Thirty Court, Avenue Marcel Thirty 216, B-1200 Breussels, Belgía. PricewaterhouseCoopers, Strandvejen 44, 2900 Hellerup, Copenhagen, Danmörk. PricewaterhouseCoopers, Gardener House, Wilton Place, Dublin 2, (riand Herbert Smith, 20 rue Quentin Bauchart, 75008 Paris, Frakkland PricewaterhousCoopers, Gervinusstrasse 17, D-60322 Frankfurt, Þýskaland PricewaterhouseCoopers, 24 Xenias Street, Gr-115 28 Athens, Grikkland PricewaterhouseCoopers, Höfðabakki 9,112 Reykjavík, ísland PricewaterhouseCoopers, Prins Bernhardplein 200,1097 JB Amsterdam PricewaterhouseCoopers, Havnelageret, N-0150 Oslo, Noregur PricewaterhouseCoopers, Edificious As Caravelas, Rua Dr. Eduardo - Neves, 9-6, 1050, Lisbon, Portúgal PricewaterhouseCoopers, C/Ulises 18, 28043 Madrid, Spánn KENNSLA ÞU vilt stuðla að þróun og ieitar að menntun fyrir þig. VIÐ menntum kennara. SAMAN kynnumst við og tengjumst fólki frá ölium heimshomum. Tekin eru próf í 9 námsgreinum. Við öflum sjálf fjár til menntunarinnar. Við ferðumst til Indlands, fáum starfsreynslu og kennslureynslu. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar. The Necessary Teacher Training College, 6990 Ulfborg, Dan- mörku. Sími 00 45 97 49 10 13. Netfang: tvinddns@inet.uni2.dk FUNDIR/ MANNFAGNABUR I Fundarboð Þroskoþjálfafélag í s I a n d s Framhalds-aðalfundur Þroskaþjálfafélags Islands verður haldinn fimmtudaginn 5. nóv. 1998 kl. 20.00 í Litlu Brekku, Bankastræti 2. Dagskrá fundarins: 1. Aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Athugið breyttan fundarstað. AUGLÝSINGA SÓKN Framhaldsaðalfundur Mígrensamtökin w ki I halda félagsfund í Gerðubergi í kvöld 3. nóv. kl. 20.00. Fyrirlesari: Dr. Kári Stefánsson. Fundarefni: Á mígreni erindi í erfðarannsóknir? Allir velkomnir. Stjórnin. Starfsmannafélagsins Sóknar verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, þriðjudaginn 3. nóvember nk. kl. 17.30. Dagskrá: 1. Frumvarp að lögum fyrir sameiginlegt félag. Áður kynnt á félagsfundi 5. júní sl. 2. Reglugerd Sjúkrasjóds sameiginlegs félags. 3. Reglugerd Orlofssjóðs sameiginlegs félags. 4. Reglugerð Fræðslusjóðs sameiginlegs félags. 5. Reglugerð Vinnudeilusjóðs sameigin- legs félags. 6. Önnur mál. Léttar veitingar verða í boði á fundinum. Félagar fjölmennið! Stjórn Starfsmannafélagsins Sóknar. Fundarboð Aðalfundur Fiskiðjunnar Skagfirðings hf., fyrir rekstrarárið september 1997 til ágúst 1998 verður haldinn fimmtudaginn 12. nóvember 1998 kl. 16.00. Fundarstaður Kaffi Krókur á Sauðárkróki. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi fé- lagsins sl. starfsár. 2. Staðfesting á sameiningu Pökkunarstöðvar- innar ehf., við Fiskiðjuna Skagfirðing hf. 3. Ársreikningur félagsins, ásamt umsögn end- urskoðenda. 4. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á reikningsárinu. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og varastjórnar. 8. Önnur mál. Ársreikningurfélagsins liggurframmi hluthöf- um til sýnis á skrifstofum félagsins í Grundar- firði og á Sauðárkróki viku fyrir aðalfund. Stjórn Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. GAR FÉLAGSLÍF □ FJÖLNIR 5998110319 I □ Hlín 5998110319 VI 2 □ EDDA 5998110319 III 2 Aðaldeild KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Hvað ei KFUK mér? Anna Guðmunds- dóttir, Margrét Ólöf Magnúsdótt- ir og Kristín Möller segja frá. Allar konur hjartanlega velkomnar. I.O.O.F. Rb. 4 = 1481138 - 8V2III 3.h KFUM og KFUK, Aðalstöðvar v/Holtaveg Hádegisverðarfundur á morg- un, miðvikudag, kl. 12.10. Fundurinn hefst með ritning- arlestri og bæn. Kristjana Thorarensen, leikskólastjóri leikskóla KFUM og KFUK, seg- ir frá starfsemi leikskólans. Allir velkomnir. Sjálfstyrkingarnámskeið Lærðu að hætta að hafa áhyggj- ur. Lærðu að standa með sjálf- um þér. Lærðu að þekkja sjálfan þig. Námskeiðið er.tvö kvöld í viku frá 9,—30. nóvember, mán- udags- og fimmtudagskvöid frá kl. 20.00—23.00 í sjö skipti. Ráð- gjafar: Guðbjörg Sveinsdóttir, fræðslumiðiil og Kristjana Elín- borg, spámiðill. Innritun í símum 565 5492 og 564 2224. KENNSLA Söngnámskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa Námskeiðstími: 8. nóv.—13. des. Esther Helga Guðmundsdóttir, söngkennari. Sími: 561 5727 og 699 2676. Langar þig til að syngja jóla- lögin! Raja-yoga Fræðslu- og hugleiðsluhelgi á Sólheimum í Grimsnesi 6.-8. nóvember og 20.-22. nóvem- ber. Upplýsingar í síma 566 8003 . Sigrún Olsen, Þórir Barðdal. TIL SÖLU Aukakílóin af — hringdu. Klara, sími 898 1783.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.