Morgunblaðið - 03.11.1998, Side 52

Morgunblaðið - 03.11.1998, Side 52
#62 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRDÍS KRISTÍN Þórdís Kristín Briem fæddist á Akureyri 1. apríl 1904. Hún lést í Reykjavík 22. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Páll Briem (1856-1904), amtmaður á Akur- eyri, siðast banka- stjóri í Reykjavík og Alfheiður Helga- m dóttir (1868-1962). Alsystkini Þórdísar voru: Þórhildur Líndal (1898-1991), átti Theodór B. Líndal (1898-1975), síðast prófessor; Eggert P. Briem (1898-1985) bóksali, síðast fulltrúi hjá Eim- skip, átti Sigríði Skúladóttur (1911); Friede Ingibjörg (1900-1997) framkvæmdastjóri, átti Asgeir Guðmundsson (1899-1935) lögmann; Helgi P. Briem (1902-1981), hag- fræðingur og sendiherra, átti Doris M. Parker (1902). Uppeld- issystir þeirra er Jóna Einars- dóttir (1916), átti Óla Vestmann —> Einarsson (1916-94) yfirkenn- ara. Hálfbróðir þeirra samfeðra var Kristinn P. Briem (1887-1970), kaupm. á Sauðár- króki, átti Kristínu Björnsdótt- ur (1889-1961). Þórdís stundaði nám í Kvennaskól- anum í Rvík 1921-23, í Oxford 1926-27 og í New York 1947. Hún var símamær við Bæjar- síma Rvfkur 1923-26. Þá stundaði hún vélrit- un á heimili si'nu fyrir ýmsa; var rit- ari lögmanna þar til hún réðst 1930 sem ritari hæstaréttar- lögmanna Lárusar Fjeldsted og Theodórs B. Líndal. Frá 1931 starfaði hún í Bókaverslun E.P. Briem, síðar Mími. Frá 1938 starfaði hún með systur sinni í Fjölritunarstofu Friede P. Briem eða til 1963 er hún réðst til Borgarbókasafnsins sem bókavörður. Þar starfaði hún til 1974 er hún lét af störfum v. aldurs. Eftir það réðst hún sem læknaritari á Sólvangi í Hafn- arfírði og starfði þar til 1983 er hún var nærri áttræð. Þórdís var alin upp í Tjarnargötu 24 og bjó þar til 1963. Síðast bjó hún að Bogahlíð 20 eða fram á síðasta ár er heilsan tók að bila. Útför Þórdísar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15.00. BRIEM Við kveðjum í dag merka konu sem varð vitni að og tók þátt í mikl- um breytingum á íslensku sam- félagi. Heimastjórnin hafði mikil áhrif á líf hennar. Jafnframt því _J8em hún átti rætur í menningu 19. aldar fylgdist hún með byltingu í menningu og stjórnmálum 20. ald- arinnar. Páll Briem faðir hennar var amt- maður á Akureyri þegar ömtin voru lögð niður 1904. Þá fluttist hann til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni og tók við bankastjóm íslandsbanka. Hann hafði aðeins gegnt því starfí fáa mánuði þegar hann fékk lungna- bólgu og dó 17. des. 1904 frá konu ogsexbömum. Ástandið í húsnæðismálum bæj- arins var slæmt. Átti það þátt í frá- falli Páls að húsnæði það sem fjöl- skyldan fékk er til Reykjavíkur kom var bágborið. Páll lagði ásamt j^ifíeirum drög að húsbyggingum við Tjörnina undir brekkunni. Álfheið- ur, ekkja hans, lét ekki deigan síga en tók til óspilltra málanna með að koma þaki yfír fjölskyldu sína á Tjarnargötu 24. Þar ólst Þórdís upp ásamt systkinum sínum. Æsku- heimili Þórdísar var menningar- heimili þar sem mikið vai- umleikis, leigjendur og kostgangarar, þing- menn, nemendur og frændur við nám og störf í bænum. Erlendir menntamenn sem hér voru við ís- lenskunám bjuggu þar oft og lengi og tengdust fjölskyldunni vináttu- r- s % ^GA Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn ?****%. m böndum, ekki síst Þórdísi sem var dugleg að ræða við þá og orðheppin. Dag Strömbáck, Uppwall og Egelin sem slðar urðu prófessarar voru meðal vina sem sendu bréf og kveðjur á hátíðsdögum. Á heimilinu bjó amma Þórdísar, Þórhildur (1832-1923), dóttir séra Tómasar Sæmundssonar, ekkja Helga Hálfdanarsonar (1826-1894) forstöðumanns Prestaskólans. Þannig spannaði menningarheimur Þórdísar hátt á aðra öld. Umhverfið í Tjarnargötunni var fjörugt og innilegt og fjöldi barna. Þótt allir væru þar tengdir frænd- semis- og vináttuböndum fór ekki hjá því að best samband væri við biskupshúsið, næst fyrir sunnan, nr. 26, en húsbóndinn var Jón bisk- up Helgason bróðir Álfheiðar. Hann setti svip á umhverfíð, hisp- urslaus, gagnmenntaður, skemmti- legur og frændrækinn. Frændur af Högnaætt og Hálfdanar að vestan voru tíðir gestir. í öllum gesta- ganginum var það krafa á hendur barnanna að þau kynnu að „konver- sera“, halda uppi skemmtilegum samræðum við hvern sem væri, meðan beðið var eftir veitingum. Má segja að það yrði aðalsmerki allra systkinanna, enda gátu þau talað um hvað sem var, hvenær sem var, varð aldrei orðfall. Þó nutu þau misjafnrar menntunar. Helgi einn fór í langskólanám. Eggert var veikur á unglingsárum og töldu læknar að hann myndi ekki þola nám og var hann því sendur út á vinnumarkaðinn! Systurnar stund- uðu gloppótt nám í Kvennaskólan- um. Aðstæður voru samt hollar uppvaxandi kjmslóð. Uppeldi Álf- heiðar var hæfílega strangt, án þess að henni tækist að bæla börn- in. Það sem á vantaði á formlega menntun vannst í frjálsu námi, tón- list, tungumálum, bókmenntaiðkun og námsdvölum erlendis. Þannig urðu öll systkinin menntuð og víðsýn. Margir tengdust heimili Þórdís- ar. Fyrst og fremst voru það grann- arnir og æskufólkið í Suðurgötu, Tjarnargötu og umhverfís Tjörnina. Hér hefur verið drepið á örfáa þætti sem áhrif höfðu á menningu heimil- isins, örlítil skýring á reisn og góðri menningu systkinanna, heiðarleik og viljastyrk. Margt ættmenna Þórdísar, syst- ur og formæður hafa orðið háaldraðar, þannig að segja má að 95 ára reglan gildi þar. Hvað kemur til? Sum hafa búið við heldur bága heilsu framan af. Þórdís fékk ung lömunarveiki. Hún gekkst undir al- varlegar læknisaðgerðir um fertugt og barðist við hjartveiki í áratug eða meira. Ekki var langlífíð vegna tveggja mjólkurglasa á dag! Nei. Systkinin drukku te. Hinsvegar var lífsgleðin við völd. Þórdís stundaði tennis á yngri árum, naut hesta- og fjallaferða. Þórdís stundaði störf sem voru skemmtileg og eftirsótt á sínum tíma. Hún náði ung tökum á vélrit- un og vann á því sviði. Hún gerðist talsímakona er síminn var að verða almenningseign. Þegar Eggert bróðir Þórdísar stofnaði sína frægu bókaverslun í Veltunni, Austur- stræti 1, var það hin fyrsta með nútímasniði á borð við hinar bestu í grannlöndunum. Lögð var áhersla á góða þjónustu, þægindi og bókaval. Þangað réðust m.a. fjórar glæsileg- ar ungar konur, Áslaug Borg, Fjóla Haraldsdóttir og ína Edwald, auk Þórdísar. Þetta var úrvalslið sem gerði verslunina vinsæla. Þær urðu vinkonur ævilangt. Því miður komu höft sem Eggert lét ekki bjóða sér, hann seldi verslunina og hætti út- gáfu sem hafði sett svip sinn á menningarlífíð. Eftir að Friede systir Þórdísar varð ekkja setti hún á fót fjölritun- arstofu í fjölskylduhúsinu í Tjarnar- götu. Þegar stofunni óx fiskur um hrygg réð hún Þórdísi systur sína til sín. Stofan varð vinsæl, ekki aðeins vegna þjónustu, heldur einnig vegna andrúmsloftsins á stofunni. Þangað komu listamenn sem undirbjuggu listsýningar, með bækur til útgáfu og leikrit til sýn- ingar. Vísindamenn með ritgerðir, lögmenn með málskjöl, stjórnar- herrar með ræður og stefnumál. Ekki var aðeins vélritað og fjölritað. Allt var samlesið svo engin villa leyndist. Smám saman urðu þær kunnugar á mörgum sviðum. Hvers þetta var metið má sjá í tileinkun- um bóka í eigu Þórdísar. Sama hver á í hlut, reyndir eða bjrrjendur. Allir þurfa hvatningu. Hún fékkst sann- arlega þar á stofunni. Er Þórdís var 59 ára hóf hún störf á Borgarbóka- safninu. Þar kom víðtæk þekking hennar að góðum notum í góðum hópi samstarfsfólks. Er að eftir- launaaldri kom réð Þór Halldórsson yfírlæknir hana sem læknaritara að Sólvangi. Þarna rejmdist hann trúr sinni hugsjón að aldurinn einn ráði ekki úrslitum um hæfni. Er starfsaldri lauk um áttrætt undi Þórdís hag sínum vel í Boga- hlíð 20, umkringd listaverkum sem hún hafði safnað í áranna rás. Hver hlutur átti sína sérstöku sögu. Hún hafði góða sjón og heyrn, fylgdist með í bókmenntum og listum og las kynstm- á mörgum málum. Ekki var hún beint mannblendin, en var þakklát þegar fólk leit inn. En veisluglöð var hún. Þórdísi leið vel fram á síðustu stund, enda voru hinstu orð hennar þau að hún óskaði að ná 100 ára aldri. Blessuð sé minning Þórdísar. Henni eru færðar þakkir frá frændsystkinum, ungum og öldn- um. Eggert Ásgeirsson. Mannsævin er margskonar. í dag fylgjum við til grafar Þórdísi frænku minni Briem sem ekki fór alltaf alfaraleið. Hún eignaðist ekki maka eða börn. Þórdís lifði síðustu árin í virðulegri einsemd umkringd bókmenntum heimsins, sem hún fékk af meiri félagsskap en fólki. Stundum höfðum við nánustu ætt- ingjarnir af því áhyggjur hvernig henni liði ekki síst þegar hún var komin yfír nírætt og bjó ein. En henni tókst nærri alltaf að sann- færa okkur um að henni liði best svona og þyrfti ekki á öðru að halda. Sem dæmi um óvenju vítt áhugasvið hennar níræðrar langar mig til að segja frá því að hún spurði mig fyrir örfáum árum hvort hún gæti ekki fengið að láni hjá mér Encyclopædiu Britannicu þeg- ar ég hafði fengið mér nýja útgáfu. Það varð af og oft heyrði ég þess merki að hún hafði verði að fylla fróðleiksbrunninn sinn með lestri alfræðibókarinnar. Stundum bar á góma hvernig stæði á því að Þórdís hefði aldrei fest ráð sitt þrátt fyrir að vonbiðlar höfðu verið nokkrir og allir þess- konar menn sem áttu margra ann- arra kosta völ. En Þórdís lét okkur um að halda áfram að leita skýr- inga án svara frá henni annarra en þeirra að hún væri ánægð með lífið eins og það fór. Ymsar þjóðsögur hafa mjmdast um þetta mál í fjöl- skyldunni og var það eðlilegt þar sem Þórdís var mikill kvenkostur, glæsileg kona, bráðgreind og af- bragðs skemmtileg. Við Þórdís áttum langa samleið. Hún hafði frá barnsaldri búið í Tjarnargötu 24 en í það hús flutti móðir mín Friede, systir Þórdísar, með okkur tvo bræður sem þá vor- um ungir drengir. í húsinu voru tvö heijnili og fyrirtæki. Á efri hæðinni bjó Þórdís með Álfheiði Briem móður sinni og á neðri hæðinni var heimili og fjölrit- unarstofa móður minnar, sem var orðin ekkja. í þessu húsi gerðist margt. Heimili ömmu og Þórdísar var lengi miðpunktur fjölmennra ætta og þangað kom að auki margt óskylt fólk að finna þær mæðgur. Mætti þar nefna fjölmarga, en ekki voru þeir síst minnisstæðir Jón Helgason biskup bróðir ömmu, nágranni okkar og séra Árni Þórar- insson, sem alltaf lagði mikla áherslu á það að Álfheiður væri frænka sín. Hann gat sjaldnar um að biskupinn væri jafnskyldur hon- um, enda voru þeir miklir and- stæðingar í guðfræðilegum efnum. Mikil skemmtun var að hlýða á samræður þeirra og einnig fjölmargra annan'a áhugaverðra gesta. Þórdís kunni vel að segja frá samræðunum og brá sér þá stund- um í gervi séra Árna við mikla kátínu. Á neðri hæðinni var einnig mikið líf vegna fjölritunarstofunnar þar sem þær unnu saman systurnar, Þórdís og móðir mín. Þangað komu fjölmargir viðskiptavinir, sem stóðu oft mun lengur við en verkefnin kröfðust. Meðal þeirra voru margir þjóðkunnir einstaklingar og andans menn, sem virtust fá talsverða skemmtun í kaupbæti með sam- ræðum við þær systur, sem voru báðar næsta orðheppnar og áhuga- samar fyrir því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Verkefnin voru líka oft merkileg, handrit bókmennta, réttarskjöl, sýningarskrár listsýn- inga og fundarboð ótal samtaka. Systurnar áttu langa samleið í vinnu allt þar til móðir þeirra lést 1962 og báðar fluttu úr Tjarnargöt- unni. Eftir það stofnaði Þórdís sjálf vistlegt heimili og gerðist bóka- vörður við Borgarbókasafn Reykja- víkur. Starfið var eins og sniðið fyr- ir hana. Hún eignaðist marga vini meðal samstarfsmannanna. Annað var líka athyglisvert, að margir við- skiptavinir safnsins bundust við hana vináttuböndum, ekki síst grúskarar ýmsir og námsmenn. Osjaldan fékk Þórdís heimboð frá viðskiptavinunum, en hún var ekki gjörn á að þiggja slíkt og lét tengsl- in á starfsvettvanginum duga. Þegar Þórdís varð sjötug varð það ekki umflúið að hún hætti vinn- unni á bókasafninu þótt áhuginn og kraftarnir væru óskertir. En þá gerðist merkileg kúvending. Hún gerðist þá læknaritari og vann sem einkaritari yfírlækna á Sólvangi í Hafnarfírði fram undir áttræðisaf- mæli sitt, fór daglega í vinnuna með Hafnarfjarðarrútunni og leysti að sögn vel af hendi allt sem henni var falið. Það er minnisstætt að hún tók að fræðast um ýmis læknis- fræðileg efni og keypti sér meðal annars latneska orðabók til þess að geta komið máli læknanna skamm- laust í sjúkraskrárnar. Hún hefði líklega haldið þar áfram og sett heimsmet í aldri læknaritara ef ekki hefði komið til óþægilegrar breytingar á leiðum strætisvagn- anna. Eftir starfslokin lifði Þórdís ein á heimili sínu í félagsskap bókmennt- anna. Hún hélt stundum litríkar stórveislur við séstök tækifæri. En hún var afar næg sjálfri sér og kvartaði aldrei jrfir neinu nema hrakandi heilsu. Fram á síðasta ár megnaði hún samt að vera sjálf- stæð með ötulli hjálp félagsmála- og heilbrigðiskerfisins. Síðasta árið dvaldi hún á vistheimilinu Litlu- Grund og að lokum á hjúkrunar- deild Grundar. Hugheilar þakkir færi ég prýðilegu starfsfólki hinna ýmsu stofnana sem sinna eldri borgurum, ekki síst einstaklega geðfelldu hjúkrunarliði Grundar. Eg þakka minnisstæðri frænku minni langa og ánægjulega sam- fyigd. Páll Ásgeirsson. Þórdís Briem hafði lifað næstum alla þessa öld þegar hún lést 22. október sl., 94 og hálfs árs. Ekki verður þó sagt að fæðingarár henn- ar, 1904, hafi verið heillaár í fjöl- skyldunni. Það ár létust tveir móð- urbræður hennar, séra Olafur Helgason á Stóra-Hrauni, og Tómas læknir Helgason. í lok árs- ins lést svo Páll, faðir hennar, og allt voru þetta menn á besta aldri. Ári áður hafði Þórdís Helgadóttir á Hofi í Vopnafirði, móðursystir hennar, látist, og bar Þórdís nafn hennar. Þórdís fæddist á Akurejrri í húsi sem enn stendur og er nú Hafnar- stræti 49. Fárra mánaða gömul fluttist hún með fjölskyldunni til Reykjavíkur, en þá hafði amt- mannsembætti föður hennar verið lagt niður vegna þeirra brevtinga sem urðu á stjórnsýslu landsins við upphaf heimastjórnar. Hann hafði þá tekið við starfi sem einn þriggja bankastjóra Islandsbanka hins eldri sem þá var nýstofnaður, en starfinu gegndi hann einungis fáa mánuði. Þótt Áfheiður, móðir hennar, væri orðin ekkja með fimm ung börn réðst hún í að reisa hús í Tjarnargötu 24 árið 1907 sem enn stendur, og þar ólst Þórdís upp og bjó síðan til ársins 1963. Hún hafði mikinn hug á námi við Menntaskól- ann í Reykjavík, en ekki varð þó af því. Mátti kalla það nokkra kald- hæðni þegar höfð er í huga for- ganga föður hennar í frelsis- og réttindamálum kvenna sem hófst með fyrirlestri hans um það efni 1885. Hún stundaði nám í Kvenna- skólanum á árunum 1920-21 og 1926-27 var hún í Oxford við nám í ensku og bókmenntum. Með þetta veganesti og miklum bóklestri aflaði hún sér staðgóðrar menntun- ar. Árið 1930 stofnaði Eggert bróðir hennar bókaverslun og réðst hún þá til starfa þar. Sú verslun var að ýmsu lejdi með nýju sniði, áþekk kjörbúð eins og nú tíðkast. Þar var boðið upp á fjölbreyttara úrval inn- lendra og erlendra bóka, þ.á m. enskra og þýskra, en áður hafði tíðkast. Áhersla var lögð á að af- greiðslufólkið kynni skil á bókum og höfundum, þannig að það gæti leiðbeint viðskiptavinum, og hér naut Þórdís sín vel. Árið 1938 brejdti hún til og hóf störf í fjölrit- unarstofu Fríðu systur sinnar í Tjarnargötu 24, en áður hafði hún gegnt ritara- og skrifstofustörfum á ýmsum stöðum. Fjölritunarstofan hafði sérstakt orð á sér fyrir vönd- uð vinnubrögð og áreiðanleika í við- skiptum og átti Þórdís án efa drjúgan þátt í velgengni fyrirtækis- ins, enda vandvirk með afbrigðum. Þegar hún hafði starfað þar í ald- arfjórðung þótti henni tími til kom- inn að skipta um starf og gerðist bókavörður við Borgarbókasafn Reykjavíkur. I því starfí mátti segja að þráðurinn væri að nokkru tekinn upp þar sem frá var horfið í bókaversluninni 1938. Hún hafði að vísu ekki sérmenntun í bókasafns- og upplýsingafræðum eins og nú er áskilið, en bætti það upp með víðtækri bókfræði- og bók- menntaþekkingu. Þess nutu safn- gestir, enda var hún jafnan tilbúin að ræða þau efni við þá og leiðbeina þeim eftir því sem aðstæður leyfðu. Þessu starfi gegndi hún til sjötugs- aldurs, 1974. En því fór fjarri að hún settist í helgan stein því að nú gerðist hún læknaritari á Sólvangi í Hafnarfirði og þar starfaði hún til ársins 1983

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.