Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 54
W54 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SIG URBJÖRG AÐALHEIÐUR WELBES r + Sigurbjörg Að- alheiður Welbes fæddist í Lúxem- borg 21. maí 1994. Hún lést á Barna- spítala Hringsins 23. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Arn- björg Sigríður Ing- ólfsdóttir, fædd 22. mars 1965, og Wil- helm Welbes fædd- ur 29. apríl 1958. Systkini hennar eru: Melissa, f. 18.11. 1985, Krist- ján Björn, f. 2.1. 1991, Bjarni Stefán, f. 17.9. 1992, og Berg- lind Sigríður, f. 24.10. 1995. Útför Sigurbjargar Aðalheið- ar fór fram frá Arbæjarkirkju 30. október. í ___________ Nú höfum við kvatt elsku litlu dóttur okkar og systur, Sigurbjörgu Aðalheiði, er lést ekki nema fjög- j urra og hálfs árs gömul eftir mjög erfiðan og alvarlegan sjúkdóm. Var } hún tæpra tveggja ára þegar hún ’ veiktist fyrst og átti að ganga í „gnum tveggja ára meðferð. Þegar eitt og hálft ár var liðið af meðferð- j inni tók sjúkdómurinn sig upp aftur , og var þá byrjað á annarri meðferð, I enn erílðari en þeirri fyrri. Varð : hún mjög veik og þurfti að liggja í | rúma fímm mánuði á sjúkrahúsi sl. ] vetur, áður en haldið var til Svíþjóð- ar í mergskipti með stóra bróður í sem merggjafa. Þó að systkinin j sæju hana aftur og aftur mjög lasna j á spítalanum alla þessa mánuði, fór j stóri bróðir að skilja þetta miklu ' MfcJantur eftir að hafa sjálfur farið í I svæfingu til að geta gefið merg, og haft nálar í sér og fengið hin og þessi meðul. Þótt hann hafi bara verið tvo sólarhringa á sjúkrahúsi, var hann nokkra daga að ná sér al- veg eftir þetta og skildi hann þá vel hvernig Sigurbjörgu litlu leið þegar hún var að byrja að ganga aftur í vor eftir margra mánaða legu og var bæði stirð og með verki, því sjálfur hafði hann verki í baki þegar hann gekk upp tröppur fyrst eftir mergtökuna. Sigurbjörg átti heima í Lúxemborg þegar hún veiktist fyrst en flutti með fjöl- skyldunni til Islands rétt áður en hún varð þriggja ára. Gat hún leikið sér með systkin- um sínum í allt fyira- sumar áður en hún veiktist aftur. Var hún líka nokkuð hress í sumar og gat verið með í mörgu, þótt orkan væri ekki sú sama og hjá hinum. Vorum við bara nýkomin frá Sví- þjóð þegar í ljós kom að hvítblæðið hafði tekið sig upp í þriðja sinn. Var það mikið áfall, því ekki var hægt í þetta skipti að reyna að lækna sjúk- dóminn, allt of stuttur tími var síðan hún hafði gengið í gegnum hinar tvær meðferðirnar. Var það stuðn- ingsmeðferðinni að þakka hvað hún gat gert með fjölskyldu sinni í sum- ar. Ekki vissum við hvað sá tími yrði langur sem eftir var, við vissum bara að það yrði ekki mjög langur tími. Því reyndum við að gera okkar besta til þess að hún gæti náð að gera sem mest. Við erum mjög þakklát fyrir þessi tvö sumur sem við höfðum Sigur- björgu litlu það hressa þrátt fyrir veikindin. Hún gat notið þess að fara með systkinum sínum á alla þá staði sem krökkum finnst gaman að fara á, niður að Tjöm, í húsdýra- og fjölskyldugarðinn, í Perluna að borða ís og horfa síðan yfír bæinn, í berjamó, tjalda í litlu barnatjaldi heima hjá frænku úti í garði, setja upp eigin rólur og sandkassa úti í garði hjá afa og búa til hinar fínustu sandkökur. Já, hjá honum afa, þangað stóð tO að flytja eftir stuttan tíma með fjölskyldunni. Hafði Sig- urbjörg átt heima með fjölskyldu sinni, hjá afa í fyrrasumar eftir að SVANHVÍT PÁLSDÓTTIR + Svanhvít Páls- __ dóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1936. Hún lést á sjúkrahúsi Akra- ness 26. október síð- astliðinn. Eftirlifandi eigin- maður Svanhvítar er Ragnar Þórodds- son, f. 6. apríl 1930 á Hofsósi. Börn þeirra eru: Jóhann Kristinn, f. 28. janú- ar 1953; Ólafur, f. 19. október 1954; Björgvin, f. 17. maí 1956; Þóroddur, f. 26. júní 1957; Elsku mamma mín. Eg hef spurt sjálfa mig að því, hvernig líf mitt verður án þín, en svar hef ég ekki fengið. Hjarta mitt grætur, en minninguna um yndis- lega móður mun ég varðveita í hjarta mínu. Þú varst mér meira en móðir, þú varst mín besta vinkona, það var alveg sama hvað það var, alltaf gat ég leitað til þin. Það kom stundum fyrir að ég þurfti að gráta. Þá settist ég í fang þitt og þú hugg- aðir mig eins og lítið barn. Þú talað- ir hlýlega til mín og fylltir mig bjartsýni og von. Þú stóðst alltaf við "^filið mér, sama hvað gekk á. Við vorum vanar að tala saman á hverj- um degi, stundum tvisvar á dag. Þegar þú varst lögð inn á Land- spítalann 12. sept. sl. fékk ég á til- finninguna að þú kæmir ekki heim til pabba aftur. Því miður reyndist þetta rétt. Þú fórst en komst ekki ^pftur heim til pabba. En við áttum okkar góðu stundir saman. Við Kristinn Huldar, f. 22. maí 1959, d. 11. mars 1960; Sigrún Hildur, f. 8. nóvem- ber 1961; Sólrún Hulda, f. 8. nóvem- ber 1961; Guðrún Ósk, f. 17. nóvem- ber 1969; Ragnheið- ur Kristín, fóstur- dóttir, f. 16. maí 1969; Kristín, fóst- urdóttir, f. 8. janúar 1949. Útför Svanhvítar fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hlógum að svo mörgu sem við rifj- uðum upp. En sá tími kom að ekki var hægt að hlæja lengur, þú varðst veikari og dró mjög hratt af þér, en alltaf fékk ég bros þitt og faðmlag. Augu þín töluðu fyrir þig þegar erfitt var fyrir þig að tala. Hönd þín gaf mér til kynna að þú heyrðir hvert orð sem sagt var. Við fórum með bænir saman 1 huganum er augu okkar mættust, og er ég söng fyrir þig kreistir þú hönd mína. Ég man hve hamingjusöm þú varst þegar ég tilkynnti þér að þú yrðir flutt á sjúkrahús Akraness. Gleðin, sem færðist yfir þitt fagra andlit, sagði allt sem segja þurfti. Við fórum heim þennan dag. Eg sat við hlið þér á leið heim í sjúkrabfln- um, og talaði til þín. Ósk þín var sú að koma heim til að geta verið sem næst pabba, þar til yfir lyki. Við vorum hjá þér dag og nótt og héld- umst í hendur. í hvert skipti er tár- in runnu niður kinnar mínar opnað- MINNINGAR komið var til íslands, en eftir að hún veiktist aftur í fyn'ahaust, höfðu tvö elstu systkini hennar flutt til frænku, og Bjami og Berglind til ömmu, svo mamma gæti verið hjá Sigurbjörgu litlu á sjúkrahúsinu. Eftir að hafa legið svona langan tíma á sjúkrahúsi og ekki getað gert margt sem hana langaði til, naut hún þess að geta gert fyrir okkur einfóldustu hluti, eins og að borða, ganga, tannbursta sig, klæða sig í sín eigin föt, þótt sjúkrahúsnáttfóin væru með fallegum myndum, þá beið hún lengi eftir að geta notað sín föt. Bara að vera með hinum í að gera þess dagsdaglegu hluti og það heima, fannst henni svo gaman, því hún vissi hvað það var að vera veik og hvers virði það er að geta þessa hluti sem fyrir okkur eru svo sjálf- sagðir. Þegar sá tími nálgaðist að skól- inn byrjaði, spurði Sigurbjörg oft hvenær hún færi í skóla, hana lang- aði mest að byrja strax. Mamma sagði þá alltaf að krakkar byrjuðu sex ára í skóla, en hægt væri að fara í leikskóla áður. Og auðvitað langaði Sigurbjörgu þá að fara strax í leiksóla, ekki síst þegar leik- skóli var í sömu götu og við áttum heima í, í allt sumar hjá henni Sillu frænku sem hafði passað tvö elstu systkinin í allan fyrravetur, keyrð- um við alltaf fram hjá honum þegar við fórum eitthvað, hann var fyrsta húsið í götunni. Langaði Sigur- björgu alltaf að stoppa þar þegar hún sá krakkana leika úti, og lét mamma því verða af því að spyrja leikskólastjórann hvort Sigurbjörg mætti kíkja öðru hverju til þeirra. Var það sjálfsagt, og langar okkur að þakka Regínu og starfsfólkinu í Völvuborg fyrir góðar móttökur, og að hafa leyft Sigurbjörgu að upplifa að vera á leikskóla, að ógleymdum krökkunum sem þurftu margs að spyrja. Hafði Sigurbjörg mjög gaman af að róla með hinum krökk- unum og að lita með pensli með jafnöldru sinni. Þökkum við góða manninum í fjölskyldugarðinum fyrir að leyfa Sigurbjörgu að keyra á bílunum, hana langaði svo að keyra á þeim og þegar hann vissi hvernig stóð á fékk Sigurbjörg að keyra eins lengi og hún vildi. ir þú augun, hendur þínar leituðu að mér, og við féllumst í faðma. Ég grét hjá þér og þú huggaðir mig eins og þú gerðir allt þitt líf. Það var stjörnubjartur himinn og kyrrð yfir öllu þessa nótt. Ég hélt um hönd þína og bað. Kall þitt kom, Guð gaf þér lausn frá þjáningum þínum. Andlit þitt varð friðsælt er augu þín lokuðust í hinsta sinn. Þín er sárt saknað, hjarta mitt grætur en minninguna um bestu mömmu í heimi geymi ég innra með mér. Guð blessi þig, elsku mamma mín. Megir þú hvfla í friði. Þín dóttir Hulda. Nú er hún Svana tengdamóðir mín dáin. Við Svana vorum alltaf góðar vinkonur. Betri hlustanda en hana var varla hægt að hugsa sér og alltaf þegar mér leið illa hringdi ég í Svönu því að hjá henni fékk ég alla þá huggun og væntumþykju sem ég þurfti á að halda. Svana var alltaf svo blíð og átti svo auðvelt með að gefa af sjálfri sér. Þær voru ekki ófáar ferðir sem við Svana fórum saman og fengum okkur kaffibolla i Kringlunni. Þetta voru skemmtileg- ar ferðir og oft glatt á hjalla og í minningunni ákaflega dýrmætar stundir. Það var alltaf gott að heim- sækja Svönu og Ragga og þau tóku mér alltaf opnum örmum. Það var eftirtektarvert hve þau voru sam- rýnd hjón og það sáu allir hversu ástfangin þau voru. Ég gleymi því aldrei þegar ég heimsótti Svönu í síðasta sinn á spítalann, hún var þá orðin mikið veik. Það sýndi sig best þá hversu sterkur persónuleiki hún var. Hún brotnaði ekki. Heldur hélt hún áfram að_ umvefja fólkið sitt blíðu og ást. Ég á eftir að sakna Svönu mikið, en ég veit að henni líð- ur betur núna og nú er hún laus við þjáningamar sem hún er búin að Þakkir til allra þeirra sem hjálp- uðu, til að allt gengi vel með systk- inin heima, sérstaklega til Alexöndru frænku sem lánaði Sig- urbjörgu litla, bleika, fallega barna- stólinn sinn í allt sumar og sem Sig- urbjörg sagðist eiga í plati þangað til að flytja átti til afa, þar var henn- ar barnastóll. Þakkir til allra á sjúkrahúsinu sem komu að því að lækna Sigur- björgu litlu, til allra á leikstofunni, til Olivers, trúðsins sem bömin voru mjög hrifin af. Komu systkinin stundum að heimsækja litlu systur á réttum tíma til að sjá Oliver í leið- inni. Þakkir til Steinunnar sem allt fékk fyrir Sigurbjörgu, bæði á sjúkrahúsinu og heima, svo henni liði sem best, og til starfsfólksins í býtibúrinu sem var viljugt að ná í allt sem Sigurbjörgu langaði í úr eldhúsinu. Þakkir til frænknanna fyrir norðan sem sendu henni Sig- urbjörgu peninga til að gera eitt- hvað sem hana langaði til. Ekki má gleyma að þakka ömmu fyrir hlýju ullarvettlingana og sokk- ana sem komu sér vel þegar við fór- um til Svíþjóðar og löbbuðum á milli fjölskylduhússins og sjúkrahússins, og gaman var að fá heklað teppi í nýja dúkkuvagninn í sumar, auðvit- að frá henni ömmu. Með þessum sálmi langar okkur að kveðja hana Sigurbjörgu litlu og biðjum góðan Guð að geyma hana. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fdðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fdðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, fdður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma og engu þínu minnsta bami gleyma. 0, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því sem andar, og einkum, því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt Ijósið blessað gef í nótt mig dreymi. I Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (M. Joch.) Mamma, Melissa, Krislján Björn, Bjarni Stefán og Berglind Siríður. ganga í gegnum. Elsku Raggi minn. Guð gefi þér styrk í þinni miklu sorg. Ólöf. Svanhvít... Til að skrifa minningu hennar þyrfti raunar ekki að rita meira en nafnið, því eiginleikar hennar eru innofnir í blæbrigði þess. Hún bjó yfir mikilli innri birtu og ljóma, sem geislaði í svip hennar og tindraði í augunum. Hugarheimur hennar var hreinn, því hún var hreinskiptin og sönn. Aldrei heyrð- um við hana leggja öðrum illt til, heldur ávallt taka jákvæða afstöðu - jafnvel gagnvart þeim skæða sjúk- dómi, er varð henni að lokum yfir- sterkari. Hvorki barmaði hún sér né kvartaði þá löngu þjáningartíð. Þvert á móti voru brosið, ljúflyndið og innri birtan jafnan til staðar og bægðu burt skuggum sjúkdóms og þjáninga. Þannig var alltaf bjartur blær yfir henni líkt og svaninum - í rauninni svan-hvít. Hún var söngnæm og syngjandi sál, bæði tón- og hljómnæm, og hreif aðra gjaman með sér til söngs. Fyr- ir henni var enginn vandi að blanda röddum og laða fram fleirraddaðan söng. Þannig er okkur minnisstætt frá orlofsvikum fyrir krabbameins- sjúka í Hlíðardalsskóla, hversu hún ljómaði á kvöldvökunum, þar sem söngur og önnur tónlist skipaði önd- vegi. Svipur hennar sýndi glögglega, hve hún naut og lifði sig inn í tónlist- ina, sem flutt var. En henni var ekki nóg að sitja og syngja í fjöldasöngn- um, heldur drifu hún og samsjúk- lingar hennar upp söngglaðar kvöld- vökur á eigin spýtur þar sem hún lék undir á gítarinn sinn. Auk þess var hún vel máli farin og ritfær, og nutum við þess að hlýða á frásagnir hennar. Slíkt var okkur hinum aðdá- unarvert fordæmi. Nú er hún búin að ljúka lífsflugi Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (S. Jónss. frá Presthólum.) Þetta vers kunni Sigurbjörg litla en hún veiktist af hvítblæði rétt áður en hún varð tveggja ára og var búin að stríða við þennan sjúkdóm í tvö og hálft ár er hún lést. Hún fæddist í Lúxemborg og kom til Islands nokk- urra mánaða gömul og var skírð. Síð- an ætlaði fjölskyldan að flytja til ís- lands en varð að fresta því vegna sjúkdóms Sigurbjargar. Þurfti hún oft að fara til Brussel til lækninga. Pabbi, mamma og amma fóru með hana til skiptis og þegar hjúki'unar- fólkið var að sinna henni á nóttunni kallaði hún: „Amma komdu, amma komdu“ og amma fór og hélt í litlu hendumar hennar og þá gat hún sofnað. Amma gleymir þessu aldrei. Síðan fórum við til Islands þegar litla stúlkan var nógu hress til þess, nokkrum dögum áður en hún varð þriggja ára og var hún nokkuð frísk um sumarið. Síðan tók sjúkdómurinn sig upp aftur og lá hún mestallan síðastliðinn vetur á sjúkrahúsi. Fór hún í merg- skipti til Svíþjóðar síðastliðið vor og bróðir hennar, Rristján, gaf henni merg og hún virtist nokkuð hress. Amma fór með systkini hennar til Svíþjóðar og fannst henni það gaman að hafa þau hjá sér og oft fórum við í göngutúra utan við sjúkrahúsið. Síð- an kom hún heim til Islands en sjúk- dómurinn tók sig enn upp og nú laut hún í lægra haldi og lést aðfaranótt fóstudags 23. október sólarhring áð- ur en litla systir hennar varð þriggja ára. Tveimur dögum áður en hún lést heimsóttum við hana, Gísli, amma og systkini hennar, og hún kvaddi okkur öll. Bless Kristján, bless Gísli, bless Bjami, bless Melissa og bless Berg- lind og síðan sagði hún: „Góða nótt, amma.“ Guð geymi litlu stúlkuna. 0, Jesú bróðir besti og bamavinur mesti, æ breið þú blessun þína á bamæskuna mína. (P. Jónsson.) Þín amma, Laufey Aðalheiður og frændi, Gísli Björn. sínu og hvflir í friði Guðs. Það voru forréttindi okkar að þekkja hana og eiga að vini. Kæri Ragnar og allir ástvinir. Við sendum ykkur allra innilegustu samúðarkveðjur. Látið hinar fögru og ljúfu minn- ingar hefja ykkur ofar harmi og trega, í vissunni um eilífa endur- fundi á landi lifenda. Guð styrki ykkur. Blessuð sé minning Svanhvítar. Bergmál. Hún Svana vinkona mín er dáin. Þegar ég kveð hana togast á marg- ar ólíkar tilfínningar í huga mínum, sorg, söknuður, þakklæti fyrir að fá að kynnast þessari einstöku ein- lægni, ást, blíðu, hlýju og svo bros- inu þínu sem hjálpaði svo mörgum. Það var bara til ein Svana. Henni tókst ætíð á sinn hógværa hátt að geisla frá sér gleði og gekk ég alltaf glaðari af hennar fundi. Þannig vil ég minnast þessarar mik- ilhæfu konu. Ég er glöð og að eilífu þakklát fyrir góð og gjöful kynni. Ég geymi minningarnar í hjarta mínu. Hver getur siglt án meábyrs á sæ? Hver getur siglt ánára? Hver getur skilið við kæran vin. án tærra saknaðartára? Ég get siglt án meðbyrs á sæ, ég get siglt án ára en ég get ei kvatt minn kæra vin án tærra saknaðartára. (Þýð. S.E.) Blessuð sé minning Svönu. Ég og fjölskylda mín vottum Ragnari eig- inmanni hennar, börnum og hennar nánustu innilegustu samúð okkar. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Ásdis Sól Gunnarsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.