Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 55 v + Matthías Ólafs- son (Hassi) var fæddur í Reykjavík 30.9. 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hlíf Matthí- asdóttir, f. 27.4. 1899 í Haukadal í Dýrafirði, d. 10.11. 1996, og Ólafur Gísli Magnússon, skipstjóri, f. 23.9. 1893 í Sellátmm, Tálknafírði, d. 24.3. 1961. Alsystkini Matthíasar: Marsibil Magnea Mogensen, f. 11.3. 1929. Sigrún Helga, f. 30.8. 1930. Roy f. 2.8. 1933, d. 12.10. 1997. Ólöf Alda, f. 17.11. 1940. Hálfbræður samfeðra: Svavar, f. 7.8. 1919, og Gunnar, f. 20.7. 1921. Hinn 6. júh' 1954 kvæntist Matthías Hrefnu Stefánsdóttur, f. 11.2. 1933. Þau skildu. Börn þeirra eru: Ólafur, f. 2.11. 1954, sölufulltrúi, kvæntur Bergljótu H. Hreinsdóttur og eiga þau tvö börn. Dagbjört Oddný, f. 15.10. 1956, búsett í Þýskalandi, sam- býlismaður Jiirgen Schwarze, og á Dagbjört eitt barn. Hlíf, f. 10.1. 1958, matreiðslumaður, gift Skúla Sigurðssyni og á hún tvö böm. Lilja Helga, f. 27.8. Kveðja Þegar maður stendur yfir mold- um einkavinar síns og frænda eftir langvarandi samfylgd allt frá barn- æsku fer ekki hjá því að á hugarþili birtist sægur mynda, margfalt fleiri en dregnar verði upp í minningar- grein. Sú elsta er úr minnisbanka Hlífar, móður Matthíasar: Sendi- ferð frá Sólvallagötu til Silla og Valda í Aðalstræti. Mæður okkar Matthíasar, eða Hassa, eins og hann var jafnan kallaður, voru um skeið á bernskuárum okkar ná- grannar á Sólvallagötu, og dag einn í bjartviðri um vetur efndu þær til sameiginlegs kökubaksturs og vant- aði púðursykur. Við frændur, Hassi þá fjögurra ára og ég sex, sem er talsverður aldursmunur á því ævi- skeiði, vorum þá gerðir út af örkinni til að kaupa sykurinn hjá Silla og Valda. Á heimleið, þegar við leidd- umst upp Túngötuna, brast óvænt á blindbylur. Frænda þótti að vonum ósýnt um ferðalok og felldi tár, en ég huggaði hann með því að okkur væri borgið því að ég hefði rétt í þessu séð fótinn á Jesú í sortanum fyrir ofan okkur. Frændi spurði þá ákafur: Var fóturinn í sokk eins og mamma er i? Jájá, sagði ég, og meira að segja í silkisokk. Silkið réð úrslitum. Frændi lét huggast, og ég beygði með hann við hönd mér fyrir homið, upp í Garðastræti og knúði þar dyra á reisulegu húsi sem var í eigu skurðlæknis, sem í samræmi við kaldranalega íslenska kímni var jafnan kallaður Siggi saumakona af þvi að hann saumaði m.a. saman skurðina eftir aðgerðir á Landsspít- alanum. Vandaverk. Mætur maður og fjölskyldan öll. Til þeirra hjóna sótti svo lögreglan okkur og bakstr- inum var borgið. II. Allar götur síðan og fram á dán- ardægur hefur Hassi verið mér sem bróðir og margt höfum við brallað saman á langri ævi, einkum á yngri árum, nema dæmið um púðursykur- inn snerist við. Hassi varð þegar frá leið íremur verndari minn en ég hans, enda afrenndur að afli og köttur liðugur, vestfirskur í báðar ættir. Væri ég áreittur í mannasolli hvort heldur var hérlendis eða er- lendis þurfti hann ekki annað en að yggla sig og beita augunum til að menn héldu sig á mottunni. Brá þá fyrir í augum hans því tilliti sem fyrir vestan er kennt við galdur og mönnum stóð og stendur enn stugg- 1962, húsmóðir, sambýlismaður Arn- ór Sigurvinsson, og á hún þrjú börn. Matthías ólst upp í Reykjavík og Borgarnesi. Hann stundaði nám í mál- araiðn við Iðnskól- ann á Akureyri og hjá Hauki Stefáns- syni 1944-48, og hjá Sighvati Bjamasyni íReykjavík 1948-51. Lauk sveinsprófi 1948 og öðlaðist meistararéttindi 1951. Lærði myndlist hjá Félagi íslenskra myndlistarmanna 1949-50 og í kvöldskóla hjá Jóni Engilberts 1953-60. Matthías _ starfaði við skilta- gerð hjá Ósvaldi Knudsen og Daníel Þorkelssyni. Hann starf- aði jöfnum höndum sem málari og sjómaður í 20 ár. Þá kenndi hann við Iðnskólann í Borgar- nesi einn vetur. Matthías hélt þrjár málverkasýningar, tvær í Borgarnesi og eina í Gmndar- firði. Árið 1994 sendi hann frá sér bókina „Halló Eldborg, ert’ að hlusta, 01i?“, sem fjallar um sjómanninn og föður Matthías- ar, Ólaf Magnússon. títför Matthíasar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 23. október. ur af. Eitt sinn við barborð á nætur- klúbbi í erlendri stórborg áreittu okkur tveir dólgar, sennilega vegna þess að klæðaburður okkar var tal- inn til vitnis um að við ættum heima á skemmtistað ofar í þjóðfélagsstig- anum. Það er verið að áreita okkur, frændi, sagði Hassi. Láttu kyrrt liggja, kannski nóg að þú urrir á þá, sagði ég. Hér þarf meira við, sagði frændi, og í töluðum þeim orðum sá ég í barspeglinum hvernig hann læsti hrömmunum eldsnöggt um háls dónanna, tók þannig á sprett með þá til dyra og ég sá ekki betur en að hann slægi höfðum þeirra saman á lokasprettinum út um dyrnar. Bara lítillega, svona til von- ar og vara. Mér kann þó að hafa missýnst. En inn komu þeir ekki aftur. Líkamsburðina og snarræðið sótti hann í báðar ættir og þó frem- ur til föður síns, Ólafs Magnússon- ar, skipstjóra, afburða sjómanns og síldarkóngs um árabil á fjórða ára- tugnum. Ólafur var eitt sinn sem oftar á stríðsárunum staddur með skip sitt í Hull og munaði mjóu að hann væri keyrður niður á götu þar í borg. Bifreiðin með fjóra menn innanborðs snarhemlaði og fjór- menningarnir bölsótuðust út í skip- stjórann. Ólafur, sem var skapmað- ur mikill, brást reiður við og kvað réttast að hann velti bíldruslunni. Þeir í bflnum hlógu við og buðu hon- um að reyna. Þeir hefðu betur látið það ógert. Ólafur beygði hné, greip undir sflsana og velti farartækinu í einu átaki. III. Matthías var mikill að vallarsýn, og á unga aldri manna spengileg- astur, fjaðurmagnaður í hreyfing- um, íþróttamaður að upplagi, glað- sinna, bjartur yfirlitum og félags- lyndur mjög, enda kvennagull mik- ið. En frænda var meira gefið en líkamlegt atgervi, hann var sögu- maður prýðilegur, listfengur með afbrigðum, hafði næmt brageyra og var létt um að kasta fram vísu, drátthagur, söngvinn og raddmað- ur mikill og hefði sómt sér firnavel á sviði, ef hann hefði lagt söng fyr- ir sig, og ekki ónýtt fyrir mig, lag- lausan manninn, að eiga slíkan fé- laga. Hann hafði sungið í barna- kórum í Borgarnesi og var svo lag- vís að hann lærði lög með því að heyra þau einu sinni. Á góðri stundu vafðist ekki fyrir honum að syngja án undirleiks aríur á ítölsku, úr „Cavalleria rusticana" o.s.frv. Eitt sinn í veitingasal á hóteli á erlendri grund eftir lokun þegar ljós höfðu verið slökkt og ég sat á hljóðskrafí við stúlku um landsins gagn og nauðsynjar birt- ist hann á rökkvuðu sviði salarins og söng „O sole mio“, hneigði sig í sönglok og hvarf hæversklega af vettvangi. Fínt innlegg og hugul- samt. Eg var alltaf jafnhrifinn af söng hans, en aldrei eins og í þetta sinn og þarfnast ekki skýringa. Hitt má svo kyrrt liggja úr þessu að vér frændur gengum + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORSTEINN SIGURÐSSON, Sporðagrunni 9, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, mánudaginn 2. nóvember. Inga Lillý Bjarnadóttir, Jón Bjarni Þorsteinsson, Guðrún Björt Yngvadóttir, Steingrímur Þorsteinsson, Sigurður Þorsteinsson, Ingibjörg Eiriksdóttir, Anton Pjetur Þorsteinsson, Sigríður Hauksdóttir, Þorsteinn Yngvi, Ingibjörg Hanna, Inga Margrét og Orri Thor. + Bróðir okkar, HALLGRÍMUR KRISTJÁNSSON, andaðist á sjúkrahúsi í Stokkhólmi föstu- daginn 2. október. Útförin fer fram frá Trons kapellu í Södra, Skogskyrkogárden, Stokhólmi, miðviku- daginn 4. nóvember kl. 13.45. Guðrún Kristjánsdóttir, Jósefína Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson, Gísli Kristjánsson, Ragnar Kristjánsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir. MATTHÍAS ÓLAFSSON stundum fullgeyst um gleðinnar dyr. IV. Hugur Hassa hneigðist til sjó- mennsku, en á þeim aldri sem ung- lingar hefja slík störf geisaði heims- styrjöldin síðari og slíkur starfsferill kom því ekki til greina og lærði hann því málaraiðn hjá Hauki Stefánssyni á Akureyri, afbragðs fagmanni. Á vegum Hauks stundaði Hassi málningarvinnu víða um land og bæri dvöl hans uppá íþróttamót í bæjum og sveitum stóð ekki á frænda að reyna á þolrifin í heima- mönnum. Hann kom, sá og sigraði oftar en ekki. Ven’a var með böllin sem á eftir fóru. Iþróttaandinn var ekki í heiðri hafður á þeim samkom- um. Kvenþjóðin flykktist að frænda, heimamönnum til lítils fagnaðar, og kom þá snarræði hans sér oft vel til að komst undan með sína útvöldu. Leikandi létt verklag Hassa og listfengi birtist í málaraiðninni rétt eins og í öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Þeim sem sáu hann að störf- um á þeim vettvangi líður það seint úr minni, vinnugleðin, stolt fag- mannsins; hann steig ekki eitt óþarfa skref, beiting pensilsins hnitmiðuð og magn málningar í pensilhárunum svo hámákvæmt að ekki fór dropi til spillis. Fyrir þrjátíu árum aðstoðaði ég hann við að mála íbúð vinar okk- ar. Það var olíumálning, sjö yfirferð- ir, takk. Þeir veggir eru í dag eins og þeir hafi verið málaðir í gær. Skilta- málningu stundaði hann einnig um árabil. En málverk voru hugðarefni hans í frístundum og allar götur að leiðarlokum. Svokölluð „portrett“ af mönnum létu honum einkar vel og voru eftirsótt. V. Eg undraðist oft fjölhæfni frænda. Smiðsauga var eitt af því sem honum var gefið. Eitt sinn fékk ég hann mér til aðstoðar við að rigga upp sumarbústað sem var illa farinn og þá bar hann sig að eins og þaulvanur smiður. Ég spurði hann hvar hann hefði lært smíðar. Sem málari sá ég oft smiði að störfum, svaraði hann stutt og laggott. Matthías lét draum sinn um sjó- mennsku rætast á miðjum aldri, lagði málaraiðnina á hilluna og var til sjós á fiskiskipum og hafskipum Bhínuvitofa Friðfums SuðuriandsbrautlO 108 Reykjavík * Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kJ. 22 — einnig um helgar. Skreytingar fyrir öli tilefni. Gjafavörur, um tveggja áratuga skeið uns hann fór í land vegna heilsubrests og hélt eftir það heimili með móður sinni, Hlíf, sem lést háöldruð fyrir tæpum tveim árum. Heimavinnu hafði hann þó ætíð, því að handbragð hans við - skiltagerð, skreytingar o.fl. var eft- irsótt. VI. Frændrækni og gestrisni þeirra mæðgina var við brugðið. Það var ekki aðeins að veitingar væru fram- reiddar með undraverðum hraða, það var hið einstæða hlýja viðmót og sagnasjór Hlífar sem verður ógleymanlegt öllum þeim sem þess urðu aðnjótandi. Engin breyting varð á því eftir lát móður hans. Eft- ir sem áður brást frændi við gesta- . komu með rausn og glaðlegu við- móti, þótt í augum uppi lægi að ekki væri úr miklu að spila. Bók um föður sinn, Halló Eld- borg, tók Matthías saman fyrir nokkrum árum, og svanasöngur hans var í sama anda: niðjatal afa okkar og ömmu í móðurætt hans. Hann lagði gífurlega ólaunaða vinnu í það verk, farinn að heilsu, og í framhaldi af því kom svo frum- kvæði hans að niðjamóti sem haldið var í Haukadal í Dýrafirði í sumar leið. Þangað kom hann loftleiðis, hart leikinn af ólæknandi sjúkdómi, með súrefniskút sér við hlið, en karlmennskan var söm við sig; hann lét engan bilbug á sér finna og » var glaðbeittur í viðmóti að vanda. Hann var það líka á banabeði. Dag einn á sjúkrahúsinu í byrjun júní sagði hann við mig að til stæði i-istilskoðun á sér. Þú verður þá blásinn upp eins og blaðra, sagði ég- Þeir bíða þá með það til 17. júní, svaraði frændi glettinn, sjálfum sér samkvæmur. Og er þá ekki annað eftir en að þakka góðum dreng ógleymanlegar samvistir. Lífskúnstner og sjómaður hefur kastað landfestum hér í heimi og siglir nú ef að líkum lætur óskabyr með himinskautum til stranda ann- ars og skaplegri heims þar sem vin- ir bíða í varpa. Góða ferð, vinur og frændi. Jóhannes Helgp. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.