Morgunblaðið - 03.11.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 03.11.1998, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ f 56 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR ÞORSTEINN GUÐNI ÞÓR RAGNARSSON + Þorsteinn Guðni Þór Ragnars- son, fæddist í Reykjavik hinn 1. maí 1939. Hann lést á Landspítalanum 25. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ragnar Þorsteinsson, bif- vélavirki í Reykja- vík, f. 1. júní 1895 í Reykjavík, d. 11. apríl 1967, og Alda Jenný Jónsdóttir, húsfreyja í Reykja- vík, f. 22. júlí 1911 á Akureyri, d. 28 júní 1998. Hinn 27. júlí 1968 kvæntist Þorsteinn Ásthildi Jónsdóttur, f. 12. nóvember 1948 í Reykja- vík, dóttur hjónanna Jóns M. Sigurðssonar, kjötiðnaðar- manns og fv. kaupfélagsstjóra í Mosfellssveit, f. 2. september 1922 í Reykjavík, og Lilju Sig- uijónsdóttur, verslunarmanns, f. 31. júlí 1926 á KrókvöIIum, Gerðahreppi. Börn Þorsteins og Ásthildar eru, 1) Lilja, f. 27. apríl 1969, í sambúð með Rík- arði Má Ríkarðssyni, f. 18. júní 1965, og eiga þau eina dóttur, Ásthildi Ólöfu, f. 2. mars 1991. 2) Ragnar, f. 2. maí 1972. 3) Karen Ósk, f. 2. júlí 1988. Börn Þorsteins frá fyrra hjónabandi eru, Ragnheiður Jenný, f. 12. októ- ber 1959, gift, tveggja barna móð- ir, búsett í Japan, og Kristín Helga, f. 22. febrúar 1963, gift, tveggja barna móðir, búsett í Mos- fellsbæ. Þorsteinn nam rennismíði í vél- smiðjunni Héðni í Reykjavík 1958 til 1962. Hann lauk prófi frá Lögreglu- skólanum 6. maí 1970, en starfaði í lögreglunni í Reylq'avík frá 15. október 1967 til 1. júlí 1977, þegar hann tók til starfa hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins (RLR). Eftir að RLR var lögð niður hinn 1. júlí 1997, starfaði Þorsteinn í rann- sóknardeild lögreglustjórans í Reykjavík allt til dauðadags. Hann var í varastjóm Félags rannsóknarlögreglumanna hjá RLR 1982 og sat í stjórn Félags íslenskra rannsóknarlögreglu- manna frá 8. október 1993. Þor- steinn var einn af stofnendum golfklúbbsins Kjalars í Mosfells- bæ og sat í stjórn hans í átta ár. títför Þorsteins fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, - i meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davið Stef.) Við eigum svo margar góðar minningar um þig, elsku pabbi, að við vitum ekki hvar við eigum að byrja. Þær sækja á hugann hver af annarri og minna okkur á að nú eru þær það eina sem tengja okkur við þig. Hver hefði trúað því að að- eins hálfum mánuði eftir að þú kæmir heim úr golfferðinni til Spánar myndu veikindin draga þig til dauða. Á svo ótrúlega stuttum tíma; en tíma, sem jafnframt gaf okkur svo ótrúlega margt. Það er erfitt að vera þakklátur á svona stundu, þegar manni finnst allt svo óréttlátt og miskunnarlaust. En við erum þakklát þrátt fyrir það; þakk- lát fyrir að við fengum þó tíma til að undirbúa okkur með þér, og tíma til að tala. Við fengum tíu yndislega daga á sjúkrahúsinu. Stundum töluðum við, en stundum sátum við bara saman og þögðum. Og þögn þín og svipbrigði sögðu meira en þúsund orð. Að hafa feng- ið að vera hjá þér þennan tíma, halda í hlýja hönd þína og láta hug- ann reika um fortíð og framtíð, er okkur, bömunum þínum, nú dýr- mæt minning. Og hana getur eng- inn tekið burt; hvorki guð né menn. Ef við aðeins gætum faðmað þig að okkur einu sinni enn og sagt þér hvað okkur þykir vænt um þig. En kveðjustundin er komin. Síðasta orðið hefur verið sagt, síðustu snertingunni er loldð; síðasti koss- inn er á enda. Allt er búið og kallið er komið. Og þú varst tilbúinn; eins tilbúinn og hægt er að vera, þegar maður sér í hvað stefnir. Búinn að leggja okkur lífsreglurnar og skipuleggja framtíðina okkar; án þín. Orðið „æðruleysi" öðlaðist al- veg nýja merkingu með þér, elsku pabbi. Hvemig þú tókst veikindum þínum, fullur kjarks og bjartsýni og leyfðir okkur að vinna með þér í von um bata. Og sú von var sterk eftir að lyfjagjöfin breytti stöðunni til hins betra. En sú von var jafn- framt að engu höfð á aðeins tíu dögum. Það var eins og einhver undarleg öfl hefðu afráðið að mein- Á ið skyldi mæta til leiks á ný, tvíeflt og í meiri vígahug en nokkru sinni áður. En áfram gastu brosað, þrátt fyrir að þér fyndust örlagadísimar fara óblíðum höndum um þig. Oftar en ekki komu vinnufélagar þínir skellihlæjandi út af stofunni frá þér á sjúkrahúsinu. Suma brandar- ana máttu þeir segja okkur strax; aðrir eiga að bíða betri tíma. Þér tókst alltaf að sjá skondnu hliðarn- ar á mannlífinu og við söknum þess. Við söknum hnyttnu tilsvar- anna þinna, húmorsins þíns og skoðana þinna á mönnum og mál- efnum. Við söknum þín, elsku pabbi. Það er svo gott að vita til þess að þú varst ekki hræddur við að deyja og við gátum rætt um dauðann á alvarlegan, jafnt sem spaugilegan hátt. Nú ertu búinn að fá svör við öllum þeim spumingum, sem við veltum fyrir okkur um hvað bíður okkar „hinum megin“. Þú hafðir meira að segja á orði að það væri gott að þú værir kominn á undan okkur yfir, því þá gætir þú tekið á móti okkur þegar að því kæmi og sýnt okkur hvemig allt „virkar". Hugurinn reikar aftur í tímann þegar við áttum „flottasta" pabbann í hverfinu. Þegar þú komst heim á löggumótorhjóli, í leðurgalla og með hvítan hjálm. Og þegar þú lést „lögguljósin“ blikka og kveiktir jafnvel á sírenunum, áttum við, svo ekki var um villst, allra flottasta pabbann sem sögur fara af! Þegar við fómm í sunnu- dagsbíltúrana á grænu bjöllunni okkar, allar skíðaferðimar í Skála- fell og þeir vom ófáir hringimir, sem við gengum með þér á golfvell- inum í Mosó. Að ógleymdum ferða- lögunum síðustu sumur, á jeppan- um með fellihýsið. Nú em öll þessi augnablik aðeins minningar sem aldrei verða endurteknar. Og nú er hver minning dýrmæt perla í langri festi. Hún verður vel varð- veitt í hjörtum okkar um ókomna tíð. Okkur langai’ til að fá að gera texta Friðriks Erlingssonar að okkar orðum til þín. Það verður enginn eins og þú, elsku pabbi. Einíhugamér lifir þín mynd svo heil og sönn. Sem aðeins lítil stund væri mér liðin hjá síðan þú varst hér enn í faðmi mér. Ein í hjarta mér lifa þín orð, þitt vinarþel, sem aldrei sveik þó ég gæti ei skilið allt sem að þú gafst mérþáafhjartaþér. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og enginn geti komið í þinn stað mun samt minning þín lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín En ár og eilífð skilja okkur að og enginn getur komið í þinn stað, þó skal minning þín lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. Takk fyrir alla þá hamingju og gleði, sem þú veittir okkur og fyrir það traust, sem þú sýndir okkur alla tíð. Takk fyrir vinskapinn og leiðsögnina. Takk fyrir væntum- þykjuna og óbrigðula ást. Elsku pabbi; takk fyrir að hafa verið til. Blessuð sé minning þín. Að eilífu. Þar til við hittumst á ný. Bömin þín, Lilja, Ragnar og Karen Ósk. Ég kynntist tengdaföður mínum fyrst haustið 1988. Við slík tæki- færi eru ungir menn alltaf kvíðnir og óframfærnir, en skemmst er frá því að segja, að Þorsteinn tók mér eins og týndum syni. Síðan áttum við eftir að kynnast mjög mikið og með okkur tókst mikil og góð vin- átta, sem aldrei bar á skugga. Hann miðlaði mér á margan hátt af reynslu sinni og þekkingu. Þor- steinn var mikill áhugamaður um golfíþróttina og var hvatamaður að stofnun golfklúbbsins í Mosfells- bæ. Fljótlega tók hann mig með sér á golfvöllinn og kenndi mér undirstöðuatriði þeirrar göfugu íþróttar og mun ég ævinlega vera honum þakklátur fyrir það. Oft fékk ég að fara með honum ásamt vinnufélögum hans til að iðka pílukast, en þá íþrótt hafði hann lengi stundað. I mörg sumur ferðuðumst við saman um ísland, bæði um byggð- ir og öræfi. Þorsteinn var dugleg- ur og skemmtilegur ferðafélagi, óhræddur við að kanna ókunnar slóðir á öræfum og var ævinlega fómfús og hjálpsamur ferðafélagi. Ég ætla að ekki hafi margir farið gömlu Gæsavatnaleiðina með tjaldvagn og fellihýsi í eftirdragi. Slíkar ferðir voru Þorsteini mikil nautn. Margar góðar minningar á ég um dvöl í sumarbústöðum með honum og fjölskyldu hans. Eins og ævinlega var hann hinn tillitssami og þægilegi ferðafélagi og mun ég alla ævi gleðja mig við þær minn- ingar. Hátt í fyö ár bjuggum við Lilja á heimili Ásthildar og Þorsteins og fannst mér ég ævinlega vera einn af fjölskyldunni. Systkini Lilju, þau Ragnar og Karen Osk, tóku mér eins og bróður sínum. Á þessum árum var Karen Ósk nýfædd og það var því ekki óeðlilegt að margir teldu hana dóttur okkar Lilju. Oft talaði Þorsteinn um það í gaman- sömum tón, að það væru ekki margir sem tækju þátt í uppeldi mágkonu sinnar. Eftir að við Lilja hófum búskap á eigin spýtur vorum við næstum daglegir gestir á heimili þeirra og mættum þar ávallt sömu vináttu og hlýju. Á frumbýlingsárum okkar var Þorsteinn ævinlega reiðubúinn til hjálpar og gilti þá einu hvaða verkefni þurfti að leysa og á hann miklar þakkir skilið fyrir öll þau viðvik. Enn er að geta eins áhugamáls sem við Þorsteinn áttum sameigin- legt en báðir vorum við haldnir „bíladellu“ á háu stigi. Margar góð- ar stundir áttum við saman úti í bílskúr eða á bílasölum, og um bfla gátum við talað tímunum saman. Þorsteinn Guðni Þór Ragnars- son var meðalmaður á hæð og sam- svaraði sér vel. Hann var dagfar- sprúður og kurteis maður og því óvenjulega þægilegur í umgengni. Hann var hreinskiptinn maður og flekklaus. Hann gekk aldrei á bak orða sinna og fór eftir því er hann taldi sannast og réttast. Það er mikil gæfa fyrir ungan mann að kynnast slíkum manni og ég mun sakna hans meira en orð fá lýst. Ríkarður Már Ríkarðsson. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmiðmitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Sofðu rótt, elsku afi. Guð blessi þig- Þín Ásthildur Ólöf. Kær vinur minn og starfsfélagi til 30 ára hefur nú kvatt þennan heim, langt um aldur fram, eftir harðskeytta baráttu við óvæginn sjúkdóm. Þó að þau hlutskipti að deyja bíði okkar allra er erfitt að sætta sig við að vinur manns sé numinn á brott á besta aldri og frá rúmlega hálfnuðu dagsverki. Sorg, tómarúm og söknuður sækja að manni og tilveran verður ekki söm eftir. Auðvitað er þessi tilfinning ekkert annað en eigingimi og sjálfsvorkunn. En minningin um góðan dreng yljar og dregur úr sorg og söknuði. Fyrir um 30 árum kynntist ég Steina Ragg, eins og hann var ætíð kallaður í vinahópi, er hann gekk til liðs við lögregluna í Reykjavík. Fljótlega tókst með okkur góð og mikil vinátta sem aldrei bar skugga á. Steini var fjörmikill mað- ur, sem gustaði af hvar sem hann fór, hreinskiptinn og fölskvalaus. Hann var fljótur til svars og mjög orðheppinn. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Steina og gott að vera í návist hans. Sport sem hafði heillað okkur báða, golf, gaf okkur margar ánægjustundir. Þá var Steini í ess- inu sínu, reitti af sér brandarana og hélt uppi glaðværð og kátínu í hópnum. Ollum sem með honum spiluðu þótti gott að vera í návist hans. Steini var einmitt að koma úr golfferð frá Spáni, ásamt tveimur starfsfélögum, er veikindi hans ágerðust og ljóst var að hverju stefndi. Handlagni, vandvirkni og snyrti- mennska voru Steina í blóð borin. Lék flest í höndunum á honum og bar heimili hans vott um þá natni og alúð sem hann lagði í hvert verkefni. Þá var Steini mikill „bfla- dellumaður" og lagði mikið upp úr að hafa bfla sína af vandaðri gerð og vel útbúna. Mér er sérstaklega í minni för okkar saman til Þýskalands í mars- mánuði árið 1987, ásamt eiginkon- um okkar, þeirra erinda að kaupa okkur bfla. Þessi ferð var með ánægjulegri utanlandsferðum sem ég hef farið. Var ferð þessi ævin- týri líkust, bæði vegna þess að ferðin var farin á þessum árstíma og eins hitt að við höfðum enga reynslu af bílakaupum á erlendri grundu. Ailt tókst þó vonum fram- ar og fluttum við til íslands tvo eð- alvagna sem reyndust okkur vel í hvívetna. Sá eiginleiki Steina að sjá fyrir um málalyktir kom mér oft á óvart. Þetta átti sérstakalega við í félags- málum og pólitík þegar hinar flóknustu fléttur voru í gangi og nær ómögulegt að geta sér til um hvemig mál enduðu. Þá gjarnan sagði Steini um hvernig hann sæi mál ganga fyrir sig og hvaða endi þau fengju. Ekki minnist ég þess að bollaleggingar hans í þesskonar málum bi-ygðust. Þessir eiginleikar hans komu honum til góða við störf hjá lögreglunni og eins við störf að félagsmálum. Ég kveð þennan góða dreng og vin með miklum söknuði, en veit jafnframt að hans bíður annað hlutverk sem mér verður hulið þar til við hittumst á ný. Elsku Ásthildur, Karen, Ragnar, Lilja og Rikki, fyrir hönd okkar hjóna votta ég ykkur okkar dýpstu samúð í þessari miklu sorg. Megi hinn hæsti höfuðsmiður vera ykkur huggun í þessari raun. Bjarnþór Aðalsteinsson, Ingibjörg Bernhöft. Elsku Þorsteinn, þar kom að því að við fengum símtalið sem við vonuðum í lengstu lög að kæmi ekki. En jafnframt því sem tárin runnu niður kinnarnar þá vissum við líka að nú er þjáningum þínum lokið og að þú ert kominn á betri stað. Okkur langar til að minnast þín í örfáum, fátæklegum orðum. Eins og við komum til með að sakna þín, þá höldum við fast í þær mörgu og góðu minningar sem við eigum um þig. Aldrei sastu að- gerðalaus, alltaf eitthvað sem þurfti að gera, inni í bflskúr eða úti í garði. Sérstaklega upp á síðkastið munum við eftir þér á ferðalögum um allar trissur, alltaf tilbúinn tfl að skoða og prófa eitthvað nýtt. Eins varstu alveg sérstaklega orðheppinn, og þau eru ófá tilsvör- in þín og athugasemdirnar sem við komum aldrei til með að gleyma. Það lýsir þessum hæfileika kannski best að þú skulir hafa verið nokkrum dögum á undan foreldr- unum að gefa Kjartani Elvari nafn við hæfi. Alltaf gastu rökstutt mál þitt þannig að maður gat ekki annað en verið sammála þér, og það var gott að geta leitað ráða hjá þér ef mað- ur var ekki viss um eitthvað sem veltist um fyrir manni. Yfirvegunin og ákveðnin virkaði þannig á mann að maður vissi alltaf að þú hafðir hitt naglann á höfuðið. Þegar veik- indi þín byrjuðu sýndirðu best hvað þú varst sterkur, bæði and- lega og líkamlega. Alltaf þurftir þú að gera öfugt við það sem læknam- ir spáðu, okkur hinum til mikillar ánægju á stundum. Þú varst þrátt fyrir allt alltaf hressari en björt- ustu vonir manna stóðu til. Barðist af lífs og sálar kröftum við of- ureflið. Við erum afskaplega þakklát fyrir að þennan tíma sem veikindi þín stóðu yfir varstu þokkalega hress og gast nýtt tímann vel með fjölskyldu þinni. Þú skilur eftir þig tómarúm sem verður ekki hægt að fyUa. Elsku Ásthildur, Ragnar, Karen Ósk, Lilja, Ríkarður og Ásthildur Ólöf, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni og kraft til að halda áfram að berjast, af öllum lífs og sálar kröftum. Baldvin, Lóa Björk og Kjartan Elvar (Sponni). Kveðja frá stjóm Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna í dag kveðjum við með söknuði og virðingu félaga okkar og stjórn- armann, Þorstein Guðna Þór Ragnarsson, sem féll frá fyrir ald- ur fram eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. I henni sýndi hann óbilandi kjark sem fyllti sér- hvert okkar lotningu. Við kynnt- umst einnig atorku Þorsteins, rétt- sýni og dugnaði í störfum hans sem gjaldkeri Félags íslenskra rann- sóknarlögreglumanna en sem slík- ur axlaði hann erfið og umfangs- mikil verkefni eins og undirbúning árlegra námstefna félagsins. Þrátt fyrir þetta munum við fyrst og fremst mirnast Þorsteins sem góðs vinar og félaga. Þar nut- um við oft óvenjulegra hæfileika hans og næmni við notkun móður- málsins sem segja má að hafi verið í munni hans eins og leir í höndum listamanns. Þannig málaði hann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.