Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 59

Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 59 FRETTIR Stjórnmálaályktun fulltrúaráðsfundar Landssambands sjálfstæðiskvenna Fjölskyldan er horn- steinn þjóðfélagsins EFTIRFARANDI stjórnmálaálykt- un var samþykkt á fulltrúaráðsfund- ar Landssambands sjálfstæð- iskvenna, í Kópavogi 31. október sl: FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Landssambands sjálfstæðiskvenna, haldinn í Kópavogi þann 31. október, 1998, fagnar þeim efnahagslega ár- angri sem ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar hefur náð og sem birtist m.a. í öflugu atvinnulífl, lágu verðbólgu- stigi, og í lækkun erlendra skulda í fyrsta sinn um margra ára skeið. Sá efnahagslegi stöðugleiki, sem einkennt hefur þjóðarbúskapinn síð- ustu misseri, ber þess glöggt vitni að grundvallarstefna Sjálfstæðisflokks- ins um frelsi og ábyrgð einstaklings- ins sé forsenda hagvaxtar og velferð- ar. Heilbrigt og hvetjandi rekstrar- umhverfi er meginforsenda áfram- haldandi uppbyggingar atvinnulífsins. Fjölskyldan er homsteinn þjóðfé- lagsins og mikilvægt er að hlúa að henni. Fulltrúaráðsfundur LS telur að grundvöllur jafnréttis kynjanna felist m.a. í jöfnum rétti beggja for- eldra til fæðingarorlofs. Fulltrúa- ráðsfundur LS telur ótvírætt að með sveigjanlegu fæðingarorlofl beggja foreldra myndist svigrúm til þess að aðlaga fjölskyldulíf atvinnulífi og at- vinnulíf fjölskyldulífi. Fundurinn skorar því á stjórnvöld að koma á fót, með lagasetningu, sjálfstæðum rétti móður til fæðingarorlofs, sjálf- stæðu fæðingarorlofi fyrir föður og síðan rétti til fæðingarorlofs sem for- eldrar geta skipt á milli sín eftir þörfum og í samstarfi við vinnuveit- endur. Afnám kynbundins launamis- munar er löngu tímabært og er auk- ið gagnsæi launakerfa spor í þá átt, ásamt starfsmati. Þá er gjaldfall kvenna á vinnumarkaði við barn- eignir ólíðandi og telur fulltrúaráðs- fundur LS að sveigjanlegur vinnu- tími og fæðingarorlof sé ein megin- forsendna þess að rétta megi hlut kvenna og þar með stuðla að raun- verulegu jafnrétti kynjanna í þjóðfé- laginu. Kynning á grafík GRAFÍKFÉLAGIÐ „Áfram veg- inn“ býður til kynningar á verk- um Kristínar Pálmadóttur til 17. nóvember nk. á vinnustofunni, Laugavegi 1, bakhúsi. Verkin, sem eru ætingar, „car- borundum", og tölvugrafík, eru unnin á þessu ári. Vinnustofan er opin virka daga frá kl. 10-18. VERK Kristínar Pálmadóttur. Athugasemd frá Maniivernd Ekki einvörðimgu um innanríkismál að ræða MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá félaginu Mannvernd: „Vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum um að gagnagrunnsfrumvarpið væri eingöngu innanríkismál vill stjórn Mannverndar benda á eftirfarandi: 1. Um er að ræða að afhenda er- lendu fyrirtæki heilsufai'supplýsing- ar þjóðarinnar. Fjármagnið kemur að mestu leyti frá erlendum áhættu- fjárfestum, IE er alfarið í eigu er- lends fyrirtækis, deCode genetics, og í sjö manna stjórn fyrirtækisins eru fjórir erlendir fjárfestar. Ekki er nokkur trygging fyrir því að fyrir- tækið muni halda áfram að hafa ís- lenskan forstjóra. 2. Virtir erlendir vísindamenn vara við því að gagnagrunnsfrum- varpið verði samþykkt og sumir hafa gengið svo langt að leggja til að sett verði alþjóðlegt bann á samstarf við íslenska vísindamenn. Fram að þessu hafa íslenskir vísindamenn notið virðingar erlendis en nú eru LEIÐRETT Notið kartöflur í brauð í ÞÆTTI Kristínar L. Gestdóttur, Matur og matgerð, sem birtist laug- ardaginn 31. okt. sl. féll niður kafli úr uppskrift að kartöflubrauði. Uppskriftin á að vera svohljóðandi: Kartöfluflatbrauð 250 g soðnar kartöflur, t.d. smælki með hýði 3M dl rúgmjöl (kannski meira) Vz tsk. salt 2 tsk. kúmen Beina þarf sjónum sérstaklega að lífskjörum ungi'a fjölskyldna sem margar hverjar eru að sligast undan miklu vinnuálagi, m.a. vegna hárra dagvistargjalda og íbúðakaupa. Stefna ber því að niðurfellingu verð- tryggingar lána. Nauðsynlegt er að skapa foreldrum aðstæður er geri þeim kleift að jafna fjölskylduábyrgð milli sín þannig að báðir geti verið virkir þátttakendur í atvinnu- og fjölskyldulífi. Gott almannatryggingakerfi er eitt einkenna velferðarþjóðfélags sem lætur sig lífskjör allra þegna varða. Endurskoða ber því reglur varðandi greiðslur eftirlauna og bóta, en núverandi kerfi er í raun fá- tæktargildra þar sem tekjutenging bóta letur fremur en hvetur bóta- þega til sjálfsbjargar, og dregur þar með úr sjálfstæði þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fengið aukin sóknarfæri í íslenskum stjórnmálum. Undir öflugri forystu Davíðs Oddssonar hefur ríkisstjóm- in haft hagsmuni almennings mjög ákveðið að leiðarljósi. Sterk staða flokksins mótast einnig af þeirri upp- lausn sem nú á sér stað á vinstri væng stjórnmálanna. Fulltrúaráðsfundur Landssam- bands sjálfstæðiskvenna hvetur sjálfstæðismenn um land allt til að fylkja sér einhuga að baki Sjálfstæð- isflokknum og tryggja glæsta út- komu hans í alþingiskosningunum í ESTEE LAUDER Nú sérðu línur og hrukkur minnka um allt að 50% Kynnum Diminish Anti-Wrinkle Retinol Treatment Það sem þú getur búist við að sjá Með því að nota Diminish á kvöldin muntu sjá jákvæðar breytingar á nokkrum vikum. Línur og djúpar hrukkur minnka. Ljómi og ferskleiki húðarinnar sem þú hélst að væri horfinn kemur aftur. Diminish inniheldur Retinol, hreinasta form af A-vítamíni og er eitt áhrifamesta efni sem dregur úr öldrunareinkennum. Þér mun líka það sem þú ekki sérö. Kaupauki: Diminish Anti-Wrinkle Retinol Treatment kr. 5.060 Hygea Kringlunni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Sara Bankastræti, Hygea Laugavegi, Hygea Austurstræti, Lyfja Lágmúla, DayWear 15 ml. fylgir öllum Diminish kremum Lyfja Setbergi, Snyrtistofan Maja, Bankastræti, Snyrtistofan Hrund, Grænatúni, Gullbrá Nóatúni, Amaró, Akureyri, Apótek Keflavikur. haust b RUSSELL ðta RYMINGAB teikn á lofti um að þetta vandræða- lega mál muni koma til með að bitna illa á íslenskum vísindamönnum. 3. í bréfi ESB til Geðhjálpar um gagnagrunnsfrumvarpið er vísað í samþykkt evrópsku tölvunefndar- innar frá september sl. þar sem ís- lenskum stjórnvöldum var ráðlagt að endurskoða áætlun sína um frum- varpið í ljósi grundvallarreglna, sér- staklega Mannréttindasáttmála Evr- ópu. I samþykkt tölvunefndanna er lögð áhersla á að eingöngu megi víkja frá kröfunni um upplýst sam- þykki 1 afmörkuðum tilvikum og að þá þurfi strangt eftirlit með því til hvers gögnin séu notuð. 4. Alþjóðlegar siðareglur gætu valdið því að erlendum fyrirtækjum væri óheimilt að eiga samstarf við sérleyfishafann, hafi hann aflað gagna með aðferðum sem teljast ólöglegar erlendis. Af þessum sökum er ekki einvörð- ungu um innanríkismál að ræða.“ SALA á eldri vetrar- og heilsársfatnaði 20-70% afsláttur Alvöru gallar úr"Omni-Tech" öndunarefni á hlægilegu verði ŒHHD - SEUUM SÝNISHORN MEÐMIKLUM AFSLÆTTI - AÐEINS 1 STYKKIAF HVERJU 1. Stappið kartöflurnar (ég setti þær volgar í hrærivél og lét hana hafa fyrir því). 4,3 milljarðar RANGT var farið með upphæðina sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lofað Rússum en neitar að af- henda fyrr en trúverðug efnahagsá- ætlun liggur fyi-ir. Hið rétta er að upphæðin nemur 4,3 milljörðum Bandaríkjadala, um 300 milljörðum ísl. kr. ALLUR ELDRI ■« RUSSELL FATNAÐUR 50% afsláttur HREYSTI 'sport voRti ftus Fosshálsi 1 - S. 577-5858 Ath. full búð af nýjum og spennandi vörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.