Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 3. NOVEMBER 1998 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Ágúst Guðmundsson kærir atkvæðagreiðslu um Oskarstilnefningu Uppsagnir meinatækna á Landspítala Sýni verða send til útlanda Verðbréfaþing Islands Vinnubrögð ÍS og Landsbank- ans gagnrýnd VERÐBRÉFAÞING íslands átelur vinnubrögð Islenskra sjávarafurða og umsjónaraðila hlutafjárútboðs þeirra, Landsbanka íslands, í loka- undirbúningi og birtingu útboðs- og skráningaryfirlýsingar í hluta- fjárútboði félagsins. Það er mat Verðbréfaþings að fresta hefði átt birtingu útboðs- og skráningarlýs- ingarinnar og seinka útboðinu um nokkra daga þar sem sama dag og lýsingin var birt kom stjóm IS sam- an og tók ákvarðanir sem breyttu í verulegum efnum þeirri mynd sem gefin hafði verið í lýsingunni. A morgun hefst forkaupsrétt- "'^irtímabil í sölu á nýju hlutafé í ÍS. Heildamafnverð nýs hlutafjár er 200 milljónir króna. Forkaupsrétt- artímabilið stendur til 13. nóvember og er sölugengi til forkaupsréttar- hafa 1,75. Hinn 16. nóvember hefst almenn sala á sölugenginu 1,80. I gær vora viðskipti með hluta- bréf í IS á genginu 1,60 og 1,70 á Verðbréfaþingi Islands og lækkaði gengi IS um 5,6% frá síðustu við- skiptum með bréf félagsins á VÞÍ. ■ Verðbréfaþing/18 Kolla hjálpar til ÞÓRÐUR Halldórsson, bóndi á Breiðabólsstað á Fellsströnd, er að byggja 500 kinda (járhús. Koma þau í staðinn fyrir eldri hús, meðal annars fjárlnís frá ár- inu 1925, en einnig hyggur Þórð- ur á stækkun búsins. Segir hann heldur bjartara yfír sauðfjárbú- ^skannum. Hér er verið að sefja þakið á fjárhúsin og að almennum sið í sveitinni komu nágrannarnir til hjálpar. Heimilishundurinn Kolla tók fullan þátt í því að hífa þakpapparúllurnar upp á þak húsanna. Halldór Þórðarson, bóndi á Breiðabólsstað, faðir Þórðar, tók við. GEIR H. Haarde fjármálaráðherra mun á næstu dögum leggja fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að fyrirtæki geti aukið greiðslur sínar í lífeyrissjóð starfs- manna gegn því að tryggingagjald - 'lækki á móti. Geir segir að með þessu sé stefnt að því að auka verulega sparnað í þjóðfélaginu, en á því sé full þörf. Geir sagði að ríkisstjórnin vildi stuðla að því að fólk nýtti sér ákvæði laga um tekju- og eigna- skatt, sem tekur gildi um næstu .^raramót, um að launþegar geti lagt ^*til hliðar 2% af launum skattfrjálst ÁGIJST Guðmundsson kvik- myndagerðarmaður hefur lagt fram kæru vegna atkvæðagreiðslu um kvikmynd sem tilnefnd verður sem fulltrúi íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári. Mynd Ágústs, Dansinn, fékk einu atkvæði færra en mynd Ara Krist- inssonar, Stikkfrí. Kæran verður rædd á fundi hjá Kvikmyndasjóði í dag. Að útnefningu á myndinni standa Félag kvikmyndagerðar- manna, Samtök kvikmyndaleik- stjóra og Samband íslenskra kvik- myndaframleiðenda. Fulltrúar þessara þriggja samtaka munu koma saman í dag til að fjalla um kæru Ágústs. Búist er við að annaðhvort verði tekin efnisleg afstaða til hennar eða henni verði vísað til stjórna félaganna. I kæru Ágústar er því haldið fram að gallar hafi verið á fram- kvæmd atkvæðagreiðslunnar. inn á lífeyrissparnaðarreikninga. Frumvarpið gerði ráð fyrir að launþegar gætu fengið viðbótar- framlag frá vinnuveitanda inn á þessa reikninga sem næmi 0,2% af því fé sem atvinnurekandinn myndi ella greiða í almennt trygginga- gjald. Tryggingagjald lækkar á móti Geir sagði að í þessu fælist hvatning fyrir launþega að nýta sér þennan möguleika á skattfrjálsum lífeyrissparnaði. Sömuleiðis mætti vænta þess að atvinnurekendur Meginatriðið í kærunni er að fyrir mistök hafi atkvæði Ólafs Engil- bertssonar ekki verið tekið gilt. Ólafur var ekki viðstaddur at- kvæðagreiðsluna, en sendi fulltrúa sinn með umboð til að greiða at- kvæði. Með kæranni fylgir bréf frá Ólafi þar sem fullyrt er að hann hafi ætlað að greiða Dansin- um atkvæði sitt. Samkvæmt reglum um at- kvæðagreiðsluna máttu taka þátt í henni félagsmenn í fyrrnefndum þremum samtökum og þeir sem uppfylla skilyrði um aðild að félögunum. Ölafur er ekki félagi í ncinu félaganna, en enginn vafi þykir leika á að hann uppfyllir skilyrði um aðild að Félagi kvik- myndagerðarmanna. Misskilning- ur mun hafa ráðið því að atkvæði hans var ekki tekið gilt á fundin- um. ■ Stikkfrí sigraði/70 vildu frekar greiða þessi 0,2% til launþega en ríkisins. Geir sagðist telja raunhæft að ætla að þessi að- gerð gæti stuðlað að því að nokkrir milljarðar yrðu lagðir í hreinan sparnað á ári. Þarna væri um að ræða sparnað sem kæmi til viðbót- ar þeim sparnaði sem væri fyrir í landinu. Geir sagðist telja eftirsóknar- vert fyrir þá aðila sem mega taka við þessum lífeyrissparnaði, sem eru lífeyrissjóðir, bankar, spari- sjóðir og verðbréfafyrirtæki, að keppa um þetta fjármagn. Þeir ættu án efa eftir að reyna að gera UPPSAGNIR 47 meinatækna af 60 á rannsóknarstofum Landspítalans í blóðmeina- og meinefnafræði tóku gildi um helgina og hefur þegar skapast alvarlegt ástand á spítalan- um. I undirbúningi er að senda sýni til rannsókna erlendis og leitað hef- ur verið eftir því að sjálfstæðar rannsóknarstofur mæli sýni. Þá hef- ur verið rætt við Sjúkrahús Reykja- víkur um aðstoð og verða sýni mæid þar ef nauðsyn krefur. Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir á rannsóknarstofum í blóðmeina- og meinefnafræði, segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær eitt- hvað fer úrskeiðis vegna ástandsins á spítalanum. „Þetta er stórhættu- legt ástand ef þetta varir lengur en örfáa daga,“ segir hann. Enginn fundur hafði í gær verið boðaður með meinatæknum og við- semjendum þeirra. þetta aðlaðandi fyrir launþega. I síðustu viku samþykkti fram- kvæmdastjórn VSI ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina að hætta við að lækka gjald í Atvinnu- leysistryggingasjóð um næstu áramót um 0,15%. Geir sagði að ríkisstjórnin hefði ákveðið að verða við þessum tilmælum og myndi þar að leiðandi ekki leggja til að al- menna tryggingagjaldið hækkaði eins og áður var gert ráð fyrir til að mæta lækkun á gjaldi í Atvinnu- leysistryggingasjóð. Ríkissjóður ætti því ekki að tapa tekjum á þessari lagabreytingu. Bráðamóttaka var á Landspítal- anum í gær og þar er einnig bráðamóttaka í dag, og hefur þess verið farið á leit við héraðslækninn í Reykjavík að hann beiti sér fyiir því að læknar leitist við að fækka sjúklingum sem sendir eru á bráðamóttöku og freisti þess að beita öðrum ráðum til úrlausnar. Þá er ætlast til þess að læknar sem hafa vísað sjúklingum til rannsókna á Landspítalann vísi þeim á aðrar rannsóknarstofur sé það mögulegt. Fimm meinatæknar og tveir læknar voru að störfum á dagvakt á Landspítalanum í gær og að sögn Páls Torfa er nú aðeins unnið þar að algengustu og nauðsynlegustu rannsóknum, en hins vegar fara engar sérhæfðar rannsóknir fram. ■ Tímaspursmál/4 hreinum tekjum upp á samtals 1.119 milljónir króna í fyrra. Heildartekjurnar, að meðtöldum kostnaði og vinningum, náu samtals 1.695 milljónum króna. Þetta kom fram í svari Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Rannveigu Guð- mundsdóttur alþingismanni sem spurði ráðherra á Alþingi hve miklu söfnunarkassar og happdrættisvél- ar hefðu skilað fyrirtækjunum tveimur ár hvert frá setningu laga um þau árið 1994. I svari ráðherrans kemur fram að tekjur Islenskra söfnunarkassa á síðasta ári, að frádregnum vinn- ingum og kostnaði, voru 809 millj- ónir króna. Tekjur Happdrættis- véla HHI, að frádregnum vinning- um og kostnaði, voru 310 milljónir króna á síðasta ári og 210 milljónir króna fyrstu níu mánuði þessa árs. Á tímabilinu frá 1994 hafa söfn- unarkassar Islenskra söfnunar- kassa skilað samtals 3.904 milljóna króna tekjum. Að frádregnum vinn- ingum og kostnaði eru tekjur ís- lenskra söfnunarkassa á tímabilinu 2.657 milljónir króna. Frá 1994 og til loka september í ár eru tekjur happdrættisvéla HHÍ 2.298 milljónir króna, að meðtöld- um vinningum og kostnaði. Að frá- dregnum vinningum og kostnaði eru tekjur HHI af happdrættisvél- um samtals 1.140 milljónir króna. Tekjur vaxa ár frá ári Tekjur beggja fyrirtækjanna hafa vaxið ár frá ári. Árið 1994 voru tekjur fslenskra söfnunarkassa 535 milíjónir að frádregnum vinningum og kostnaði en hagnaður ársins 1997 var 809 milljónir króna. Hreinar tekjur happdrættisvéla HHÍ árið 1994 voru 144 milljónir króna en fyrstu 9 mánuði ársins 1998 var hagnaðurinn 210 milljónir króna. Morgunblaðið/Golli Fjármálaráðherra boðar lagabreytingu sem er ætlað að stuðla að meiri lífeyrissparnaði Vinnuveitendur greiði 0,2% lífeyrisiðgjald Fyrirspurn á Alþingi 1,1 milljarða gróði af spilakössum SÖFNUNARKASSAR Happ- drættis Háskóla íslands og Is- lenskra söfnunarkassa sf. skiluðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.