Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islenskir jólasveinar nema land í Siðasta haft aðrennslisganga við Sultartangavirkiun sprengt 1 gær SÉÐ inn eftir aðrennslisgöngunum. Fyrir endann sést í opið að Sultartangalóni. Morgunblaðið/Porkell Vatnsfells- og Búðarhálsvirkj- anir næstar á Þjórsársvæðinu SÍÐASTA haftið í efri hluta að- rennslisganga Sultartangavirkjun- ar var sprengt í gær og opnast göngin nú frá Sultartangalóni að stöðvarhúsinu, alls um 3,4 km leið. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra, sagði að næstu virkjana- kostir á Þjórsársvæðinu væru Vatnsfellsvirkjun og Búðarháls- virkjun. Þama væri um góða orku- kosti að ræða sem yllu mjög lítilli umhverfisröskun. Iðnaðarráðherra sagði að þegar Sultartangavirkjun yrði tekin í notkun að einu ári liðnu yrðu liðin átta ár frá því síðasta vatnsafls- virkjun, Blönduvirkjun, var tekin í notkun. Þá hefði því verið spáð að það yrði síðasta stóra vatnsafls- virkjunin sem byggð yrði á þessari öld. „Sem betur fer gengu þessir spádómar ekki eftir og meira hefur verið að gerast í orkumálum og orkufrekum iðnaði á undanfömum þremur ámm en í langa tíð þar á undan,“ sagði iðnaðarráðherra. Umræða á villigötum Iðnaðarráðherra sagði að öll ummerki í íslensku efnahags- og atvinnulífi staðfestu það að það hafi verið fyrir tilkomu orkufreks iðnaðar og bygginga orkumann- virkja sem þjóðin hafi stigið sín skref út úr efnahagskreppunni sem hér ríkti á fyrri hluta áratug- arins. „Þrátt fyrir það hafa ýmsar orkuframkvæmdir á undanfömum mánuðum og misserum fengið ansi kaldar kveðjur. Sú umræða er að mínu viti komin á algjörar villigöt- ur, því miður. Þar bemm við nokkra ábyrgð á og það er þess vegna forgangsverkefni núna, stjórnmálamanna, Landsvirkjunar og fjölmiðlamanna, að koma um- ræðunni í skynsamlegan farveg. Það hlýtur að verða stórt verk- efni allra þessara aðila að skapa sátt sem þarf að verða milli mannsins, náttúmnnar og nýtingarinnar því við íslendingar búum yfir fáum auð- lindum og við þurfum að nýta þær í þágu þjóðarinnar til þess að efla og bæta hennar hag og bæta lífskjörin í landinu. Samhliða því þurfum við að ganga fram með mikilli nær- gætni og með virðingu fyrir náttúr- unni. Það eigum við að hafa að leið- arljósi í þeirri endurskoðun sem við emm nú að setja af stað á öllum þeim áformum sem uppi hafa verið á þessu sviði að undanfórnu," sagði iðnaðarráðhema. Finnlandi ISLENSKU jólasveinarnir þrettán, Stekkjarstaur, Giljagaur, Bjúgna- krækir, Kertasníkir og þeir bræður allir, hafa numið land í Finnlandi. Finnar, sem telja sig eiga hinn eina sanna jólasvein, geta kynnst svein- unum rammíslensku á Netinu, á heimasíðu íslenska sendiráðsins í Finnlandi. Hannes Heimisson, sendifulltrúi í Finnlandi, segir að heimasíðan hafi verið sett á laggirnar í maí sl. og strax fengið mjög góðar viðtökur. „AUar upplýsingar á síðunni em á finnsku, enda er Netið áhrifamikill miðill í Finnlandi og okkur þótti vænlegast að ná til finnsku þjóðar- innar með þessum hætti. Skólakrakkar hér í landi nota Netið til dæmis mjög mikið. Á síðunni er til dæmis hægt að nálgast íslenskar smásögur, sem þýddar hafa verið á finnsku, lista yfir þýddar skáldsög- ur, uppskriftir og ljósmyndir.“ Ymsar fleiri upplýsingar um ís- land og íslendinga, þjóðskipulag og menningu, er að finna á heimasíðu sendiráðsins. „Finnar hafa mikinn áhuga á öllu sem tengist jólahaldi og jólasveinum, svo við ákváðum að kynna sveinana þrettán á heimasíð- unni,“ segir Hannes. „Sigurbjörg Árnadóttir skrifaði fyrir okkur grein um þá og greinina prýða myndir eft- ir Selmu Jónsdóttur. Paivi Kumpu- lainen, ritari í sendiráðinu, sér um að þýða allt efnið fyrir okkur inn á heimasíðuna." Af heimasíðu sendiráðsins á slóð- inni h ttp://www.islunti.fí er hægt að tengjast íslenski-i ferðaþjónustu og fleiri aðilum. Þeir sem vilja skoða ís- lensku jólasveinana velja kulttuuri á forsíðunni og undirdálkinn Islanti- laiset joulunajan uskomukset. --------------------- Barnaverndarstofa Ferill kynferð- isafbrotamála kannaður í UNDIRBÚNINGI er könnun á vegum Barnaverndarstofu á ferli kynferðisafbrotamála gagnvart bömum í gegnum kerfið og á ástæð- um þess að aðeins lítill hluti þeirra mála þar sem grunur er um kyn- ferðisafbrot leiðir til ákæru. Fyrri könnun Barnaverndarstofu, sem náði yfir fimm ára tímabil, leiddi í ljós að 50-60% af þeim um það bil hundrað málum sem komu til kasta barnavemdarnefnda á hverju ári vora að jafnaði send til lögreglu, 30% komust til saksóknara en að- eins var ákært í 10% mála. Ekki vom þá kannaðar ástæður þess að mál stöðvuðust í kerfinu. Enn er ekki ljóst hvenær vinna við könnunina hefst, en Bragi Guð- brandsson, forstjóri Bamaverndar- stofu, segir að þegar hafi fengist leyfi Tölvunefndai' til hennar. Áætlað er að gagnasöfnun taki um hálft ár. Kynferðisafbrot gagnvart börnum Fæstum tryggður réttargæslumaður í FÆSTUM þeirra kynferðisaf- brotamála gagnvart börnum hérlendis sem rannsökuð em af lögreglu er þolendunum tryggð- ur réttargæslumaður, ólíkt því sem gerist á hinum Norðurlönd- unum þar sem þessi réttur hefur verið skýlaus frá byrjun níunda áratugarins. Sif Konráðsdóttir lögmaður gagnrýnir bama- verndamefndir fyrir að túlka barnavemdarlög þannig að ekki sé nauðsynlegt að skipa réttar- gæslumenn í þessum málum. í viðtali við Sif í blaði samtak- anna Bamaheilla kemur fram að í mörgum sveitarfélögum hafi verið tekin ákvörðun um að greiða fyrir ráðgjöf og aðstoð lögmanns í þessum málum, en víðast hvar, meðal annars í Reykjavík, sé það ekki gert. Fram kemur að Héraðsdóm- ur Reykjavíkur fjalli nú um beiðni um skipan réttargæslu- manns fyrir þolanda alvarlegs kynferðisofbeldis. Sif segir að líklega sé það í fyrsta sinn sem dómstóll úrskurðar um slíka kröfu. í dag www.mbi.is íílot'fiiimþlnþiíi úrVERINU ►f VERINU í dag er m.a. rætt við Baldur Hjaltason, framkvæmdastjóra Lýsis hf., sagt frá frumvarpi um rannsóknarnefnd sjóslysa og skoðaður kafli um síld í nýrri bók, Sjávarnytjar við ísland. ÞRENNA - spilaleikur Pétur H. Marteinsson samdi við norska liðið Stabæk C1 8 SlDUR si'mm 4 iiw
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.