Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hekla byggir á Kletta- svæði NÝTT 4.000 fermetra vöruhús og þjónustumiðstöð Heklu hf. fyrir Scania vörubíla, Caterpill- ar þung tæki og bátavélar, mun líklega rísa á næsta ári á svokölluðu Klettasvæði við Sundahöfn í Reykjavík, en fyr- irtækið hefur fengið vilyrði frá borgaryfirvöldum fyrir lóð á því svæði. Að sögn Sigfúsar Sigfússon- ar forstjóra Heklu er þetta langþráð lausn á húsnæðis- vanda Heklu en að hans sögn hefur fyrirtækið verið með fyrrgreinda starfsemi í leigu- húsnæði á fjórum stöðum í borginni. „Þetta er mjög hagkvæmt fyrir Heklu enda er þetta mjög hafnvæn starfsemi sem við verðum með þarna. Með til- komu hússins minnkar þunga- umferð um Laugaveginn veru- lega,“ segir Sigfús en aðal- bygging Heklu hf. stendur of- arlega á Laugaveginum og þar hafa þær vörur sem í framtíð- inni verða væntanlega af- greiddar úr nýju húsi, þurft að fara í gegn. Sigfús kvaðst mjög ánægður með vilyrðið fyrir lóðinni og hann segir að nú muni hönnun hússins hefjast. Hann segist vonast til að hægt verði að hefja byggingu hússins næsta sumar. „Við munum byggja með hraði og vonandi getum við tekið húsið í notkun árið 2000,“ sagði Sigfús. Fyrirtækið var áður búið að fá vilyrði fyrir lóð í Garðarbæ en hefur nú látið hana frá sér, að sögn Sigfúsar. Alls hafa níu fyrirtæki fengið úthlutað eða gefið vilyrði fyrir lóðum á Klettasvæði; Vöru- flutningamiðstöðin, Eimskip, Olís, Sindri, Austurbakki, Ólaf- ur Þorsteinsson, Kjötumboðið, Skeljungur og Hekla. Sæplast með tuttugu og sex milljónir í hagnað fyrstu níu mánuði ársins Gera ráð fyrir 500 millj- óna króna veltu á árinu Þróun gengis hlutabréfa í Sæplasti frá áramótum ---------------- ipi3lfæijiira*5lr 10. nóv. 4,55 4,00 JT 4,20 lU 3,30 ,5 5,0 4.5 4,0 3.5 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. ; 3,0 SÆPLAST hf. á Dalvík hagnaðist um ríflega 26 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins og ný áætlun fyrirtækisins gerir ráð fyrir 500 milljóna króna veltu á þessu ári. Steinþór Ólafsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að mikil umskipti hafi átt sér stað í rekstri þess á liðnum mánuðum sem megi rekja til aðhaldsaðgerða, sem gripið var til, og aukinnar sölu. Viðskipti með hlutabréf Sæplasts á Aðallista Verðbréfa- þings Islands hófust á ný í gær, en þau höfðu verið stöðvuð tvo daga í röð. Viðskipti voru með hlutabréf fyrirtækisins í gær fyrir tæpar sex milljónir króna og hækkaði gengi bréfanna um 22,2%, úr 4,50 í 5,50. Steinþór segir að rekstur Sæplasts hafi gengið betur á þessu ári en búist hefði verið við. í rekstr- aráætlun var gert ráð fyrir að tekj- ur ársins yrðu um 460 milljónir króna og hagnaður um 20 milljónir króna, en í óendurskoðuðu uppgjöri fyrstu níu mánuði ársins var hagn- aður rífiega 26 milljónir króna og velta um 390 milljónir króna. Þá gerir ný áætlun ráð fyrir að velta verði um 500 milljónir króna og hagnaður verði tvöfalt meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Steinþór segir að um 31 milljón króna tap hafi orðið á rekstri Sæplasts á síðasta ári og ljóst var að grípa yrði til aðgerða til þess að bæta afkomu fyrirtækisins. Aðhaldi beitt „Við drógum úr öllum kostnaði og beittum miklu aðhaldi á öllum sviðum. Þá fækkuðum við starfs- mönnum og seldum starfsemi röra- deildar um mitt sumar. Allt þetta skilaði sér í talsverðri hagræðingu innan fyrirtækisins." Steinþór seg- ir að á sama tíma hafi sala á vörum fyrirtækisins aukist talsvert um- fram það sem hann átti von á. Frá janúar til júní námu heildartekjur fyrirtækisins um 243 milljónum króna og undir lok september var veltan komin í tæpar 390 milljónir króna. Steinþór sagði að rekstur fyrirtækis eins og Sæplasts væri sveiflukenndur, en fjölmörg verk- efni væru á borðinu og því bjart framundan. Steinþór sagði að fyrirtækið væri í viðræðum sem gæti aukið starfsemi þess erlendis. Þessar við- ræður voru á margra vitorði og því ákvað stjórn Sæplasts hf. á föstu- dag að fara þess á leit við Verð- bréfaþing íslands að viðskipti með hlutabréf yrðu stöðvuð meðan nið- urstaða fengist í viðræður. „Það sem við höfum að leiðar- ljósi var að vernda núverandi hlut- hafa fyrir hugsanlegum áföllum, en þeir munu ekki bera neinn skaða af þessari ákvörðun, nema síður sé,“ sagði hann. Steinþór sagði að við- ræður hefðu dregist á langinn en vonaðist til að niðurstaða fengist fljótlega. Óvanaleg stöðvun Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri óvanalegt að lokað væri fyrir viðskipti eins lengi og átti sér stað með hlutabréf Sæplasts. „Það gerist alloft að félög boði að það sé að koma frá þeim frétt og í fram- haldi eru viðskipti stöðvuð á Við- skiptaþingi. I tilfelli Sæplasts var búist við að frétt frá fyrirtækinu kæmi á mánudagsmorgun, en það gekk ekki eftir. Það er fremur óvanalegt að slíkt eigi sér stað.“ Stefán segir að þegar tekin sé ákvörðun um að loka fyrir viðskipti með hlutabréf fyrirtækisins verði að gæta þess að enginn hafi meiri upplýsingar en annar á markaðn- um. „Ef þetta jafnræði er ekki fyr- ir hendi verður að stöðva við- skipti." Stefán segir hins vegar að stöðv- un viðskipta í viðskiptakerfi sé ekki tæmandi aðgerð og ekki útilokað að þau eigi sér stað fyrir utan Verðbréfaþingið án milligöngu þingaðila, en það sé ekki algengt. Sóknarfæri erlendis Þorsteinn Víglundsson, deildar- stjóri greiningadeildar Kaupþings, segir það góðar fréttir fyrir Sæplast að rekstur fyrirtækisins gangi betur en gert var ráð fyrir í sex mánaða uppgjöri. Hins vegar væri um að ræða óendurskoðað uppgjör. Þorsteinn sagði jafnframt gagn- rýnivert að viðskipti með hlutabréf þess hefðu verið stöðvuð í tvo daga vegna yfirvofandi tilkynningar um samningaviðræður fyrirtækisins. „í gær var opnað fyrir viðskipti aftur en ekki greint frá fýrirhuguð- um samningaviðræðum, sem taldar eru geta haft veruleg áhrif á af- komu fyrirtækisins. Stjórn Sæplasts hélt að þessi samningur væri á margra vitorði á föstudag og í því ljósi er það íhugunarefni hvort eitthvað hafi breyst sem rétt- læti að opnað sé fyrir viðskipti með hlutabréf þess að nýju þegar ekk- ert liggur nánar fyrir um efni þess- ara samningaviðræðna. Það er því spurning hvort allir markaðsaðilar standi jafnt að vígi um framtíðar- horfur fyrirtækisins." Björn Snær Guðbrandsson, verðbréfamiðlari hjá viðskiptastofu Landsbanka Islands, sagði að mikil umskipti hefðu orðið á rekstri fyr- irtækisins á skömmum tíma og að þar hefði greinilega verið unnið gott verk, en taldi að framtíðar- möguleikar fyrirtækisins til stækk- unar lægju erlendis. SIEMENS viomonp nnl/o4ni Siemens bakstursofn HB 28020EU ■ffi' riT- ; Rétti ofninn fyrir þig. Fjölvirkur (vfir- og undirhiti, blástur, glóöarsteiking með blæstri, venjuleg glóðarsteiking), létthreinsikerfi, rafeindaklukka og sökkhnappar. Siemens heiluborð í 79SOOfrr) Vi— star. —' Keramlkhelluborð, fiórar hraðsuðuhellur, ein stækkanleg hella, fjórfalt eftirhitagaumljós, fjölvirkur bakstursofn, lótthreinsikerfi, geymsluskúffa, gufuútstreymi að aftan, loftkæld ofnhurö. Akianes; RilpiKii Sjiiiin - lorgames: Glitoii-Snsfellsbæi: HkIidiIIii - GrundailiörJur: Ciiii Halljimn - Slykkishólmui: Sbfivlk - liiðardalir: biii ■ fsaljirðui: Piln Hvaiamslangi: Skjaini ■ SaiiiMur: Rafsjí ■ Sígluljörlui: liiji • Atimii: Ijqjilii • Húsavík: íiyjji • VognafjöiDui: lilaajiii ki II. ■ Itikiiuilalii: Rifeliji • Reyðailjöiðui: liíiílwibl. fai L ■ [gilsslaiii: Snii Ciiniitai • Eieilialsvik: Stefáo II. Stefáasno ■ Hiln I Hoinafiiii: fiiai ij Im'lt ■ Ifik i Uýrdat: Bikta ■ VestmannaeyjarTiéverk • NioMllui: Ráugnsverkst ■ Hella: Gilsá ■ Selitss: faiibai • Ciindavik, Riliig ■ Caiiit: Raftikjai Sij Iijhis. • Itflavik: l|iskijin ■ Halnailjöiðui: tveimur stækkanlegum hellum, fjórföldu eftirhitagaumljósi. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is ÞAU undirrituðu samninginn fyrir hönd Landsbankans, f.v.: Katrín Sverrisdóttir og Davíð Björnsson, forstöðumaður fyrirtækja- og stofn- anasviðs, og fyrir hönd Þróunarfélagsins Andri Teitsson, fram- kvæmdastjöri, og Hulda Sigurðardóttir. Þróunarfélagið tekur 200 millj óna króna lán ÞRÓUNARFÉLAG íslands undirritaði nýverið samning við Landsbanka íslands hf. um erlent myntkörfulán að upphæð 200 milljónir kr. Lántakan er liður í starfsemi Þróunarfélags- ins að afla fjármagns á sem lægstum vöxtum og ávaxta safnið með sem bestri ávöxtun, www.mbl.is en einnig var hluti af láninu notaður í enduríjármögnun og fjárhagslega endurskipulagn- ingu. I fréttatilkynningu kemur fram að lánið er í 6 myntum og er samsetning þess sniðin að því að halda fjármagnskostnaði sem lægstum án þess að taka áhættu af misvægi í þróun gjaldmiðla. Viðskiptastofa Landsbanka ís- lands mun á lánstímanum verða Þróunarfélaginu til ráðgjafar um hagstæðustu myntsamsetn- ingu landsins þannig að þessi skilyrði verði áfram uppfyllt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.