Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðasinn- inn og’ hag- frelsishetjan ÞATTARÖÐ Ríkissjónvarpið AÐ BYGGJA LAND Undirtitill er Brautryðjandinn. Höfundur texta og þulur í þessari þáttaröð er I’oi valdui' Gylfason pró- fessor en hann er jafnframt framleið- andi og valdi tónlistina. Myndhandrit gerði Jón Egill Bergþórsson en hann er einnig höfundur leikmyndar ásamt Vigni Jóhannssyni. Sunnudagur 8. nóveinber. SJÁLFSTÆÐISHETJAN góða Jón Sigurðsson, sómi Islands, sverð þess og skjöldur, var aldeilis í sviðs- ljósinu um síðustu helgi. Á laugar- dag var hinn árlegi Minningarfyrir- lestur Jóns Sigurðssonar á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Is- lands, á sunnudagskvöld var síðan frumsýnd í Sjónvarpinu fyrsta myndin af þremur í þáttaröðinni Að byggja land en þar var Jón Sigurðs- son í forgrunni. Með minningarfyrir- lestri sínum vill Sagnfræðistofnun halda nafni sagnfræðingsins Jóns Sigurðssonar á lofti en í sjónvarps- myndinni var það hagfræðingurinn og hagfrelsishetjan Jón sem fólk kynntist betur. Vart kemur á óvart að hægt sé að fjalla um manninn frá mörgum hliðum því eigi var hann einhamur. I kynningu á þáttaröðinni sagði að hún fjallaði um hagstjórnarhug- myndasögu íslendinga á 19. og 20. öld „í gegnum samfellda frásögn" af þeim Jóni Sigurðssyni, Einari Bene- diktssyni og Halldóri Laxness. Þá var sagt að inn í frásögnina yrði fléttað „ýmsu efnahags- og menning- arsögulegu efni sem varðar þessa menn og hagstjórnarhugmyndir þeirra.“ Hér er farin athyglisverð leið til að koma hugmyndasögu á framfæri en almennt er talið vanda- verk að fjalla um mjög huglæg atriði í lifandi myndum vegna eðlis miðils- ins. Þannig er líf einstaklingsins sjálfs ekki endilega aðalatriðið held- ur er sögupersónan látin spegla stærra svið, í gegnum hana er reynt að kynna áhorfandanum ríkjandi hugmyndir í samfélaginu, nýjar hug- myndir, viðbrögð annarra við þeim o.s.frv. Undirtitill þáttarins um Jón Sig- urðsson er Brautryðjandinn. Vissu- lega er það heiti við hæfi því Jón var sannkallaður frumherji þótt ekki tækist honum að koma öllu því til leiðar sem hann vildi. Samfélagið var vanbúið að taka við ýmsum frjáls- lyndum hugmyndum hans sem mót- uðust að mestu í heimsborginni Kaupmannahöfn, í umhverfí sem var um flest ólíkt því sem tíðkaðist á ís- landi en Jón sigldi til náms í Höfn haustið 1833 og bjó þar til dauðadags 1879. Og þrátt fyrir að Jón væri elskaður og dáður af löndum sínum lenti hann kröftuglega upp á kant við þá stundum, einkum í fjárkláðamál- inu þar sem hann vildi fara aðrar leiðir en stór hópur íslenskra bænda og fylgdi dönsku stjórninni að mál- um. Vegna afstöðu sinnar var jafnvel gengið svo langt að líkja honum við Júdas og nokkur ár tók að græða sárin. En Jón Sigurðsson kom tví- efldur til leiks. Þátturinn Brautryðjandinn skipt- ist í sjö kafla, mislanga. I þeim fyrsta, „Endurminning um sólarlag", er rifjað upp hvað samtímamenn rit- uðu þegar Jón var allur og hver ímynd hans vai- meðal þjóðarinnar í kringum lýðveldisstofnunina. Annar kafli nefnist „Dýrafjarðarmálið". Á sjötta áratug 19. aldar föluðust Frakkar eftir aðstöðu til að reisa fiskverkunarstöð á Islandi og bæta skilyrði til útgerðar og var talað um Dýrafjörð sem ágætan stað fyrir þessa bækistöð. Beiðnin var mjög umtöluð á Islandi og um hana deilt. I bænarskrám til Alþingis kom m.a. fram ótti um að þjóðerni Islendinga gæti verið hætta búin og í blaða- greinum var lýst áhyggjum yfir því að franska fiskihöfnin gæti jafnvel orðið að herbækistöð. Jón forseti beitti sér lítið opinberlega í málinu vegna þess að hann vildi ekki styggja stuðningsmenn sína. I sjón- varpsþættinum kemur fram að hann hafi verið opinn fyrir hugmyndinni enda „fús að grípa þau tækifæri sem gáfust til að opna Island fyrir er- lendum viðskiptum og fjárfestingu." Auk þess hefði hann lagt áherslu á að Islendingar lærðu af öðrum þjóð- um. Hins vegar hefur því verið hald- ið fram á prenti að Jón forseti hafi verið andsnúinn óskum Frakka og talað gegn þeim á þingi. Hér er gam- all misskilningur á ferð því það var alnafni hans á Alþingi, Jón Sigurðs- son í Tandraseli, sem tjáði sig um Dýrafjarðarmálið eins og fleiri hafa bent á. Þessi gamli rangskilningur á afstöðu Jóns forseta gefur handrits- höfundi einmitt tilefni tU að velta nánar fyrir sér hugmyndum Jóns og varpa fram einni af grunnspurning- um þáttarins: „Hvaða skoðanir hafði Jón Sigurðsson á erlendum viðskipt- um og erlendri fjárfestingu?“ Þriðji kaflinn, „Boðskapur Jóns forseta“, er að mörgu leyti þunga- miðja þáttarins. Þar stígur Jón m.a. sjálfur fram á sviðið í gervi Pálma Gestssonar leikara og talar til sam- tímans. Málflutningurinn er skelegg- ur og rík áhersla lögð á þá skoðun Jóns að „verslunin sé sem frjálsust". Jafníramt er vísað til þess að hann hafí verið fyrsti maðurinn sem lagði kröftuga áherslu á gildi og framtíð Reykjavíkur enda talsmaður þétt- býlismyndunar í hinu niðumjörvaða íslenska sveitasamfélagi. Þoi-valdur Gylfason telur málflutning Jóns for- seta eiga brýnt erindi við Islendinga enn í dag og hann er óragur við að tengja mál hans samtímaumræðu. Þannig er t.d. velt vöngum yfir því hvaða skoðun Jón Sigurðsson hefði haft á hugsanlegri inngöngu íslend- inga í Evrópusambandið á okkar dögum, um leið er bent á að um það sé ekkert hægt að fullyrða því Jón forseti hafi ekki staðið frammi fyrir þeim vanda á sinni tíð. En síðan eru dregin fram ýmis rök viðskiptafrels- issinnans Jóns Sigurðssonar sem taldi að landsmenn þyrftu ekki að óttast verslunarfrelsi. Eftir fáeinar mínútur getur áhorfandi vart dregið aðra ályktun en Jón hefði verið hlið- hollur aðild að Evrópusambandinu, a.m.k. hefði hann viljað skoða málið alvarlega. Þetta er ekki eina dæmið í myndinni um vekjandi samtíma- skírskotun, t.d. er rætt um bann við innflutningi landbúnaðai'afurða þrátt fyrir GATT-samkomulag og með hliðsjón af málfiutningi Jóns er mis- vitrum stjórnmálamönnum 20. aldar- innar sagt til syndanna fyi’ir að standa í vegi fyrir frjálsum markaðs- búskap á Islandi. Hér er engin logn- molla á ferð og vafalaust fellur fólki þessi aðferð misjafnlega í geð, finnst mál einfölduð um of enda skoðanir Jóns settar fram í öðru samhengi, eða finnst jafnvel málflutningurinn hreinlega áróðurskenndur. En fram- setningin er ögrandi. Hún hristir upp í áhorfandanum og vekur hann til umhugsunar. Fjórði kafli Brautryðjandans nefn- ist „Svipmyndir". Þar er komið víða við, m.a. fjallað um starf Jóns Sig- urðssonar í Kaupmannahöfn, mis- heppnaðar tih-aunir hans til að fá stöðu á Islandi, setu á Alþingi og leið- sögu- og uppeldishlutverk meðal þjóðarinnar. I því efni skipti framlag hans í Nýjum félagsritum ekki síst máli en þeim hélt hann úti í nærri þrjátíu ár og skrifaði í þau ógrynni greina og ritgerða sem voru bæði fræðandi, hvetjandi og leiðbeinandi. Reyndar er með ólíkindum hvað mað- urinn komst yfir að gera á sinni ævi. í fimmta kafla myndarinnar, „Fyrsti íslenzki hagfræðingurinn", eru færð rök fyrir því að Jón eigi skilið að vera kallaður fyrsti íslenski hagfræðingurinn en ekki Ai'nljótur Ólafsson sem gaf út Auðfræði sína árið 1880 og því talinn höfundur fyrsta hagfræðiritsins á íslensku. Hagfræðingurinn Þorvaldur Gylfa- son bendh’ hins vegar á að Jón Sig- urðsson hafi verið fai’inn að rita um hagfræðileg efni nokkrum áratugum fyrr og nefnir m.a. til sögunnar hina þekktu ritgerð um verslun á Islandi frá árinu 1843. Þá bendir hann m.a. á Litla fiskibók og Litla varningsbók, grein um verslun og verslunarsam- tök sem og hagfræðiskrif í dönsk blöð. Þorvaldur telur að þessi skrif beri vitni staðgóðri þekkingu Jóns á hagfræði og sögu síns tíma og hann ætti því að teljast fyrsti íslenski hag- fræðingurinn. Vafalaust er Jón vel að þessum titli kominn og reyndar er fundið að því í þættinum að þessari hlið hans hafi lítt verið haldið fram, allt of mikil áhersla hafi t.d. verið lögð á þjóðfrelsishetjuna og þjóðern- issinnann í námsefni en of lítið sagt um alþjóðasinnann og hagfrelsishetj- una Jón Sigurðsson. Sjötti kafli myndarinnar kallast ,Af Jóni sjálfum" og þar er skyggnst undir yfirborðið, reynt að kanna hvers konar mann Jón Sigurðsson hafði að geyma. Var hann skemmti- legur, alvörugefinn, skartmaður, fjörkálfur, ferðalangur? Svör liggja ekki alveg á lausu. Flestir virðast þó á því að hann hafi verið mikill mann- kostamaður og fremur alvörugefinn. I lok þessa kafla er di’egin fram frá- sögn af dularfullri konu sem birtist óvænt við minningarathöfnina í Kaupmannahöfn í árslok 1879 og gat ekki leynt harmi sínum. Enginn þekkti hana og heimildir um þessa konu eru býsna fáskrúðugar, en með því að nefna hana til sögu er ýjað að því að Jón hafi jafnvel átt hjákonu. Hins vegar vekur athygli að ekki er einu orði minnst á eiginkonu Jóns í þættinum, Ingibjörgu Einarsdóttur, sem stóð þó við hlið manns síns og fylgdi honum í gegnum súrt og sætt. Lokakaflinn nefnist „Misjafn ár- angur“. Reynt er að meta ávöxtinn af starfi Jóns, hvaða áhrif hugmynd- ir hans og kenningar höfðu. Vissu- lega var hann forystumaður Islend- inga í sjálfstæðisbaráttunni, þjóð- frelsishetja, en í ýmsum innanlands- málum áorkaði hann minna en hann hefði vafalaust óskað. I verslunar- málunum vai’ð honum nokkuð vel ágengt, ekki síst varðandi viðskiptin við útlönd. Umgjörð þáttarins Brautryðjand- inn er sérstök og um margt ólík því sem venja er í íslenskum heimilda- myndum um söguleg efni. Áhorfand- inn fylgist með Vigni Jóhannssyni myndlistarmanni búa til myndverk á vegg þar sem hin og þessi brot úr lífi Jóns eru að lokum römmuð inn. I fyrstu veit áhorfandinn varla hvað er að gerast en smátt og smátt raðast hlutarnir saman í samhengi við þul- artexta. Þá eru kaflaskil í þættinum nýstárleg. Við hvern nýjan kafla er geisladiskur, þar sem sést hvaða tón- list er notuð, settur í spilara og síðan er talsnælda með heiti kaflans sett í segulband. Engin hefðbundin viðtöl eru í þættinum eða utanaðkomandi innslög. Myndin gerist þannig öll í einu rými þar sem eru listamaður- inn, veggurinn, tölvur og önnur tæki sem notuð eru við að hanna mynd- verkið og þar með ytri ramma þátt- arins. Til að auka myndræn áhrif eru tiltekin atriði dregin sérstaklega fram með texta á tölvuskjá eða öðr- um hætti. Þegar kemur að því að spila beina tilvitnun í fyrrverandi út- varpsstjóra er t.d. gamall hátalari hengdur á vegginn og þaðan heyrist rödd flytja textann; þegar sagt er frá átökunum um fjárkláðann er blað með mynd af Jóni krumpað saman og því kastað í ruslafótu; þegar greint er frá fjarveru Jóns á þjóðhá- tíðinni 1874 er bók um þessa hátíð skellt á borð með nokkrum þjósti. Þannig eru notaðar ýmsar skemmti- legar lausnir innan þess tiltölulega þrönga ramma sem sviðsmyndin er. Og með því að flétta tölvum og öðr- um hátæknigræjum saman við myndir af ýmsu tagi frá fyrri tíð eru nútíminn og fortíðin látin kallast á, líkt og textahöfundm- gerir í sínu máli. í næsta þætti verður fjallað um of- urhugann Einar Benediktsson og verður fróðlegt að sjá hvernig um- fjöllunin um hann verður sett fram. Eggert Þór Bernharðsson Bókmenntaverðlaun til kvenna FRANSKA skáldkonan Paule Con- stant hlaut á mánudag Goncourt- verðlaunin, æðstu bókmenntavið- urkenningu Frakka, fyrir bók sína „Confidence pour Confidence" (Leyndarmál fyrir leyndarmál) sem fjallar um brostnar vonir nú- tímakonunnar. I bókinni segir frá fjórum kon- um, tveimur bandariskum mennta- konum, franskri skáldkouu og norskri leikkonu, sem hittast á ráðstefnu í kvennafræðum og fara að ræða líf sitt. Það reynist ekki hafa verið neinn dans á rósum heldur endurtekin dæmi um sjálfseyðingarhvöt og giataðar vonir. Segir Constant hafa reynt að gera grein fyrir helstu straum- um og stefnum aldarinnar í sögu kvennanna. Constant segist hafa tárast er hún frétti að verðlaunin féllu henni í skaut, þrátt fyrir að þau nemi aðeins 50 frönkum, um 700 kr. ísl. Verðlaunin þykja hins veg- ar mikill heiður og gulltryggja metsölu. I Goncourt-nefndinni sitja tíu manns úr bókmenntaheiminum. Þá var einnig tilkynnt um Renaudot-verðlaunin sem falla einnig konu f skaut. Þau hlýtur Dominique Bona fyrir bókina „Port-Ebene-handritið“. Reuters PAULE Constant og Dominique Bona hlutu á mánudaginn tvenn af virtustu bókmenntaverðlaunum Frakka. Einar Már á Degi bók- arinnar á Grænlandi EINAR Már Guðmundsson var aðalgestur á Degi bókarinnar í Menningarhúsi Grænlands á Katuaq sunnudaginn 8. nóvem- ber. Þar las Einar Már úr bók sinni Englar alheimsins og hafði sér til fulltingis kollega sinn, hinn græn- lenska Pet- er Frederik Rosing. Dagskránni var útvarp- að beint um allt Græn- land. Einnig komu fram græn- lensku rithöfundarnir Aqqaluk Lynge, Augusta Jeremiassen; Moses Olsen, Carla Rosing 01- sen og Kristian Olsen aaju og leikarinn Jessie Kleemann o.fl. Landsbókasafnið á Græn- landi, bókaforlagið Atu- akkioi’fik og bókaverslunin Atugat kynntu bækur höfund- anna og árituðu þeir bækur sín- ar. Mánudaginn 9. nóvember voru Bíódagar sýndir í kvik- myndahúsinu í Katuaqs, eftir að Einar Már hafði flutt erindi síðdegis þar sem 250 skólanem- endur hlýddu á. Herdís Tómasdóttir sýnir í Nor- ræna húsinu MYNDLISTARMAÐURINN Herdís Tómasdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í Nor- ræna húsinu laugardaginn 14. nóvember. Herdís var valinn bæjarlista- maður Seltjarnarness árið 1997 og sýnir nú verk sem hún hefur unnið sl. tvö ár. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, síðast Nýsköpun í myndlist 1 Hallgrímskirlqu, en þetta er fyrsta einkasýning hennar. Herdís útskrifaðist úr textíl- deild Myndilista- og handíða- skóla Islands árið 1985. Sýningin stendur til 29. nóv- ember og verður opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánu- daga. Nýtt gallerí á Skóla- vörðustíg NÝTT gallerí, Gallerí Meistari Jakob, verður opnað föstudag- inn 13. nóvember á Skólavörðu- stíg 5. Galleríið er rekið af 11 starfandi listamönnum úr hin- um ýmsu greinum myndlistar. Leitast er við að hafa til sölu fágaða og fallega myndlist eftir vel menntað myndlistarfólk með langa reynslu að baki, seg- ir í fréttatilkynningu. Til sölu verður m.a. grafík, málverk, höggmyndh’, gler og leirlist, vatnslitamyndir og veflist. Myndlistarmennirnir eru: Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, grafík, málverk, Sigríður Ágústsdótth’, leirlist, Guðný Hafsteinsdóttir, leirlist, gler, Jean-Antoine Posocco, vatnslit- ir, teikningar, Elísabet Hai’- aldsdóttir, leirlist, Auður Vé- steinsdóttir, veflist, Þorbjörg Þórðardóttir, veflist, Hjördís Frímann, málverk, Anna Sig- ríður, höggmyndir, Kristín Gestsdóttir, málverk, Margrét Guðmundsdóttir, grafík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.