Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 21 VIÐSKIPTI IBM fram úr Microsoft í skrif- stofuh ugbúnaði Jafnvel enn minni eftir- spurn eftir olíu spáð London. Reuters. EFTIRSPURN eftir olíu reynist jafnvel minni en búizt hefur verið við og dregið hefur úr líkum á bata á næsta ári að sögn alþjóða orku- málastofnunarinnar, IEA. Spá um olíueftirspum 1998 og 1999 hefur verið leiðrétt með hlið- sjón af nýjustu upplýsingum um eft- irspurn og hagvöxt samkvæmt mánaðarskýrslu IEA um olíumál. Aætlun IEA um spurn eftir olíu í heiminum 1999 hefur verið færð niður um 400.000 föt á dag í 75,6 milljónir og er gert ráð fyrir árs- aukningu upp á 1,3 milljónir. Á fjórða ársfjórðungi 1998 er gert ráð fyrir 600.000 tunna minni eftir- spum á dag þannig að eftirspumin á þessu ári mun aukast að meðaltali um 550.000 tunnur í 74,3 milljónir. Stofnunin kveðst nýlega hafa fengið upplýsingar um furðulitla eftirspum frá Bandaríkjunum, Mexíkó, Suður-Kóreu og Kína. IEA telur að hluti skýringarinnar kunni að vera að „dræm eftirspurn um langt skeið hljóti að stafa af minni neyzlu vegna versnandi efna- hagsástands". Varað er við frekari leiðréttingum á spám um olíueftir- spurn. ---------------- Microsoft kaupir LinkExchange New York. Telegraph. ÞRÁTT fyrir erfið réttarhöld hefur Microsoft gefið sér tíma til að bæta mikilvægu netfyrirtæki í Silicon Valley við viðskiptastórveldi sitt. Hugbúnaðarrisinn mun kaupa netauglýsingaskrifstofuna LinkExchange, sem selur auglýs- ingar á heimasíðum, með samningi upp á 250 milljónir dollara. Banner Network, fyrirtæki LinkExchange, kemur fyrir auglýs- ingum á 400.000 vefsíðum, sem sagt er að nái til 21 milljónar netnotenda. Banner Network verður hluti af MSN neti Microsofts, sem veitir ýmsa netþjónustu, ásamt netferða- skrifstofu og þjónustu fyrir bíla- kaupendur. Einn varaforstjóra Microsofts benti á að með kaupunum gæti MSN náð til hundraða þúsunda lítilla vef- siðna LinkExchange kerfisins. Alþjóða verslunarráð- ið fundar JÓN Baldvin Hannibalsson, sendiherra Islands í Washing- ton, mun flytja erindi um strauma og stefnur í banda- rískum stjórnmálum á aðal- fundi Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins sem haldinn verður á morgun. Fundurinn fer fram á Hótel Sögu og hefst klukkan tólf. TILBOÐ ít)ósm'gndaslofa Gunnars Sngimarssonor Suðurveri, sími 553 4852 New York. Reuters. SALA IBM á Lotus Notes tölvu- pósthugbúnaði á þriðja ársfjórð- ungi var meiri en sala Microsoft Corp. á Exchange hugbúnaði á markaði fyrir tölvupóstkerfi í fyrir- tækjum samkvæmt nýlegri úttekt. Sigur Notes nægði þó ekki til þess að sala á búnaði IBM færi fram úr sölu á hinum vinsæla Microsoftbúnaði Exchange á fyrstu níu mánuðum ársins að sögn mark- aðsrannsóknarfyrirtækis í Wash- ington, D.C., Electronic Mail & Messaging Systems. IBM og Mierosoft ráða lögum og lofum á markaði fyrir kerfi til að flytja skilaboð innan fyrirtækja. Talsvert fleiri Notes leyfi hafa ver- ið seld í heiminum, en Microsoft hefur saxað á það forskot. Dótturfyrirtæki IBM, Lotus Development Corp., seldi 3,4 millj- ónir leyfa fyrir Notes hugbúnaði sínum á þremur mánuðum til sept- emberloka, en Microsoft seldi 3,2 milljónir Exchange leyfa að sögn EMMS. Þar með höfðu verið seld 9,8 milljónir Exchange kerfa á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 9,2 milljónir Notes kefa. Notes hefur verið á markaðnum síðan 1989 og 30. september höfðu verið seldar 28,5 milljónir leyfa fyr- ir slíkum kerfum í heiminum. Áð- eins tvö ár eru síðan Microsoft kynnti Exchange og síðan hafa 19,8% milljónir leyfa verið seldar. Novell í þriðja sæti Fyrir ári voru notendur Notes í heiminum meira en helmingi fleiri en notendur Exchange að sögn EMMS. GroupWise kerfi Novell Inc. er í þriðja sæti á eftir Notes og Exehange. Exchange tilheyrir Windows NT netkerfastýribúnaði Microsofts og BackOffice hugbúnaði fyrirtækisins til að stjórna gagnabönkum og net- tölvum. Því er erfitt að meta hve margir nota búnaðinn. Notes tilheyrir öðrum hugbúnaði IBM og því er jafnerfitt að meta fjölda Notes notenda. Annað rannsóknarfyrirtæki, In- formation Technology, telur að Exchange kerfið hafi náð foryst- unni með 5,7 milljónum leyfa á móti 5,3 milljónum Notes leyfa á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt tölum EMMS á fyrri hluta ársins var Exehange á undan með 6,6 milljónir leyfa á móti 5,8 milljónum leyfa Notes. 'k Tarkett-parket er viðargólf - Við stöndum fast á því! Á undanfömum misserum hafa kappsfullir söluaðilar kallað hin ýmsu gólf parket, þótt þau eigi ekkert skylt með því nema mynstrið - og komist u með það. Vegna misskilnings sem afþessu hefur hlotist munum við hé í frá tala um viðargólf þegar um hið eina sanna parket er að ræða. F L O O R S Tarket viðargólfin er afar vönduð framleiðsla sem reynst hefur fádæma vel við íslenskar aðstæður síðasttiðin 25 ár. Það er allt sem mælir með þeim: • 10 ára ábyrgð frá viðurkenndum framleiðanda • Olíuborin eða lökkuð - tilbúin til notkunar strax eftir lögn • Auðveld í umhirðu • Þurrkuð og unnin fyrír íslenskar aðstæður • Yfir 100 valmöguleikar eftir tegundum og flokkum. Tepaaland GÓLFEFNI ehf. Fákafeni 9 - Símar 588 1717 og 581 3577 Umboðsmenn um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.