Morgunblaðið - 11.11.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 11.11.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 21 VIÐSKIPTI IBM fram úr Microsoft í skrif- stofuh ugbúnaði Jafnvel enn minni eftir- spurn eftir olíu spáð London. Reuters. EFTIRSPURN eftir olíu reynist jafnvel minni en búizt hefur verið við og dregið hefur úr líkum á bata á næsta ári að sögn alþjóða orku- málastofnunarinnar, IEA. Spá um olíueftirspum 1998 og 1999 hefur verið leiðrétt með hlið- sjón af nýjustu upplýsingum um eft- irspurn og hagvöxt samkvæmt mánaðarskýrslu IEA um olíumál. Aætlun IEA um spurn eftir olíu í heiminum 1999 hefur verið færð niður um 400.000 föt á dag í 75,6 milljónir og er gert ráð fyrir árs- aukningu upp á 1,3 milljónir. Á fjórða ársfjórðungi 1998 er gert ráð fyrir 600.000 tunna minni eftir- spum á dag þannig að eftirspumin á þessu ári mun aukast að meðaltali um 550.000 tunnur í 74,3 milljónir. Stofnunin kveðst nýlega hafa fengið upplýsingar um furðulitla eftirspum frá Bandaríkjunum, Mexíkó, Suður-Kóreu og Kína. IEA telur að hluti skýringarinnar kunni að vera að „dræm eftirspurn um langt skeið hljóti að stafa af minni neyzlu vegna versnandi efna- hagsástands". Varað er við frekari leiðréttingum á spám um olíueftir- spurn. ---------------- Microsoft kaupir LinkExchange New York. Telegraph. ÞRÁTT fyrir erfið réttarhöld hefur Microsoft gefið sér tíma til að bæta mikilvægu netfyrirtæki í Silicon Valley við viðskiptastórveldi sitt. Hugbúnaðarrisinn mun kaupa netauglýsingaskrifstofuna LinkExchange, sem selur auglýs- ingar á heimasíðum, með samningi upp á 250 milljónir dollara. Banner Network, fyrirtæki LinkExchange, kemur fyrir auglýs- ingum á 400.000 vefsíðum, sem sagt er að nái til 21 milljónar netnotenda. Banner Network verður hluti af MSN neti Microsofts, sem veitir ýmsa netþjónustu, ásamt netferða- skrifstofu og þjónustu fyrir bíla- kaupendur. Einn varaforstjóra Microsofts benti á að með kaupunum gæti MSN náð til hundraða þúsunda lítilla vef- siðna LinkExchange kerfisins. Alþjóða verslunarráð- ið fundar JÓN Baldvin Hannibalsson, sendiherra Islands í Washing- ton, mun flytja erindi um strauma og stefnur í banda- rískum stjórnmálum á aðal- fundi Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins sem haldinn verður á morgun. Fundurinn fer fram á Hótel Sögu og hefst klukkan tólf. TILBOÐ ít)ósm'gndaslofa Gunnars Sngimarssonor Suðurveri, sími 553 4852 New York. Reuters. SALA IBM á Lotus Notes tölvu- pósthugbúnaði á þriðja ársfjórð- ungi var meiri en sala Microsoft Corp. á Exchange hugbúnaði á markaði fyrir tölvupóstkerfi í fyrir- tækjum samkvæmt nýlegri úttekt. Sigur Notes nægði þó ekki til þess að sala á búnaði IBM færi fram úr sölu á hinum vinsæla Microsoftbúnaði Exchange á fyrstu níu mánuðum ársins að sögn mark- aðsrannsóknarfyrirtækis í Wash- ington, D.C., Electronic Mail & Messaging Systems. IBM og Mierosoft ráða lögum og lofum á markaði fyrir kerfi til að flytja skilaboð innan fyrirtækja. Talsvert fleiri Notes leyfi hafa ver- ið seld í heiminum, en Microsoft hefur saxað á það forskot. Dótturfyrirtæki IBM, Lotus Development Corp., seldi 3,4 millj- ónir leyfa fyrir Notes hugbúnaði sínum á þremur mánuðum til sept- emberloka, en Microsoft seldi 3,2 milljónir Exchange leyfa að sögn EMMS. Þar með höfðu verið seld 9,8 milljónir Exchange kerfa á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 9,2 milljónir Notes kefa. Notes hefur verið á markaðnum síðan 1989 og 30. september höfðu verið seldar 28,5 milljónir leyfa fyr- ir slíkum kerfum í heiminum. Áð- eins tvö ár eru síðan Microsoft kynnti Exchange og síðan hafa 19,8% milljónir leyfa verið seldar. Novell í þriðja sæti Fyrir ári voru notendur Notes í heiminum meira en helmingi fleiri en notendur Exchange að sögn EMMS. GroupWise kerfi Novell Inc. er í þriðja sæti á eftir Notes og Exehange. Exchange tilheyrir Windows NT netkerfastýribúnaði Microsofts og BackOffice hugbúnaði fyrirtækisins til að stjórna gagnabönkum og net- tölvum. Því er erfitt að meta hve margir nota búnaðinn. Notes tilheyrir öðrum hugbúnaði IBM og því er jafnerfitt að meta fjölda Notes notenda. Annað rannsóknarfyrirtæki, In- formation Technology, telur að Exchange kerfið hafi náð foryst- unni með 5,7 milljónum leyfa á móti 5,3 milljónum Notes leyfa á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt tölum EMMS á fyrri hluta ársins var Exehange á undan með 6,6 milljónir leyfa á móti 5,8 milljónum leyfa Notes. 'k Tarkett-parket er viðargólf - Við stöndum fast á því! Á undanfömum misserum hafa kappsfullir söluaðilar kallað hin ýmsu gólf parket, þótt þau eigi ekkert skylt með því nema mynstrið - og komist u með það. Vegna misskilnings sem afþessu hefur hlotist munum við hé í frá tala um viðargólf þegar um hið eina sanna parket er að ræða. F L O O R S Tarket viðargólfin er afar vönduð framleiðsla sem reynst hefur fádæma vel við íslenskar aðstæður síðasttiðin 25 ár. Það er allt sem mælir með þeim: • 10 ára ábyrgð frá viðurkenndum framleiðanda • Olíuborin eða lökkuð - tilbúin til notkunar strax eftir lögn • Auðveld í umhirðu • Þurrkuð og unnin fyrír íslenskar aðstæður • Yfir 100 valmöguleikar eftir tegundum og flokkum. Tepaaland GÓLFEFNI ehf. Fákafeni 9 - Símar 588 1717 og 581 3577 Umboðsmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.