Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 66
,»■66 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998
FOLK I FRETTUM
MORGUNBLAÐIÐ
Buðu 150 vin-
um sínum í bíó
► FYRIR skömmu var haldin
sérstök sýning fyrir vinnnings-
hafa fermingarleiks Háskóla-
bíós og Fíns miðils. Þrír heppn-
ir þátttakendur sem fermdust í
vor, Heimir Hjartarson, Ólafur
Thors og Ólöf Rúnarsdóttir,
unnu miða fyrir sig og 50 bestu
vini sína á einkasýningu á stór-
myndinni Antz eða Maurar
sem frumsýnd var um síðustu
helgi. A myndinni sjást vinn-
ingshafamir þrír, Heimir,
Ólafur og Ólöf, en 150 maura-
vinirnir þeirra voru skriðnir
inn í sal.
Haltu þræðinum og fylgstu með
Þú getur valið úr 21 sjónvarpsstöð og 17 útvarpsrásum
Þú færð hvergi betra yfirlit yfir dagskrá sjónvarps og
útvarps en (sérblaði Morgunblaðsins, Dagskrá. Þar
getur þú á auðveldan hátt haldið þræðinum í dagskránni.
I blaðinu eru einnig fréttir, myndir og umfjöllun um
þættina, kvikmyndirnar og fólkið sem kemur við sögu.
Dagskránni er dreift með Morgunblaðinu annan hvern
miðvikudag og ókeypis á helstu benstnstöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu.
Hafðu Dagskrána alltaf við hendina.
/' allri sinni mynd!
Fuck spilar á afmæli Hljómalindar
Kljómsveitin Fuck: Timmy Prudhomme, Kyle Statham,
Geoff Soule og Ted Eliison.
„Við erum svo
miklir kjánar“
PLOTUYERSLUNIN Hljómalind
heldui’ upp á sjö ára afmæli sitt í
kvöld og á morgun, meðal annars
með tónleikum bandan'sku hljóm-
sveitarinnar Fuck á Gauki á Stöng.
Einnig koma fram hljómsveitirnar
Pornopop, Sigur Rós og Unun.
Hljómsveitin Fuck hefur vakið at-
hygli undanfarið, fyrst fyrir nafnið
en svo fyrir tónlist sína á fjórum
breiðskífum. Fuck er fjögurra
manna sveit ættuð frá Bandaríkjun-
um, en einn liðsmanna hennar býr í
New York og hinir austur í Kaliforn-
íu. Saga sveitarinnar hermir að leið-
togi hennar, Kyle Statham, hafí aug-
lýst eftir liðsmanni í hljómsveit og sá
síðasti sem sótti um hafí verið Tim-
my Prudhomme. I kjölfarið hafi þeir
tveir síðan farið að starfa saman sem
hafi svo skilað sér í upptökum og síð-
ar hljómsveit.
Hittust í fangaklefa
A Netinu má aftur á móti lesa þá
sögu að þeir félagar hafi í raun hist í
fangaklefa og aðspurður um það í
símaspjalli vHI Timmy Prudhomme
hvorki játa því né neita. „Ja,“ segir
hann, „hvort tveggja er eiginlega
rétt, ég svaraði auglýsingu og síðan
hittumst við í varðhaldi hjá lögregl-
unni eða einskonar biðstofu,“ segir
hann en neitar síðan að ræða það
mál frekar.
Timmy segir að nafn hljóm-sveit-
arinnar, sem vekur jafnan á henni
mikla athygli, sé til orðið eiginlega út
af engu. „Það má segja að það hafi
verið valið vegna þess að við erum
svo miklir kjánar,“ segir hann. „En
það er líka stutt og gott að muna
það, hvort sem manni líkar við það
eða ekki. Allar hljómsveitir langar til
að nota þetta nafn, en við létum
drauminn rætast."
Ekki hangsað á æfingum
Eins og getið er býr Timmy í
New York en þeir félagar hans vest-
ur i Kaliforníu. Þegar sveitin varð
til bjuggu þeir reyndar allir fyrir
vestan, en um það leyti sem fyrsta
útgáfan kom út, snælda með
nokkrum lögum, fluttist Timmy tO
New York og segist fyrir vikið ekki
hitta hljómsveitarfé-
laga sína ýkja oft.
„Yið hittumst ekki svo
oft utan hljómsveitar-
innar, en undanfarin
ár höfum við verið á
tónleikaferðum í sex
til átta mánuði á
hverju ári og líka eytt nokkrum
tíma í æfingar og upptökur svo við
eyðum vissulega talsverðum tíma
saman. Þegar við eigum aftur á
móti frí frá hljómsveitinni hittumst
við ekki, eða að minnsta kosti hitti
ég ekki félaga mína; vel má vera að
þeir hittist fyrir vestan."
Timmy segir að það hafi eflaust
sitt að segja með samheldni sveitar-
manna að þeir eru ekki alltaf hittast
þegar þeir eru ekki í hljómsveitar-
stússi. „Kannski fengjum við leið
hver á öðrum ef við ættum allir
heima í sama smábænum og kynni
mín af öðrum hljómsveitum hafa
reyndar sannfært mig um að það sé
hið besta mál að við skulum ekki
hittast oftar en raun ber vitni,“ segir
Timmy og bætir við að það hafi líka
sína kosti þegar kemur að því að
semja eða taka upp. „Þegar við á
annað borð hittumst, hvort sem það
er til að taka upp eða semja lög, er-
um við samankomnir einmitt til þess
en ekki til að slæpast og drekka bjór
saman. Þannig nýtum við tímann
miklu betur og vinnum af ki’afti í
stað þess að hangsa og drekka
nokkra bjóra í upphafi æfingar og
síðan hangsa og fá sér bjór í lok
hennar eins og sveitir sem eru alltaf
að hittast gera svo gjarnan.“
Ekki alltaf hljóðfærí í fanginu
Fyrsta útgáfa Fuck kom út sum-
arið 1994 og fyrsta breiðskífan,
Pretty ... Slow, tveimur árum síðar.
Sama ár kom út önnur breiðskífa,
Baby Loves a Funny Bunny, og Par-
don My French, í mars á síðasta ári.
I haust kom síðan út ný breiðskífa,
Conduct. „Við sönkum að okkur hug-
myndum hver í sinu lagi á milli þess
sem við hittumst, en þegar komið er
í hljóðverið skiptumst við á þeim og
búum til lög. Þannig eru lagahlut-
arnir misgamlir; sumt sem ég lagði
til málanna til að mynda var mánað-
argamalt þegar við byrjuðum að
taka upp, en öðru hafði ég velt fyrir
mér í nokkur ár.“
Timmy segir að þeir félagar hafi
spreytt sig á samstarfi við aðrar
sveitir, sem sé bráðhollt, en alla
jafna sé lítill tími aflögu fyrir slíkt.
„Þegar við erum ekki beinlínis að
taka upp eða spila er nóg að gera
varðandi hljómsveitina. Gott dæmi
um það er þetta samtal okkar, en áð-
an var ég líka að ganga frá leigu á
sendibíl í Amsterdam, Kyle er heima
hjá sér að pakka plötum, en við höf-
um fyrir sið að selja sérpakkaðar
plötur á tónleikum okkar, og svo má
telja. Það er því í ýmsu að snúast
þótt ekki sé maður alltaf með hljóð-
færi í fanginu.“
Hræddir og kvíðnir
Timmy segir að þeir félagar séu
spenntir fyrir fyrirhugaðri Islands-
ferð, „en við erum líka hræddir og
kvíðnir, því við þekkjum engan sem
hefur komið til Islands
hvað þá að við þekkjum
neina hljómsveit sem
hefur leikið þar á tón-
leikum. Okkur fannst
það frábær hugmynd
að byrja tónleikaferð
okkar um Evrópu á ís-
landi, en eftir því sem nær dregur
höfum við fyllst kviða, því við vitum
ekkert um land og þjóð“, segir Tim-
my áhyggjufullur.
Eftir að hafa verið sannfærður um
að á Islandi sé ekki ýkja kalt, að
minnsta kosti ekki miðað við vetrar-
hörkur í New York, og innfæddir
vinsamlegir er honum létt og hann
segir að þeir Fuck-félagar muni gera
sitt besta til að skemmta íslenskum
áheyrendum, ekki síst til að tryggja
það að þeir vilji sjá hljómsveitina aft-
ur á tónleikum.
Fuck leikur á tónleikum á Gauki á
Stöng í kvöld og til upphitunar verða
Pornopop og Unun. A morgun hita
upp Pornopop og Sigur Rós.
„Allar hljómsveitir
langar til að nota
þetta nafn, en við
létum drauminn
rætast.“