Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 V------------------------------- AÐSENDAR GREINAR Til Kristjáns Ragnarssonar EINN morgun fyrii' skömmu heyrði ég í fréttum Ríkisútvarps- ins brot úr ræðu, sem þú fluttir á aðalíúndi LIU. Þar sagðir þú m.a., að þér þætti leitt til þess að vita að ýms- ir hópar opinberra starfsmanna hefðu fengið launahækkanh- langt umfram það samkomulag, sem gert hefði verið á almenn- \ um vinnumarkaði. Sú þróun gæti stefnt jafn- vægi á vinnumarkaði í hættu. Þegar þessi orð þín bárast mér til eyrna, var ég að vinna við aðlögun á kjarasamningi, sem Starfsmannafélag ríkisstofn- ana og fjármálaráðuneytið gerðu með sér fyrir nokkrum mánuðum. I þessum samningi er gert ráð fyr- ir því, að stofnanir og fyrirtæki, sem þurfa að fara eftir honum, raði starfsmönnum í ramma og flokka eftir lífaldri, ábyrgð, menntun og fleiri þáttum. Störfum er grunn- raðað og inn í launatölur era tekn- A ar aukagreiðslur, ef einhverjar era. Samningurinn á að vera gagnsær, svo engum tölum verði leynt. Og nú ætla ég að segja þér frá grannlaunum ýmissa starfshópa og spyrja þig í framhaldi af upptaln- ingunni hvort þessi laun séu líkleg til að setja allt úr skorðum í samfélaginu: 1. Vaktmenn: Stöð- unni fylgir mikdl ábyrgð og mikill erill. Vakt- menn vinna á vöktum alla daga ársins. Laun: 94.139 krónur á mánuði. 2. Sjúkranuddarar: Þriggja ára framhalds- nám á háskólastigi. Nudda 12 til 16 sjúk- linga á dag. Erfið vinna. Laun: 119.462 á mánuði. 3. Sérhæfðir starfs- menn: Fólk, sem að- stoðar sjúkiinga í böðum og í sjúkraþjálfun. Starf, sem krefst mikillar umhyggju og þolinmæði. Líkamlega erfitt starf. Laun: 94.139 krónur á mánuði. 4. Aðalféhirðir: Ber ábyrgð á greiðslum og innheimtu, banka- samskiptum og réttri meðferð mik- illa íjármuna. Laun: 136.590 krón- ur. 5. Launafulltrúi: Sér um alla launasamninga, útreikninga á launagreiðslum og launatengdum gjöldum fyrir um 140 starfsmenn. Laun: 128.693 krónur. 6. Símaverðir: Annast alla síma- þjónustu fyrir allt að 150 sjúklinga og starfsmenn. Vinna utan venju- Árni Gunnarsson / Eg skrifa þér þetta bréf, Kristján Ragnars- ------------?----------- son, segir Arni Gunn- arsson, vegna þess að mér ofbauð grunntónn- inn í ræðu þinni og sú ósanngirni sem þar kom fram. legs vinnutíma. Laun 102.936 krón- ur. 7. Þjónustustjóri: Tekur á móti öllum sjúklingum, kynnir stofnun- ina fyrir þeim og leysir úr margvís- legum daglegum vandamálum. St- arfinu fylgir mikill erill og álag. Laun: 106.047 krónur. 8. Ræstingastjóri: Skipuleggur og stjórnar öllum þrifum á göng- um, herbergjum og í öllu sameigin- legu húsi-ými. Mjög erfítt og slít- andi starf. Laun: 121.253 krónur. 9. Saumakona: Saumar allan sængurfatnað og gerh- við, saumar gluggatjöld og annað sem til fellur. Shtandi vinna. Laun: 91.378 ki’ónur. 10. Næturverðir: Gæta húseigna og annaraa verðmæta, þrífa og vinna eingöngu á kvöldin og næt- urnar. Laun: 94.139 krónur á mán- uði. Þetta era 10 dæmi um grann- laun fólks, sem vinnur hjá heil- brigðisstofnun og fær greidd laun samkvæmt samningum Starfs- mannafélags ríkisstofnana og fjár- málaráðuneytisins. Og til að öll kurl komi nú til grafar, skal fram tekið, að nokkrir fá greitt vaktaá- lag og sumir fá ökutækjastyrk. Kristján Ragnarsson! Eru þetta launin, sem stefna í hættu jafnvægi á launamarkaði? Ég fletti upp í fróðlegu riti Frjálsrar verslunar frá síðasta ári, 1997, og aðgætti þar töflu yfir 100 ís- lensk fyrirtæki, þar sem hæst vora greidd laun á því ári. Þar eru út- gerðarfyrirtæki í öllum efstu sætun- um. Hæsta fyrirtækið, Skálar ehf., gi’eiddi hverjum starfsmanni að meðaltali 568 þúsund krónur á mán- uði. Þorbjöm hf. í Grindavík, sem er í 17. sæti, greiddi 341 þúsund krón- ur á mánuði. I 37. sæti er Sólborg í Stykkishómi með 283 þúsund ki’ón- ur á mánuði. Samheiji á Akureyri kemur svo enn aftar með 274 þús- und og mér sýnist Skagstrendingur reka lest útgerðarfyrirtækja með 215 þúsund krónur á mánuði á starfsmann. 100. og síðasta fyrir- tækið gi-eiddi hverjum staifsmanni 191 þúsund ki’ónur í laun á mánuði að meðaltali árið 1997. Ekki amast ég við launum starfs- manna hjá þessum fyrirtækjum, en mér þykir skella í skoltum þegar þú gerir aðra hópa launþega í landinu ábyi’ga fyrir hugsanlegu róti á launamarkaði á næstunni. - A þeim aðalfundi LÍÚ, sem fyrr er nefndur, flutti forstjóri Þjóðhagsstofnunar erindi, þar sem fram kom, að hagn- aður af reglulegri starfsemi í sjáv- araútvegi í heild hafi numið 857 milljónum króna á síðasta ári. Ef hins vegar er litið á óreglulega starfsemi, tekjur og gjöld, þar sem söluhagnaður af skipum og kvóta vega þyngst, þá er hagnaður í sjáv- arútvegi tæplega 6,6 milljarðar króna árið 1997. Þessi hagnaður verður til, að stóram hluta, vegna viðskipta með kvótann, fiskinn í sjónum, sem samkvæmt lögum frá Alþingi, er sameign þjóðarinnar. En hagnaðurinn af þessari sameign fer ekki nema að hluta til þjóðarinnar. Of mikið fer í vasa fárra, sem telja sig eigendur sjávai’auðsins um ókomna framtíð. Ég skrifa þér þetta bréf, Krist- ján Ragnarsson, vegna þess að mér ofbauð granntónninn í ræðu þinni og sú ósanngirni sem þar kom fram. - Ég efast ekki um það eitt andartak, að þú sért bæði hæfur og góður leiðtogi í þínu hagsmunafé- lagi. En það er líf í þessu landi utan útgerðar og forystumenn og leið- togar verða að komast að sam- komulagi um jafnari og heilbrigð- ari tekjuskiptingu en nú ríkir. Ella er stefnt að átökum. Ræða, eins og þú fluttir á aðalfundi LIÚ, er olía á þann eld, sem undir kraumar. Höfundur er framkvæmda- stjóri Heilsustofnunar NLFI. Félag um heimafæðingar Eyrún Ingadóttir lega. í báðum þessum löndum er konum sem teljast til áhættuhóps ráðlagt að eignast börn sín á sjúkrahús- um. Flestir era sammála um að fæðing barna þeirra sé merkilegasta upplifunin í lífinu. Það er því mjög mikilvægt að konur geti haft val um hvar og hvernig þær koma bömum sín- um í heiminn. I heimafæðingu verður fjölskyldan mun meiri þátttakandi í undrinu. Þátttaka I DAG, 11. nóvem- > ber, verður stofnað áhugafélag um heima- fæðingar í Skólabæ, Suðurgötu 26, Reykja- vík. Að stofnun þessa félags stendur bæði áhugafólk og fagfólk, en meginmarkmið fé- lagsins verður að upp- lýsa verðandi foreldra, og fjölskyldur þeirra, um að það sé raunhæf- m’ valkostur að fæða börn í heimahúsum. Undanfarin ár hafa heimafæðingar verið mjög fátíðar á íslandi og hefur það heyrt til _ undantekninga ef konur hafa ákveðið að fæða börn sín heima. Svo hefur þó ekki verið alls staðar í Evrópu, en í Hollandi eignast þriðjungur kvenna börn sín heima og hefur svo verið um áratuga skeið. I Bretlandi er nú talað um tískubylgju í heimafæðingum, en tíðni heimafæðinga þrefaldaðist á árunum 1994 til 1997. Árið 1994 fæddu 4.665 konur heima en þremur árum síðar fæddu 13.460 konur heima. Enn era þó heima- fæðingar sjaldgæfar í Bretlandi því 643.000 börn fæðast þar ár- föður verður meiri, því hann tekur fullan þátt í öllu ferlinu. Hlutverki hans er ekki lokið þegar barnið er komið í heiminn, eins og oft vill verða á sjúkrahúsum, heldur er það rétt að byrja. Eins geta fleiri verið viðstaddir en á sjúkrahúsum, t.d. eldri börn, foreldrar eða systk- ini. Það myndast alveg sérstakt andrúmsloft er kona fæðir heima. Það er enginn að flýta sér og konan fær þann tíma sem til þarf til að koma barninu í heiminn. Eftir að fæðing er yfirstaðin er ljósmóðirin áfram hjá móður og barni og svo Flestir eru sammála um, segir Eyrún Inga- dóttir, að fæðing barna þeirra sé merkilegasta upplifunin í lífinu. lítur hún eftir þeim fyrstu dagana. Oft myndast vinátta sem varir til æviloka á milli ljósmóður og fjöl- skyldunnar. Sýnt hefur verið fram á það í Bandaríkjunum að mun minni líkur eru á sýkingu heima en á sjúkrahúsi, því varnarkerfi móð- ur hefur byggt upp ónæmi gagn- vart eigin umhverfi sem skilar sér svo til barnsins. Líkami kvenna er gerður til að ganga með og fæða böm og við eig- um að treysta honum betur. Auð- vitað er bæði gott og nauðsynlegt að vita af fullkomnu sjúkrahúsi í nágrenninu ef eitthvað fer úrskeið- is. Margir tengja hins vegar sjúkrahús við veikindi en barns- burður er ekki sjúkdómur heldur eðlilegur hluti af náttúrunni. Það að koma inn á spítala getur verið stressandi fyiir konur og sumar missa jafnvel niður léttasótt. Ég er sannfærð um að ef konur fengju sjálfar að velja myndu þær vilja þekkja ljósmóðurina sem tekur á móti hjá þeim. Það er ekki hægt að líkja því saman að vera með ókunn- uga manneskju inni hjá sér eða að hafa ljósmóður sem maður þekkir fyrir og veit hvaða vonir og vænt- ingai’ bærast með manni. Landspítalinn hefur reynt að koma til móts við misjafnar þarfir kvenna með MFS-kefinu, þar sem konur eiga börn sín í heimilislegu umhverfi en era samt á spítala. Þar komast færri konur að en vilja og er það til marks um þá hugar- farsbreytingu sem á sér stað. Að mínu áliti er MFS-kerfið mjög gott og þarft, en það er „næsti bær við“ að konur fæði börn sín heima. Þeg- ar konur með ungbörn hittast berst talið yfii’leitt að fæðingunni og það er ótrúlega algengt að kon- ur era ósáttar við fæðingarupplif- un sína. Þær hefðu viljað hafa sömu ljósmóðurina alla fæðinguna en lentu á vaktaskiptum, þær fengu engan frið til að hvíla sig eft- ir fæðinguna þar sem gestir vora hjá herbergisfélögunum eða börn þeirra grétu til skiptis, þeim likaði ekki við ljósmóðurina, þær hefðu viljað fara heim á þriðja degi en ekki þeim fjórða og svo framvegis. Með því að fæða heima hafa konur fullkomna stjórn á aðstæðum og staðreyndin er sú að manni líður hvergi betur en þar. Þær konur sem nú fylla flokk eldri borgara áttu margar hverjar börn sín heima. Dætur þessara kvenna hafa síðan flestar átt börn sín á sjúkrahúsi. Það er merkilegt hvað viðbrögð þessara tveggja kynslóða voru mismunandi þegar ég átti barn mitt heima sl. vor. Eldri konur, sem þekktu til heima- fæðinga af eigin raun, voru já- kvæðar og rifjuðu gjarnan upp eig- in reynslu. Næstu kynslóð á eftir fannst hins vegar ég taka mikla áhættu og merkilegt að ég skyldi komast lífs af. Svar okkar hjóna við spurningunni hvernig við hefð- um þorað þetta var á þá leið að ef eitthvað óvænt hefði komið uppá í fæðingunni hefði einungis tekið tíu mínútur að aka úr vesturbænum upp á Landspítala, eða jafn langan tíma og þarf til að útbúa skurð- stofu. Að fæða barn er ekki sjúkdómur sem krefst innlagnar á sjúkrahús. Þær konur sem hafa átt eðlilega meðgöngu og era ekki í áhættu- hópi ættu að skoða þennan kost. Að eiga barn heima, í sínu venju- lega umhverfi, er einstök upplifun sem undirrituð getur vottað um. Að lokum vil ég bjóða allt áhuga- fólk um heimafæðingar velkomið í Skólabæ í kvöld klukkan 21. Höfundur er sagnfræðingur. FÉLAGSSTARF Er Sjálfstæðisflokkur- inn á réttri leið í menningarmálum? Opinn fundur í Valhöll í kvöld, miðvikudaginn 11. nóvember kl. 20.30. Frummælandi fundarins er Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. Menningarmálanefnd Sjálfstæðisflokksins. TIL SÖLU Bílaleiga til sölu Til sölu 30—50% eignarhluti í ört vaxandi bílaleigu. Eingöngu fjársterkir aöiiar koma til greina. Listhafendur leggi inn tilboö á afgreiðslu Mbl. ^fyrir 17. nóv. merkt: „B — 6806". Góð bújörð til sölu Til sölu er jörðin Saurbær í Rauðasandshreppi, Vesturbyggð. Á jörðinni er gott íbúðarhús að stærð um 137 m2, um 355 m2 útihús fyrir naut- gripi með áburðarkjallara og um 236 m2 hlaða. Jörðin er í ábúð og henni getur fylgt árlegur framleiðsluréttur á allt að 148.500 mjólkurlítr- um. Saurbær erforn kirkjujörð sem staðsett er við sjó á hinu ægifagra landsvæði Rauða- sands sem snýr mót suðri við norðanverðan Breiðafjörð. Nokkur veiðihlunnindi fylgja jörð- inni. Allar frekari upplýsingar um jörðina veitir und- irritaður. Lögmenn Ármúla 21, Sveinn Sveinsson hrl. Sími 568 1171, fax 588 8366. Uppboð Eftirtöld bifreið verður boðin upp i Hnjúkabyggö 33, Blönduósi, fimmtu- daginn 19. nóvember 1998 kl. 15.30: KR 953. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 10. nóvember 1998. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.