Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 23
RAGNAR Þórisson verðbréfamiðlari (t.v.), Jafet Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Verðbréfastofunnar og Viggó Hilmarsson verðbréfa-
niiðlari kynntu starfsemi Norðurlandasjóðsins í gær.
Veröbréfastofan aðili að
nýjum hlutabréfasjóði
VERÐBRÉFASTOFAN hf. hef-
ur, í samvinnu við verðbréfafyr-
irtækið Carnegie, hafið rekstur
á nýjum hlutabréfasjóði sem ber
heitið Norðurlandasjóðurinn,
eða Carnegie All Nordic.
Verðbréfastofan er söluaðili
hlutabréfa Carnegie hér á landi
og mun ráðleggja sjóðstjórum
fyrirtækisins um kaup á hluta-
bréfum í fslenskum fyrirtækjum,
en allt að 10% af eignum sjóðs-
ins verður varið til kaupa á
hlutabréfum í íslenskum fyrir-
tækjum. Hinn hluti sjóðsins fer í
kaup á hlutabréfum í arðvæn-
legustu fyrirtækjum á hinum
Norðurlöndunum.
Sjóðurinn er sá fyrsti sinnar
tegundar á íslandi, þar sem
boðin eru bæði íslensk hlutabréf
ásamt hlutabréfum erlendra fyr-
irtækja. Sjóðsstjórar Carnegie í
Kaupmannahöfn munu hafa yfir-
umsjón með fjárfestingum og
starfsemi Norðurlandasjóðsins,
sem er skráður í Lúxemborg.
Gjaldmiðill sjóðsins verður
bandaríkjadollar. Með íjárfest-
ingu í Norðurlandasjóðnum er
hægt að kaupa hlutdeild í fyrir-
tækjum eins og Ericsson, Novo,
TeleDanmark og íslenskum fyr-
irtækjum.
Jafet Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Verðbréfastofunnar, segir
að Carnegie-fyrirtækið sé með
stærstu verðbréfafyrirtækjum á
Norðurlöndum. Hjá því starfa
um 600 starfsmenn í höfuðborg-
um allra Norðurlanda, nema á
Islandi.
Auk þess rekur fyrirtækið
skrifstofu í London og New
York sem og banka í Lúxem-
borg. Carnegie hefur um árabil
rekið sjóð undir nafninu
Carnegie Nordic Market og er
norrænn sjóður. Þá hefur
Carnegie borið ábyrgð á og séð
um ávöxtun á verðbréfasafni
sænska Nóbelssjóðsins.
Dagblöð halda
ennþa velli
New York. Reuters.
ÞRÁTT fyrir fréttir um að blöð séu
í útrýmingarhættu koma út fleiri
morgunblöð í Bandaríkjunum nú
(705) en fyrir um 50 árum (322) og
daglegt upplag þeirra hefur aukizt -
í 56 milljónir eintaka úr 53 milljón-
um 1950.
Meira máli skiptir að sögn sam-
taka bandarískra blaða, Newspaper
Association of America (NAA), að
lesendafjöldinn helzt stöðugur á
sama tíma og útvarpshlustendum
og sjónvarpsáhorfendum fækkar.
NAA, sem hefur innan sinna vé-
banda um 1.700 blöð í Bandaríkjun-
um og Kanada, leggur mikið upp úr
eigin lesendakönnunum og sér-
stakri „samkeppnisvísitölu
fjölmiðla". Samtökin telja slíkar
kannanir meira virði en venjulegar
upplagstölur og veita betri hug-
myndir um stöðu greinarinnar.
Færri horfa á sjónvarp
Samkvæmt síðustu upplýsingum
NAA lesa að meðaltali 58,6% full-
orðinna Bandaríkjamanna dagblað
og rámlega tveir þriðju fullorðinna
(68,2%) sunnudagsblað. Hins vegar
fækkaði fullorðnum, sem horfðu á
sjónvarp í hálfa klukkustund á
mesta áhorfstíma, úr 45,3% 1996, í
42,4% í fyrra og 40,8% í ár.
NAA hafnar einnig kenningum
um forheimskun ungra Bandaríkja-
manna, sem hafi meiri áhuga á tón-
listarmyndböndum, tölvuleikjum og
viðræðuhópum á alnetinu, og segir
að þeir lesi blöð. Tæplega 70% ung-
linga á aldrinum 12-17 ára höfðu
lesið dagblað í síðustu viku áður en
skoðanakönnun var gerð og 40% á
síðustu klukkustundum. Fleiri ung-
lingar lesa sunnudagsblöð og
sögðust 72% hafa lesið slíkt blað á
undanfórnum mánuði og 50% í und-
anfarinni viku.
Nýlega var tilkynnt að Los Ang-
eles Times mundi fækka
starfsmönnum um 250. A sama tíma
sagði blaðið að útbreiðsla þess hefði
aukizt á síðustu sex mánuðum í
1.067.540 eintök - þannig að það
hefði skotizt fram úr New York
Times, sem er selt í 1.066.658 ein-
tökum, og væri orðið þriðja út-
breiddasta blað Bandaríkjanna á
eftir Wall Street Journal og USA
Today.
Auk þess er farið að gefa út
blaðið um öll Bandaríkin, þannig að
það mun keppa við USA Today,
Wall Street Journal og New York
Times um hylli bandan'skra
blaðalesenda.
Sérfræðingar telja að auglýsing-
ar, sem ná til allra landsmanna, séu
ein sterkasta hlið bandarískra
blaða. Sumpart stafi það af hruni
sjónvarpsauglýsingamarkaðarins i
Bandaríkjunum vegna hækkandi
verðs og færri áhorfenda. „Ég tel að
blöðin haldi áfram að vera á meðal
okkar um langt skeið,“ sagði sér-
fræðingur Merrill Lynch. „Fólk
kann vel að meta hvernig þau eru
búin til prentunar, að geta flutt þau
með sér - og að geta flett þeim og
gluggað í þau er kostur.“
POLLINI
-klæðirþigvel
Islandsbanki með
901 milljón í hagnað
SAMKVÆMT óendurskoðuðu árs-
hlutauppgjöri nam hagnaður af
rekstri Islandsbanka og dótturfélaga
901 milljón króna fyrstu níu mánuði
þessa árs og var arðsemi eigin fjár
21%. Á sama tíma í fyrra var
hagnaðurinn 825 milljónir króna.
Allt árið 1997 var 1.047 milljón króna
hagnaður af rekstrinum.
Hagnaður fyrir skatta vai- 985
milljónir króna fyrstu níu mánuðina
samanborið við 845 milljónir króna á
sama tíma í fyrra. Þessi afkoma er
mjög í takt við það sem var fyrstu
sex mánuði ársins og í samræmi við
væntingar og áætlanir bankans, að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá bankanum.
Valur Valsson, bankastjóri ís-
landsbanka, segir að rekstur bank-
ans og dótturfélaga hafi gengið vel
það sem af er árinu og afkoman í
samræmi við væntingar. „Jákvæð
þróun efnahagsmála og margvísleg-
ar breytingar í rekstri okkar undan-
farin misseri hafa fyrst og íremst
stuðlað að þessum góða árangri,"
segir Valur.
Eignir í fyrsta skipti
yfir 100 milljarða
Umsvif hafa aukist áfram með
sama hætti og verið hefur um nokk-
urt skeið. I lok ágúst fóru eignir
bankans í fyrsta skipti yfir 100 millj-
arða króna. Meðalstaða heildarfjár-
magns á tímabilinu janúar til sept-
ember jókst um 17 milljarða króna
frá því í fyrra, eða um 21,3%. Innlán
hafa aukist verulega og viðskiptavin-
ir bankans notfæra sér auk þess
mun fleiri þjónustuþætti en áður.
Hjá dótturfélögum íslandsbanka,
VIB og Glitni hefur einnig orðið
mjög mikil aukning í viðskiptum.
Hagnaður VÍB var 27 milljónir
króna fyrstu níu mánuðina og Glitnis
155 milljónir króna, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu.
Vaxtamunur hefur minnkað milli
ára og er hann nú 3,5% en var 4%
fyrstu níu mánuðina 1997. Hreinar
vaxtatekjur námu 2.508 milljónum
fyrstu níu mánuðina og aðrar rekstr-
artekjur námu 2.046 milljónum
ki-óna. Tekjui' jukust í heild um 12%
frá sama tímabili 1997. Rekstrai-gjöld
námu alls 2.894 milljónum króna en
það er 9% aukning frá því í fyrra.
Hlutfall kostnaðar af heildarfjár-
magni lækkaði hins vegar úr 4,4% í
4,0%. Framlag í afskriftareikning
útlána er áætlað og þá tekið mið af
fyrstu 6 mánuðum ársins. Sam-
kvæmt því er það í hlutfalli af heild-
arfjármagni 0,9% en það er sama
hlutfall og var á sama tíma í fyrra.
„Jákvæð þróun efnahagsmála á ár-
inu hefur haft góð áhrif á afkomu
bankans. Umsvif hafa vaxið,
markaðsvextir farið lækkandi og
gengi verið stöðugt. Margvíslegar
breytingar í rekstri sveitarinnar und-
anfarin misseri hafa einnig skilað
góðum árangri. Sveiflur í ytri skil-
yrðum geta hins vegar valdið snögg-
umbreytingum á afkomu Islands-
bankasveitarinnar," að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá bank-
anum.
Norðmenn vilja asíska
stjórn WTO
Bangkok. Reuters.
NORÐMENN hafa fyrstir Evi--
ópuþjóða lýst yfir stuðningi við
framboð varaforsætisráðherra
Taílands, Supachai Panitchpakdi, í
stöðu yfirmanns Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar, WTO.
Supachai, eini frambjóðandinn
frá Asíu, hefur þegar hlotið stuðn-
ing samtaka Suðaustur-Asíuríkja
(Asean) og Japans í embættið.
Supachai, sem er hagfræðingur,
er einn fjögurra manna sem hafa
gefið kost á sér í embætti yfirmanns
WTO í stað Renato Ruggiero þegar
fjögurra ára starfstíma hans lýkur'í
maí 1999. Hinir eru fyrrverandi við-
skiptaráðherra Kanada og núver-
andi sendiherra landsins í London,
Roy Maclaren, fyrrverandi forsæt-
isráðherra Nýja-Sjálands, Michael
Moore, og fyi-rverandi við-
skiptaráðherra Marokkó, Hassan
Abouyoub.
Utanríkisráðherra Brasilíu, Luiz
Lampreia, kann einnig að blanda
sér í slaginn, að sögn stjómarerind-
reka.
Tilkynnt verður um val nýs fram-
kvæmdastjóra WTO um miðjan
desember.
JOTvl
GUIMNARSSON
Veljum athafnamanH á Alþingi
i auðlindum sjávarins liggja einhver mestu verðmæti íslensku þjóðarinnar. Á nýtingu þeirra
byggir hún sjálfstæöi sitt og tilverugrundvöll. Okkur er trúað fyrir þessum auðlindum, treyst til
að nýta þær meö skynsamlegum hætti og afhenda þær afkomendum okkar i jafngóöu eða
betra ástandi. Sjálfbær nýting auölinda sjávarins krefst þess að við nýtum þær allar. Þess
vegna er mikilvægt aö nýta hvalastofna viö landið. Annað stefriir lifkeðjunni í voða.
Hefjum hvalveiðar strax, það er réttur okkar og skylda.
Kosningaskrifstofa Jóns Gunnarssonar
fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi:
Hliðarsmára 10 • 200 Kópavogi
Símar: 564 5916 • 564 5917 • 564 5918
Stuöningsmenn Jóns Gunnarssonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi
Prófkjör
Sjálfstæöisflokksiris
í Reykjaneskjördæmi
&
sæti
krefst
auðlinda sjávarins