Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sighvatur Björgvinsson og Jóhanna Sigurðardóttir um framkvæmd fjármag-nstekjuskatts Telja hið opin- bera hafa tapað 1,5 millj- örðum króna SIGHVATUR Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, og Jó- hanna Sigurðardóttir alþingismað- ur héldu því fram á fréttamanna- fundi í gær að ríkissjóður og sveit- arfélög hefðu tapað samtals 1.500 milljónum króna vegna lægra skatthlutfalls af arði og söluhagn- aði með upptöku fjármagnstekju- skatts. Alls hafí 2.600 sjálfstæðir atvinnurekendur frá árinu 1996 breytt rekstri sínum yfir í einka- hlutafélög og þannig getað tekið út laun sín í arði og greitt af honum 10% fjármagnstekjuskatt í stað 40% af reiknuðu endurgjaldi skv. þeim reglum sem giltu fyrir upp- töku fjármagnstekjuskattsins Jóhanna og Sighvatur kynntu í gær svör fjármálaráðuneytisins við fyrirspura Jóhönnu um fram- kvæmd fjármagnstekjuskattsins og vitnuðu einnig til svars við- skiptaráðherra við fyrirspurn í seinasta mánuði um hlutafélög og einkahlutafélög. Hagnaður af sölu hlutabréfa jókst um 352% I svari fjármálaráðuneytisins kemur fram að að heildartekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti við álagningu skatta á einstaklinga á þessu ári vegna tekna á árinu 1997 nemur 1.315 miiljónum króna. Skatturinn er ekki sundurliðaður eftir tekjutegundum en ráðuneytið áætlar tæpar 400 millj kr. skatt- tekjur af arði og vöxtum af stofn- sjóðseign, 318 millj kr. tekjur af söluhagnaði af hlutabréfum og að skattur af vöxtum af bankainni- stæðum skili ríkinu 286 millj. kr. í svarinu kemur einnig fram að framtaldar vaxtatekjur af banka- innistæðum hafa aukist verulega eða úr 2.146 millj. á árinu 1996 í 3.037 millj. í fyrra. Aftur á móti hafa framtaldir vextir af eignar- skattsfrjálsum verðbréfum minnk- að úr 1.070 millj. árið 1996 í 424 millj. í fyrra. Að öllu samanlögðu hafa framtaldar vaxtatekjur lítið breyst á milli áranna 1996 og 1997. Framtalinn arður einstaklinga jókst í rúma 4,2 milljarða I svarinu kemur fram að skatt- skyldur hagnaður einstaklinga af sölu hlutabréfa hefur aukist um 352% á milli ára eða úr 962 milljón- um í 3.383 á milli áranna 1996 og 1997. Jóhanna og Sighvatur bentu á að ríki og sveitarfélög hefðu 954 millj- ónum kr. minna í tekjur af sölu- hagnaði nú en verið hefði skv. eldri reglum þar sem eftir upptöku fjár- magnstekjuskattsins sé aðeins greiddur 10% skattur af söluhagn- aði í stað 40% áður. Arður einstaklinga af hlutabréf- um og stofnsjóðseign á árinu 1996 var 1.399 milljónir kr. en jókst í 4.224 milljónir kr. á árinu 1997 samkvæmt skattframtölum eða um 301%. Sighvatur og Jóhanna bentu einnig á að í svari ráðuneytisins kæmi fram að ríki og sveitarfélög hefðu 578 millj. kr. minna í tekjur vegna þessara arðgreiðslna eftir upptöku fjármagnstekjuskattsins, þar sem nú er aðeins gi-eiddur 10% skattur af arði í stað 40% áður. Sighvatur og Jóhanna héldu því fram að skattlagning arðs, sölu- Morgunblaðið/Golli SIGHVATUR Björgvinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sögðu á frétta- mannafundi í gær að 2600 manns hefðu breytt rekstri sínum í einka- hlutafélög eftir upptöku fjármagnstekjuskattsins og gætu þannig tek- ið út laun sín í arði og greitt af honum 10% skatt í stað 40%. Áætlaður skattur af einstökum tegundum fjármagnstekna við álagningu 1998 ____________________________________________________1998 Arður og vextir af stofnsjóðsinneign Milljónir króna 397 Söluhagnaður af hlutabréfum 318 Annar söluhagnaður 40 Vextir af bankainnistæðum 286 Vextir af eignarskattsfrjálsum verðbréfum 42 Vextir af öðrum verðbréfum og útistandandi skuldum 101 Leigutekjur__________________________________________141 Samtals milljónir króna 1.315 Hagnaður einstaklinga af sölu hlutabréfa á árunum 1996 og 1997 samkvæmt framtölum og skipting hans eftir skattskyldu: __________________________________Tekjuár 1996 1997 Skattskyldur sem fjármagnstekjur Milljónir króna 962 3.383 Skattskyldur sem aðrar tekjur_________________31_________259 Samtals milljónir króna 993 3.642 Áætlaður skattur af arði við álagningu á árunum 1997 og 1998 og hver hann hefði orðið að óbreyttum skattlagningarreglum Tekjuár 1996 1997 1997, áætlað skv. eldri reglum Arður samkvæmt framtölum 1.399 4.224 4.224 - frádráttarbær arður 657 - 1.689 Skattstofn 715 3.964 2.436 Skatthlutfall 40% 10% 40% Skattur Milljónir króna 286 369 974 Heimild: Fjármálaráðuneytið, 1998 hagnaðar og leigutekna skv. þeim reglum sem í gildi voru fyiár upp- töku fjármagnstekjuskattsins hefði gefið ríkissjóði_ 2.398 millj. kr. í heildartekjur. í því tilfelH næmi tekjutapið því rúmum milljarði kr. Bentu þau á að skattur af arði og söluhagnaði væri 1.500 millj. kr. lægri en var fyrir upptöku fjár- magnstekjuskattsins en þau sögðu að sá skattur væri fyrst og fremst greiddur af þeim sem hefðu miklar tekjur og eignir. Opna fyrir undanskot á launatekjum Jóhanna vitnaði í svar viðskipta- ráðherra við fyrirspurn hennar í seinasta mánuði um hlutafélög og einkahlutafélög. Þar kom í Ijós að 2.600 sjálfstæðir atvinnurekendur hafa frá árinu 1996 breytt rekstri sínum í einkahlutafélög „vegna þess að þeir geta haft af því skatta- legt hagræði að taka laun sín út í arði og greiða af honum 10% skatt í stað 40% af reiknuðu endurgjaldi fyrir upptöku fjánnagnstekju- skattsins,“ sagði hún. Afleiðing þessa er einnig sú að ríkissjóður verður af tekjum í formi trygginga- gjalds, að sögn Jóhönnu. „Það sem við héldum fram við umræður um þetta hefur komið á daginn, að þetta myndi lækka skatta á stóreignafólki, opna fyrir löglega en siðlausa leið fyrir und- anskot á launatekjum," sagði hún. Jóhanna og Sighvatur bentu á að sveitarfélögin yrðu líka af vendeg- um tekjum vegna fjármagnstekju- skattsins eða um 700 milljónum króna þar sem arður, söluhagnaður og leigutekjur mynduðu ekki leng- ur stofn til álagningar útsvars. „Grunar að þarna séu kvótamennirnir á ferð“ Sighvatur benti á að sprenging hefði orðið hvað varðaði framtalinn hagnað af sölu hlutabréfa milli ár- anna 1996 og 1997. „Hvaða einstak- lingai' eru það sem eru allt í einu að stórauka sölu á hlutabréfum og hagnast á því?“ sagði Sighvatur. „Mig grunar að þarna séu kvóta- mennirnir á ferð. Þama era eig- endur sjávarútvegsfyrirtækja að selja hlutabréfin sín til þess að inn- leysa til sín kvóta," sagði hann. Á batavegi eftir hrottalega árás í Bremerhaven „Skjót viðbrögð hafa trú- lega bjargað lífi mínu“ Vestmannaeyjum. Morgunblaöið. BIRGIR Magnús Sveinsson, háseti af tog- aranum Breka VE, sem varð fyrir hrotta- fenginni árás í Bremerhaven í Þýskalandi í lok ágúst er kominn heim til Vestmanna- eyja. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka í árásinni og er með 35 sentímetra langan skurð á höfði, frá enni aftur á hvirfil og niður fyrir hægra eyra, eftir aðgerðir sem hann gekkst undir. Birgir segist hafa verið heppinn að hafa lent í höndunum á færustu sérfræðingum á þessu sviði og það hafí ör- ugglega bjargað lífi sínu. „Það má eigin- lega segja að ég hafi verið á besta stað fyrst þetta þurfti að gerast," segir Birgir. Hann á enn talsvert í land með að ná fullri heilsu en hann útskrifaðist af sjúkra- húsi í Bremerhaven sl. fimmtudag og hélt þá strax heim til íslands og var kominn til Eyja á föstudaginn. Morgunblaðið heim- sótti Birgi Magnús á heimili hans í gær og ræddi við hann og unnustu hans, Eyju Bryngeirsdóttur. Birgir sagði að þeir á Breka hafi verið í söluferð í Þýskalandi og hann hafi ásamt félögum sínum farið út að skemmta sér að kvöldi laugardagsins 29. ágúst. Þeir hafi þvælst á milli „pöbba“ í bænum og seinni hluta nætur aðfaranótt 30. ágúst, og þegar þeir voru á gangi framan við einn veit- ingastaðinn var ráðist á þá og hann barinn í höfuðið. Birgir sagði að þeir hafi verið búnir að vera inni á veitingastaðnum og eitthvað verið að grínast þar og skemmta sér án þess að þeir gerðu sér grein fyrir að það hefði einhver eftirmál. Það hafi síðan ver- ið dyravörður á veitingastaðnum ásamt eiganda hans sem hafi ráðist á sig. Hann sagði að ekki hafi komið til neinna átaka því mennirnir hafi læðst aftan að honum og barið hann í höfuðið með einhverju barefli. Skjót viðbrögð björguðu lífinu Birgir segir að félagi hans, Finnbogi Þorsteinn Olafsson, sem var með honum, hafi strax hlaupið til og hringt eftir sjúkrabíl enda hafi hann legið meðvitund- arlaus í götunni. „Steini bjargaði trúlega lífi mínu með því að vera svona snöggur að panta sjúkrabílinn. Mér er sagt að læknirinn sem var í sjúkrabílnum hafi strax séð að ég var með alvarlega höfuð- áverka og hafi hann þegar hafið aðgerðir til að bjarga mér. Þessi skjótu viðbrögð hafa trúlega bjargað lífi mínu,“ segir Birgir Magnús. Hann segir að talið sé að árásarmaður- inn hafi barið hann í höfuðið með sverum rafmagnsstreng en ekki sé hægt að full- yrða um það þar sem árásarvopnið hafi ekki fundist. Hann segir að árásarmaður- inn sé fyrrverandi boxari sem hafi verið rekinn úr boxliði og sé þekktur hjá lög- reglunni fyrir líkamsárásir. Birgir var þegar fluttur á gjörgæslu á sjúkrahúsi í Bremerhaven og gekkst strax undir mikla höfuðaðgerð. Á sjúkrahúsinu Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson BIRGIR Magnús Sveinsson. sem Birgir lenti á eru afburða færir lækn- ar í heilaskurðlækningum og höfúðaðgerð- um og fékk Birgir því bestu umönnum sem kostur var á. Á fyrsta sólarhringnum eftir að hann kom inn á spitalann gekkst hann undir tvær miklar aðgerðir. Eyja, unnusta Magnúsar, hélt til Þýska- Iands þegar á mánudeginum eftir að árás- in var gerð og var hún honum til halds og trausts og einnig foreldrar hans. Átta dög- um eftir að Birgir Magnús lenti á spítalan- um var þriðja aðgerðin gerð á honum. Heilinn var mjög bólginn og mikill vökvi hafði safnast fyrir í höfði hans og var að- gerðin gerð til að tappa vökvanum af. Lengi að ná áttum Tveimur og hálfri viku eftir árásina var Birgir vakinn. Hann var talsvert lengi að ná áttum. Þekkti engan fyrst en síðan smá kom minnið. Hann sagist þó hafa verið ákaflega ruglaður í ríminu. Skömmu eftir að Birgir hafði verið vakinn var liann fluttur af gjörgæslu á einkastofu. Tveimur vikum eftir að hann vaknaði fór hann svo í enn eina aðgerðina. Þá var partur úr liöf- uðkúpunni græddur í á ný en brot úr henni hafði verið tekið úr til að opna fyrir þann þrýsting sem myndaðist af bólgum í heilanum. Birgir segir að hann hafi síðan verið í rannsóknum og myndatökum og komið hafi í ljós blóðblettur í höfði hans sem þrýsti á heilann. Þetta hafi valdið áhyggjum lækna en þegar bletturinn tók að minnka hafi þeir verið afar ánægðir. Eftir 10 vikna legu á sjúkrahúsinu í Bremerhaven var Birgir útskrifaður og flugu hann og Eyja þá strax heim. Hann segfir að afar gott hafi verið að komast heim eftir langa fjarveru frá fjölskyldunni því þó Eyja liafi verið hjá honuin hafi son- urinn, Bryngeir, verið heima hjá afa og ömmu. Mikill stuðningur Eyja og Birgir segja að í Bremerhaven hafí vel verið fylgst með líðan hans af fjöl- miðlum og almenningi og hafi þau orðið vör við áhuga fólks á að vita hvernig hon- um heilsaðist. Þau segjast því hafa fengið mikinn stuðning í þessum erfiðleikum og mikill stuðningur frá Eyjamönnum hafi líka hjálpað mikið. Þau segja að Samúel Hreinsson hjá fisksölufyrirtækinu ísey og kona hans, Hafdís Heimisdóttir, hafi verið þeirra stoð og stytta ytra og reynst þeim frábærlega en án hjálpar þeirra hefði dvölin ytra örugglega orðið þeim mun erf- iðari. Vildu þau koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra sem og annarra sem hefðu aðstoðað þau og stutt í þessum erf- iðleikum. Birgir segir að framundan sé að þjálfa sig og reyna að ná styrk og krafti. Hann segist enn ekki hafa náð fullu minni en það muni koma og nú sé bara að takast á við það að ná heilsunni að fullu á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.