Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Heimasíða Karls Bretaprins opnuð Lítið að finna um Díönu The Daily Telegraph OPINBER heimasíða Karls Breta- prins á Netinu var opnuð í gær, en þar mun vera lítið að finna um fyrr- verandi eiginkonu hans, Díönu prinsessu. Prinsinn átti sjálfur hugmyndina að því að opna slíka síðu, og er hún hönnuð með það fyrir augum að vera „dýrmæt upplýsingaveita fyrir hvern þann sem hefur áhuga á lífí [hans] og starfi“, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. A þeim hluta síðunnar þar sem ævi prinsins eru gerð skil eru nítján tilvísanir í tímaröð, en engin þeirra vísar til Díönu. Til dæmis er ekki vísað til brúðkaups þeírra árið 1981, sem þó var sá atburður sem hvað flestir hafa fylgst með í sjónvarpi. Kryddpía en ekki prinsessa Þá vakti það athygli breskra fjöl- miðlamanna að með fréttatilkynn- ingunni frá skrifstofu Karls fylgdu 12 kyrrmjmdir af heimasíðunni, en á þeim sést prinsessan hvorki, né er á hana minnst. Par er hins vegar að finna mynd af Karli með Geri Halli- well, íyrrverandi Kryddstúlku. „Ef það er ekki minnst á prinsess- una í tilvísunum er ástæðan sú að við getum ekki komið öllu fyrir, plássið er takmarkað, sagði talsmað- m- Karls í samtali við The Daily Tel- egraph. Hann sagði að í yfirliti yfir ævihlaup prinsins væri hjónaband Karls og Díönu rakið og þar væri að finna mynd frá brúðkaupinu. Meðal þess sem finna má á síð- unni er sameiginleg yfirlýsing Karls og ástkonu hans, Camillu Parker Bowles, frá því fyrir tveimur vikum, þar sem þau neita því að hafa unnið með Penny Junor, sem gaf á dögun- um út umdeilda ævisögu prinsins. Slóð heimasíðu Karls er www.princeofwales.gov. uk. ERLENT Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, boðar til fundar í stjórn sinni Atkvæði greidd um samnmg- inn við Palestínumenn í dag Jerúsalem, Ramallah. Reuters. FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ í ísra- el tilkynnti í gær að stjóm landsins myndi koma saman í dag til að greiða atkvæði um samning leiðtoga Israela og Palestínumanna um frek- ari brottflutning ísraelskra her- sveita frá Vesturbakkanum. Stjómin frestaði atkvæðagreiðsl- unni á fóstudag eftir sprengitilræði Jihad-hreyfingarinnai’ í Jerúsalem og sagðist ekki ætla að halda um- ræðu um samninginn áfram fyrr en Palestínumenn hæfu „allsherjar- stn'ð“ gegn hermdarverkamönnum. í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu sagði að Benjamin Net- anyahu forsætisráðherra hefði ákveðið að boða til fundarins í dag eftir að hafa fengið upplýsingar um að palestínsk yfirvöld hefðu gert ráðstafanir til að hefja baráttu gegn hermdarverkamönnum á yfirráða- svæðum sínum. Samningurinn kveður á um að ísraelar flytji herlið sitt frá 13% Vesturbakkans til við- bótar í áfóngum á þremur mánuð- um gegn því að palestínsk yfirvöld skeri upp herör gegn hermdar- verkamönnum. Hóta að fresta framkvæmd Háttsettur palestínskur embættis- maður, Rashid Abu Shabak, sagði að ísrealsstjóm hefði ekki lagt ffarn neinar sérstakar kröfur um aðgerðir gegn hermdarverkamönnum og lýsti framgöngu Netanyahus sem „leik- araskap". Hassan Asfour, samninga- maður Palestínumanna, varaði við því að palestínsk yfirvöld myndu íresta því að koma sínum þáttum samningsins í framkvæmd ef Israel- ar drægju að staðfesta hann. Samkvæmt samningnum eiga ísraelar að hefja brottflutning her- liðsins á mánudaginn kemur en Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hefur fallist á beiðni Net- anyahus um að því verði frestað um nokkra daga. Deilt um stofnskrá PLO Leiðtogana greinir á um hvernig túlka eigi ákvæði í samningnum þar sem fjallað er um grein í stofnskrá Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) frá 1964 þar sem hvatt er til þess að Israelsríki verði tortímt. Netanyahu segir að Palestínska þjóðarráðið og fleiri palestínskar stofnanir þurfi að greiða atkvæði um að ógilda stofnskrárgreinina á fundi sem ráðgerður er um miðjan desember. I samningnum er þó ekki kveðið á um atkvæðagi-eiðslu en sagt að á fundinum eigi að árétta fyi-ri ákvarðanir Palestínumanna um að ógilda greinina. Palestínumenn undirbúa nú mikil hátíðahöld í Betlehem árið 2000 og Arafat kvaðst í gær að hafa boðið EKsabetu Bretadrottningu að taka þátt í þeim. Hann tilkynnti þetta eftir fund með hertoganum af Kent, frænda drottningarinnar, sem er nú í fyrstu opinberu heimsókn fulltrúa konungsfjölskyldunnar til Israels og sjálfstjómarsvæða Palestínu- manna. Palestínumenn kölluðu áður Breta til ábyrgðar fyrir flótta hund- rað þúsunda Palestínumanna árið 1948 vegna stuðnings þeirra við stofnun Israelsríkis. Palestínsk yfir- völd eiga nú vinsamleg samskipti við Breta, sem styðja kröfur þeirra um að sjálfsákvörðunarréttur Pal- estínumanna verði virtur. Reuters STJÓRNARHERINN í Tadsíkíst- an hefur kveðið niður uppreisn í landinu, sem kostað hefur nokk- ur hundruð manna Iífið. Talið er, að leiðtogi uppreisnarmanna, Makhmud Khudoiberdyev, hafi flúið til Úsbekístan en hann krafðist þess að fá aðild að nú- verandi samsteypustjóra. 5,7 Uppreisn bæld niður milijónir manna búa í landinu. Borgarastyijöld lauk þar á síð- asta ári með samkomulagi milli stjómvalda, sem era veraldlega sinnuð, og stjórnarandstöðu múslima. Uppreisnarmennirnir, sem nú var barist við, tilheyra hvorugum hópnum. Myndin var tekin fyrir nokkrum dögum og sýnir stjóraarhermenn Ieggja til atlögu við uppreisnarmenn í þorpinu Takfon. Fischer vill breytt tengsl við Russland Moskvu. Reuters. JOSCHKA Fischer, utanríkisráð- herra Þýzkalands, sagði í viðtali sem birtist í Rússlandi í gær að lítils háttar áherzlubreyting yrði í sam- skiptum Þýzkalands við Rússland, einkum að því leytinu að víkka tengslin út frá Borís Jeltsín forseta. í samræmi við fyrri yfirlýsingar Gerhards Schröders kanzlara tjáði Fischer rússnesku Itar-Tass-frétta- stofunni að persónuleg tengsl ein- stakra stjórnmálaleiðtoga hefðu á liðnum árum skipt miklu máli, og vísaði þar til þein-ar áherzlu sem Helmut Kohl lagði á persónuleg vináttutengsl við Jeltsín. „Þetta var örugglega gott,“ var haft eftir Fischer, „en á sama tíma verðum við að sjá til þess að sam- skipti okkar séu byggð á félagslega breiðari grunni. Lýðræðið og mark- aðshagkerfið vex neðan frá og það er ekki hægt að byggja upp með fyrirskipunum að ofan. Af þessari ástæðu þurfum við á þéttriðnu neti samskipta að halda, meiri tengsl milli þinga, héraða og borga.“ Fischer heldur til Moskvu í dag til viðræðna m.a. við rússneskan starfsbróður sinn ígor ívanov og Jevgení Prímakov forsætisráð- herra. Gerhard Schröder flytur stefnuræðu rildssljórnar þýzkra jafnaðarmanna og Græningja Þýzkaland verði „nýtt lýðveldi miðjunnar44 Bonn. Reuters. GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, hét því í stefnuræðu sinni á þýzka þinginu í gær að breyta Sambandslýðveldinu í „nýtt lýðveldi miðjunnar" með þvi að berjast gegn atvinnuleysi, lækka skatta og stuðla að umbótum á Evrópusam- bandinu (ESB). Schröder sagði, að eftir 16 ára íhaldssama stjóm undir for- ystu Helmuts Kohls væri Þýzkaland nú komið í hendur þeirrar kynslóð- ar sem ólst upp eftir lok síðari heimsstyrjaldar sem stefndi inn að hinni „nýju miðju“ stjómmálanna. „Við höfum sagt að við viljum ekki gera allt öðravísi en margt bet- ur,“ sagði Schröder í tveggja stunda ræðu sinni, þar sem hann lýsti stefnumiðum stjómar Jafnaðar- mannaflokksins SPD og Græningja næstu fjögur árin. Schröder, sem nýtur ímyndar raunsæismanns sem laus er við hefðbundnar hugsjónir og kreddur vinstrimanna, dró upp mynd af rík- isstjómaráætlun sem hann sagði að myndi gera Þýzkaland, mesta efna- hagsveldi Evrópu, að nútímalegu og félagslegu markaðssamfélagi. Atvinnuleysið alvarlegast Hann sagðist myndu færa leið- toga vinnuveitenda og launþega saman að samningaborðinu í næsta mánuði, þar sem stefnt verði að því að skapa nýtt „atvinnubandalag" - varanlegan samningsvettvang ætl- aðan til að vinna skilvirknislega á fjöldaatvinnuleysinu, en fjórar millj- ónir manna era nú á atvinnuleysis- skrá í Þýzkalandi. Schröder sagði atvinnuleysið vera alvarlegasta vandann sem þjóðin ætti við að etja. Hann hét því að lækka skatta um 15 milljarða marka í áföngum til ársins 2002, gera umbætur á lífeyr- iskerfinu, taka upp svokallaðan um- hverfisskatt og stíga markviss skref í þá átt að hætta nýtingu kjarnorku í landinu. Hagfræðingar hafa gagnrýnt skattbreytingaáform stjómarinnar fyrir að ganga of skammt til þess að vera til þess fallin að ýta nægilega undir hagvöxt og þeir hafa gagnrýnt það hik sem einkenni fyrirhugaðar endurbætur á velferðarkerfinu. „Það voru settar réttar áherzlur hvað varðar blöndu efnahagslegra stefnumiða, en ekki hvað varðar keríisumbætur,“ sagði Michael Clauss, sérfræðingur hjá CFSB- bankanum í Lundúnum. Með stefnuræðunni reyndi Schröder að sýna fram á svo ekki yrði um villzt að hann hefði sitt að segja um efnahagsstefnu stjórnar sinnar, í kjölfar þess að athafnir fjármálaráðherrans Oskars Lafontaines, formanns SPD, virtust gefa tilefni til að ætla að hann færi með forystuna í mörkun efnahags- stefnunnar. Sehröder reyndi að bera klæði á vopnin eftir deilur Lafontaines við bankastjórn þýzka seðlabankans, Bundesbank, um forgangsröðun peningamálastefnunnar. Hann hét því að virða og vernda sjálfstæði bankans í stefnumörkun á þessu sviði og lagði þar með áherzlu á að hann styddi ekki áskoran Lafontaines um vaxtalækkun. Á sviði utanríkismála sagði Schröder að Evrópa hefði ekkert að óttast þótt stjórnarsetur Þýzka- lands flyttist til Berlínar næsta sumar. „I sumra eyrum hljómar „Berlín“ ennþá of prússneskt og valdboðslega, of miðstýrt," sagði hann. „Hugsýn okkar um „nýtt lýð- veldi miðjunnar“ sem engum ógnar stendur í fullkominni mótsögn við þetta." ESB-ríkin vinni sameiginlega gegn atvinnuleysinu Schröder sagði Þýzkaland standa fast við skuldbindingar sín- ar í Atlantshafsbandalaginu og friðsamlega utanríkisstefnu. Hann hét því að stuðla að endurbótum á Evrópusambandinu en minnti á að Þjóðverjar vildu fá fjárframlög sín til sameiginlegra sjóða ESB lækk- uð. Andstætt Kohl, sem hafnaði sam- eiginlegum ESB-aðgerðum gegn at- vinnuleysi og á félagsléga sviðinu, sagði Schröder að einungis væri hægt að vinna varanlega á atvinnu- leysi í aðildarríkjum sambandsins með sameiginlegu átaki þeirra. Fer þetta saman við fyrri yfirlýsingar Lionels Jospins, forsætisráðherra Frakklands, um þetta efni. Vcl lá á Schröder á þinginu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.