Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR / PRÓFKJÖR MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 45, Samskipti og samgöngur við aðrar þjóðir EITT af mikilvæg- ustu viðfangsefnum í stjómmálum er að skapa og tryggja at- vinnuvegum starfsum- hverfi sem stenst sam- jöfnuð við það sem er- lendir keppinautar búa við. Einn af afdrifarík- ustu þáttum þess er stöðugleiki í efnahags- málum, sem tekist hef- ur að skapa á þessum áratug. Aumar af af- drifaríkustu þáttum þess er aðgangur að mörkuðum annarra þjóða, til að markaðs- setja afurðir, vörur og þjónustu, og til að afla hráefna, að- Á Keflavíkurflugvelli, segir Arni R. Arnason, eru fólgnir gríðarlega miklir þróunar- möguleikar. fanga og þjónustu. Greiður aðgang- ur að mörkuðum annan-a þjóða er annars vegai- skapaður með hald- góðum og þróanlegum samningum og hins vegar með áreiðanleika í samskiptum og samgöngum. Vaxandi alþjóðaflugvöllur Keflavíkurflugvöllur, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og flugskýli Flugleiða og Suðurflugs ásamt öðr- um mannvirkjum sem þar þjóna og annast flugstarfsemi í viðskipta- rekstri eru í heild mikilvirkasta samgöngutæki okkar Islendinga. F>að þjónar margháttaðri flugstarf- semi og tengdri þjónustu og því er yfírmáta afdrifaríkt fyrir allt efna- hagslíf okkar og framþróun at- vinnulífs að það fái að njóta þeirra tekna sem það aflar, til að mæta þörf fyrir uppbyggingu og frekari þróun til að annast vaxandi verk- efni, hvort sem tekjurnar eru skattar og gjöld til opinberra aðila eða rekstrartekjur einkarekinna fyrirtækja. Hér er ekki einungis átt við það sem sjálfsagt á vera, að gjöld til hinna opinberu mannvirkja, þ.e. tekjur þein-a renni til reksturs þeirra og endurgreiðslu á stofn- kostnaði þeirra. Einnig er nauðsyn að greiða fyrir þróun og vexti þessa mikla atvinnusvæðis á Suð- umesjum með ýmsum fram- kvæmdum og aðgerðum í næsta nágrenni. Nefna má almennings- samgöngur við byggðarlög í ná- grenmnu sem svara þörf starfsmanna, fyr- irtækja og ferða- manna. Vinna verður að uppbyggingu lönd- unar- og birgðastöðv- ar eldsneytis og olíu fyrir almennar flug- samgöngur í Helgu- vík. Hún býður upp á bætta hagkvæmni í þeirri þjónustu við flugreksturinn og mundi stórum bæta öryggi á Reykjanes- braut þar sem nú fara um gríðarlega miklir eldsneytisflutningar alla daga. Þar ræðir um öryggi vegfarenda um brautina og öryggi vatnsbóla vaxandi byggðarlaga, sem ekki eiga um önnur vatnsból að velja. Nýsköpun í nýju samhengi Lengi var rætt um stofnun frís- væðis við Keflavíkurflugvöll. Það er vart hugsanlegt lengur, eftir þær lyktir sem m-ðu á Uruqay-lotu GATT-viðræðnanna og öðrum við- ræðum um líkt leyti um tolla- í milliríkjaviðskiptum. Fyrr á þessu ári komu fram drög að frumvarpi um starfsemi alþjóð- legra fyrirtækja á Islandi. Það vakti mér vonbrigði þegar í ljós kom að ætlunin var að þau ákvæði skyldu einungis eiga við um út- flutning sjávarafurða úr innfluttu hráefni. Eg tel mikla nauðsyn að slík kjör í skattameðferð bjóðist fyrirtækjum í fleiri greinum. Þar á ég einkum við fyrirtæki í greinum þar sem ríkir fullkomlega frjáls og alþjóðleg samkeppni og hafa mjög mikla möguleika til að flytja starf- semina milli landa og heimshluta t.d. vegna þess að eina auðlindin sem þau nýta er mannauður með mikla þekkingu og hreyfanleika. A Keflavíkurflugvelli, vegna þeirra mannvirkja og þeirrar tækni sem þar er starfrækt í þágu flugreksturs og þjónustu við ferða- menn eru fólgnir gríðarlega miklir þróunarmöguleikar. Vegna öflugra fjarskipta, öryggis í orkuafhend- ingu og þæginda af nábýli við flug- starfsemina er flugvöllurinn og ná- grenni hans kjörið til að staðsetja þróunar- og nýsköpunarsetur sem 1 : rvær leiðir til að bætta að reykja Heilsdagsnámskeið laugardaginn 14. nóvember Spólunámskeið, tekið á eigin tíma Báðum leiðum fylgja stuðningsfundir í 4 vikur Upplýsingar í síma 544 8070 Guðjón Bergmann býður einnig: Ráðgjöf í fyrirtæki og unglingaaðstoð bjóði ungum og upprennandi ein- staklingum að koma upp starfsemi í greinum sem byggjast á þekk- ingu, fjarskiptum, tölvunotkun, og viðskiptum til beggja átta yfír hafíð með þjónustu og þekkingarvörur af mörgu tagi. Sh'k starfsemi krefst þess skattaumhverfis sem fyrr var nefnt. Hún þarfnast greiðrar þjón- ustu frá nærliggjandi byggðarlög- um og hraða og öryggis í samskipt- um og samgöngum við umheiminn. Hún yrði góð búbót fyrir atvinnulíf og þróun þess í nágrenni Keflavík- urflugvallar, ekki síst nú þegar staðfastlega er unnið að sparnaði og samdrætti í umsvifum Varnar- liðsins. Slíkt þróunar- og nýsköp- unarsetur getur gefið íslenskum ungmennum nýja sýn á viðskipta- möguleika frá íslandi er þeir kom- ast í samstarf við erlenda jafnaldra sem reyna fyrir sér með slíkar við- skiptahugmyndir. Ný og vaxandi starfsemi Fyrirætlanir og áætlanir flug- rekstrarfyrirtækja og annarra fyr- irtækja í þjónustu við ferðamenn sýna að þau ætla sér aukin umsvif. Vera má að fréttir fyrr á árinu af slakri afkomu Flugleiða hafí skap- að vantrú á þessar ráðagerðir, en síðar hefur fram komið að afkoma félagsins fer batnandi. Ekki verður séð annað en öll þessi fyrirtæki haldi áfram að vinna að þessum fyrirætlunum. Því er ljóst að um- svif þeirra á Keflavíkui-flugvelli munu aukast. Vaxandi flugstarf- semi og ný þróunar- og nýsköpun- arstarfsemi kalla á að ekki verði látið staðai- numið í uppbyggingu þeirrar aðstöðu sem þar er, í bættri tengingu við nágranna- byggðarlög og bættum færum til hagkvæmni og öryggis, ekki síður öryggis á öðrum samgöngumann- virkjum. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjördæmi. SKELFILEGASTA vá sem knúið getur dyra hjá fólki, er þegar einhver á heimilinu verður drykkjuskap eða fíkniefnaneyslu að bráð. Fyrst fer traust- ið, svo heimilisfriður- inn. Þegar vonin hverf- ur er lítið eftir. Upp- gjöfin er öllum harmi þyngri. Það er föst regla á íslandi að leita með öllum tiltækum ráðum að týndum börnum og reyndar líka þeim sem komnir eru á legg. Sú regla á einnig að gilda um þá sem falla í díki vímuefnaneyslunn- ar. Þrír verkþættir Vinnan við að bjarga fólki frá vímuefnavá er af þrennum toga: Forvarnir til að koma í veg fyrir að ✓ „Það er regla á Islandi að leita af alefli að týndum börnum, segir Markús Möller. Sú regla á að ná til þeirra sem falla fyrir vímunni.“ fólk ánetjist ógninni, afeitrun til að losa fólk úr netinu og endurhæfing til að leiða það burt frá hættunni. Mikið og lofsvert átak í forvörn- um hefur verið gert á undanförn- um misserum. Vafalaust er hægt að skerpa það enn, ekki síst með því að miða nákvæmar á áhættu- hópinn, sem til allrar hamingju er tiltölulega lítill. Mér' sýnist hka að öflug áhugasamtök hafi lag á að tosa fíkla úr fen- inu og upp á bakkann, þótt þar megi sjálfsagt styðja betur við. Mér heyrist hins vegar að við þurfum að standa okkur betur við að leiða fólk af hættu- svæðinu og gefa því nýja von og sýn á framtíðina. Við þurf- um að afhenda þessunv- Islendingum hlutabréf í lífínu. Hlutabréf í lífínu Eftir að ég fór að vinna í fram- boðsmálum hef ég rekist á fólk sem er að vinna við þessa hlutabréfa- dreifingu. Við þurfum að styðja slíkt framtak og bæta við sjálf. Eg hef heyrt ótrúlegar sögur um ung- linga sem aldrei höfðu unnið fyrir kaupi og aldrei talið sig eiga von um að höndla hamingjuna með eðlilegu móti, en eygja nú mögu- leika með góðra manna hjálp. Eg hef heyrt um fólk sem slapp úr fen- inu, en sá hvergi til lands og batt^ enda á líf sitt fremur en að falla aftur. Slíku fólki þurfum við í sam- einingu að gefa von. Það þurfum við að gera af einurð því fíknin er djúp og við getum ekki aðstoðað fólk við að tortíma sjálfu sér. En við þurfum að gera það af óskor- aðri góðvild og væntumþykju. Við erum fá og við þurfum á öllu okkar fólki að halda. Hver manneskja sem sleppur úr háskanum er sigur fyrir okkur öll. Höfundur er hagfræðingur og sæk- ist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins á Reykjanesi. Versta bölið Markús Möller Léttur tí framunda Nú er Nupo hópurinn kominn á fullt skrið. Margir hafa hringt og viljað bætast í hópinn. Nýr lífsstíll mcð Nupo næringu Kynningarfundur verður haldinn í Vatnagörðum 18, miðvikudaginn 11. nóvember kl. 20:00. N æringarfræðingur kemur á fundinn. velkomnir. thorarensen lyf Vatnagarðar 18-104 Reykjavík • Sími 568 6044 • Fax 568-6517 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.