Morgunblaðið - 11.11.1998, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.11.1998, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Til bjargar heiminum Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör frumsýnir í kvöld í samvinnu við Stopp-leikhópinn gamanleikinn Vírus eftir —7------------------------ Armann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirs- son og Þorgeir Tryggvason. Orri Páll Ormarsson kom að máli við höfundana og leikstjóra sýningarinnar, Gunnar Helgason, en frumsýningin verður að hluta í beinni útsendingu á netinu. Er það einsdæmi hér á landi. Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGURÐUR (Eggert Kaaber) á sítthvað vantalað við Agnar (Jón St. Kristjánsson) en velur ekki besta augnablikið til að gera upp sakirnar. Það finnst Stellu (Erla Ruth Harðardóttir) að minnsta kosti. UPPI er fótur og fit í hug- búnaðarfyrirtækinu Hug- dirfsku. Þar á bæ eru menn búnir að þurrka út „mesta óvin heimsins frá því komm- únisminn var og hét“, hinn svokall- aða „2000-vanda“, sem rugla mun öll tölvukerfi fyrirtækja, stofnana og einstaklinga, sem á annað borð hafa með geymslu dagsetninga að gera, þegar árið 2000 gengur í garð. Búið er að selja forritið fyrir meira en fjóra milljarða króna erlendis og nú ríður á að gleyma sér ekki í glansmyndinni af gróða og heims- frægð - setja verður gömlu gildin í öndvegi. En hvemig er það hægt þegar fólkið sem á hlut að máli er „bara mannlegt"? Ekki svo að skilja að það sé neitt „ven-i manneskjur fyrir það“! Gamanleikinn Vírus skrifuðu Ar- mann Guðmundsson, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir Tryggvason að beiðni Stopp-leikhópsins og er grunnhugmyndin frá Eggerti Kaaber, forsprakka hans, komin. Lagði Eggert meðal annars út af tvöföldu siðgæði og ímynd and- spænis veruleika í litlu fyrirtæki í samtímanum, að því er Sævar upp- lýsir, auk þess sem persónugalleríið er að mestu frá honum komið. Segja þremenningarnir „mesta mein aldamótanna", fyrrnefndan „2000-vanda“, hafa legið beint við. Allir séu að velta honum fyrir sér. „Við könnumst við spár um heimsendi í kringum alda- og ekki síst árþúsundamót. Þessi árþús- undamót hafa aftur á móti þá sér- stöðu að maðurinn hefur sjálfur tek- ið að sér að búa til heimsendi - heimurinn mun hrynja vegna galla í tölvukerfum. Við þurfum ekki leng- ur á spádómum að halda,“ segir Þorgeir. Höfundamir vara fólk þó við að líta á Vírus sem „forvarnarleikrit um 2000-vandann“. Ármann kveðst að vísu í fyrstu vera með nokkrar lausnir uppi í erminni en þegar á hann er gengið viðurkennir hann, eins og félagar hans, að hafa ekki velt vandamálinu sérstaklega fyrir sér. „Markmiðið er ekki að fræða fólk um ísjenskan hugbúnaðariðn- að,“ segir Ármann og Sævar bendir á að félagarnir eigi, þar fyrir utan, allir Maclntosh-vélar og þurfi ekki að hafa áhyggjur af vandanum. Blaðamaður getur líka staðfest, eft- ir að hafa séð opna æfingu á leikrit- inu, að höfundarnir þræða sig fram- hjá vandanum sem slíkum. Lausnin liggur allan tímann á tölvudisklingi. Aðstæðugamanleikur Tölvur eru þannig aðeins um- gjörð verksins. En um hvað er þá Vírus? „Þetta er aðstæðugaman- leikur. Fjallar um fólk í undarlegum aðstæðum þar sem flestir eru að reyna að vera aðrir en þeir eru,“ segir Sævar og Ármann bætir við, sposkur á svip, að hvert einasta tölvufyrirtæki í landinu geti þekkt sig í Vírusi - og ekki bara tölvufyr- irtæki. „Svona er Island í dag!“ „REKIST á tölvudisk í hugbúnaðarfyrirtæki? Nei!“ Jón Þór forritari (Hinrik Ólafsson) svarar Erlu bóklialdara (Katrín Þorkelsdóttir). „ER ÞETTA bfllinn þinn sem þeir eru að draga f burtu?“ spyr Vera (Björk Jakobsdóttir) Björn (Dofri Hermannsson). Reynist það rétt vera. Félagarnir lögðust ekki í vett- vangsrannsóknir vegna skrifanna, enda segir Þorgeir Vírus, eins og sum önnur verka þeirra, byggjast á „fordómum“ - í jákvæðum skilningi þess orðs, að sjálfsögðu. „Fordóm- arnir þjóna gamanleiknum. Við vilj- um ekki vita hvemig lífið gengur fyrir sig í tölvufyrirtæki, aðeins gera okkur það í hugarlund." Sævar segir þetta vera tilhneig- ingu hjá þeim félögum. „Leikritið sem við skrifuðum fyrir Leikfélag Akureyrar um árið fjallaði um Lionsklúbba, þótt við þekktum hvorki haus né sporð á þeim félags- skap.“ Þá skrifuðu þremenningamir á sínum tíma leikrit um Sturlungaöld- ina ásamt Hjördísi Hjartardóttur, Bein útsending á netinu FYRRI hluti frumsýningarinnar á Vírusi í Hafnarfjarðarleikhús- inu í kvöld verður sendur beint út á netinu. Mun það vera í fyrsta sinn sem það er gert hér á landi „og þótt víðar væri leitað“, að því er fram kemur í máli Gunnars Helgasonar leikstjóra. Slóðin er www.islandia.is/virus. „Þessi hugmynd kom upp fyrir helgi og bárum við hana undir Is- landia internet. Þar höfðu menn engar vöflur á, sögðu þetta fram- kvæmanlegt og að þeir myndu gera þetta. Auðvitað kostar þetta smá fyrirhöfn af okkar hálfu en þar sem þetta er ekki meira mál var ekki annað hægt en Iáta slag standa. Það á vel við Hafnar- fjarðarleikhúsið að vera í hlut- verki brautryðjanda!" Gunnar er kunnur leikari en Vírus er fyrsta leikstjórnar- verkefni hans. Segir hann það undarlega tilfinningu að sitja „hérna megin við borðið“. „Þetta tekur auðvitað meira á taugarn- ar en að leika. Leikarinn þarf bara að hafa áhyggjur af sjálfum sér en leiksljórinn ber ábyrgð á sýningunni í heild sinni. Það er hræðileg tilfinning þegar sýning- in er byrjuð og maður stendur fyrir utan og fær ekki við neitt ráðið.“ Gunnar klæjar þá væntanlega oft í fingurgómana? „Já, blessað- ur vertu. Leikurunum finnst ör- ugglega nóg um hvað ég lief oft stokkið inn á sviðið á æfingum og Ieikið heilu senurnar." Hann lof- ar þó að halda sig á mottunni á frumsýningunni. Gunnar segir reynslu sína sem leikara koma í góðar þarfir þeg- ar hann er sestur í „stólinn". „Eg á mjög auðvelt með að selja mig í spor leikaranna sem hlýtur að koma þeim til góða. Sumir leik- stjórar, sem ég hef kynnst, taka þrátt fyrir að ekkert þeirra hefði lesið Sturlungu þá. „Við höfðum þó heyrt að það væri góð bók,“ fullyrð- ir Armann. Fagnaðarefni fyrir tölvunarfræðinga Islendingar hafa í gegnum tíðina verið iðnir við að draga dár að helstu atvinnuvegum þjóðarinnar - bændur og búalið, sægarpar og slorgellur hafa fengið sinn skerf. Nú er röðin komin að tölvunarfræð- ingum, enda liggur vaxtarbroddur- því miður ekki nógu mikið tillit til leikaranna." Þá segir hann reynsluna án efa eiga eftir að koma í góðar þarfir þegar hann stígur inn á sviðið á nýjan leik. „Þá skil ég leikstjór- ann örugglega betur.“ Gunnar kveðst svo sannarlega geta hugsað sér að gera meira af því að Ieikstýra í framtíðinni. „Þetta hefur verið dýrmæt reynsla og ég held að þetta eigi vel við mig. Annars er best að spara stóru orðin - bíða og sjá hvernig sýningunni verður tekið. Auðvitað axla ég mina ábyrgð. Hitt er annað mál að ég er ekki orðinn saddur sem Ieikari." Gunnar gerir góðan róm að samstarfinu við Stopp-leikhópinn - það hafi verið frábært í alla staði og algjörlega án árekstra. „Það eru eðalmanneskjur í öllum stöðum hjá þeim og vonandi finnst þeim það sama um okkur!“ inn í íslensku atvinnulífí í því fagi. Eða svo er sagt. Höfundar Víruss eru ekki hrædd- ir um að særa tilfinningar tölvunar- fræðinga. Þvert á móti hljóti leikrit- ið að vera fagnaðarefni fyrir stétt- ina. „Er það ekki viss viðurkenning á störfum stéttar þegar farið er að fjalla um hana í leikritum?" spyr Armann og Sævar bendir á að tölv- unarfræðingar þurfi heldur engu að kvíða, niðurstaða verksins sé sú að þeir séu líka mannlegir! Höfundarnir bera Stopp-leik- hópnum og Hafnarfjarðarleikhús- inu vel söguna. Andrúmsloftið hafi verið ákaflega gott á æfingatíman- um. „Það er einhver smitandi andi þama suður frá,“ segir Sævar. „All- ir hafa eitthvað til málanna að leggja og samvinnan hefur verið ákaflega góð.“ Ljúka þeir jafnframt lofsorði á Gunnar Helgason leikstjóra, sem tekst það hlutverk nú í fyrsta sinn á hendur. „Það er ekki að sjá að hann sé að leikstýra í fyrsta sinn. Hann virðist hafa þetta í sér,“ segir Sæv- ar og Þorgeir kveðst sannfærður um að Gunnar eigi eftir að láta meira að sér kveða á þessum vett- vangi í framtíðinni. Leikendur í Vírus eru sjö. Jón St. Kristjánsson fer með hlutverk Agn- ars, forstjóra Hugdirfsku. Hinrik Ólafsson og Eggert Kaaber leika forritarana Jón Þór og Sigurð og Erla Ruth Harðardóttir er Stella, eiginkona Agnars. Katrín Þorkels- dóttir leikur Erlu bókhaldara og Dofri Hermannsson Björn, mann hennar. Björk Jakobsdóttir fer með hlutverk nýliðans Vem sem setur allt á annan endann. Leikmynd er eftir Magnús Sigurðai’son og ljósa- hönnuður er Kjartan Þórisson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.