Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 37
ungra
ida
ráð fyrir að forstöðumaður For-
eldrahúss verði foreldri, sem þekkir
vandann af eigin raun. Svo vonumst
við til að geta haft nokkrar launaðar
stöður, en að auki munum við kalla
ýmsa sérfræðinga okkur til aðstoð-
ar og ráðgjafar. Þetta verður eng-
inn tugmilljóna rekstur, heldur ódýr
kostur og áhrifamikill, en það tekur
tíma að kynna hann.
Foreldrahópur Vímulausrar æsku
hefur stækkað jafnt og þétt og sam-
starfið við aðra, sem vinna innan
Vímulausrar æsku, hefur verið mjög
gott. Starfsemi foreldrahópsins er
nú um helmingur allrar starfsemi
samtakanna og hann hefur notið
góðs af góðu orð-
spori Vímulausrar
æsku.“
Góð reynsla Svía
Sigrún var fyrir
skömmu í Svíþjóð,
þar sem hún
kynnti sér rekstur
foreldrahúsa.
„Þegar hugmynd-
in kom upp hjá
Vímulausri æsku
vissum við ekki að
slík hús væru rek-
in í nágrannalönd-
unum. Svíar reka
sín hús eins og við
höfum hugsað
okkur að gera hér
á landi og hafa
gert í tæpa tvo
áratugi. Þar hafa
foreldrar sjálfir
samband og leita
hjálpar, en einnig
eru dæmi um að
opinberar stofnan-
ir vísi þeim á for-
eldrahús. Þá hefur
upplýsingum
einnig verið dreift
í skólum og víðar.“
Ekki er ljóst
hvenær Foreldra-
húsið verður að
veruleika, en Sig-
rún og Páll segja
að um leið og hús-
næði finnist sé
þeim ekkert að
vanbúnaði. „For-
eldrar eiga ekki í
nein hús að venda
ef barnið þeirra er
ekki í meðferð.
Meðferðarstofnan-
ir bjóða upp á fjöl-
skyldu- og hóp-
meðferð, en þótt
barnið fáist ekki í
meðferð þarf að styðja við bakið á
foreldrunum, sem kenna sér um
vandann. Þess eru líka dæmi að
unglingar hafi hætt neyslu, án þess
að fara í meðferð, af því að foreldr-
arnir voru betur í stakk
búnir að takast á við
vandann eftir að hafa
fengið stuðning ann-
arra foreldra. Þá má
ekki gleyma því, að for-
eldrar verða að geta
sinnt öðrum börnum
sínum en því sem er í
neyslu. Hin börnin sitja
oft á hakanum, því öll
orkan fer í neytandann.
Foreldrarnir eru
skelfingu lostnir, óttast
um heilsu og líf vímu-
efnaneytandans og
gleyma þá að veita öðr-
um börnum sínum
nægilega athygli. Ótt-
inn brýst út sem reiði
og þessar tilfinningar verður fólk
að geta tekist á við. Foreldrar, sem
voru eitt sinn í sömu sporum, eru
reiðubúnir að hjálpa og þessi sam-
staða er ómetanleg."
ið
Nefnd um nýskipan jafnréttismála kynnir drög að nýju lagafrumvarpi
NEFND um nýskipan jafn-
réttismála hefur kynnt
drög að nýju lagafrumvarpi
þar sem meðal annars er
lagt til að í stað kærunefndar verði
skipuð úrskurðarnefnd jafnréttis-
mála og yi’ði úrskurðum hennar að-
eins hnekkt fyrir dómstólum.
„Við teljum að við séum með það
besta úr lögum Norðurlandanna og
bætum enn úr,“ sagði Sigiáður Lillý
Baldursdóttir, deildarstjóri í félags-
málaráðuneytinu og formaður nefnd-
arinnar. „Við verðum í broddi fylk-
ingar.“
Málsmeðferð önnur en hjá kæru-
nefnd jafnréttismála
Sigríður Lillý sagði að málsmeð-
ferð yi’ði önnur í úrskurðarnefndinni
heldur en nú er í kærunefnd. Ur-
skurðarnefndin muni ekki sæta kæru
til annars stjórnvalds þannig að viiji
menn ekki lúta úrskurðum hennar
yrði að leita til dómstóla. Þetta yrði
hins vegar ekki það eina, sem myndi
breytast samkvæmt drögunum.
„Við leggjum til að farið sé með
sönnun fyrir úrskurðarnefnd eins og
fyrir dómstólum," sagði
hún. „Það hefur verið
misræmi á því fyrir
kærunefndinni þar sem
aðrar reglur hafa gilt
um sönnunarbyrði en
fyrir dómstólum. Nú
leggjum við til að ríkari
krafa verði gerð um tví-
skipta sönnun. Fyrst
þurfi sá, sem fer með
mál fyrir úrskurðar-
nefnd, að leggja fram
rök um að brotið hafi
verið á honum eða hon-
um mismunað sam-
kvæmt lögum. Þegar úr-
skurðarnefndin hafi fall-
ist á þau þurfi sá, sem
erindið beinist gegn, að
sanna að svo sé ekki. Þá
færist . sönnunarbyrðin.
Nú er fyrirkomulagið
fremur það að sá, sem
kæran beinist gegn, að
sanna að hann hafi ekki
gert rangt.“
Hún sagði að það væri
ólíkt því, sem væri fyrir
dómstólum, og því væri
oft vandræðalegt þegar
álit kærunefndar færi
fyrir dómstóla.
Niðurstöðum úr-
skurðarnefndar
aðeins áfrýjað
til dómstöla
Nefnd um nýskipan jafnréttismála boðar
umtalsverðar breytinffar í drögum að nýju
lagafrumvarpi. „Við teljum að við séum með
það besta úr lögum Norðurlandanna og bæt-
um enn úr,“ segir Sigríður Lillý Baldurs-
dóttir, formaður nefndarinnar.
■
Sérstök áhersla á
sáttameðferð
„En við leggjum
einnig til að úrskurðar-
nefndin geti að höfðu
samráði við þann, sem
leggur fram erindi, leit-
að sátta,“ sagði hún.
„Úrskurðarnefnd geti þá
lagt mál í sáttameðferð hjá skrifstofu
jafnréttismála. Þetta teljum við að sé
mjög mikilvægt, að komist úrskurð-
arnefndin að því eftir að hafa rann-
sakað mál, að það geti komið sér bet-
ur fyrir alla aðila að fella ekki úr-
skurð heldur leita sátta, sé þai-na op-
in leið. Það er ekki einfalt að fara fyr-
ir kjaranefnd jafnréttisrriála og þarna
erum við að reyna að búa til aðra
leið.“
Hún kvaðst vilja leggja áherslu á
þessa sáttameðferð og bætti við að
ekki væri verið að stofna lögreglu í
jafréttismálum. Ætlunin væri að gera
kerfið skilvirkara og þróttmeira.
Sigríður Lillý sagði að hér væri um
drög að ræða, sem ekki hefðu verið
tekin fyi’ir í ríkisstjórn.
Kallað eftir athugasemdum
um allt land
Hún sagði að nefndin hefði kallað
eftir athugasemdum um allt land og
viðbrögð hefðu verið góð. Fullti-úar
frá þingflokkum sem hafa flutt tillög-
ur um lagabreytingar á þessu sviði
hefðu komið fyrir hana. Síðan hefði
verið haldinn opinn fundur á fimmtu-
dag til að ræða drögin og væri það í
samræmi við yfirlýsingar félagsmála-
ráðherra.
„I þessum frumvarpsdrögum
leggjum við til nýskipan jafnréttis-
mála,“ sagði hún. „Við notum ef til
vill gömul nöfn, en búum til nýja
skipan. Nú er til Jafnréttisráð og það
verður áfram Jafnréttisráð, en það
verður allt öðruvísi. Við leggjum til
að Skrifstofa jafnréttismála starfi
beint undir félagsmálaráðherra, ekki
undir fjölskipaðri stjórn Jafnréttis-
ráðs, sem verði til hliðar með svipuð-
um hætti og Náttúruverndarráð. Þá
leggjum við til að skipað verði í Jafn-
réttisráð með nýju lagi þannig að þrír
aðilar tilnefni fulltrúa í jafnréttisráð.
Það eru Háskóli íslands, Kvenfélags-
sambandið og Kvenréttindafélagið.
Síðan kjósi jafnréttisþing þrjá full-
trúa og félagsmálaráðherra skipi for-
mann án tilnefningar. Þetta fyrir-
komulag þekkist hvergi annars stað-
ar og er hugsað til að gera umræðuna
um jafnréttismál þróttmeiri."
Jafnréttisþing haldið annað
hvert ár
Sigríður Lillý sagði að einnig væri
stefnt að því að jafnréttisþing yrði
haldið annað hvert ár í stað þess að
halda það á þriggja ára fresti. Það
yi’ði haldið fljótlega eftir Alþingis-
kosningar og aftur á miðju kjörtíma-
bili.
„Jafnréttisþing á að fjalla um til-
lögur Jafnréttisráðs og fram-
kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í
jafnréttismálum," sagði hún. „Þarna
yrði möguleiki fyrir fólk að fjalla um
hlutina áður en félagsmálaráðherra
leggur fram þingsályktunartillögur í
jafnréttismálum og tillögur Jafnrétt-
isráðs. Þarna yrði opin umræða, sem
ekki er fyrir hendi í dag.“
Hún sagði að gert væi’i ráð fyrir
því að félagsmálaráðherra, sem fara
ætti með jafnréttismál næstu fjögur
ár, boðaði til þingsins og sæti það líkt
og umhverfisráðherra sæti náttúru-
verndarþing.
„Við töldum í þessari nefnd að mik-
ilvægt væri að jafnréttisumræðan
væi’i sívirk í samfélaginu og ætluðum
að búa henni þarna vettvang," sagði
Sign'ður Lillý.
Jafnréttislög þarfnast reglulegrar
endurskoðunar
Að sögn hennar er það eðli jafn-
réttislaga að þau þarfnist reglulegi’ar
endurskoðunar.
„Þótt okkur finnist stundum lítið
miða, hafa orðið þó nokkrar breyting-
ar á þeim sjö árum, sem liðin eru frá
því að síðustu lög voru samþykkt,“
sagði hún. „Bara þess vegna þótti rétt
að endurskoða. Einnig voru ákveðin
efnisatriði, sem menn töldu að taka
þyrfti á í nýjum lögum í ljósi umræð-
unnar og má þar nefna kynferðislega
áreitni, sem var ekki í umræðunni þá.
Það var ekki fyrr en mál Anitu Hill og
staðfesting Clarence Thomas í emb-
ætti hæstaréttardómara í Bandaríkj-
unum kemur upp árið 1992 að kyn-
ferðisleg áreitni kemst í hámæli og í
síðustu framkvæmdaáætlun ríkis-
stjórnarinnar í jafnréttismálum setti
félagsmálaráðherra sér að skoða það
að lögbinda með einhverjum hætti
ákvæði varðandi kynferðislega
áreitni. Þá eru til alveg ný fræði í dag,
kynjafræði, og spurningar hvort ekki
sé rétt að gera þeim hátt undir höfði í
nýjum lögum. Síðan höfum við fengið
ýmsar ábendingar í jafnréttismálum
síðan 1991. Ríkisstjórnin samþykkti
til dæmis Peking-áætlunina, sem
samþykkt var á kvennaráðstefnu Sa-
meinuðu þjóðanna í Kína, og þar eru
mörg ákvæði, sem ríkisstjórnin ein-
setti sér að vinna að þótt hún sé ekki
bundin af þeim. Þar eru ýmis atriði,
sem þarf að skoða.“
Spurning um nýjar áherslur
Hún sagði að þar væri um að ræða
nýjar áherslur fremur en að ríkis-
stjórnin hefði staðið sig illa í að fram-
fylgja áætluninni.
„Þetta er spurning um nýjar
áherslur, ekki að íslensk stjórnvöld
hafi ekki staðið sig því að þau standa
fremst í flokki ásamt hinum Norður-
löndunum í jafnréttismálum," sagði
Sigríður Lillý. „Viljinn er mikill í
samfélaginu að auka jafnrétti og rík-
isstjórnin hefur margoft lýst því yfir.
Við erum bara að reyna að skerpa á
tækinu. Eitt af því, sem var áberandi
í umræðunni á ráðstefnunni í Peking,
var mikilvægi þess að til væru góðar
upplýsingar um stöðu
kynjanna í samfélaginu
og þá var rætt að
ástæða væri til að
leggja mikla áherslu á
að allar upplýsingar
væru kyngreindar og
raðgreindar eftir kyni.
Það er eitt af því, sem
þessi nefnd hefur tekið
fyrir.“
Breytt umhverfi, en
hefur ekki breyst nóg
Að hennar sögn er
ástæðan fyrir þessari
endurskoðun því í raun
tvíþætt. Bæði hafi um-
hverfið breyst, en
einnig hafi það ekki
breyst nóg þrátt fyrir
jafnréttislög.
„Til dæmis erum við
enn með kynbundinn
launamun í þjóðfélaginu
og það er nokkuð, sem
enginn ærlegur maður
getur sætt sig við,“
sagði hún. „Það er ein af
ástæðunum fyrir því að
skerpa þarf á þessum
lögum. Það reynum við
meðal annars að gera
með því að skýra
ákvæði um skipan jafn-
réttismála. Úrskurðar-
nefndin á til dæmis að
gera þetta að beittara
tæki.“
Hún kvaðst einnig
vilja leggja áherslu á að
í starfi sínu hefði nefnd-
in einnig lagt áherslu á
að ná þyrfti til karla. Verið væri að
tala um jafnréttislög og þótt konur
stæðu hallari fæti en karlar í jafn-
réttismálum væri einnig brotið á
körlum. Þeir fengju til dæmis ekki
sömu tækifæri til að axla fjölskylduá-
byrgð og væri mikil áhersla lögð á
það í drögum nefndarinnar.
Sigríður Lillý sagði að skipurit
jafnréttismála á Norðurlöndunum
væru mjög ólík. Segja mætti að mörg
þeirra hefðu verið að endurskipu-
leggja jafnréttismál hjá sér og þá
tekið hvert frá öðru. Danir hefðu til
dæmis færst nær Norðmönnum og
öfugt.
„Við tókum lög allra hinna Norður-
landanna til skoðunar og veltum al-
varlega fyrir okkur spurningunni um
umboðsmenn jafnréttismála, sem eru
í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi," sagði
hún. „Við leggjum það ekki til, heldur
að styrkja úrskurðarnefndina.
Astæðan er sú að það verður að var-
ast að stjórnkerfið verði of viðamikið
og flókið. Hlutverk umboðsmannsins
er að ákveðnu leyti í skrifstofu jafn-
réttismála. Við leggjum til að hún
hafi ríkt eftirlitshlutverk með lögun-
um.“
í nefndinni um nýskipan jafnréttis-
mála eiga sæti Árni M. Mathiesen
þingmaður, Elín R. Líndal, frmaður
Jafnréttisráðs, Elsa S. Þorkelsdóttir,
framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, og
Sigríður Lillý, formaður hennar. St-
arfsmaður nefndarinnar er Hanna
Sigríður Gunnsteinsdóttir.