Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ RIEN UMBROT einnar opnu ljóðsins Teningsknst, eftir Stéphane Mallarmé, frá 1897. Getur hljóð verið list? IVIYNIILIST IILJODLIST HVERNIG getur hljóð verið myndlist, og hvaðan er slík fírra komin? Eflaust er hún ekki sprottin frá myndlistarmönnum upphaflega heldur frá skáldum og tónlistar- mönnum. Flestir mundu sættast á franska ljóðskáldið Arthur Rimbaud (1854-1891) sem einhvem afdráttarlausasta upphafsmann þeirra undarlegu tilrauna að sulla saman litum og hljóðum með það í huga að búa til nýtt listrænt tungu- tak. í Ijóði sínu Voyelles - „Sér- hljóð“ - að öllum líkindum frá sumr- inu 1871, reyndi Rimbaud að tengja sérhljóðin við ákveðna liti. I kvæð- inu, sem er jafn myndrænt og það er torskilið, stendur A fyrir svart, E fyrir hvítt, I fyrir rautt, U fyrir grænt og 0 fyrir blátt. Rimbaud entist ekki aldur til að vinna úr hugmyndunum sem hann varpaði fram í kvæði sínu, en skáld- bróðir hans, táknsæisskáldið Stép- hane Mallarmé (1842-1898), átti næsta leik. Árið 1897, skömmu fyrir andlát sitt birtist kvæði hans Un coup de dés - „Teningskast" - eins og orðaflóð sem hrynur niður opn- urnar á kvæðakverinu líkt og fall- vötn ofan hamraveggi. Pegar Paul Verlaine, kollegi Mallarmé, sá und- arlegt umbrot og margræða letur- gerð kvæðisins varð honum að orði að hér væri komið mynsturform hugsunar í sínu eigin rými. Sjálfur hélt Mallarmé því fram að tónlist, hrynjandi hennar og grafísk dreif- ing á nótnablöðum væri megin- kveikjan að formrænni ásýnd kvæð- isins. Marcel Duchamp (1887-1968), áhrifamesti framúrstefnulistamaður 20. aldarinnar, dró ekki dul á þau áhrif sem kvæði Mallarmé hafði á hann. Notkun sína á texta, tilviljun, hljóði og fundnum hlutum - ready- made - á öðrum áratug 20. aldar taldi hann í rökrænu framhaldi af Teningskasti Mallarmé. Meðal þessara verka var A bruit secret - Við dulinn hávaða - frá 1916, þar sem Duchamp skrúfaði saman tvær koparplötur utan um snærisdokku. Innan úr dokkunni kom torkenni- legt hljóð sem fangaði umsvifalaust eftirtekt áhorfenda, án þess að þeir fengju svalað forvitni sinni. Fimm árum fyrr frumflutti rúss- neska tónskáldið Alexander Skrya- bin (1872-1915) symfónískt ljóð sitt Prómeþeifur - Eldljóð, ópus 60, í Moskvu, þar sem hann þandi ljósa- hljómborð sitt í kapp við hljómsveit, píanó, orgel og kór sem einungis tónaði án orða. Ljósahljómborðið varpaði litum á tjald, rauðan fyrir tóninn C, gulbleikan fyrir G, og þar fram eftir götunum. Einn af þeim listamönnum sem urðu fyrir djúpum áhrifum af þessu dramatíska og symfóniska litaspili Skryabin var samlandi hans Vassilji Kandinsky (1866-1944), sem stund- um er kallaður faðir abstraktmál- verksins. Árið 1912 var hann tilbú- inn með leikhúsverk sitt Guli hljóm- urinn, sem hann birti og útlistaði í tímaritinu Der Blaue Reiter, en heimsstyrjöldin fyrri kom í veg fyr- ir að Kandinsky tækist að fá hljóm- leikverk sitt flutt á sviði. Hugo Ball, sem síðar tók þátt í stofnun Dada- samtakanna í Zúrich 1916, lýsti því hins vegar yfir að aldrei hefði hann kynnst listamanni sem byggi yfir jafn víðfeðmum og framsæknum viðhorfum og Kandinsky. í honum sameinaðist myndlist, leiklist og tónlist með dásamlega opnum og skapandi hætti. Það féll í hlut vinar og aðdáanda Kandinsky, austurríska tónskálds- ins Arnold Schönberg (1874-1951), að bjarga táknsæju inntaki Gula hijómsins - hvernig listamaðurinn afneitar veraldlegri frægð fyrir dýpri og æðri sannleik - í hljómlit- rænum einþáttungi sínum frá 1910-13, Die Gluckliche Hand, ópus 18. „Höndin hæfileikaríka", eins og verkið gæti heitið á ís- lensku, mátti þó bíða til 1926. Þá fyrst var það frumflutt í Vínarborg með öllu sínu sérkennilega lita- og ljósaspili. Þegar Finnbogi Pétursson (f. 1959) sýndi Hring sinn í Gryfju Nýlistasafnsins árið 1991 og hélt áhorfendum fóngnum frammi fyrir hljóð- og litaspili sínu byggði hann á margra áratuga hefð samþættrar hljóðlistar. Yfir grunnu vatni í Gryfjunni hengdi Finnbogi voldug- an hátalara sem gaf frá sér 0-200 kílóherza sínustón, nægjanlega sterkan til að gára yfirborðið. Gár- unum var jafnframt varpað á vegg- inn sem skuggamynd. Áhrifin voru líkust því þegar gestir við Geysi bíða spenntir eftir að Strokkur safni í sig nægilegum þrýstingi til að spúa. Fáir listamenn hafa sannað eins rækilega og Finnbogi Pétursson að hljóð í allri sinni síbreytilegu mynd á ekki aðeins tilverurétt í tónlist, heldur hegðar það sér eins og lína, iitur eða form í myndlist. Það má því segja að snemmborinn draumur þeirra Rimbaud, Kandinsky og Schönberg um samfléttað táknmál ljóð-, mynd- og tónlistar kristallist með einfóldum og gagnsæjum hætti í verkum hans. Halldór Björn Runólfsson HRINGUR, eftir Finnboga Pétursson, frá 1991. VIÐ dulinn hávaða, eftir Marcel Duchamp, frá 1916, Leikfélag Kópavogs æfir Þjófinn eftir Fo VETRARSTARF Leikfélags Kópavogs er hafið fyrir allnokkiu og standa nú yfir æfingar á fyrsta viðfangsefni vetrarins, Þjófinum, eftir Dario Fo. Stefnt er að frum- sýningu síðari hluta nóvember. I Þjófinum segir frá ólánlegum innbrotsþjófi sem verður fyrir truflunum við störf sín. I ljós kemur þó að húsráðendur hafa engu síður óhreint mél í poka- horninu og leikurinn tekur því óvænta stefnu oftar en einu sinni. Verkið skartar öllum bestu ein- kennum höfundarins og því hægt að lofa kröftugum hlátrasköllum í leikhúsinu. Sex ungir áhugaleikarar taka þátt í sýningunni og enn fleirí starfa á bak við tjöldin. Leikstjóri er Vala Þórs. Fleiri verk eftir Fo eru fyrir- huguð hjá Leikfélagi Kópavogs. Þá er hafinn undirbúningur að ár- vissri jólagleði félagsins. Leikfélag Kópavogs starfar í Félagsheimili Kópavogs, Fann- borg 2. --------------- Fimm höf- undar á Grandrokk FIMM höfundar lesa úr nýjum eða væntanlegum bókum á Grandrokk við Klapparstíg í kvöld, miðviku- dag kl. 21. Það er Besti vinur ljóðs- ins sem stendur fyrir dagskránni sem verður útvarpað beint á Bylgjunni. Höfundarnir sem lesa eru Guð- bergur Bergsson, sem les úr end- urminningabókinni Eins og steinn sem hafið fágar; Auður Ólafsdóttir les úr skáldsögu sinni, Upphækk- uð jörð; Steinar Bragi les úr ljóða- bókinni Svarthol; Bubbi Morthens flytur kafla úr bók sinni og Sverris Agnarssonar, Box og Thor Vil- hjálmsson les úr skáldsögu sinni, Morgungola í stráum. Kynnir er Hrafn Jökulsson. Af dóttur tófunnar og frændum í föðurætt LEIKLIST Leikfélagið Allt m i 11 i h i in i n s o g j a r ð - ar — Verzlunarskóli í s I a n d s SKÖLLÓTTA SÖNGKONAN eftir Eugéne Ionesco. Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Leik- endur: Anna Lilja Björnsdóttir, Rebekka Árnadóttir, Kári Gauti Guðlaugsson, Guðrún Helga Sigfús- dóttir, Börkur Bjarnason, Valdimar Karl Sigurðsson. Ljós: Jóhann Sig- urður Þórarinsson. Þýðandi: Bjarni Benediktsson. Frumsýnt í hátíðar- sal skólans föstudaginn 6. nóvember. ÞAÐ voru heldur fáir á frum- sýningu Sköllóttu söngkonunnar í París árið 1950. Höfundurinn, Eugéne Ionesco, kvaddi allan raunsæisanda og formúlukennda hugmyndafræði, og lét eigið ímyndunarafl ráða fór. Hann kvaddi líka að mestu allt sem kalla má söguþráð og notaði óspart setningar úr kennslubók- um, sem hann hafði í enskunámi sínu, í „samtöl“ persónanna. Slík- ar stökkbreytingar á ieikritun kunni fólk ekki að meta og þótti ekki mikið til Ionescos koma. En vegir tímans eru órannsakanleg- ir; að því kom að hann var talinn eitt af merkustu leikskáldum eft- ir stríð, verk hans fengu nýtt líf með nýjum uppfærzlum. Föstu- daginn sjötta nóvember frum- sýndi Allt milli himins og jarðar, leikfélag Verzlunarskóla íslands, Sköllóttu söngkonuna í leikstjórn Guðmundar Inga Þorvaldssonar. Verkið tekur ekki mikið pláss á prenti, varla meira en fjörutíu síður, en samt tekur sýningin tæpa tvo tíma. Tvo tíma á fullu spani, ekki hálf dauð sekúnda. Guðmundi færi ég fyrstu rósina. Leikendur stóðu sig ekki síður vel, hvort heldur sem var í samleik eða einræðum. Rebekka Ámadótt- ir, í hlutverki frú Smith, hóf leikinn á heljarinnar einræðu um allt sem venjulegt fólk hefur ekki nokkum áhuga á að vita. Það hefur án efa verið aðferð Ionescos til að sýna hefðareðjuna sem honum þótti leikritun vera fóst í, að koma með svona fáránlega byrjun til að koma áhorfendum inn í atburðai'ásina, sem reynist svo í raun engin vera. Anna Liija Bjömsdóttir fór á kost- um sem þjónustustúlkan Mary, sé- staklega þó er hún flutti hið ægifagra ijóð Ikviknun. Varðstjór- inn geðþekki (Valdimar Karl Sig- urðsson) sagði fólkinu margai' góð- ar sögur sem herra Smith (Kári Gauti Guðlaugsson) þurfti svo að sjálfsögðu að reyna að slá út með sögunni um slönguna og tófuna. Að síðustu vora það Martin-hjónin í meðförum Barkar Bjamasonar og Guðrúnar Helgu Sigfúsdóttur, en þau áttu það sem næst kemst samræðum í þessu verki. Þeim færi ég aðra, þriðju, fjórðu, fimmtu, sjöttu og sjöundu rósina. Um hvað er leikrit sem engan söguþráð hefur og óljósar samræður? Ef það er yfirleitt um nokkuð? Því læt ég varðstjóranum eftir að svara: „Það er ykkar að finna það.“ Heimir Viðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.