Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 50
^60 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SYSTININ Árni Þór og Erla Sóley eru aftur komin á gólfið og unnu til gullverð- launa sl. laugardag. ODDUR Arnþór Jónsson og Ingveldur Lárusdóttir unnu til 6. verðlauna í flokknum unglingar II. ÞAU unnu til bronsverðlauna í flokki unglingar I, K-flokki, Björn Magnússon og Steinvör Ágústsdóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson BJÖRN Sveinsson og Bergþóra M. Berg- þórsdóttir unnu í flokki fullorðinna. Dansgleðin geislaði DANS fþróttahúsið við Strandgötu f llainar- firði ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í 10 DÖNSUM Laugardagur 7. nóvember ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í 10 dönsum fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði sl. laugardag. Þessi keppni fer þannig ■^fram að keppendur dansa bæða standarddansana 5 og suður-amer- ísku dansana 5 og eru niðurstöður þessara tveggja greina svo lagðar saman og gefa þær lokaúrslitin. Þetta var fyrsta Islandsmeistara- keppni þessa keppnisárs og er alltaf spennandi að fylgjast með framfór- um hjá pörunum, því mikið vatn er runnið til sjávar frá síðasta íslands- meistaramóti, með frjálsri aðferð, en það var haldið í mars. Þó svo hér hafí verið keppt um fslandsmeistaratitla í dansi með , frjálsri aðferð var einnig boðið uppá keppni í dánsi með grunnaðferð í K -, A- og D-riðlum. Svo fengu yngstu nemendur dansskólanna að vera ^með sýningu á því sem þeir eru að gera og vakti það mikla lukku. Það voru mörg brosandi lítil andlit sem fóru heim þennan dag, eftir vel- heppnaða sýningu. Fyrstu sporin Flokkurinn Unglingar 1, er yngsti flokkurinn sem keppir í dansi með frjálsri aðferð og var sá riðill nokkuð spennandi. Þarna voru pör sem mörg hver hafa ekki keppt í dansi með frjálsri aðferð fyrr, eins voru þarna pör sem hafa dansað með frjálsri aðferð í nokkurn tíma. Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir voru að mínu mati ótvíræðir sigui*vegarar í sínum flokki. Þau dönsuðu af miklu öryggi og yfirvegun. Standarddansamir hafa verið á uppleið hjá þeim síð- ustu misseri og hafa þau tekið mikl- um framförum þar, bæði á fóta- vinnu og eins er haldið afslappaðra og eðlilegra. Suður-amerísku dans- amir hafa verið þeirra sterka hlið og eru það enn, þó svo standard- dansarnir séu farnir að sækja fast á. í öðru sæti urðu Hrafn Hjartarson og Helga Bjömsdóttir. Þau voru án efa nokkuð örugg með þetta sæti. Þau eru komin í góða þjálfun og vora að dansa vel; fætur og fóta- vinna eru að styrkjast og skilar það sér í betri stöðu á gólfinu. Jafnasti og sterkasti flokkurinn Flokkurinn Unglingar II, er sjálf- sagt jafnasti og sterkasti flokkurinn sem við eigum í dag. Þar er mikið af góðum og sterkum dönsuram. Það var geysilega hörð barátta háð um úrslitasætin, og var keppnin gífur- lega spennandi og jöfn. Sigurvegar- ar í þessum flokki vora Isak Hall- dórsson Nguyen og Halldóra Ósk Reynisdóttir. Það var ekki spurning í mínum huga um sigurvegara í þessum flokki; ísak og Halldóra vora að dansa mun betur en keppi- nautar þeirra. Standarddansarnir vora nokkuð yfirvegaðir og lítið bar á spennu í öxlum sem hefur stund- um verið að stríða þeim, eins var ég ánægður með góða fótavinnu og snerpu í tangó. Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnús- dóttir unnu til silfurverðlauna. Þau vora að mínu mati að dansayokkuð undir getu á laugardaginn. Eg hefði viljað sjá betri fótavinnu, þ.e. meiri áherzlu á fætur og þungaflutning í cha, cha, cha, sem gefur meiri snerpu. Eins fannst mér línumar þeirra í paso doble ekki nógu hrein- ar og skýrar; það vantaði meira, það sem kallað er á dansmáli „shape“. Rúmban þeirra var vel dönsuð, þungaflutningur þar í mjög góðu lagi sem gerir þeim kleift að sýna mjög glæsilegan ástardans, með mjúkar en jafnframt snarpar hreyf- ingar, sem era einkenni rúmbunnar. Flokkur ungmenna keppti í standarddönsum. Þar sigraðu Skapti Þóroddsson og Linda Heið- arsdóttir mjög öragglega. Þau era nýbyrjuð að dansa saman og eru að gera það mjög gott. Þetta er ákaf- lega efnilegt danspar, sér í lagi í standarddönsunum. Það kæmi mér veralega á óvart ef þau ná ekki miklum ár- angri í stand- arddönsum í fram- tíðinni. I öðra sæti urðu Kári Örn Óskarsson og Margrét Guð- mundsdóttir sem vori að dansa nokkuð Þau mættu aðeins k betur á fótavinnuna sér, það myndi au þeim svo mikið. Aftur á gólfinu Flokkur áhugamanna keppti í 10 dönsum og sigr- uðu systkinin Árni Þór og Erla Sóley Eyþórsbörn. Það var gaman að sjá systkinin aftur á gólfinu eftir smá hlé og sérstak- lega gaman að sjá dansgleðina sem geislaði af þeim, sér- staklega í suður-am- erísku dönsunum. Heldur fannst mér þau stíf í öxlum í standarddönsun- um, sem leiddi aðeins út í dansinn, sem fékk fyrir vikið ekki nóg flæði. I öðra sæti vora Skapti Þóroddsson og Linda Heiðarsdóttir sem veittu Arna og Erlu mikla keppni og hafa án efa tekið af þeim einhver stig í stand- arddönsum. Eg endurtek það sem ég sagði hér fyrr, að hér er á ferð- inni geysilega gott og efnilegt par. Einungis eitt par dansaði í flokki fullorðinna, en það voru Björn Sveinsson og Bergþóra M. Berg- þórsdóttir. Þau dönsuðu standardd- ansa, og dönsuðu þá nokk- uð vel, að venju. Sem fyrr var sagt frá, var einnig keppt í dansi með grunnaðferð og var það nokkuð skemmtileg og hörð keppni á stóram köflum. Þarna voru á ferðinni pör sem sum hver hafa ekki stigið á keppnisgólf fyrr. Því er nauðsyn- legt að þau fái að taka þátt í sem flestum keppnum, til að öðlast keppnisreynzlu sem er mjög dýr- mæt þegar lengra er haldið. Islandsmeistaramótið í 10 dönsum með frjálsri aðferð var skemmtilegt mót, gekk vel fyrir sig í alla staði og voru keppend- ur jafnt sem áhorfendur ánægð- ir með daginn. Dómarar keppn- innar vora 5; frá Englandi, Dan- mörku, Hollandi, Noregi og Þýzkalandi. Höfðu þeir orð á því að Islendingar ættu mikið af góðum og efnilegum pör- um, í raun ótrúlega mikið miðað við stærð lands og þjóðar. Keppend- ur era allir í félögum sem eru stafandi innan dans- skólans og bera öll fé- lögin nafn tengt trjám. Jóhann Gunnar Arnarsson. DAVÍÐ Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir voru ótvíræðir sigurvegarar í flokki unglingar I. Urslit Unglingar I, F-riðill: 1. Davíð G. Jónss/Halldóra S. Halldórsd., GT 2. Hrafn Hjartars/Helga Björnsd. KV 3. Sigurður R. Arnarss/Sandra Espesen, KV 4. Vigfús Kristjánss/Signý J. Tryggvad., KV 5. Gunnar M. Jónss/Sunna Magnúsd., GT 6. Davíð M. Steinarss/Sunneva S. Ólafsd., GT 7. Porlákur Þ. Gudmundss/Thelma Arngríms, DH 8. Agnar Sigurðss/Elín D. Einarsd., (jl Unglingar II, F-riðiII: 1. ísak H. Nguyen/Halldóra Ó. Reynisd., HV 2. Gunnar H. Gunnarss/Sigrún Yr Magnúsd., GT .3. Hilmir Jenss/Ragnheiður Eiríksd., GT 4. Gunnar Þ. Pálss./Bryndís Símonard., HV 5. Guðni R. Kristinss/Helga D. Helgad., HV 6. Oddur A Jónss/Ingveldur Lárusd., nv Ungmenni, F-riðill: 1. Skapti Þóroddss/Linda Heiðarsd., HV 2. Kári Ö. Óskarss/Margrét Guðmundsd., DH 3. Ragnar M. Guðmundss/Kristjana Kristjánsd., HV .Álimramenn. F-riðiIl: *. Ámi Þ. Eyþórss/Erla S. Eyþórsd., KV 2. Skapti Þóroddss/Linda Heiðarsd., HV 3. Kári Ö. Óskarss/Margrét Guðmundsd., DH 4. Ragnar M. Guðmundss/Kristjana Kristjánsd., HV Fullorðnir, F-riðiIl 1. Bjöm Sveinss/Bergþóra M. Bergþórsd., GT Börn I, K-flokkur, Suður-amerískir dansar: 1. Haukur F. Hafsteinss/Hanna R. Ólad., HV 2. Bjöm I. Pálss/Ásta B. Magnúsd., KV 3. Eyþór S. Þorbjömss/Erla B. Kristjánsd., KV 4. Jakob Þ. Grétarss/Anna B. Guðjónsd., KV Börn II, K-flokkur, Standarddansar: 1. Jónatan A Örlygss/Hólmfríður Bjömsd., GT 2. ArnarGeorgss/TinnaR.Pétursd., GT 3. Þorleifur Einarss/Ásta Bjamad., GT 4. Baldur K. Eyjólfss/Ema Halldórsd., GT 5. Jón Þ. Jónss/Unnur K. Ólad., HV 6. Friðrik Árnas/Sandra J. Bernburg, GT Unglingar I, K-flokkur, Suður-amerískir dansar: 1. Benedikt Þ. Ásgeirss/Sigrún A. Knútsd., HV 2. Rögnvaldur K. Úlfarss./Rakel N. Halldórsd., HV 3. Björn Magnúss/Steinvör Ágústsd., KV Unglingar II, K-flokkur, Suður-amerískir dansar: 1. Ófeigur Victorss/Helga H. Halldórsd., ÝR 2. Hermann Ó. Ólafss/Kolbrún Gíslad., GT Fullorðnir, „basic“-flokkur, Standarddansar: 1. Jakob Kristinss/Jacqui McGreal, HV Börn I, A-flokkur, Suður-amerískir dansar: 1. Ágúst I. Halldórss/Guðrún E. Friðriksd., HV 2. ísak A Ólafss/íris B. Reynisd., HV 3. Aðalsteinn Kjartanss/Guðrún H. Sváfnisd., KV 4. Karl Bernburg/Rósa Stefánsd., KV 5. Elín H. Jónsd/Sóley Sigmarsd., GT 6. Adam E. Bauer/Sigurbjörg S. Valdimarsd., GT 7. Nadine G. Hannesd/Denise Hannesd., KV Börn I, D-flokkur, Standarddansar: 1. Herdís A. Ingimarsd/Rakel Sæmundsd., GT 2. Rebekka R. Guðbjargard/Þórunn E. Guðbjargard., GT Börn II, A-flokkur, Suður-amerískir dansar: 1. Ingi V. Guðmundss/Gunnhildur Emilsd., GT 2. IngolfD. Petersen/Laufey Karlsd., HV 3. Ásgeir Erlendss/Anna M. Pétursd., GT 4. Baldur Þ. Emilss/Jóhanna J. Amarsd., GT 4. Hagalín V. Guðmundss/Hjördís Ö. Ottósd., KV 6. Bogi Einarss/Guðfinna Magnúsd., ÝR Börn II, D-flokkur, Suður-amerískir dansar: 1. Björg Halldórsd/Anna K. Vilbergsd., HV 2. Elísabet Ó. Ásgeirsd/Katrín Björgvinsd., GT 3. Guðrún Jónsd/Ingunn Þ. Björgvinsd., GT 4. Kristín Ýr Sigurðard/Helga Reynisd., ÝR 5. Sunna R. Stefánsd/Þóra K. Sigurðard., ÝR Unglingar I, A-flokkur, Suður-amerískir dansar: 1. Sigurður S. Björnss/Gréta S. Stefánsd., ÝR 2. Þóra R. Guðbjartsd/Ingunn A. Jónsd., KV 3. Nína K. Valdimarsd/Rannveig E. Erlingsd., GT 4. Dagný Grímsd/Unnur Tómasd., GT 5. Steinunn Reynisd/Aðalheiður Svavarsd., ÝR 6. Elín Hlöðversd/María Hlöðversd., KV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.