Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 50
^60 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
SYSTININ Árni Þór og Erla Sóley eru
aftur komin á gólfið og unnu til gullverð-
launa sl. laugardag.
ODDUR Arnþór Jónsson og Ingveldur
Lárusdóttir unnu til 6. verðlauna í
flokknum unglingar II.
ÞAU unnu til bronsverðlauna í flokki
unglingar I, K-flokki, Björn Magnússon
og Steinvör Ágústsdóttir.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
BJÖRN Sveinsson og Bergþóra M. Berg-
þórsdóttir unnu í flokki fullorðinna.
Dansgleðin geislaði
DANS
fþróttahúsið við
Strandgötu f llainar-
firði
ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í
10 DÖNSUM
Laugardagur 7. nóvember
ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í
10 dönsum fór fram í íþróttahúsinu
við Strandgötu í Hafnarfirði sl.
laugardag. Þessi keppni fer þannig
■^fram að keppendur dansa bæða
standarddansana 5 og suður-amer-
ísku dansana 5 og eru niðurstöður
þessara tveggja greina svo lagðar
saman og gefa þær lokaúrslitin.
Þetta var fyrsta Islandsmeistara-
keppni þessa keppnisárs og er alltaf
spennandi að fylgjast með framfór-
um hjá pörunum, því mikið vatn er
runnið til sjávar frá síðasta íslands-
meistaramóti, með frjálsri aðferð,
en það var haldið í mars.
Þó svo hér hafí verið keppt um
fslandsmeistaratitla í dansi með
, frjálsri aðferð var einnig boðið uppá
keppni í dánsi með grunnaðferð í K -,
A- og D-riðlum. Svo fengu yngstu
nemendur dansskólanna að vera
^með sýningu á því sem þeir eru að
gera og vakti það mikla lukku. Það
voru mörg brosandi lítil andlit sem
fóru heim þennan dag, eftir vel-
heppnaða sýningu.
Fyrstu sporin
Flokkurinn Unglingar 1, er
yngsti flokkurinn sem keppir í dansi
með frjálsri aðferð og var sá riðill
nokkuð spennandi. Þarna voru pör
sem mörg hver hafa ekki keppt í
dansi með frjálsri aðferð fyrr, eins
voru þarna pör sem hafa dansað
með frjálsri aðferð í nokkurn tíma.
Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif
Halldórsdóttir voru að mínu mati
ótvíræðir sigui*vegarar í sínum
flokki. Þau dönsuðu af miklu öryggi
og yfirvegun. Standarddansamir
hafa verið á uppleið hjá þeim síð-
ustu misseri og hafa þau tekið mikl-
um framförum þar, bæði á fóta-
vinnu og eins er haldið afslappaðra
og eðlilegra. Suður-amerísku dans-
amir hafa verið þeirra sterka hlið
og eru það enn, þó svo standard-
dansarnir séu farnir að sækja fast á.
í öðru sæti urðu Hrafn Hjartarson
og Helga Bjömsdóttir. Þau voru án
efa nokkuð örugg með þetta sæti.
Þau eru komin í góða þjálfun og
vora að dansa vel; fætur og fóta-
vinna eru að styrkjast og skilar það
sér í betri stöðu á gólfinu.
Jafnasti og sterkasti
flokkurinn
Flokkurinn Unglingar II, er sjálf-
sagt jafnasti og sterkasti flokkurinn
sem við eigum í dag. Þar er mikið af
góðum og sterkum dönsuram. Það
var geysilega hörð barátta háð um
úrslitasætin, og var keppnin gífur-
lega spennandi og jöfn. Sigurvegar-
ar í þessum flokki vora Isak Hall-
dórsson Nguyen og Halldóra Ósk
Reynisdóttir. Það var ekki spurning
í mínum huga um sigurvegara í
þessum flokki; ísak og Halldóra
vora að dansa mun betur en keppi-
nautar þeirra. Standarddansarnir
vora nokkuð yfirvegaðir og lítið bar
á spennu í öxlum sem hefur stund-
um verið að stríða þeim, eins var ég
ánægður með góða fótavinnu og
snerpu í tangó. Gunnar Hrafn
Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnús-
dóttir unnu til silfurverðlauna. Þau
vora að mínu mati að dansayokkuð
undir getu á laugardaginn. Eg hefði
viljað sjá betri fótavinnu, þ.e. meiri
áherzlu á fætur og þungaflutning í
cha, cha, cha, sem gefur meiri
snerpu. Eins fannst mér línumar
þeirra í paso doble ekki nógu hrein-
ar og skýrar; það vantaði meira, það
sem kallað er á dansmáli „shape“.
Rúmban þeirra var vel dönsuð,
þungaflutningur þar í mjög góðu
lagi sem gerir þeim kleift að sýna
mjög glæsilegan ástardans, með
mjúkar en jafnframt snarpar hreyf-
ingar, sem era einkenni rúmbunnar.
Flokkur ungmenna keppti í
standarddönsum. Þar sigraðu
Skapti Þóroddsson og Linda Heið-
arsdóttir mjög öragglega. Þau era
nýbyrjuð að dansa saman og eru að
gera það mjög gott. Þetta er ákaf-
lega efnilegt danspar, sér í lagi í
standarddönsunum. Það kæmi mér
veralega á óvart ef þau
ná ekki miklum ár-
angri í stand-
arddönsum í fram-
tíðinni. I öðra sæti
urðu Kári Örn
Óskarsson og
Margrét Guð-
mundsdóttir sem vori
að dansa nokkuð
Þau mættu aðeins k
betur á fótavinnuna
sér, það myndi au
þeim svo mikið.
Aftur á gólfinu
Flokkur áhugamanna
keppti í 10 dönsum og sigr-
uðu systkinin Árni Þór og
Erla Sóley Eyþórsbörn.
Það var gaman að sjá
systkinin aftur á gólfinu
eftir smá hlé og sérstak-
lega gaman að sjá
dansgleðina sem
geislaði af þeim, sér-
staklega í suður-am-
erísku dönsunum.
Heldur fannst mér
þau stíf í öxlum í standarddönsun-
um, sem leiddi aðeins út í dansinn,
sem fékk fyrir vikið ekki
nóg flæði. I öðra sæti
vora Skapti Þóroddsson og Linda
Heiðarsdóttir sem veittu Arna og
Erlu mikla keppni og hafa án efa
tekið af þeim einhver stig í stand-
arddönsum. Eg endurtek það sem
ég sagði hér fyrr, að hér er á ferð-
inni geysilega gott og efnilegt par.
Einungis eitt par dansaði í flokki
fullorðinna, en það voru Björn
Sveinsson og Bergþóra M. Berg-
þórsdóttir. Þau dönsuðu standardd-
ansa, og dönsuðu þá nokk-
uð vel, að venju.
Sem fyrr var sagt
frá, var einnig keppt í
dansi með grunnaðferð
og var það nokkuð
skemmtileg og hörð
keppni á stóram köflum.
Þarna voru á ferðinni pör sem
sum hver hafa ekki stigið á
keppnisgólf fyrr. Því er nauðsyn-
legt að þau fái að taka þátt í sem
flestum keppnum, til að öðlast
keppnisreynzlu sem er mjög dýr-
mæt þegar lengra er haldið.
Islandsmeistaramótið í 10
dönsum með frjálsri aðferð var
skemmtilegt mót, gekk vel fyrir
sig í alla staði og voru keppend-
ur jafnt sem áhorfendur ánægð-
ir með daginn. Dómarar keppn-
innar vora 5; frá Englandi, Dan-
mörku, Hollandi, Noregi og
Þýzkalandi. Höfðu þeir orð á
því að Islendingar ættu mikið
af góðum og efnilegum pör-
um, í raun ótrúlega mikið
miðað við stærð
lands og þjóðar.
Keppend-
ur era allir
í félögum
sem eru
stafandi
innan dans-
skólans og
bera öll fé-
lögin nafn tengt trjám.
Jóhann Gunnar Arnarsson.
DAVÍÐ Gill Jónsson og Halldóra
Sif Halldórsdóttir voru ótvíræðir
sigurvegarar í flokki unglingar I.
Urslit
Unglingar I, F-riðill:
1. Davíð G. Jónss/Halldóra S. Halldórsd., GT
2. Hrafn Hjartars/Helga Björnsd. KV
3. Sigurður R. Arnarss/Sandra Espesen, KV
4. Vigfús Kristjánss/Signý J. Tryggvad., KV
5. Gunnar M. Jónss/Sunna Magnúsd., GT
6. Davíð M. Steinarss/Sunneva S. Ólafsd., GT
7. Porlákur Þ. Gudmundss/Thelma Arngríms, DH
8. Agnar Sigurðss/Elín D. Einarsd.,
(jl
Unglingar II, F-riðiII:
1. ísak H. Nguyen/Halldóra Ó. Reynisd., HV
2. Gunnar H. Gunnarss/Sigrún Yr Magnúsd., GT
.3. Hilmir Jenss/Ragnheiður Eiríksd., GT
4. Gunnar Þ. Pálss./Bryndís Símonard., HV
5. Guðni R. Kristinss/Helga D. Helgad., HV
6. Oddur A Jónss/Ingveldur Lárusd.,
nv
Ungmenni, F-riðill:
1. Skapti Þóroddss/Linda Heiðarsd., HV
2. Kári Ö. Óskarss/Margrét Guðmundsd., DH
3. Ragnar M. Guðmundss/Kristjana Kristjánsd., HV
.Álimramenn. F-riðiIl:
*. Ámi Þ. Eyþórss/Erla S. Eyþórsd., KV
2. Skapti Þóroddss/Linda Heiðarsd., HV
3. Kári Ö. Óskarss/Margrét Guðmundsd., DH
4. Ragnar M. Guðmundss/Kristjana Kristjánsd., HV
Fullorðnir, F-riðiIl
1. Bjöm Sveinss/Bergþóra M. Bergþórsd., GT
Börn I, K-flokkur,
Suður-amerískir dansar:
1. Haukur F. Hafsteinss/Hanna R. Ólad., HV
2. Bjöm I. Pálss/Ásta B. Magnúsd., KV
3. Eyþór S. Þorbjömss/Erla B. Kristjánsd., KV
4. Jakob Þ. Grétarss/Anna B. Guðjónsd., KV
Börn II, K-flokkur, Standarddansar:
1. Jónatan A Örlygss/Hólmfríður Bjömsd., GT
2. ArnarGeorgss/TinnaR.Pétursd., GT
3. Þorleifur Einarss/Ásta Bjamad., GT
4. Baldur K. Eyjólfss/Ema Halldórsd., GT
5. Jón Þ. Jónss/Unnur K. Ólad., HV
6. Friðrik Árnas/Sandra J. Bernburg, GT
Unglingar I, K-flokkur,
Suður-amerískir dansar:
1. Benedikt Þ. Ásgeirss/Sigrún A. Knútsd., HV
2. Rögnvaldur K. Úlfarss./Rakel N. Halldórsd., HV
3. Björn Magnúss/Steinvör Ágústsd., KV
Unglingar II, K-flokkur,
Suður-amerískir dansar:
1. Ófeigur Victorss/Helga H. Halldórsd., ÝR
2. Hermann Ó. Ólafss/Kolbrún Gíslad., GT
Fullorðnir, „basic“-flokkur,
Standarddansar:
1. Jakob Kristinss/Jacqui McGreal, HV
Börn I, A-flokkur,
Suður-amerískir dansar:
1. Ágúst I. Halldórss/Guðrún E. Friðriksd., HV
2. ísak A Ólafss/íris B. Reynisd., HV
3. Aðalsteinn Kjartanss/Guðrún H. Sváfnisd., KV
4. Karl Bernburg/Rósa Stefánsd., KV
5. Elín H. Jónsd/Sóley Sigmarsd., GT
6. Adam E. Bauer/Sigurbjörg S. Valdimarsd., GT
7. Nadine G. Hannesd/Denise Hannesd., KV
Börn I, D-flokkur, Standarddansar:
1. Herdís A. Ingimarsd/Rakel Sæmundsd., GT
2. Rebekka R. Guðbjargard/Þórunn E. Guðbjargard., GT
Börn II, A-flokkur,
Suður-amerískir dansar:
1. Ingi V. Guðmundss/Gunnhildur Emilsd., GT
2. IngolfD. Petersen/Laufey Karlsd., HV
3. Ásgeir Erlendss/Anna M. Pétursd., GT
4. Baldur Þ. Emilss/Jóhanna J. Amarsd., GT
4. Hagalín V. Guðmundss/Hjördís Ö. Ottósd., KV
6. Bogi Einarss/Guðfinna Magnúsd., ÝR
Börn II, D-flokkur, Suður-amerískir dansar:
1. Björg Halldórsd/Anna K. Vilbergsd., HV
2. Elísabet Ó. Ásgeirsd/Katrín Björgvinsd., GT
3. Guðrún Jónsd/Ingunn Þ. Björgvinsd., GT
4. Kristín Ýr Sigurðard/Helga Reynisd., ÝR
5. Sunna R. Stefánsd/Þóra K. Sigurðard., ÝR
Unglingar I, A-flokkur,
Suður-amerískir dansar:
1. Sigurður S. Björnss/Gréta S. Stefánsd., ÝR
2. Þóra R. Guðbjartsd/Ingunn A. Jónsd., KV
3. Nína K. Valdimarsd/Rannveig E. Erlingsd., GT
4. Dagný Grímsd/Unnur Tómasd., GT
5. Steinunn Reynisd/Aðalheiður Svavarsd., ÝR
6. Elín Hlöðversd/María Hlöðversd., KV