Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 51
í
I
H
Morgunblaðið/Amór
ÞEIR mæta manna best á stóru mótin þessir félagar, Guðmundur M.
Jónsson og Arnar Geir Hinriksson, en þeir koma að vestan. Þeir voru
meðal keppenda á íslandsmóti (h)eldri spilara um síðustu helgi en Guð-
mundur er 81 árs og gefur ekkert eftir í baráttunni við spilaborðið.
BRIDS
Umsjðn: Arnór G.
Ragnarsson
Bridgefélag Reykjavíkur
Miðvikudaginn 4. nóvember var
spilað 5. kvöldið af 7.
Staðan í Varsjár-úrslitunum er
þannig:
Óm Amþórsson - Guðlaugur R. Jóhannss. 119
Karl Sigurhjartarson - Þorlákur Jónsson 114
Guómundur Sv. Hermanns. - Helgi Jóhannss. 100
Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson 991
Aron Þorfmnsson - Snorri Karlsson 91
Páll Bergsson - Gissur Ingólfsson 73
Hæsta skor kvöldsins var:
Guðmundur Sv. Hermanns. - Helgi Jóhannss. 80
Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 55
Örn Arnþórsson - Guðlaugur R. Jóhannsson 40
Jón Þorvarðarson - Sverrir Kristinsson 34
Jakob Kristinsson - Asmundur Pálsson 33
Páll Bergsson - Gissur Ingólfsson 31
Staða efstu para í Prins Póló-úr-
slitunum er:
Egill Darri Brynjólfsson - Helgi Bogason 63
Jens Jensson - Guðmundur Baldursson 55
Jón Stefánsson - Þórir Leifsson 46
Rúnar Einarsson - Guðjón Sigurjónsson 46
Una Árnadóttir - Jóhanna Sigurj ónsdóttir 44
Hæsta skor kvöldsins var:
Una Árnadóttir - Jóhanna Sigurj ónsdóttir 48
Baldvin Valdimarsson - Svavar Bjömsson 46
Jens Jensson - Guðmundur Baldursson 28
Rúnar Einarsson - Guðjón Sigurjónsson 28
Tvö kvöld eru eftir af Póllandství-
menningnum. Þar á eftir tekur við
Hraðsveitakeppni félagsins, föstu-
dagskvöld BR.
Föstudaginn 6. nóvember var
spilaður eins kvölds tvímenningur
með Mitchell-fyrirkomulagi. 28 pör
spiluðu 13 umferðir með 2 spilum á
milli para. Meðalskor var 312. Efstu
pör voru:
NS:
Guðmundur Ágústsson - Friðrik Jónasson 363
Guðmundur Grétarss. - Trausti Finnbogas. 358
Erlingur Einarsson - Þorsteinn Joensen 349
Þorsteinn Pétursson - Þórir Leifsson 346
Þorsteinn Karlsson - Jökull Kristjánsson 341
AV:
Ragna Briem - Þóranna Pálsdóttir 365
Daníel M. Sigurðs. - Vilhjálmur Sigurðss. jr. 353
Jónína Pálsdóttir - Amgunnur Jónsdóttir 337
Halldóra Magnúsd. - Guðbjörn Þórðars. 333
Jón Viðar Jónmundss - Alfreð Kristjánss. 331
Að tvímenningnum loknum var
spiluð Miðnætursveitakeppni með
þátttöku 6 sveita. Til úrslita spiluðu
sveit Villa jr. (Vilhjálmur Sigurðs-
son jr., Daníel Már Sigurðsson, Jó-
hann Magnússon og Kristinn Karls-
son) og sveit Gróu Guðnadóttur
(Gróa Guðnadóttir, Dúa Olafsdóttir,
Högni Friðþjófsson og Einar Sig-
urðsson). Sveit Gróu sigraði með 33
impum gegn 20.
A föstudagskvöldum BR eru spil-
aðir eins kvölds tvímenningar með
forgefnum spilum. Spilaðir eru til
skiptis Mitchell- og Monrad Baró-
meter-tvímenningar. Að tvímenn-
ingnum loknum er boðið upp á Mið-
nætui-útsláttarsveitakeppni, þ.e.
6-spila leiki með útsláttarfyrir-
komulagi.
Föstudaginn 13. nóvember fellur
niður spilamennska vegna deildar-
keppni í skák. Eru spilarar beðnir
velvirðingar vegna þessa.
Jafn slagur á Austurlandi
Aðaltvímenningur BSA var spilað-
ur á Egilsstöðum 6.-7. nóvember s.l.
Síðasta umferðin var mögnuð. Fjög-
ur efstu pörin gátu unnið titilinn.
Þegar niðurstöður lágu fyrir voru
forsetamir og reynsluboltamir Kri-
stján Kristjánsson og Ásgeir Metús-
alemsson loks komnir á tpppinn en
hittu þar fyrir félaga sína Árna Guð-
mundsson og Skúla Sveinsson. Skv.
reglugerð réð innbyrðis viðureign
úrslitum og höfðu Skúli og Ámi því
sigur. Sigur Ama og Skúla var sann-
gjam þegar á heildina er litið, þeir
leiddu mótið í 20 umferðir af 31.
Leyfðu Hafþóri og Magnúsi, Gunn-
ari og Ragnari einstaka sinnum í lok-
ið að finna hvemig lífð á toppnum er.
Þeim líkaði það ekki vel. 32 pör hófu
keppni og keppnisstjóri og reikni-
meistari var Sigui-páll Ingibergsson.
Mótið var einnig merkilegt fyrir þær
sakir að enginn Kristmannsson vann
titilinn en Pálmi, Guttormur og Stef-
án höfðu unnið hann sl. 5 ár. Loka-
staðan.
Skúli Sveinsson - ÁmiGuðmundsson 1462
Kristján Kristjánss. - Ásgeir Metúsalemss. 1462
Þorbergur Haukss. - Þórarinn V. Sigurðss. 1444
Bjöm H. Guðmundss. - Magnús Valgeirss. 1425
Gunnar P. Halldórss. - Ragnar L. Bjömss. 1411
Guttormur Kristmannss. - Bjami H. Einarss. 1398
Islandsmót kvenna
í tvímenningi
íslandsmót kvenna í tvímenningi
verður haldið helgina 21.-22. nóv-
ember. Skráning er hafin í s. 587
9360 eða isbridge@islandia.is.
Bridsfélag Hreyfils
Sveit Sigurðar Steingrímssonar
leiðir enn sveitakeppnina en nú er
lokið 8 umferðum. Staðan er nú
þessi:
Sigurður Steingrímsson 173
Vinir 165
Guðjón Jónsson 154
Siggurður Ólafsson 133
Birgh’ Kjartansson 131
Friðbjöm Guðmundsson 131
Sveit Sigurðar Steingrímssonar er
eina sveitin sem enn hefir ekki tapað
leik í mótinu. Spilað er á mánudags-
kvöldum í Hreyfilshúsinu, 3. hæð.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Spilaðar voni 4% umferð í aðaltví-
menningnum mánudaginn 9. nóvem-
ber og eru nú aðeins fjórar umferðir
eftir sem spilaðar verða næsta
mánudag. Hart er barist um efstu
sætin og þannig skiptust tvö efstu
pörin á um að leiða mótið síðasta
kvöld. Sama var uppi á teningnum
varðandi tvö næstu pör. Hæstu skor
kvöldsins náðu eftirtalin pör.
Ársæll Vignisson - Ingvai' Ingvarsson +51
Halldór Þórólfsson - Hulda Hjálmarsdóttir +36
Gísli Hafliðason - Jón N. Gíslason +30
Ólafur Þ. Jóhannss. - Guðmundur Magnúss.+23
Heildarstaðan er nú þessi:
Arsæll Vignisson - Ingvar Ingvarsson +111
Sigurjón Harðarson - Haukur Árnason + 89
Ólafur Þ. Jóhannss. - Guðmundur Magnúss.+74
HalldórEinarsson - Þórarinn Sófússon +48
ÁsgeirÁsbjömss.-DröfnGuðmundsd. +38
Mánudaginn 23. nóvember hefst
síðan aðalsveitakeppnin. Þai- stendur
til að allir spili sömu spil og að árang-
ur para verði reiknaður út í butler.
Nýbakaður Islandsmeistari
skýrir örlagaríka skák
SKAK
Árliorg
SKÁKÞING ÍSLANDS
Hannes Hlífar Stefánsson hreinlega
stal Islandsmeistaratitlinum fyrir
framan nefið á Helga Áss Grétars-
syni. - 27. okt. - 7. nóv.
ÚTLITIÐ var ekki gott hjá
Hannesi eftir að hann tapaði fyrir
Helga Áss 1 sjöundu umferð móts-
ins. Hann var þá einum og hálfum
vinningi á eftir og átti þar að auki
eftir að mæta sterkari mótherjum
en Helgi Áss. Strax daginn eftir var
andstæðingurinn Þröstur Þórhalls-
son, næststigahæsti keppandinn á
mótinu. Þá var að duga eða drep-
ast. Þröstur var í öðru sæti á eftir
Helga Áss og hefði sjálfur þurft að
vinna skákina. Það var því stál í
stál.
Skákskýringar
Hannesar
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Hannes H. Stefánsson
Caro-Kann-vörn
1. e4 - c6!
Leikurinn fær upphrópunar-
merki, ekki út af því hvað hann er
góður, heldur af því að þetta er
fyrsta skipti sem ég tefli Caro-
Kann!
2. d4 - d5 3. Rc3 - dxe4 4. Rxe4 -
Bf5 5. Rg3 - Bg6 6. Rf3 - Rd7 7. h4
- h6 8. h5 - Bh7 9. Bd3 - Bxd3 10.
Dxd3 - Rgf6 11. Bf4 - e6 12. 0-0-0
- Be7
Afbrigðið sem hefst með 4. - Bf5
hefur verið þekkt sem jafnteflis-
byrjun, en leiðin sem ég vel býður
upp á skemmtilegar sviptingar þar
sem hvítur fer í sókn á kóngsvæng
en svartur á drottningarvæng!
13. Kbl - 0-0 14. De2?!
Vitlaust plan, betra er 14. Re4
eða 14.Re5
14. - a5
Blásið til sóknar!
15. Re5 - a4 16. Rfl?!
Of hægfara. Betra var 16. a3
16. -a3 17. b3 - Da5
Svartur hótar Rd5
18. Rxd7
Eftir 18. Bd2 - Bb4 19. Rc4 - Db5
20. c3 - Be7 er hvítur búinn að
veikja sig of mikið.
18. - Rxd7 19. Hh3 - Rf6
Svartur stendur gi'einilega betur.
20. Hdd3 - c5! 21. Bd2 - Dc7 22.
dxc5 - Dxc5 23. Hc3 - Df5 24. Hcf3
Þessum leik fylgdi jafnteflisboð!
24. - Dh7! 25. Dd3?
Þegar hér var komið sögu var
Þröstur orðinn tímanaumur. Betra
var 25. Hd3 sem svartur svarar best
með Hac8, með mun betri stöðu.
25. - Re4 26. Hf4
Afleikur, en hvíta staðan var erf-
ið. Nú vinnur svartur þvingað.
26. - Rxd2+ 27. Rxd2
27. - Had8! 28. Hd4
Ekki 28. De2 - Bg5
og vinnur
28. - Hxd4 29. Dxd4 -
Hd8
E.t.v. yfirsást Þresti
að eftir 30. De3 kemur
30. - Bb4! Og svartur
vinnur mann.
30. Dc3 - De4 31. Hhl
31. He3 ætlaði ég að
svara með Bb4!!
31. - De2 32. Kcl og
eftir þennan leik gafst
hvítur upp, því svartur
leikur 32. - Bg5 33.
Hdl - Hxd2 34. Hxd2 -
Del mát.
HM barna og unglinga
Heimsmeistaramóti barna og
unglinga sem haldið var í Oropesa
Del Mar á Spáni lauk 7. nóvember.
Átta íslenskir þátttakendur voru
með á mótinu, fimm drengir og
þrjár stúlkur. í drengjaflokkunum
varð árangur Islendinganna þess:
Einar Hjalti Jensson 5% v. (37.-53. sæti)
Stefán Kristjánsson 6 v. (37.-49. sæti.)
Halldór B. Halldórsson i'k v. (94.-97. sæti)
Dagur Amgrimsson 5 v. (55.-66. sæti)
Guðmundur Kjartansson 514 v. (42.-56 sæti)
Þrír piltanna náðu því 50% mark-
inu, þótt enginn þeirra væri nærri
því að blanda sér í baráttuna um
efstu sætin. Árangur íslensku
stúlknanna varð þessi:
Harpa Ingólfsdóttir 314 v. (55.-58. sæti)
Aldís Rún Lárusdóttir 2 v. (71. sæti)
Ingibjörg Edda Birgisdóttir 4 v. (66.-70. sæti)
Engin þeirra var því nærri því að
ná 50% markinu.
Það er mjög ánægjulegt að Skák-
samband íslands skuli hafa getað
sent svo marga íslenska keppendur
tíl þátttöku í þessu móti. Þó er rétt að
benda á tvö atriði í sambandi við mót
af þessu tagi. I fyrsta lagi er mjög
litlu fé varið til skákarinnar hér á
iandi í samanburði við margar aðrar
keppnisgreinar þrátt fyrir að árang-
ur íslenskra skákmanna hafi í gegn-
um tíðina verið ótrúlega góður. Þátt-
taka í erlendum skákmótum er lík-
lega stærsti kostnaðarliðurinn í ís-
lensku skákstarfi. Skáksamband Is-
lands verður því að velja af kostgæfni
þau erlendu mót sem það sendir böm
og unglinga á og ekki síður þá þátt-
takendur sem valdir eru
til fararinnar. í öðra
lagi er vart verjandi,
kostnaðarins vegna, að
senda börn og unglinga
á erlend mót nema
vænta megi árangurs
sem sannfærir þau um
að þau standi fyllilega
jafnfætis erlendum
jafnöldrum sínum og
eykur þannig sjálfs-
traust þeirra og hvetur
þau til frekari dáða.
Skáksambandið ætti
því að íhuga vandlega
þær reglur sem notað-
ar eru til að velja kepp-
endur til þátttöku í er-
lendum skákmótum. Bæði þarf að
skilgreina stigalágmörk og eins þarf
að gera kröfu um ákveðna reynslu
af þátttöku í kappskákmótum.
Sigurbjörn Björnsson efstur á
Meistaramóti Hellis
Sjötta umferð á Meistaramóti
Hellis 1998 var tefld á mánudags-
kvöld. Úrslit urðu þessi:
Jóhann Ragnarss.-Sigurbjöm Bjömss. 0-1
Bjöm Þorfinnss.-Einar K Einarss. 1-0
Sigurður D. Sigfúss.-Vigfús Vigfúss. 1 -0
Guðni Pétuss.-Eiríkur Einarsson 14-14
Ólafur Kjartanss.-Hafliði Hafliðas. 1-0
Benedikt Bjamas.-Kjartan Guðmundss. fr.
Ólafur í. Hanness.-Gústaf Bjömss. 1-0
Hjörtur Jóhannss.-Valdimar Leifss. 'A-'A
Birkir Hreinss.-Siguijón Kjæmestedt 14-14
Ragnar Stefánss.-Atli Kristjánss. 14-14
Staðan fyrir síðustu umferð:
1 Sigurbjöm Bjömsson 514 v.
2-4 Jóhann H. Ragnarsson 414 v.
2-4 Bjöm Þorfinnsson 414 v.
2-4 Sigurður Daði Sigfússon 414 v.
5-6 Einar KEinarss. og Ólafur Kjartanss. 4 v.
7-8 Eiríkur G. Einarss. og Guðni S. Pétnrss. 314 v.
9-10 Vigfús Ó. Vigfúss. og Ólafur í. Hanness.3 v.
o.s.frv.
Sjöunda og síðasta umferð verður
tefld miðvikudaginn 11. nóvember í
Hellisheimilinu. Þá tefla m.a. eftir-
taldir saman:
Ólafur Kjartanss.-Sigurbjöm Bjömss.
Sigurður D. Sigfúss.-Jóhann Ragnarss.
Eiríkur Einarss.-Björn Þorfinnss.
Einar K. Einarss.-Guðni Péturss.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
Hannes Hlífar
Stefánsson
I
Aðalfundur
Landsnefndar Alþjóða
verslunarráðsins
fimmtudaginn 12. nóvember 1998
kl. 12.00 á Grillinu - Hótel Sögu
Dagskrá:
12:00 Aðalfundarstörf
12:30 Hádegisverður
Pönnusteikt heilagfiski í kryddjurta- og spínatsmjörsósu.
Súkkulaðikaka með mokka- og núgatkremi á hvítri
súkkulaðisósu.
Kaffi.
Verð 2. OOO kr.
13:00 „Straumar og stefnur í bandarískum
stjórnmálum"
Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra íslands í
Washington.
14:00 Fundi slitið
Vinsamlegast skráið þátttöku/forfoll til
Landsnefndarinnar:
Fax 568-6564 - Sími 510-7100
e-mail: mar@chamber.is