Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 46
-^46 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
Utanríkis-
stefnan
, Utanríkisstefna okk-
ar íslendinga stendur
traustum fótum á fjór-
um meginstoðum. Það
er aðild okkar að
NATO, aðild okkar að
Sameinuðu þjóðunum,
aðild okkar að Norður-
landaráði og aðild okk-
-v‘ir að Evrópska efna-
hagssvæðinu.
EES og Schengen
Evrópska efnahags-
svæðið hefur reynst
okkur afar vel í þeirri
miklu aukningu á sam-
starfí sem orðin er í
Evrópu. Því til viðbótar
er Schengensamstarfíð sem ég vona
að muni reynast okkur jafn vel.
Eg er þeirrar skoðunar að við
eigum að taka eins mikinn þátt í
hinu aukna evrópska samstarfi og
okkur er kleift. Það hefur reynst
okkur vel í því að auka viðskipti
okkar erlendis og í því að gera
* nauðsynlegar breytingar á við-
skiptalífinu hér heima. Við fáum
líka aðhald af þessu samstarfi sem
er gott fyrir okkur og tryggir
áframhaldandi þróun í átt til auk-
innar samkeppni og frelsis í við-
skiptum.
Norðurlandaráð
Samstarf Norðurlandanna hefur
verið okkur og hinum
N orðurlandaþj óðun-
um, ekki síst Finnum
og Svíum, afar mikil-
vægt í gegnum tíðina.
Þetta hefur breyst eft-
ir inngöngu Finna og
Svía í Evrópusam-
bandið. Þetta samstarf
byggir bæði á mjög
gömlum merg og mjög
breiðu samstarfssviði.
Menningarlegi þáttur-
inn er því í dag mikil-
vægari en sá pólitíski
og vel þess virði að
varðveita og hlúa að
honum.
Sameinuðu þjóðirn'ar
Umfang samstarfsins á vegum
Sameinuðu þjóðanna er gríðarlega
Við eigum, segir
Arni M. Mathiesen,
að taka eins mikinn
þátt í hinu aukna evr-
ópska samstarfí og
okkur er kleift.
mikið. Samstarfið er auðvitað mis-
jafnlega mikilvægt fyrir okkur en
við þurfum að fylgjast vel með.
Árni M.
Mathiesen
Endurskoðum
skattkerfíð
SKATTKERFIÐ
okkar, og þá sérstak-
lega tvísköttun, ber sí-
fellt oftar á góma.
Nægir í því samhengi
að nefna víðtækar at-
huganir félagsmálaráð-
herra á því hvort rúss-
neska skattkerfið sé
óvinveitt því íslenska.
Það fylgir síðan sög-
unni að þannig sé mál-
um líklega háttað. Það
má hins vegar færa
fyrir því gild rök að hér
sé mun alvarlegri og
djúpstæðari vandi á
ferð en tilviljunar-
kenndur árekstur
tveggja skattkerfa gefur til kynna.
Úrelt kerfi
Flest bendir til að skattkerfið
okkar sé úr sér gengið. Það er ekki
óeðlileg niðurstaða með hliðsjón af
þeim miklu breytingum sem hafa
orðið, ekki bara innan atvinnulífs-
ins hér á landi, heldur einnig í al-
þjóðlegu samhengi. Fjölbreytni at-
vinnulífsins hefur margfaldast á
^íðustu 10 til 15 árum, sem og er-
Flest bendir til þess,
segir Helga Guðrún
Jónasddttir, að skatt-
kerfið okkar sé úr
sér gengið.
lend samskipti fyrirtækja. Inn- og
útflutningur miðast ekki lengur
bara við vörur í stykkjum og tonn-
um heldur einnig þekkingu, tækni,
fjármagn og viðskiptatækifæri, svo
fátt eitt sé nefnt. Af þessari þróun
hefur skattkerfið ekki tekið nægi-
legt mið, enda hannað utan um til-
tölulega einhæfan atvinnurekstur.
Þetta segir okkur að við verðum að
fara að endurskoða skattkerfið
-bannig að fyrirtækin og atvinnulífið
»geti goldið þann skatt sem ber, án
þess að það hamli gegn
eðlilegri og nauðsyn-
legri atvinnuþróun.
Flókið kerfí og
þungt
En það er ekki að-
eins atvinnulífíð sem
geldur stöðnunar
skattkerfisins. Þeir
eru eflaust fáir skatt-
greiðendurnir sem
hafa ekki einhvern
tímann „lent“ í skattin-
um. Lífeyrisþegar hafa
um áratugaskeið „lent“
í tvísköttun. Þau okkar
sem hafa hugrekki og
þor til að fylla sjálf út
skattskýrsluna hafa flest „lent“ í
alls kyns veseni, ýmist fyrir að
setja rétta tölu í rangan reit eða
ranga tölu í réttan reit. Þá er ekki
óalgengt að fólk fái skatt í bakið,
eins og sagt er, þar sem það þekk-
ir ekki skattskyldur sínar til hlítar.
Hvað skyldu mörg mannár hafa
farið í uppákomur hjá skattinum
sem rekja má til þess að kerfið er
einfaldlega of flókið; uppákomur
sem skattkerfið á stundum í erfið-
leikum með að leysa svo vel sé sök-
um þess hve þjónustustigið er
lágt?
Endurbætur
nauðsynlegar
Það er því býsna margt sem mæl-
ir með endurskoðun skattkerfisins.
í fyrsta lagi þarf að laga það að sí-
fellt alþjóðlegra rekstrarumhverfi
atvinnulífsins. Gerist það ekki verða
e.t.v. ekki svo mörg fyrirtæki til að
skattleggja hér á landi eftir nokki’a
áratugi. Jafnframt virðist skynsam-
legt að einfalda kerfið til muna. Það
auðveldar okkur skattgreiðendun-
um að standa við skyldur okkar auk
þess að auðvelda innheimtu og eftir-
lit til mikilla muna.
Höfundur er stjtímmálafræðingvr
og í framboði til fimmta sætis íprtíf-
kjöri sjálfstæðismanna í Reykjanes-
kjördæmi.
Helga Guðrún
Jónasdóttir
Auðlinda- og umhverfissamstarf
Sameinuðu þjóðana er það sem
skiptir okkur hvað mestu máli í
dag. Þess vegna er nauðsynlegt
fyrir okkur sem þjóð, sem byggir á
nýtingu auðlinda og hreinu um-
hverfi, að sinna því vel. Sérstaklega
þarf að sinna upplýsingastarfi tU
þess að tryggja eftir fóngum að
sjónarmið okkar njóti skilnings hjá
hinum ýmsu þjóðum.
Þróunarríkin verða sífellt áhrifa-
meiri innan Sameinuðu þjóðanna.
Afstaða þeii’ra markast mjög oft af
þeirra sérhagsmunum og þau eru
tilbúin að beita sér mjög hart fyrir
þeim. Við þurfum að sýna skilning
á þeirra vandamálum og vera tilbú-
in til þess að rétta þeim hjálpar-
hönd ef við ætlumst til þess að þau
sýni okkur skilning og styðji okkar
málstað þegar það skiptir máli.
NATO
Það alþjóðlega samstarf sem
skipt hefur mestu máli, séð í sögu-
legu samhengi okkar tíma er án efa
N orður-Atlantshafsbandalagið.
NATO var það afl sem á sínum
tíma stöðvaði útþenslu kommún-
ismans. Varnarstöðin á Keflavíkur-
flugvelli var hlekkur í því stai-fi og
hún hefur enn hlutverki að gegna í
því að tryggja öryggi í okkar
heimshluta. Það er þess vegna dap-
urlegt að sjá fyrrum stuðnings-
menn NATO og veru varnarliðsins
draga gildi þess nú í efa. Sérstak-
lega í ljósi þess að þjóðir Austur-
Evrópu sækjast nú eftir aðild að
NATO vegna þess öryggis sem
bandalagið hefur tryggt.
NATO hefur þurft að takast á við
ný verkefni að undanförnu. Það
hefur auðvitað hættur í för með sér
en ekki verður undan því vikist að
taka á málum á Balkanskaga af
mannúðarástæðum. Það verður að
fara með gát og beita ekki óþarfa
valdi en Ijóst verður að vera hverju
sinni að ekki verður hætt við hálf-
klárað verk.
NATO hefur mikilvægu hlut-
verki að gegna og Island verður að
standa heils hugar að samstarfinu.
Höfundur er alþingismaður.
„BÚUM öldruðum
áhyggjulaust ævi-
kvöld.“ Þetta eru orð
sem mörg okkar ólust
upp við að heyra í aug-
lýsingum frá einu happ-
drættanna. En hefur
okkur tekist að búa svo
um hnútana að svo sé?
Að mörgu leyti hefur
það tekist, en í mörgum
veigamiklum atriðum
hefur það ekki tekist.
Til dæmis erum við
ennþá að skattleggja
lífeyri gamla fólksins.
Af þessum peningum er
þegar búið að borga
skatt. Þetta eru hlutir
sem við verðum að laga
og það strax. Þá ber að geta þess að
ellilaunin eru það lág að margir sem
ekkert hafa í tekjur annars staðar
frá búa við mjög bág kjör. Þannig að
þó að á mörgum sviðum hafi verði
gerðir góðir hlutir er mikið verk
Okkur ber að gera allt
sem í okkar valdi
stendur, segir Stefán
Þ. Tómasson, til að
gera ævikvöld aldraðs
fólks áhyggjulaust.
óunnið til að allir aldraðir búi við góð
kjör og að orðin sem ég nefndi í upp-
hafi eigi við.
Ég kynntist málefnum aldraðra
þegar ég var formaður fyrir bygg-
ingarnefnd Heimilis fyrir aldraðra í
Grindavík. Við kynntum okkur
hversu mikil þörfin væri fyrir slíkt
heimili. Einnig kynntum við okkur
hvað menn voru að gera annars stað-
ar á landinu. Við
komust að því að gæta
þurfti þess að aldraðir
hefðu valmöguleika, til
dæmis hvort þeir vilja
búa heima á því heimili
sem þeir höfðu af dugn-
aði byggt upp og í þeim
tilfellum þarf fólk á að
halda góðri heimaþjón-
ustu. I öðrum tilfellum
þarf fólk að búa í vernd-
uðu umhverfi en sjálf-
stætt þó. Þar koma til
vernduðu þjónustuíbúð-
irnar. I enn öðrum til-
fellum þarf fólk á
stöðugri ummönnun að
halda og þar koma
hjúkrunarheimilin tO.
Við gerðum ráð fyrir öllum þessum
möguleikum. Aðalatriðið er að aldr-
aðir hafi val og dvelji þar sem þeim
líður vel. Víða um land hefur verið
farin svipuð leið og bera glæsilegar
byggingar þess víða merki.
Það er ekki nóg að við byggjum af
stórhug ef við sjáum öldruðum svo
ekki fyrir mannsæmandi kjörum.
Tvísköttun lífeyris þarf að afnema
nú þegar og ellflaunin þurfa að vera
nógu há til þess að þeir sem ekkert
annað hafa geti lifað mannsæmandi
lífi.
Þetta fólk sem við köllum aldraða í
dag er kynslóðin sem kom okkur til
bjargálna. Með dugnaði og harðfylgi
tókst þessu fólki að koma landinu frá
miðalda samfélagi óg inn í tækni-
vædda tuttugustu öldina. Okkur sem
lifum í allsnægtum hættir til að
gleyma að þetta kom ekki átaka-
laust. Því ber okkur að gera allt sem
í okkar valdi stendur að gera ævi-
kvöld fólks sem áhyggjulausast.
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og þátttakandi í
prófkjöri flokksins í Reykjaneskjör-
dæmi.
Málefni
aldraðra
Stefán Þ.
Tómasson
Samgöngubætur
sem ekki þola bið
Reykjaneskjördæmi
hefur orðið útundan í
byggingu nýrra sarn-
göngumannvirkja. Á
meðan stórfram-
kvæmdir fara fram í fá-
mennum byggðum víða
úti um land hafa brýnar
samgöngubætur í
Reykj aneskj ördæmi
setið á hakanum. Það er
fernt sem þolir ekki bið;
tvöföldun Reykjanes-
brautar og Vestur-
landsvegar, lagning
Suðurstrandarvegar á
milli Grindavíkur og
Þorlákshafnar og loks
Sundabraut, sem verða
mun stærsta átak í samgöngumálum
í sögu þjóðarinnar.
Tvöföldun Reykjanesbrautar
Lengi hefur verið biýnt að auka
flutningsgetu Reykjanesbrautar
með tvöföldun hennar. Nú hefur sá
árangur náðst á Alþingi að sam-
þykkt hefur verið að það verði
næsta stórverkefni í vegagerð, en
varla fyrr en á næstu öld! Það er
fráleitt. Verkefnið krefst forgangs.
Við höfum séð að stórframkvæmd
eins og bygging Hvalfjarðarganga
tók furðu skamman tíma. Það er
ekki mikið mál að flýta áformum um
tvöfóldun Reykjanesbrautar, þar
má fara nýjar leiðir í fjármögnun.
Tvöföldun Reykjanesbrautar er
brýn fyrir íbúa og atvinnulíf á svæð-
inu.
Tvöföldun Vesturlandsvegar
Tvöföldun Vesturlandsvegar er
ekki síður aðkallandi. Þótt nú sé
lokið nýjum tenging-
um Mosfellsbæjar við
Vesturlandsveg er
ljóst að þörfum íbúa
og atvinnulífs á svæð-
inu er hvergi nærri
mætt með því. Brýnt
er að hefja nú þegar
undirbúning að tvö-
földun Vesturlands-
vegar frá Reykjavík að
mynni Hvalfjarðar-
ganganna til þess að
mæta stóraukinni um-
ferð um þessa sam-
gönguæð, sem hefur
orðið fjölfarnari með
auknum viðskiptum á
svæðinu. Ekki hefur
umferðarálagið minnkað við það að
Akraborgin hætti siglingum og
minnast margir mikilla umferðar-
hnúta á Vesturlandsvegi í sumar.
Stóraukið álag á umferðar-
Átak í samgöngumálum
Reykjaneskjördæmis
er, að mati Jóns
Gunnarssonar, for-
gangsverkefni á næsta
kjörtímabili.
mannvirki eykur einnig hættu á
slysum með ómældu tjóni fyrir
fólk og samfélag. Fé sem varið er
til að bæta umferðarmannvirki og
auka öryggi vegfarenda er vel var-
ið.
Lagning
Suðurstrandarvegar
Mjög brýnt er að greiða sam-
göngur á milli Suðurnesja og Suð-
urlands. Lagning Suðurstrandar-
vegar frá Grindavík til Þorlákshafn-
ar er þriðja stórverkefnið í Reykja-
neskjördæmi sem þolir ekki bið.
Lagning vegarins myndi hafa af-
ar jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæð-
inu og treysta starfsemi fyiirtækja
þar, ekki síst sjávarútvegsfyrir-
tækja. Þannig myndu atvinnusvæð-
in á Suðurnesjum tengjast Þorláks-
höfn og auka þar með möguleika í
fiskvinnslu og fiskútflutningi. Það
myndi einnig hafa í for með sér
fjölgun atvinnutækifæra í öðrum at-
vinnugreinum, ekki síst í ferðaþjón-
ustu.
Sundabraut
Sundabraut er verkefni í sam-
göngumálum sem nýtast mun öllu
suðvesturhorni landsins. Það er
áríðandi að hrinda af stað forvinnu
vegna þeirrar vegagerðar og koma
Sundabraut inn á vegaáætlun. Þetta
er afar dýrt verkefni, en þar mun
nýtast reynslan sem komin er af
fjármögnun Hvalfjarðarganga.
Öll framangreind verkefni eru af-
ar brýn og þola ekki bið. Það er
brýnt að taka myndarlega á í sam-
göngumálum Reykjaneskjördæmis.
Það hefur verið afskipt of lengi.
Átak í samgöngumálum kjördæmis-
ins verður forgangsverkefni á Al-
þingi á næsta kjörtímabili, fái ég
einhverju um það ráðið.
Höfundur er fomtaður Sjávarnytja
og tekur þátt íprófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins f Reykjaneskjördæmi.
Jón
Gunnarsson