Morgunblaðið - 11.11.1998, Page 29

Morgunblaðið - 11.11.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 29 LISTIR Minningar um ferðalög og náttúru x / I Asmundarsal við Freyjugötu standa nú yfir tvær sýningar sem gaman er að skoða í samhengi. A annarri þeirra er rýnt 1 mosa og lyng en í hinni er flogið hátt yfir jörðu. Þóroddur Bjarnason leit nýlega inn á sýningar Katrínar Sigurðardóttur og Guðrúnar Einarsdóttur ILISTASAFNI ASÍ, í Ás- mundarsal við Freyjugötu, standa nú yfir tvær sýningar sem gaman er að skoða í sam- hengi. Annarsvegar er um að ræða sýningu Guðrúnar Einardóttur í gryfju safnsins, á málverkum þar sem rýnt er í hið smáa í náttúrunni og á hinni sýningunni, sýningu Katrínar Sigurðardóttur á efri hæð, er vegalandslag smækkað niður í lítið módel þannig að áhorf- andinn verður eins og risi sem gnæfir yfir því. Landslagið vinnur Mstamaðurinn eftir minni en auk þess er samsetning veganna á sýn- ingunni í raun mynd af sjónminn- inu sjálfu eða boðleiðum þess í heil- anum. Þegar gengið er upp á efri hæð safnsins breiðir verkið úr sér um gólfið og út á veggina. VegamódeHð er nostursamlega unnið og virkar sannfærandi með Mtlum trjám beggja vegna vegarins, með grasi og brúm á stöku stað. Engir bflar eða fólk er á ferH á vegunum og áhorf- andanum er því gefið svigrúm til að staðsetja sjálfan sig í landslaginu. Maður kemst eiginlega ekki hjá því að hugsa um hve gaman væri að hafa gamlan Matchbox-bfl í buxna- vasanum og bregða honum á veginn. Listakonan er vísvitandi að búa til vettvang fyrir sjálfa sig og áhorfendur að ferðast um í hugan- um. Þetta eru að hennar sögn minningar um ferðlalög þó vegirnir og umhverfi þeirra séu of „abstract“ til að hægt sé að nefna það nákvæmlega. „Þetta eru engar ákveðnar leiðir," segir Katrín þeg- ar blaðamaður innir hana eftir út- skýringu á verkinu. „En samt eru þetta allt leiðir sem ég hef farið. Þetta er næstum því of fuHkomið landslag til að vera raunverulegt, það er ýkt og bamalegt í senn en þannig matreiða minningamar oft orðna hluti,“ segir Katrín. Erfingjar Everts Taubes takast á AFKOMENDUR sænska tón- Iistar- og myndlistarmanns- ins Everts Taubes takast nú hart á um verk hans og er svo komið að deila þeirra fer að öllum líkindum fyrir dóm- stóla á næsta ári. Það eru þijú börn Taubes sem deila um hvað gera skuli við mynd- ir hans, tvö þeirra vilja eiga hluta þeirra til minningar um föðurinn en eitt þeirra vill að verkunum verði haldið sam- an og þeim komið fyrir á safni, að því er segir í Aften- posten. Taube lést fyrir rúmum tveimur áratugum og ekki leið á löngu þar til ósætti kom upp í systkinahópnum. Að endingu var gengið til nauðungarskipta í apríl sl. á hluta myndanna og var systkinunum úthlutað sjö myndum hveiju, aðallega teikningum. Dóttirinn Ellinor og sonurinn og leikarinn Sven-Bertil, tóku hvort sinn hlutann en elsti bróðirinn, Per-Evert, neitaði að þiggja sinn hluta, sagðist ekki vilja skipta verkunum þar sem það stríddi gegn óskum föður þeirra. Per-Evert bætti um betur, því hann ásakar bróður sinn um að hafa valið nokkur merkustu verkin úr safninu, m.a. verkið „Sjösala redd“, sem Taube teiknaði af útsýn- inu úr vinnustofu sinni árið 1943. Sven-Bertil segir ásak- anir bróðurins ýkjur og ósannindi. Eina ósk hans og Ellinor sé að eiga nokkrar teikningar til minningar um föður sinn, myndir sem þau geti gefið börnum og barna- börnum. „Ef í ljós kemur að þjóðin bíður svo mikinn skaða af því að ég skyldi taka „Sjösala redd“, sem hékk uppi í íbúðinni þegar ég var barn, mun ég sjá til þess að þjóðlistasafnið fái hana svo það geti komið henni fyrir í geymslum sínum,“ segir hann. Per-Evert segir það ljóst af lestri erfðaskrár Everts Taubes, sem lést fyrir 23 ár- um, að hann hafi viljað að verkunum yrði haldið saman. Hefur Per-Evert barist fyrir því að komið verði á fót safni í nafni föðurins á Djurgárden í Stokkhólmi. í fyrra yfirtók háskólinn í Gautaborg bréf og annað skriflegt úr safni Everts Taubes en auk þess eru til um 150 myndir en enn eiga engan vísan stað. Morgunblaðið/Ásdís Katrín Sigurðardóttir GuðrúnEinarsdóttir Hún segir að það sem geri verk sitt frábrugðið venjulegu tóm- stunda módeli, eða landslagsmál- verki, sé að vegimir eru klipptir út úr landslaginu. Þeir hlykkjast sjálfstæðir um öll gólf og veggi. Hún segir það gert til að bregða upp mynd af einangrun ferða- mannsins á ferðalagi sínu. „Flestir sjá lítið annað en vegarbrúnina, flugvöllinn og hótelið þótt þeir ferðist heilu löndin á enda. Það er hvorf tveggja í senn galdur og galli „túrismans“.“ Farandlífið Katrín segir um verk sín al- mennt að þau séu persónuleg og sjálfsævisöguleg og að þau séu unnin út frá hennar eigin upplifun- um. Rauði þráðurinn í gegnum þau em hugleiðingar um staðsetningar og hreyfingu, um farandlíf, ein- hvers konar farand- og fjarlægðar- áráttu, heimþrá og útþrá, segir hún. Sjálf dvelur hún til skiptis í Bandaríkjunum og á Islandi. „Líf fólks af minni kynslóð einkennist í auknum mæM af sífelldum flutning- um á milli svæða. Við búum hluta úr ári hér og hluta úr ári þar,“ seg- ir hún. Sé Mtið á fyrri verk Katrínar sést vel að ferðalög em henni hugleikin. Stundum er þó rýnt í undarleg ferðalög, eins og til dæmis ferðalög á mannslíkamanum en á sýning- unni Flögð og fógur skinn í vor sýndi Katrín landakort af eyjum sem reyndust vera stækkaðar ljós- myndir af hennar eigin fæðingar- blettum. Einnig hefur hún gert ferðalandslag í orðsins fyllstu merkingu en þá bjó hún til módel af almenningsgörðum í þeim borg- um sem hún hefur búið í, kom þeim fyrir í hólfum innan í ferðatösku. „Green grass of home“ hét það verk. Katrín segir að henni finnist gaman að gefa áhorfandanum vald til að skálda við verk sín. „Sjón- rænir miðlar gefa oft móttakand- anum meira vald til frjálsrar túlk- unar en aðrir miðlar, t.d. málrænir. Ég reyni alltaf að skilja eftir nóg af inn- og útgönguleiðum fyrir áhorf- andann, þ.e.a.s. leiðum fyrir hann að túlka verkin á eigin forsendum, nota ímyndunaraflið og leika sér.“ Þykkmáluð náttúra Guðrún Einarsdóttir myndlistar- maður sýnir verk sín í gryfju safns- ins, sjö þykkmáluð málverk án tit- ils. Guðrún segist gjarnan gera til- raunir með efnið og segist sam- hliða gerð stórra málverka gera smærri myndir þar sem hún safnar saman þekkingu á efninu, eins og hún orðar það, gerir tilraunn- og kannar hvernig olían hegðar sér á þornunarferlinu. Um leið og litið er á myndimar sést að efniviðurinn er sóttur beint í náttúruna. „Myndirnar eru líf- rænar og eru jafnvel mörg ár að þorna þar sem ég mála þær núorð- ið í mörgum þunnum og þykkum lögum,“ segir Guðrún. Guðmn hefur annars ekki alltaf verið með náttúruna í forgrunni í myndum sínum og skemmst er að minnast sýningar á Kjarvalsstöð- um árið 1993 þar sem nær einlitar hvítar myndir hennar voru meira eins og efnis- eða áferðartilraunir. „Á þeirri sýningu var ég mikið til að vinna með samspil ljóss og skugga, líkt og í mörgum svörtu mynda minna. Síðan hef ég ein- beitt mér meira að náttúru lands og kröftum þess, jafnframt í lit- um.“ Myndimar á þessari sýningu núna eru ekki endilega raunsæjar heldur er ég að reyna að ná fram tilfinningunni við það þegar maður er umvafinn náttúrunni. Líklega á þörf mín á því að túlka náttúruna rætur að rekja til minninga úr barnæsku þegar ég var á sumrin í sveit í Skagafirði." Drullan falleg eins og fjall Myndirnar túlka einmitt mosa, lyng og önnur jarðefni, og einnig er drulla túlkuð á kunnuglegan hátt. „Mér finnst drullupollurinn hafa jafn mikið gildi og fjöll og raunar er ég alltaf að skoða smáa hluti í kringum mig jafnt sem stóra, tek nærmyndir af jarðvegi, blómum og slíku til sjávar og sveita, þótt ég sé ekki að taka myndimar ljósmynd- anna vegna.“ Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag. SAMBAND MINCA- OC GISTIHÚSA hefur samþykkt breytingu á lögum sínum og taka þau gildi í dag, 11. nóvember 1998. Samkvæmt nýjum lögum breytist nafn SVG í SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR. Öll fyrirtæki, sem starfa í ferðaþjónustu geta átt aðild að samtökunum og er skráning nýrra félagsmanna nú þegar hafin. Framhaldsaðalfundur SVG (stofnfundur SAMTAKA FERÐA- ÞJÓNUSTUNNAR) verður haldinn í dag, 11. nóvember, kl. 11:00 á Hótel Sögu (A-sal). Kennitala er óbreytt svo og heimilisfang, Hafnarstræti 20, Reykjavík. Nýtt símanúmer er 511 8000, faxnúmer er 511 8008

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.