Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 53 MINNINGAR dagslega minningarbrot sem mér finnst lýsandi fyrir það sem þessi göfuga kona stóð fyrir. Þeir sem til hennar sáu gátu vart annað en dáðst að reisn hennar og þeim ljóma sem umlék hana, hvort sem hún var arkandi sér til heilsu- bótar um Seltjarnarnesið þar sem hún kunni á hverri þúfu og hverjum steini skil, í uppáhalds kápunni á leið á mannamót, eða bara hlaupandi á eftir þristinum á leið heim úr vinnu. Amma var glæsileg kona, og lagði mikið upp úr því að líta vel út og koma vel fyrir. Hún var heldur engin písl hún frú Unnur frá Bakka og skorti ekki aflið. Það ætti að skýra það hvernig mögulegt var að komast upp þverhnípta Miðbrautina á slíkum hraða. Amma var með afbrigðum fórnfús og ávallt tilbúin að rétta hjálpar- hönd utan sem innan fjölskyldunnar. Eg held að snærisspottinn sem hún hnýtti í hjólið mitt sé táknrænn hvað þetta varðar. Þarna var hún að hjálpa mér yfir erfiðan hjalla og ekki í síðasta skiptið. Hún var ósér- hlífin og lét þarfu- annarra alltaf ganga fyiir. Um árabil starfaði hún að líknarmálum með Hjálpræðis- hernum, kvennadeild Slysavarnafé- lagsins og Kvenfélaginu Seltjörn. Maður man nú eftir að hafa fylgt henni í hús Slysavarnafélagsins eða annað þar sem hún stóð vaktina daglangt á hlutaveltu eða kökusölu til styrktar verðugu málefni. Vinnusemi var eitt sem hún lagði mikla áherslu á og sýndi á þeim vettvangi sem öðrum gott fordæmi. Ég man eftir því að eftir að amma hóf störf á Hrafnistu voru fímmtu- dagar „frídagar". Ofangreind ferð okkar upp Miðbrautina var eflaust á fimmtudegi. Hún notaði nefnilega frídaginn ávallt mjög samviskusam- lega - til að vinna. Stundum fyrir hádegi á gæsluvellinum og svo eftir hádegi á Bjargi, vistheimili geðfatl- aðra, sem rekið er af Hjálpræðis- hernum. Oft þurfti þó að staldra við heima, en þá aðeins til að lina þján- ingar sárfættra einstaklinga sem vanhagaði um fótsnyrtingu. Um tíma sá hún einnig um að gangar og stofur Mýrarhúsaskóla ilmuðu af hreinlæti og fékk maður stundum að fara með henni í ævintýraferðir þangað og gafst þá tækifæri til að láta illa í skólanum löngu áður en eiginleg skólaganga mín þar hófst. Eitt var það sem jafnöldum mín- um kom mikið á óvart, en það var hversu vel amma Unnur skildi okk- ur unglingana. Eitt sinn sá amma mig hverfa niður í hjólageymslu vopnaðan tappatogara og óskaði eft- ir nánari útskýringu. Þegar ég tjáði henni að nokkri félagar mínir sætu þar og drykkju hvítvín af stút heimt- aði hún að bjóða þeim inn og lána þeim glös þannig að þeir gætu drukkið sitt vín eins og menn. Síðan gætti hún þess að farið væri hóflega með veigarnar og skikkaði alla til að skilja eftir og vitja síðar þess sem afgangs var. Upp frá þessu varð fé- lagsskapur ömmu oft fyrir valinu þegar vinahópurinn undirbjó ferðir á vit ævintýra unglingsáranna. Amma var þá í aðalhlutverki og reiddi ávallt fram bakkelsi og heitt kakó fyrir þá sem vildu. Reyndar var alveg sama hvenær gesti bar að garði og hver var á ferð, ávallt reiddi frú Unnur fram kræsingar og kunni vel við sig í hlutverki gest- gjafans. Vart er hægt að minnast Unnar ömmu án þess að nefna skopskyn hennar sem varð kveikjan að ýmsu spaugilegu. Margar eru þær sögurn- ar sem maður heyrði af þeim afa þar sem þau kútveltust af hlátri yfir ein- hverju sem þau kusu að gera grín að. Nú síðari ár, sérstaklega í þeirri þolraun sem það óneitanlega var fyrir slíka ofurkonu að þurfa að vera upp á aðra komin sökum lömunar sinnar, brá hún ósjaldan á það ráð að leita uppi björtu hliðarnar eða reyna af öllum mætti að lífga upp á tilveruna með góðri skopsögu. Elsku amma, ég kveð þig nú hinsta sinni en þrátt fyrir að þú sért nú horfin sjónum mínum að eilífu er minning mín um þig ljóslifandi, ekki hvað síst þegar ég reyni af kost- gæfni að innræta mínum eigin börn- um þá manngæsku og réttsýni sem einkenndu þinn margbrotna per- sónuleika. Daddi Guðbergsson. KRISTJÁN R. ÞORVARÐARSON + Kristján R. Þorvarðarson var fæddur 30. janúar 1922. Hann lést 26. október siðastlið- inn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 5. nóvember. Fyrir skömmu barst okkur, starfsmönnum Slökkviliðsins í Reykjavík, andlátsfregn fyrrver- andi starfsfélaga okkar, hans Stjána eins og við kölluðum hann, en hann var sjaldan nefndur Krist- ján innan veggja slökkvistöðvar- innar af starfsfélögunum. Við minnumst hans af hlýhug. Hann var afskaplega þægilegur í við- kynningu, léttur í skapi og oft á tíð- um lék bros um varir hans. Kvikar hreyfingar hans og nett líkams- bygging juku enn við þennan létt- leika sem við minnumst í fari hans. Kristján Þorvarðarson hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur í af- leysingum 1. júní 1955 en stundaði önnur störf þess á milli. Hann var síðan fastráðinn í útkallsdeild liðs- ins 1. janúar 1960. Þar starfaði hann á vöktum til ársloka 1983 er hann fór yfír á skrifstofu liðsins í dagvinnu, þar sem hann vann margvísleg störf fram til ársloka 1989, er hann fór á eftirlaun. Krist- ján lagði sig alltaf fram í starfi og kynntist góðum hliðum þess, en eins hinum erfiðu, en alltaf var hann jafn léttur og þægilegur. Skömmu efth’ að Kristján fór á eftirlaun veiktist hann illa. Eftir það höfðum við lítið samband við hann, sérstaklega eftir að hann fluttist norður til Sauðárkróks, en þar dvaldist hann síðustu æviárin við góða umönnun. Þótt sambandið væri lítið höfum við ekki gleymt gömlum félaga. Við minnumst Kri- stjáns af hlýhug. Fyrir hönd fyrrverandi starfsfé- laga hans hjá slökkviliðinu sendi ég aðstandendum hans okkar bestu kveðjur. Hrólfur Jónsson slökkviliðssljóri. ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR söngkona, áðurtil heimilis á Birkimel 8b, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju, Höfn, Horna- firði, föstudaginn 13. september kl. 13.30. Minningarathöfn verður í Dómkirkjunni fimmtu- daginn 12. september kl. 10.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á líknarfélög. Fyrir hönd aðstandenda, Þorgerður Johansen, Haukur Dan Þórhallsson. t Ástkaer sonur okkar, bróðir, mágur, barna- barn og frændi, JÚLÍUS SMÁRI BALDURSSON, Tungusíðu 4, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 7. nóvember. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju föstu- daginn 13. nóvember kl. 15.00. Baldur Ragnarsson, Thelma Baldursdóttir, Berglind Baldursdóttir, Júlíus Fossdal, Þuríður Guðmundsdóttir, Baldur Smári Friðbjörnsson. Þorgerður Fossdal, Friðbjörn Benediktsson, Tómas Arason, Sigríður Árnadóttir, Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ ÚTFARARSTOFA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐÁLSTRÆI I 4B* 101 RHYKJAVÍK L.ÍKK ISTUVINN US I'OI'A EYVINDAR ARNASONAR Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararsq'óri útfararstjóri t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý- hug við andiát eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HERU NEWTON, Garðatorgi 7, Garðabæ. Stanley Páll Pálsson, Sigríður Rut Stanleysdóttir, Hólmar Ólafsson, Áslaug Líf Stanleysdóttir, Sif Stanleysdóttir, Axel Örn Ársælsson og barnabörn. t Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR PÉTURSSONAR vélstjóra. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Alda Guðmundsdóttir, Hartvig Ingólfsson, Friðrik Rúnar Guðmundsson, Hólmfrfður Árnadóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Dýri Guðmundsson, Pétur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÞORSTEINS GUÐNA ÞÓRS RAGNARSSONAR rannsóknariögregiumanns. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki göngu- deildar krabbameinslækninga og deildar 11E á Landspítalanum. Vinum og vinnufélögum hans I lögreglunni og Lögreglukórnum færum við hjartans þakkir. Fyrir hönd aðstandenda, Ásthildur Jónsdóttir. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda sam- úö og hlýhug við andlát og útför móður okkar, HULDU DÓRU FRIÐJÓNSDÓTTUR, írabakka 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Börnin. t Þökkum auðsýnda samúð og vlnarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MÁSLÁRUSSONAR fyrrverandi verkstjóra, Ljósheimum 6, Reykjavík. Guðlaug Pálsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför MAGDALENU SÆMUNDSEN, Holtabraut 4, Blönduósi. Pormóður Sigurgeirsson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.