Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Starfsemi Sjúkrahúss Þing- eyinga kynnt á Þórshöfn Þórshöfn - Félagar frá styrktarfé- lagi Sjúkrahúss Þingeyinga á Húsa- vík komu til Þórshafnar fyrir skömmu til að kynna félagið og um leið þá þjónustu sem sjúkrahúsið hefur að bjóða. Erindi þeirra var fróðlegt og augljóst að Sjúkrahús Þingeyinga á þarna traustan bak- hjarl. í máli Svölu Hermannsdóttur, for- manns félagsins, kom fram að í fé- laginu eru um 300 félagar; félaga- samtök og fyrirtæki og er tilgangur félagsins eingöngu að vera stuðn- ings- og styrktaraðili Sjúkrahúss Þingeyinga. Fjáröflun félagsins er í formi félagsgjalda og sölu minning- arkorta, að ógleymdum gjöfum, stór- um og smáum, frá einstaklingum og félagasamtökum. Félagið hefur reynst sjúkrahúsinu ómetanleg stoð og afhent gjafír eins og sjúkralyftu, monitortæki, tölvur auk margs annars en síðasta verk- efni félagsins var að útvega mjög fullkomin tæki á sviði meltingar- og ristilrannsókna. Þetta var mjög dýrt verkefni, að sögn formanns, eða um Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir FRIÐFINNUR Hermannsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Þingey- inga, Svala Hermannsdóttir, formaður styrktarfélagsins, og Ásgeir Böðvarsson, læknir, lengst til hægri. 7 milljónir króna, en Húsavíkurbær veitti stóran styrk til þeirra kaupa. Á Húsavík er því í dag fullkomn- asta rannsóknarstofa meltingar- og ristilsjúkdóma á landinu og til starfa er kominn mjög fær sérfræðingur á þessu sviði, Ásgeir Böðvarsson, læknir, sérfræðingur í lyflækning- um og meltingarsjúkdómum. Það sem ekki síst vakti athygli áheyrenda á Þórshöfn var þegar for- maður félagsins upplýsti að einnig hefði verið veitt fjárhagsaðstoð til að útbúa aðstöðu fyrir aðstandendur sjúklinga eða þá sem koma til rann- sóknar án þess að þurfa að leggjast inn á sjúkrahúsið. Verið er að inn- rétta herbergi í gamla sjúkrahúsinu, sem sambyggt er orðið því nýja og er eflaust kærkomið fyrir þá sem lengra eru að komnir til að nýta þjónustu sjúkrahússins. Þar verður aðstaða til eldunar en einnig verðm- hægt að kaupa fæði í mötuneyti sjúkrahússins fyrir þá sem það kjósa. Að sögn Friðfinns Hermannsson- ar, framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Þingeyinga, hefur styrktarfélagið verulega stutt við stofnunina og hjálpað til við að snúa vörn í sókn. Það er staðreynd að öryggi og vellíð- an íbúa hér á norðausturhorninu byggist ekki síst á góðri heilbrigðis- þjónustu, ásamt mennta- og menn- ingarmálum, sagði Svala Hermanns- dóttir, formaður félagsins, í lok er- indis síns og var góður rómur gerður að máli hennar hér á Þórshöfn. Endur- bætur á Skeiðar- árbrú Hnappavöllum - Að undan- förnu hefur brúarvinnu- flokkur Vegagerðarinnar undir stjórn Jóns Val- mundarsonar, Vík, unnið að endurbótum á gólfí á öllum eldri hluta Skeiðar- árbrúar sem er rúmir 700 metrar. Skipt er um allt slitgólfíð og annað timbur eftir þörfum. Að lokum eru settar járnmottur sem festar eru með um 115 þúsund skrúfum. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Morgunblaðið/Silli SNORRI Pétursson var frummælandi á fundi Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins. Nýsköpun- arsjóður at- vinnulífsins kynntur Húsavík - Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins boðaði til hádeg- isverðarfundar á Húsavík um síðustu helgi að Hótel Húsavík og var fundurinn vel sóttur af forsvarsmönnum fyi-irtækja í héraði. Á fundinum kynnti Snorri Pétursson, einn af sérfræðing- um sjóðsins tilgang hans og stai’fsemi í ítarlegu erindi, greindi frá forverum Nýsköp- unarsjóðs og hlutverki hans nú. Ymsar spurningar voru lagðar fyrir frummælanda sem hann svaraði og út af þeim spunnust nokkrar um- ræður. Það er nýbreytni að það sem verið er að vinna sunnan heiða sé kynnt fyrir norðan en slíkt er vel þegið. Morgunblaðið/Anna Ingólfs FRÁ aðalfundi Þróunarstofu Austurlands sem haldinn var á Hótel Héraði. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason SIGURJÓN Pétursson flytur erindi og aðrir á myndinni eru Guðjón Petersen, Ólafur Hilmar Sverrisson og Snorri Þorsteinsson. Egilsstaðir - Þróun- arstofa Atvinnuþró- unarfélags Austur- lands hélt aðalfund sinn á Hótel Héraði. Stofan flutti starf- semi sína á sl. ári frá Seyðisfirði til Egilsstaða í húsakynni Byggðastofnunar á Egilsstöðum sem stórbætti vinnuumhverfi starfsmanna. Tímamót í uppbyggingu byggðaþróunar- starfs urðu á sl. ári er Byggðaþróunarsvið Byggðastofnunar var flutt á Sauðárkrók og Byggðabrúin svonefnda var opnuð. Rætt var um byggðabrúna en hún er samstarf Byggða- stofnunar og Atvinnuþróunarfélaga í landinu. Byggðabrúin opnar nýjar leiðir til marghátt- aðra samskipta í gegnum gagnvirkan fjar- fundabúnað. Sá búnaður hefur m.a. myndað samskiptabrú til Vopnafjarðar og milli Hornafjarðar og Egilsstaða en á Hornafirði er nú komin góð vinnuaðstaða fyrir starfsmenn stofunn- ar þegar þeir dvelja þar. Þróunarstofa Austurlands er því orðin hluti af þróun- arsamfélagi sem að standa öll atvinnuþróunarfélög á landsbyggð- inni, Byggðastofnun, háskólar og ýmsar rann- sókna- og tæknistofnanir. Ennfremur hafa Atvinnuþróunarfélagið og SSA gert samning við Byggðastofnun þar sem félaginu eru falin víðtækari verkefni en áður en félagið mun annast byggðaþróunarverkefni á starfssvæði sínu. Auk samstarfs við Byggðastofnun er lögð áhersla á samstarf og tengsl við sveitarfélög, opinberar stofnanir og aðila sem áhrif geta haft á þróun byggðar. Framkvæmdastjóri Þróunarstofu Austurlands er Gunnar Vignis- son. Stykkishólmi - Fyr- ir tveimur árum þegar sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólanna varð breyting á starf- semi Fræðsluskrif- stofu Vesturlands. Akraneskaupstaður dró sig út úr samstarfinu og stofnað var Byggðasamlag um Skólaskrif- stofu Vesturlands þar sem öll önnur sveitarfé- lög á Vesturlandi sameinuðust um þennan rekstur. Mánudaginn 2. nóvember sl. var haldinn í Stykkishólmi 3. aðalfundur Byggðasamlags- ins. Gestur fundarins var Sigurjón Pétursson, deildarstjóri grunnskóladeildar Sambands ísl. sveitarfélaga. Hann gerði grein fyrir starf- semi þeirrar deildar en þar er efst á baugi fjarkennsla og endurmenntunarmál kennara. Snorri Þorsteinsson, forstöðumaður Skóla- skrifstofunnar, og Guðjón Petersen, formaður Byggðasamlagsins, fóru yfir starfsem- ina á síðasta ári. Hjá skólaskrif- stofunni starfa 6 starfsmenn, sál- fræðingar, tal- meinafræðingur og kennslufulltrúar. Lögð var fram fjárhagsá- ætlun næsta árs og var hún ekki afgreidd, heldur á að fara nánar yfir hana og afgreiða hana á aukafundi fljótlega. Tillaga kom fram um að Reykhólahreppur fengi aðild að Byggðasamlaginu, en hreppur- inn hefur notið þjónustu Skólaskrifstofunnar, en afgreiðslu var frestað. Þá á að endurskoða samþykktir Byggðasamlagsins með hliðsjón af reynslu og starfi Skólaskrifstofunnar. Ný stjórn Byggðasamlagsins var kosin og urðu miklar breytingar á henni, fjórir af fimm stjórnarmönnum hættu. Nýr formaður er Oli Jón Gunnarsson frá Borgarbyggð. Þróunarstofa Austurlands víkk- ar starfsemi sína Fjarkennsla og endurmennt- unarmál kennara , i ^BSH£
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.