Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR I Jörundur Guðmundsson, tívolíhaldari og varaþingmaður: m/SF* i - _____„1,1 • T„ ’ ........... VELKOMINN Jörundur minn, það var löngu orðið tímabært að fá fagmann í pleisið. Freista þess að lengja nýtingartíma skíðasvæða sinna Stórtæk snjóframleiðsja á svæðum Víkings og IR Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson MEÐ tilkomu gervisnjós fá skíðamenn tækifæri til að æfa meira. SNJÓFRAMLEIÐSLA í stórum stíl hefst að pllum líkindum á skíðasvæðum ÍR og Víkings á Hengilssvæðinu um næstu helgi. Tilgangurinn með snjóframleiðsl- unni er að sögn Auðar Bjargar Sigurjónsdóttur, formanns skíða- deildar ÍR, að lengja æfíngatíma- bil skíðafólks en um leið lengist sá tími sem almenningur hefði til skíðaiðkana. Að sögn Auðar Bjargar verður snjógerðarvélin á meiðum í brekk- um IR í Hamragili og Víkings í Sleggjubeinsskarði og getur hún framleitt 60 rúmmetra af snjó á klukkustund við bestu skilyrði, þ.e. í frosti og vatnshita undir fjórum gráðum. Snjóframleiðsla hugsanlega um næstu helgi Fást í leikfangaverslunum, bóka- og ritfangaverslunum, stórmörkuðum og matvörubúðum um allt iand ——------ DREIFINGARAÐIU I .GuE)MUNÐSSONehf. Símí: 533-1999, Fax: 533-1995 Uppsetning á vélum og öðrum búnaði, svo og lagning vatnsleiðslu fer fram nú í vikunni og ef allt gengur að óskum er mögulegt að snjóframleiðslan hefjist um næstu helgi, að sögn Auðar Bjargar. IR og Víkingur hafa fjárfest í búnaði fyrir tæpar 800 þúsund krónur vegna snjógerðarinnar, m.a. tveimur kílómetrum af 9 tommu plaströrum. Vegna fyrir- tækisins munu félögin njóta stuðn- ings Reykjavíkurborgar, m.a. vegna leigu á snjóbyssunni og dæl- Framtíð skíðaíþróttarinnar á Reykjavíkursvæðinu í húfi „Markmið okkar er að geta stundað snjóframleiðslu til fram- búðar og lengt þannig skíðatíma- bilið. Við höfum tröllatrú á að þetta heppnist og er það reyndar mjög mikilvægt og nánast spurn- ing um framtíð skíðaíþróttarinnar á Reykjavíkursvæðinu að snjó- gerðin gangi að óskum,“ sagði Auður Björg í samtali við Morgun- blaðið. Upplýsingastefna Kaupþings Fj ármálaheim- urinn aldrei verið flóknari Hreiðar Már Sigurðsson KAUPPING stendur fyrir upplýsinga- stefnu á Grand Hóteli, föstudaginn 13. nóv- ember. Hreiðar Már Sig- urðsson, aðstoðarforstjóri Kaupþings hf., segir að ráðstefnur af svipuðum toga hafi verið haldnar áð- m- en þá einungis fyrir helstu viðskiptavini. Þetta er í fyrsta sinn sem upplýs- ingastefna Kaupþings stendur öllum til boða. „Markhópur okkar er sjóðsstjórar, framkvæmda- stjórar og fjármálastjórar fyrirtækja svo og fjárfest- ar. Okkur hefur virst þörfin fyrir þekkingu og upplýs- ingar fara vaxandi enda er fjármálaheimurinn flóknari en nokkru sinni. Einnig fjölgar sífellt þeim möguleikum sem standa til boða. Með því að halda upplýsingastefnu sem þessa erum við að varpa ljósi á það nýjasta sem er að gerast í þessum heimi.“ -Hvað er það nýjasta sem er aðgerast í fjármálaheiminum? ,Jí undanfömum árum hefur þróunin verið gríðarlega hröð í fjármálaheiminum. Alþjóðavæð- ing fjármagnsmarkaða hefur gert það að verkum að fjárfestinga- tækifæri fyrir fjárfesta og fyrir- tæki hafa aukist mikið. Samhliða auknum fjárfestingatækifærum hefur áhættustýring fyrir fjár- festa og fyrirtæki orðið mun stærri þáttur. Á ráðstefnunni munum við kynna notkun ýmissa fjármálatækja líkt og afleiðu- samninga sem hægt er að nota til að auka ávöxtun og lágmarka áhættu fyrir fjárfesta og fyrir- tæki. Fjórtán fyrirlestrar verða fluttir af sérfræðingum Kaup- þings og þar má t.d. nefna fyrir- lestur um gjaldeyrisvilnanir og stýringu gengisáhættu. Gjaldeyr- isvilnanir eru eitt fjármálatæki sem menn hafa á boðstólum í áhættustýringu fyrirtækja." Hreiðar Már segir að annar fyrirlestur taki á nýtingu afleiða við stýringu verðbréfasafna og síðan sé fjallað um hvers vegna VH hlutföll eru ónothæf til virðis- mats á fyrirtækjum. „Við tökum fyrir nýjungar í fjármálastjórnun fyrirtækja og fjöllum um hvemig menn geta metið árangur í rekstri með tilliti til þeirrar áhættu sem tekin er. Annar fyrir- lestur sem snýr að fjármálastjómun er hvemig fyrirtæki geta skapað verðmæti með breytingum í fjár- magnsskipulagi. Þá teljum við að ýmislegt geti vakið áhuga sjóðsstjóra lífeyris- sjóða eins og fyrirlestur um líf- eyrissjóði, umframeignir og rétt- indabreytingu og það hvernig líf- eyrissjóðir geta breytt réttindum til frambúðar." - Þið ætlið líka að skoða sveifl- urá aiþjóðlegum mörkuðum? „Já, við höfum á undanfórnum árum séð mun meiri sveiflur á al- þjóðlegum mörkuðum en áður og við munum fjalla um af hverju þær stafa og hvaða áhrif þær munu hafa á íslenska fjárfesta. Ennfremur skoðum við hvernig þeir geta varið sig gegn slíkum sveiflum." Hreiðar Már segir að það séu engin takmörk lengur í þessari ►Hreiðar Már Sigurðsson er fæddur í Reykjavík árið 1970. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla fslands árið 1994 og hefur síðan starfað hjá Kaup- þingi. Hreiðar starfaði sem sjóðs- stjóri verðbréfasjóða Kaupþings í Lúxemborg en varð aðstoðar- forstjóri Kaupþings í ágúst síð- astliðnum. Eiginkona Hreiðars Más er Anna Lísa Sigurjónsdóttir grunnskólakennari og eiga þau einn son, Arnór. grein og það sem ráði ferðinni sé einungis ríkt hugmyndaflug. „Það eru alltaf að koma nýjar tegundir verðbréfa og afurða og nú er svo komið að hægt er að brjóta upp verðbréf í frumeindir með gerð afleiðusamninga." - Verða einstaklingar varir við allar þessar breytingar í fjár- málaheiminum? „Við höfum séð að sú þróun sem á sér stað á fjármagnsmark- aði sjóða og fyrirtækja skilar sér að lokum til neytenda. Nærtækt dæmi er valréttarbréf sem Kaup- þing seldi á vormánuðum þar sem einstaklingar gátu tryggt sér ávöxtun á alþjóða hlutabréfa- mörkuðum en voru engu að síður varðir gegn lækkunum. Aðdrag- andi valréttarbréfa fyrir einstak- linga var í raun þörf stærri sjóða sem vildu fjárfesta á alþjóða- markaði með lágmarks áhættu." -Eigið þið von á mörgum á upplýsingas tefn una? „Við getum tekið við 200 þátt- takendum og það eru um 20 sæti eftir. Meðal gesta verða sjóðsstjór- ar allra helstu lífeyris- sjóða og framkvæmda- stjórar og fjármála- stjórar stærstu fyrir- tækja landsins. í ljósi þeirra viðbragða sem við höfum fengið eigum við von á að upplýsingastefnur af þessu tagi verði árviss viðburður. Þátttakan staðfestir þá tilfinningu okkar að þörfin fyrir þekkingu á þessum markaði sé sífellt að aukast og svo virðist sem fólk sé tilbúið að eyða einum degi í endurmenntun á þessu sviði. Allir fyrirlestrar okkar eru fiuttir af sérfræðingum Kaup- þings en innan fyrirtækisins býr mikil sérfræðiþekking og þetta er kjörin leið til að koma henni á framfæri. Eins og fram hefur komið verða fyrirlestramir fjórt- án en gestum verður gefinn kost- ur á að velja um 3 fyrirlestra í einu eftir áhugasviði." Þróunin á fjármagns- markaði skilar sér að lokum til neytenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.