Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 44
J4 MIÐVIKUDAGUR11. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Göbbels-tækni LÍÚ " ENGINN efast um það að Göbbels náði langt fyrir nasista með áróðri sínum í Hitlers- Þýskalandi. Arangur- inn varð þó Þýskalandi til mikillar ógæfu og sömuleiðis glæpahysk- inu sjálfu að lokum. Þetta kemur eflaust fleirum en mér í hug við áróðursstríð Landssambands ís- lenskra útvegsamanna vog bandingja þeirra, ráðamanna Sjálfstæð- isflokksins og Fram- sóknarflokksins, áróð- ursstríð þar sem þeir verja tugmilljónum króna til þess að sannfæra þjóðina um að það sé henni fyrir bestu að láta stela af sér fiskimiðunum, sinni löglegu eign. Forystumenn útvegsmanna vita að ef lygin og afskræming sannleik- ans eru endurtekin fagmannlega nógu oft, mikið og lengi er hugsan- legt að fá fjöldann til að trúa lyginni um stund. Til þess er leikurinn gerður, að slæva svo dómgreind al- mennings að hann kjósi aftur yfir Asig sama þingmeirihlutann og ríkis- stjórnina sem endanlega mun treysta ranglætið í sessi, ranglæti sem samsvarar þjófnaði upp á eina milljón króna á hvert mannsbarn í landinu, þrjú hundruð milljörðum króna alls, ef tekið er til viðmiðunar það verð sem útvegsmennimir hafa sjálfir verðlagt kvótann á. Til allrar hamingju er stór hluti þjóðarinnar ennþá í svo sterkum tengslum við nýtingu þeirrar auð- lindar sem stuðlað hefur að velferð - þjóðarinnar undanfama áratugi að hugsanlegt er að þessi ómerkilegi áróður hitti þá sjálfa fyrir sem reyna nú að beita honum. Þó að gaman sé að hlæja að fáránleika auglýsinga LÍÚ skulum við samt gæta að okkur og láta ekki hláturinn einn duga sem andsvar. Lítum á nokkur dæmi um afbökun sannleikans: Reynt er að telja fólki trú um að það sjálft eigi í raun og veru kvótann með grátbroslegri opnuaug- lýsingu með fjómm yngismeyjum. Þama hefði í raun og vem verið rétt að birta mynd af nokkmm kvótaeig- endum, mönnum sem hafa yfir að ráða réttindum til að veiða tiltekið magn af fiski á sameiginlegum fiski- miðum landmanna, rétt til að leigja öðram ailaheimildina eða að selja hana nánast skattlaust fyiir stór- kostlegar upphæðir. Birta hefði mátt mynd t.d. af formanni Fram- sóknarfiokksins, Halldóri Asgríms- syni. Hann og fjölskylda hans hafa eignast kvóta fyrir um milljarð króna en útgerðarfélag fjölskyld- unnar var stofnað skömmu áður en Halldór hafði forgöngu um að koma kvótakerfinu á. Kvótakerfið er sagt hafa leitt af sér mikla hagræðingu innan sjávar- útvegsins. I áróðursbæklingi ríkis- stjórnarinnar stendur að kvótakerf- ið hafi skilað 60% framleiðniaukn- ingu innan greinarinnar. Undirrit- aður hefur lýst því hér í Mbl., að fiskiskipaflotinn hefur vaxið um 25% að stærð og 29% að vélarafli á kvótatímanum. Olíunotkun á hverja aflaeiningu hefur meira en tvöfald- ast. Heildarskuldir útgerðarinnar hafa vaxið en bolfiskveiðarnar hafa dregist vemlega saman á tímabil- inu. Bolfiskaflinn var t.d. 760 þús- und tonn árið 1980 en aðeins 470 þúsund tonn árið 1996. Því er haldið fram að í raun sé þorskurinn greifinn, en ekki þeir sem hafa fengið aflheimildir frá stjórnvöldum með ómálefnalegri mismunun. Hvar er lénsveidi þorsksins? Svona bjánalegur útúr- Allt tal um framleiðni- aukningu, segir Yaldi- mar Jóhannesson, er tómt bull. snúningur ætti að vera fyrir neðan virðingu meira að segja LIÚ. Það væri nær að kvótagreifarnir birtu myndir af hluta af þeim 100 þúsund tonnum af þorski ár hvert sem liggur rotnandi á sjávarbotni um- hverfis landið. Ailir sjómenn vita að kvótakerfið hefur falið í sér hvata, nánast forskrift um að henda þorski sem ekki lendir í dýrasta verðflokki auk þess að hent er þeim fisktegundum sem viðkomandi veiðiskip hefur ekki aflaheimild fyrir á hverjum tíma. Þar á meðal getur verið þorskur í dýrasta verðflokki, sjálfur mark- greifinn eða hvað! Er það skrýtin hagræðingin sem meiri hluti Al- þingis ber ábyrgð á með hallæris- legri þögn sinni í stærsta hags- munamáli þjóðarinnar. Telja á þjóðinni trú um að efna- hagsbata þjóðarinnar undanfarna mánuði megi þakka kvótakerfinu. Væri þá ekki rétt að kenna kvóta- kerfinu um efnahagsþrengingarn- Valdimar Jóhannesson Dæmi 30x30 sm. gólfflísar frá 1.190 pr.m2 15x15 sm. veggflísar frá 980 pr.m2 A Allar afgangsflísar jr á 590 pr.m2 JiF TEPPABÚDIN ■£• Suöurlandsbraut 26, símar: 568 1950 / 581 4850 > ar sem við lifðum á kvótatímanum. Ef litið er til tímabilsins alls frá þvi að kvótakerfið var sett á hafa Islendingar setið eftir í lífskjara- vexti miðað við þjóðir sem okkur er tamt að miða okkur við. LÍÚ getur ásamt stjórnvöldum með réttu þakkað sér það að fólk í sjáv- arþorpunum allt umhverfis landið er að taka saman föggur sínar og flytja á brott vegna þess að kvóta- braskið hefur fært frá því lífs- björgina. Margt fer þetta fólk eignalaust vegna þess að húsin þeirra eru óseljanleg. A sama tíma eru sumir kvótagreifarnir búnir að koma sér upp sólskinshofum m.a. í Flórída og ganga götur þar að sögn undir nafninu „Little Grinda- vik“. Er það kannski efnahagsbat- inn að flytja hluta þjóðarinnar hreppaflutningi frá „krummaskuð- unum“ til þess að annar hluti hennar geti spókað sig í vellysting- um í sóiarlöndum?!!! Þjóðinni er sagt að kvótkerfið hafi byggt upp sterkari fiskistofna. Hvar sér þess stað? Undanfarin ár höfum við verið að veiða 168-200 þúsund tonn á ári af þorski eftir uppbyggingu stofnsins með kvóta- kerfinu í 14 ár og friðunaraðgerðum öðram í lengri tíma. Þetta er langt innan við helmingur þess sem veiddist að meðaltali af þorski á Is- landsmiðum áratugum saman við breytileg lífsskilyrði í hafmu. Kannski er verið að hafa af þjóðinni 40 milljarða króna í útflutnings- verðmætum af þorskveiðum á ári vegna þess að skömmtunarstjórar haftamennskunnar gefa sér vitlaus- ar forsendur eða reikna vitlaust út. Og reyndar: Hvar er síldin hans Jakobs? Sumir af ágætustu mönnum heims eru sagðir hafa kynnt sér kvótakerfið. Því er komið á fram- færi við þjónustufúsa fjölmiðla að aðalritari SÞ, Kofi Annan, hafi hrós- að fiskveiðistjómunarkerfi Islend- inga á fundi hans og kvótagreifans Halldórs Asgrímssonar, utanríkis- ráðherra. Hafi aðalritarinn lýst já- kvæðum viðhorfum til kvótakerfis- ins hefur hann örugglega ekki verið upplýstur um það hvemig tiltekn- um þegnum landsins hafi á ómálefn- islegan og stórfelldan hátt verið hyglað á kostnað annarra og at- vinnufrelsi hinna síðarnefndu um leið takmarkað. Umsögn Kofi Ann- an hefur verið kurteisishjal byggt á því að hann hefur trúað röngum fullyrðingum sægreifans um ágæti eigin verka. Forsætisráðherra reyndi að teija þjóðinni trú um það í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar að unnt væri að leysa þann stórkostlega vanda sem óréttlætið hefur skapað með því að auðvelda almenningi að kaupa aftur það sem frá honum var stolið. Þetta eru satt að segja svo þunnar trakt- eringar að meira að segja kvóta- greifarnir hnussuðu. Sjónvarpsauglýsingar sýna frið- sæl og litrík undirdjúp með fallegri tónlist til marks um það hvað kvóta- kerfið er nú gæfulegt fyrir okkur öll. Nær væri að sýna niðurbrotin kóralrif eftir steinmulningstrollin sem rymjandi, olíuspúandi verk- smiðjutogaramir plægja með botn- inn þakinn rotnandi fiski sem hent er fyrir borð. Góðir landsmenn. Látið ekki frá- leitar auglýsingar LIÚ glepja ykk- ur sýn. Því miður höfum við, sem erum að reyna að amla á móti ekki fjármagn til þess að leiðrétta rang- ar upplýsingar sægreifanna en við höfum öll mikið vald sem við verð- um að beita næsta vor, atkvæði vort. Höfundur situr í stjóm Samtaka um þjóðareign. Stígandi í starfi Verðandi Gerður Stefán Magnúsdóttir Pálsson NÚ ER genginn í garð spennandi vetur í íslenskum stjórnmál- um. Fjölmörg stórmál liggja fyrir Aiþingi og pólitísk umræða er með mesta móti. Nú þegar er hafinn undir- búningur að kosning- unum í vor, kosning- um sem verða ein- hverjar þær mikilvæg- ustu á síðari árum. í vor gefst kjósend- um færi á að styðja framboð þeirra afia í þjóðfélaginu sem að- hyllast félagshyggju, kvenfi'elsi og jafnaðar- stefnu. Sameiginlegt framboð Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista er gamall draumur fjöl- margra vinstrimanna, sem loks er orðinn að veruleika. Með samfylking- Stuðlum að því, segja Gerður Magnúsdóttir og Stefán Pálsson, að vorið 1999 verði vinstra vor. unni hefur tekist að skapa raunhæf- an valkost við þá íhaldsstefnu sem einkennt hefur helmingaskiptastjóm Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks undanfarin ár. Ungt fólk hlýt- ur að taka slíku framboði fagnandi og stuðla að framgangi þess. Sá vettvangur sem best hentar ungu fólki til að vinna sameiginlegu framboði brautargengi eru þær ungliðahreyfingar stjómmálaflokk- anna sem þegar era fyrir hendi. Verðandi, samtök ungs Alþýðu- bandalagsfólks, er ein þeirra hreyf- inga. Um þessar mundir er vetrar- starf Verðandi að komast á fulla ferð og ættu þar allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að venju verða málfundir, hópastarf og út- gáfumái fyrirferðarmikil í dag- skránni, en jafnframt verður sér- stök rækt lögð við að efla starfsemi samtakanna víðs vegar um landið. I því skyni verður lagt kapp á að styrkja þau aðildarfélög sem fyrir era og stuðla að stofnun nýrra fé- laga, en á dögunum bættist Verð- andi einmitt góður liðsauki þegar ungt vinstrafólk á Akranesi stofnaði félagið Stígandi. Það viðfangsefni sem næst er á döfínni hjá Verðandi er landsfundur samtakanna, sem haldinn verður í Þinghóli í Kópavogi laugardaginn 14. nóvember nk. Þar er ætlunin að ræða sérstaklega um umhverfismál, í tengslum við þá umræðu sem nú á sér stað um virkjanir á hálendinu og orkustefnu landsmanna. Auk um- hverfismálanna verður vitaskuld fjallað um þá stöðu sem uppi er í ís- lenskum stjórnmálum og lagður grannur að baráttu næstu mánaða. Það er því ýmislegt framundan hjá Verðandi í vetur og fyllsta ástæða til að sem allra flestir sláist í hópinn og stuðli að því að vorið 1999 verði vinstra vor. Höfundar eru félagar i Verðandi, samtökum ungs Alþýðu- bandalagsfólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.