Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ 64 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 ...... .......... FÓLK í FRÉTTUM Bækurnar í lífi Bubba Morthens Stjörnulíf í Hollywood Hollywood Handbook. Hollywood handbókin. Forth Estate Limited, London, 1996. Bdksala stúdenta. 256 bls. 2.970 krdnur. Hitler og Göbbels spila bingó Timequake. Timaskjálfti. Höfundur: Kurt Vonnegut. Gefið út af Vintage, London, árið 1998. Kilja, 219 bls. Fæst í Bdkabúð Máls og menningar. 1.315 krónur. Kurt Vonnegut kveður. Þótt hann hafi oft lýst því yfir áður bendir allt til þess að nú megi taka hann trúan- legan: Kurt Vonnegut er hættur að skrifa. Timequake varð til eftir 10 ára rithöfundarteppu. Að sögn höfund- ar var fyrsta handritið beinlínis hræðilegt. Sagan neitaði að láta skrifa sig. Utgáfudeginum var frestað og höfundurinn dró upp styttingasaxið. Þessi bók leit svo dagsins ljós u.þ.b. ári seinna. Sög- uþráðurinn í grundvallaratriðum sá sami en fyllt upp í með örstuttum smásögum, endurminningabrotum og dæmigerðum Vonnegut-spak- mælum. Bókin inniheldur sumsé allt sem aðdáendur hans gætu mögulega óskað sér. Vísindaskáldið Kilgore Trout er að sjálfsögðu miðdepill sögunnar. Orðinn velefnaður og virtur rit- höfundur þegar tímaskjálftinn skellur á. Árið 2001 hoppar tíminn aftur um tíu ár. Mannkynið neyðist til að endurupplifa síðustu tíu árin í nákvæmum smáatriðum. Söguleg- um staðreyndum verður ekki haggað og atburðir eru því algjör- lega fyrirsjáanlegh’. Hinn frjálsi vilji má sín einskis gagnvart örlög- unum og ekkert óvænt gerist. Lífið er með öðrum orðum leiðinlegt. Tímaskjálftinn er áfall fyrir alla. Sérstaklega þá sem þurfa að ganga í gegnum sömu hrakföllin aftur, gera sömu mistök og taka sömu röngu ákvarðanirnar og fyrir tíu ár- um. Inn í þetta brjálæðislega plott fléttast svo algjörlega ótengdir at- burðir: Síðustu dagar Hitlers og Göbbels í neðanjarðarbyrginu, þar sem nasistaleiðtogarnir illræmdu spila bingó til að láta tímann líða. Sköpunarsagan, þar sem Guð er karlmaður en satan kona. Gamlir fimmaurabrandarar og rismikill kafli þar sem Vonnegut og Kilgore Trout hittast og eiga stutt spjall um lífið og rithöfundabransann. Síðasta bók Kurts Vonneguts er kannski ekki hans besta en engu að síður ómissandi lesning. Fáir rit- höfundar hafa jafn kærulausan húmor og Vonnegut. Enn fæiTÍ jafn skemmtilegan og lifandi stíl. í for- mála bókarinnar kvartar hann sár- an yfir að vera ekld löngu dauð- ur. Hann á einmitt afmæli í dag, er 76 ára, og lesendur geta ekki annað en fagnað því að hann hafi tórt. LÍKT og með margar bækur af svipuðu tagi á maður frekar erfitt með að átta sig á þessari handbók Hollywood í fyrstu. Þegar flett er í gegnum hana í flýti ægir saman frekar ósamstilltum hópi mynda í bland við texta og töflur þannig að 'erfítt er að sjá eitthvert samhengi, þó allt þetta virðist með því marki að skapa svolítið smart og móðins útlit. Við lestur bókarinnar koma þó í ljós nokkuð viðamiklir leskaflar þar sem sagðar eru bæði sannsögulegar og skáldaðar sögur sem tengjast allar Hollywood-lifnaðinum á einn eða annan hátt. Meirihluti bókar- inniar á sér síðan beina eða óbeina tengingu við Chateau Marmont- hótelið, þar sem flestar stjörnur -kvikmyndaborgarinnar eiga að hafa eytt einhverjum nóttum í vellystin- um og jafnvel nokkru svalli. Það er nefnilega nokkuð einkenn- andi fyrir bókina að þar er ekki skorast undan því að draga dökku hliðar glanslifnaðarins upp á yfir- borðið og tvíbend táknmynd Hollywood, sem vettvangur glæsilí- fernis og munaðar annars vegar, og blóraböggull hnignandi siðferðis og ofbeldisverka nútímans hins vegar, er sýnd glögglega. Smásögur bókarinnar fjalla þannig aðallega um fallandi stjörn- ur, brostin hjónabönd og spillta framleiðendur og umboðsmenn. I fróðleikspunktum bókarinnar er líka hægt að finna ansi svæsið ‘stjörnuslúður, allt frá jafn hrikaleg- um atburðum og morði á leikstjór- anum og ástmanni Lönu Tumer, William D. Taylor, niður í saklaus- ari hluti eins og handtöku Roberts Mitchum vegna kannabisreykinga. Mitchum er síðan við öllu viðkunnanlegri staríá, þar sem hann stendur í uppvaski, í einni af fjölmörgum skemmtilegum mynd- um bókarinnar. Aftast í bókinni er síðan ekki síður fyndin mynd, þar sem táknmynd stjörnudýrkunar dagsins í dag, sjálf Björk okkar, sést á vappi um ganga Marmont- hótelsins. Af nógu öðru efni er að taka, t.d. (stutt viðtöl við leikstjórana Billy ’ Wilder og Francis F. Coppola og listi yfir tíðni sjálfsmorðsaðferða íbúa LA á árunum 1932- 3, svona rétt til að sýna að ekki var allt sem sýndist þá frekar en nú í kringum Hollywood-lí- fernið. Ritstjóri verksins, André Balazs, ku vera eigandi Chateau Mar- mont-hótelsins, en þrátt fyrir það er langt í frá að ~ilum sé að ræða einhvern fegraðan auglýsingapésa með glimmeráferð. Að vísu er útlit bókarinnar nógu smart en innihaldið er nokkuð hressileg tiltekt á Hollywood-ímyndinni í gegn- um tíðina, þar sem skítnum undir glanslifnaðinum er W skrapað upp á yfirborðið. Ástarjátning til íslenskra fjalla - Hvernig bækur lestu aðal- lega? „Þessa dagana les ég aðallega fræðibækur um fluguveiði. Eg hef gaman af því að fræðast og læra. Þessi lesning er hluti af því að verða gdður listamaður með stöngina." - Hver er besta bókin sem þú hefur lesið? „Eg held að besta bókin sem ég hef lesið sé Nýja testamentið." -Afhverju? „Eg held það þurfi vart að . skýra það. Hún hefur allt það til að bera sem góða bók þarf að prýða. Hún er ekki eins djöfulleg í grimmd sinni og Gamla testa- mentið. 1 öðru lagi snertir hún alla þætti mannlegs samfélags og vitundarlífs manna frá frum- kristni og fram á þennan dag. Þótt ég sé trúaður hefur það ekkert með val mitt á Nýja testa- mentinu að gera. Eg held að allir þeir sem kunna að meta góðar bókmenntir sjái snilldina í þeirri bók. Flestir hljóta að vera sam- ROBEOTMitcUun."» uppvaskið anð 1949. mála því að það eru afar ritfærir pennar sem skrifa Nýja testa- mentið. Þetta er frábært sagn- fræðilegt bókmenntaverk." - Hvað með ljóð? „Eg les Ijóð allt árið um kring. Finnst gott að grípa í Ijóðabók. Skáldsögurnar les ég meira í törnum, les oft margar íeinu.“ - Hvað ertu að lesa núna? „Bókin sem ég er að lesa heitir Fjallamenn og er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Þetta er stórkostleg bók og ég hef sjald- an eða aldrei lesiðjafn fallega ástarjátningu til íslenskra fjalla. “ - Nú var að koma út bókin Box eftir þig og Sverri Agnars- son. Hvenær hófst áhuginn á hnefaleikum? „Ætli ég hafi ekki verið sex til sjö ára þegar ég hreifst af hnefa- leikum, en þeim kynntist ég í Danmörku þar sem mikil um- ræða var um hnefaleika á sínum tíma. Ég hef fylgst með hnefa- leikum alla mína ævi, en ætli vendipunkturinn hafi ekki verið Muhammad AIi. Þá fyrst og fremst snilli lians í hringnum og síðan réttindabarátta hans fyrir málefnum svartra og um leið hvítra í Bandaríkjunum. “ - Nú eru hnefaleikarar eins og Tyson ekki beinlinis þekktir fyr- ir góðsemina eða réttinda- baráttu? „Nei, það er rétt. Tyson er sennilega einn besti þungavigt- arboxari okkar tíma. En hann fyrst og fremst frægur fyrir líf sitt utan hringsins og svo vegna eyrnabitsins. En auðvitað spila inn í hans mál uppeldisleg atriði, æskan og annað. “ - Hefurðu þá ekki lesið tals- vert um hnefaleika? REX Reed og Raquel Welch í Myru Breckinridge árið 1970 á svölum Chateau Mar- mont, herbergi 54. „Jú, það hef ég gert ígegnum árin. Tvær bækur um hnefaleika eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér, In this Corner eftir Peter Heller, en hún er líklega ein frægasta bókin sem skrifuð hef- ur verið um hnefaleika. Síðan er ævisaga Thomas Hauser um Muhammed Ali líklega besta ævisaga sem skrifuð hefur verið um hnefaleikara." - Hvað ætlarðu að lesa af jóla- bókunum? „Ég ætla að lesa Steingrím [Hermannsson], þótt ekki væri nema til þess að fá staðfestingu á þvísem ég hef sungið um í gegnum árin um spillinguna íís- lenska flokkakerfínu. Síðan mun ég alveg örugglega lesa nýju bókina hans Einars Kárasonar. Svo neyðist ég til að lesa seinna bindi Guðbergs [Bergssonar] fyrst ég las fyrri hlutann í fyrra.“ - Hvað! Neyðist?! „Já. Mér fannst fyrri hlutinn ofsalega klínískur og mikil fjar- lægð í frásögninni sem pirraði mig dálítið, en ég verð samt að lesa framhaldið fyrst ég las þá fyrri. Svo er það auðvitað Thor Vilhjálmsson, en égheffylgst með honum ígegnum árin og finnst endurminningabækur hans með því allra besta sem skrifað hefur verið á íslandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.