Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 35 LISTIR__________________ Að fínna sig í hlutunum Morgunblaðið/Kristínn BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra opnaði í gær gagnagrunn um íslenska myndlistarmenn. Nýr gagnagrunnur um íslenska myndlistarmenn UPPLÝSINGAR um 250 íslenska myndlistarmenn og verk þeirra eru nú aðgengilegar í nýjum gagnagrunni á Netinu, sem Marg- miðlun hf. hefur unnið fyrir Upp- lýsingamiðstöð myndlistar. Björn Bjarnason menntamálaráðherra opnaði vefinn í kvikmyndaveri Is- lensku kvikmyndasamsteypunnar í Loftkastalanum í gær. Gagna- gninninn er að finna á vefslóðinni http://www.umm.is). Myndlistarmennirnir leggja sjálf- ir til upplýsingar um feril sinn og verk og samþykkja færslu þeirra í gagnagrunninn. Nú þegar eru 250 listamenn skráðir og koma þeir úr hópi núverandi félagsmanna Sam- bands íslenskra myndlistarmanna. Á næstunni verða skráðar inn í ginnninn upplýsingar um aðra myndlistarmenn og myndhöfunda og skönnuð inn verk þeirra í sam- vinnu við söfn og erfingja. í gær var hátt á níunda hundrað verka komið inn í grunninn. Upplýsingamiðstöð myndlistar er samstarfsverkefni menntamála- ráðuneytisins, Sambands fslenskra myndlistarmanna og Myndstefs og var til þess stofnað með sérstökum samningi 1995. Tilgangur mið- stöðvarinnar er að auka almenna þekkingu og áhuga á íslenskri myndlist og hefur megináherslan í starfinu að undanförnu falist í því að hanna og skipuleggja gagna- grunninn. Opnunin í gær var því einskonar uppskeruhátíð, eins og Þórunn J. Hafstein, formaður stjórnar verkefnisins, komst að orði þegar hún kynnti vefinn. For- stöðumaður Upplýsingamiðstöðv- arinnar er Hrafnhildur Þorgeirs- dóttir bókasafns- og upplýsinga- fræðingur. Um Ieið og menntamálaráð- herra opnaði vefinn og óskaði myndlistarmönnum til hamingju með áfangann lét hann þess getið að nú þegar myndlistarmenn og Margmiðlun hefðu rutt brautina væri í undirbúningi í ráðuneytinu að aðstoða aðra listamenn til þess að gera svipaða gagnagrunna. Nefndi hann þar sem dæmi gagna- grunna um bókmenntir, tónlist og kvikmyndagerð. BÆKUR Ljóðaþýðingar SKÁLDSKAPARMÁL eftir Guillevic. Þór Stefánsson þýddi. Valdimar Tómasson. 1997 - 86 bls. SKÁLDSKAPUR 20. aldarinnar hefur umfram allt einkennst af til- raunum á sviði myndgerðar ljóða, ljóðmáls og ljóðforms. SúiTealistar og imagistar í byrjun aldarinn- ar vildu ekki nota líkingar sem skraut held- ur gerðu ljóð- myndina að að- alatriði ljóð- texta. Súrrea- listarnir vildu j3(;r nálgast undir- Stefánsson meðvitundina og draumlífið í gegnum ljóðmyndir og myndhvörf og imagistar töldu myndina vera aðalatriði ljóðs, um hana ætti ljóð- ið að hverfast. En nútímaljóðið hefur oft tekið ýmsar dýfur og hliðarspor út frá þessum hugsjónum brautryðjend- anna. I konkretljóðum er myndin t.a.m. orðin sýnileg í ljóðforminu sjálfu. Hópur franskra höfunda gekk líka svo langt að líta á ljóð- myndina og myndhvörfin sem kjarna hugsunarinnar sem þeim var afar hugstæður, skáld á borð við jafn ólíka menn og Yves Bonnefoy, Franeis Ponge og Guil- levic. Kvæði þeirra einkennast af ákveðnum strangleika og sparsemi orða og mynda og markast af van- trú á myndræna miðlun hugmynda þótt þau gripu vissulega til þeirra miðla. Þau leituðu að kjarnanum í hlutunum sjálfum, hlutaheiminum. Þekkingarfræði þeirra virðist á tíð- um sækja ýmislegt til Heideggers eða Wittgensteins. Einungis væri hægt að segja hvernig hlutimir væru, ekki hvað þeir væru. Því voru þeir, andstætt t.a.m. súrrea- listum, uppteknir af hluttækum veruleika, hinni sýnilegu veröld en ekki innri heimi. Nú hefur Þór Stefánsson þýtt Skáldskaparmál Guillevics. Þau eru nokkurs konar sjálfsmynd skáldsins og lýsa sérstæðu sam- bandi hans við hlutina. Hlutaheim- urinn verður í kvæðum hans lifandi veröld sem er ótrúlega ljóðræn miðað við viðfangið. Oft á tíðum verka ljóðin sem heimspekilegar yrðingar í ljóðrænu formi. ídag er dagur sólarinnar. Hún þarf ekki að hreykja sér. Henni nægir að vera sól. Allir hlutir una skilgreiningu sjálfra sín. í dag er dagurinn sem sólin yrkir ljóð. Skáldið skilgreinir sig sjálft ekki út frá innri veruleika heldur í fyrir- bærunum, hlutunum og ekki síst allt að því dulrænu sambandi sínu við náttúruna. I briminu, í gargi mávsins, í löðrinu, sem fellur aftur til sjávar, í flóðinu, sem er að byrja að falla að, í þanginu, sem hengir sig í klettinn, finn ég til, finn ég sjálfan mig. Þessi hlutahyggja og hlutbundna umfjöllun einkenna mjög kvæða- heim Guillevics. Þar gætir einhvers konar áhrifa frá tilvistarspekinni, t.a.m. áhersla hans á yrkja sig frá tóminu enda sé það „tilvera tóms- ins / á jaðri ljóðsins // sem gefur því styrk...“ En einnig birtist í ljóðum hans einhvers konar áhersla á kjaraann (essentialismi). En hvers vegna alltaf og endalaust að yrkja? Vegna þess að þú finnur að þú ert ekki í miðjunni, kjamanum? Því er stundum haldið fram að íslensk ljóðhefð og ljóðmál séu lítt heimspekileg. Dæmin sýna þó að þetta er ekki alls kostar rétt. Ég fæ þannig ekki betur séð en þýð- anda takist mæta vel að koma heimspekilegri hugsun Guillevics yfir á íslenskt mál án teljandi vand- kvæða. Fyrirstaða málsins er að minnsta kosti ekki sýnileg fremur en þýðandinn sem dregur sig af lít- illæti í hlé í þessum þýðingum í samræmi við hugmyndir Guillevics um þýðingar. Hér er vel staðið að verki. Skáldskapai-mál er e.t.v. örlítið framandi bók við fyrsta lestur en hún vinnur vissulega á við lestur. Ljóð Guillevics snúast andstætt kvæðum súrrealista um hlutbund- inn veruleika. En þau veita okkur innsýn í tímabil og hugmyndaheim franskrar bókmenntasögu sem ekki hefur verið hampað of mikið hér á landi. Skafti Þ. Halldórsson KRAFTUR - ÞEKKING - ÞOR HELGU I FIM Ásdís Halla Bragadóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Bjarni Snæbjörnsson, arkitekt, Hafnarfirði Ellen Ingvadóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Guðlaug Konráðsdóttir, formaður Vorboðans, félags sjálfstæðiskvenna Guðmundur Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar Guðmundur Jónsson, bóndi, Reykjum, Mosfellsbæ Guðrún Kaldal, forstöðumaður, Seltjarnarnesi Guððrún B. Vilhjálmsdóttir, varaformaður fjölskyldu- og félagsmálaráðs Seltja Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri, Kópavogi Jóhann G. Jóhannsson, leikari, Seltjarnarnesi Halla Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs Magnús H. Guðjónsson, dýralæknir, Reykjanesbæ Magnús B. Jóhannesson, rekstrar- og stjórnunarfræðingur, Reykjanesbæ Magnús Sigsteinsson, forstöðumaður, Mosfellsbæ María Valdimarsdóttir, formaður Sóknar, félag sjálfstæðiskvenna, Keflavík Ólafur Höskuldsson, tannlæknir, Seltjarnesi Pétur Birgisson, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs Salóme Þorkelsdóttir, fyrrv. alþingismaður og forseti Alþingis Steinþór Jónsson, hótelstjóri, Keflavík Svanlaug Jónsdóttir, formaður fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar Valgerður Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Þóra Einarsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness Þórey Halldórsdóttir, starfsmaður Kynnisferða, Reykjanesbæ Þorgeður Aðalsteinsdóttir, formaður Eddu, félags sjálfstæðiskvenna, Kópavogi Þorsteinn Einarsson, starfsrnannastjóri Kópavogsbæjar Helga Guðrún Jónasdóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- manna í Reykjaneskjördæmi, laugardaginn 14. nóvember nk. Hún starfar sem stjórnmálafræðingur hjá Skrifstofu jafnréttismála en var áður m.a. upplýsingafulltrúi Verslunarráðs íslands og upplýsingafulltrúi bænda- samtakanna. Helga er jafnframt formaður umhverfisnefndar Sjálfstæðis- flokksins, ritari Landssambands sjálfstæðiskvenna og á sæti í jafnréttis- nefnd Kópavogsbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.