Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 57
FRÉTTIR
I Ný tækni
og líðan
fískvinnslu-
kvenna
IHULDA Ólafsdóttir, sjúkraþjálf-
ari og Msc í heilbrigðisvísindum,
Íverður gestur á rabbfundi Rann-
sóknarstofu í kvennafræðum
fimmtudaginn 12. nóvember í stofu
201 í Odda. Erindi hennar ber titil-
inn: Líkamleg óþægindi fisk-
vinnslukvenna - áhrif nýrrar
tækni.
Kynntar verða niðurstöður
rannsókna á líkamlegum óþægind-
um fískvinnslukvenna. Markmið
Írannsóknanna var að kanna tíðni
líkamlegra óþæginda og áhrif
jj nýrrar tækni á óþægindin. Einnig
var kannað hvort óþægindi meðal
kvenna sem ákveða að hætta í fisk-
vinnslu séu ólík því sem gerist
meðal fiskvinnslukvenna sem
starfa áfram í greininni.
Rabbið er haldið á vegum Rann-
sóknarstofu í kvennafræðum við
Háskóla íslands og er öllum opið.
1 ------------^--------
Félagsfundur
í Foreldra-
félagi mis-
þroska barna
MÁLFRÍÐUR Lorange sálfræð-
ingur og Matthías Kristiansen
Isegja frá ferð á bandarískt þing um
ADHD og kynna það sem rætt
verður á fimmta norræna þinginu á
Islandi næsta haust.
Fundurinn verður haldinn í
Safnaðarheimili Háteigskirkju
miðvikudaginn 11. nóvember kl.
20.30. Athugið að gengið er inn frá
bflastæði bak við kirkjuna. Allir
eru velkomnir og aðgangur er
ókeypis.
------♦-«-»----
Lýst eftir
sjénarvottum
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir
eftir sjónarvottum að umferðar-
slysi á gatnamótum Hjallabrautar
og Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði
30. október sl. Þar lentu saman
VW Golf og Mitsubishi Lancer bif-
reiðar um kl. 17.50. Deilt er um
hver staða umferðarljósa hafi verið
þegar slysið varð. Sjónarvottar að
slysinu eru beðnir um að hafa sam-
band við lögregluna í Hafnarfirði.
■ DREGNIR voru út vinningar í
Aðgöngumiðahappdrætti Ferða-
og útivistarsýningar fjölskyldunn-
ar 1998 10. október sl. sem haldin
var í Laugardalshöllinni dagana 25.-
27. september sl. Vinningar komu á
eftirtalin númer: 05746 4 stk. Bf.
Goodrich-jeppadekk í stærð 31-35“
frá Bflabúð Benna, 03844 4 stk.
Dick Cepek-jeppadekk í stærð 31-
35“ frá Toyota-aukahlutum, 03843 4
stk. Bf. Goodrich-fólksbfladekk frá
Bflabúð Benna, 01479 Metabo
Contact-höggborvél frá Bílanaust,
02279 Searpa-gönguskór frá Skáta-
búðinni, 04423 Ajungilak-svefnpoki
frá Skátabúðinni, 06214 Dick Ca-
pek-ljóskastarasett frá Toyota-
aukahlutum og 00908 Helly Han-
sen-flíspeysa frá Fjallasporti.
Heildarverðmæti vinninga er
300.000 kr. og er hægt að vitja
þeirra á skrifstofu Ferðaklúbbsins
4x4 í Mörkinni 6.
(Vinningsnúmer eru
birt án ábyrgðar)
■ EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt samhljóða á félagsfundi
í Alþýðubandalagsfélaginu Birt-
ingu-Framsýn í Reykjavík í fyrri
viku. „Félagsfundur í Alþýðu
bandalagsfélaginu Birtingu
Framsýn í Reykjavík, haldinn 14.
október 1998, lýsir yfir fullum
stuðningi við þá vinnu að samfylk-
ingu með Alþýðuflokki og
Kvennalista sem nú á sér stað. Þá
hvetur fundurinn til þess að stað-
ið verði lýðræðislega að vali á
framboðslista samfylkingarinnar.
Fundurinn vill að allir stuðnings-
menn framboðsins geti valið
frambjóðendur á lista, óháð
flokksaðild."
www.mbl.is
Jólakort Hrings-
ins komið út
JÓLAKORT Hringsins er komið
út. I ár prýðir jólakortið mynd
frá 1972 eftir Louisu Matthías-
dóttur er nefnist Stúlka með
reiðhjól.
Louisa er meðal virtustu list-
málara vestanhafs en myndefni
sitt sækir hún gjarnan til ís-
lands, þaðan sem hún er ættuð.
Louisa hefur haldið íjölda einka-
sýninga sem og tekið þátt í sam-
sýningum. Verk hennar eru í op-
inberri eigu bæði hérlendis og
erlendis.
Jólakortaútgáfa Hringsins hef-
ur í tvo áratugi verið ein aðal-
uppistaðan í tekjuöflun félagsins
til styrktar Barnaspítalasjóði
Hringsins. Bráðlega verður haf-
ist handa við að byggja fullkom-
inn og sérhannaðan barnaspitala
á Landspítalalóð. Hringskonur
hafa lofað 100 milljónum króna
til byggingarinnar.
Jólakortið er unnið af Odda
ehf. Útgefandi og dreifingaraðili
er Hringurinn Kvenfélag,
Asvallagötu 1, 101 Reykjavík.
4
ÞU qætir
saFnað
sparignsum
- og fyllt þá alla!
í kvöld er dregið í Víkingalottóinu
um tugi milljóna króna!
Fábu þér miða fyrir kl. 17 í dag.
25