Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ H STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. íFORUSTU NORRÆNS SAMSTARFS DAVÍÐ ODDSSON, forsætisráðherra, beindi sjónum manna sérstaklega að auðlindum hafsins og sjávarútvegsmálum í stefnuræðu, sem hann flutti fyrir hönd forsætisráðherra Norðurlanda á 50. þingi Norðurlandaráðs, sem haldið er í Osló. íslendingar hafa forustu á hendi í norrænu samstarfi næsta árið og munu legggja höfuðáherzlu á sjávarútveg á Ári hafsins og menningarmál. Forsætisráðherra benti á það í ræðu sinni, að nýting auðlinda hafsins væri nátengd menningu og hefðum norrænna þjóða, sérstaklega á norðvestursvæðinu. Hann minnti á, að afkoma íbúa svæðisins byggðist á náttúrunni, á auðlindum hafsins og landgæðum og sjálfbær nýting þeirra væri lykilatriði. „Stundum vill skorta á skilning umheimsins á þessum tengslum og réttinum til að nýta sjávarauðlindirnar, þar með talin sjávarspendýr. Framkoma ýmissa alþjóðlegra náttúruverndarsamtaka er til vitnis um þetta,“ sagði Davíð. í samtölum við blaðamenn ítrekaði forsætisráðherra þetta og kvað þjóðirnar eiga í baráttu við óæskileg öfl andsnúin hvalveiðum, sem væru nú að færa sig upp á skaptið og beina athygli sinni að fískveiðum almennt. Málflutningurinn væri sá, að allar fiskveiðiþjóðir færu illa með fiskistofnana. Þetta væri hættuleg stefna, sem þyrfti að vinna gegn. Forsætisráðherra gerir rétt í því að vekja athygli annarra norrænna þjóða á mikilvægi sjávarútvegs fyrir íbúa norðvestursvæða Norðurlanda og jafnframt þeim hættum, sem skipulagðar aðgerðir öfgafullra umhverfissinna gegn fiskveiðum geta haft í för með sér. Því er nauðsynlegt að vera vel á verði. Davíð Oddsson kvað íslendinga ætla næsta árið að leggja áherzlu á að nýta upplýsingatæknina við miðlun upplýsinga um norrænan menningararf, norrænt vísindastarf og samfélagsmál. „Víkingatíminn var á sinn hátt tími útrásar norrænnar menningar og hún blómstraði vegna þeirra erlendu samskipta, sem víkingarnir áttu, en ekki þrátt fyrir þau. Upplýsingatæknin er á sama hátt ævintýraleg samskiptabylting, sem gefur menningu og listum á Norðurlöndum aukinn þrótt ef við nýtum hana á réttan hátt,“ sagði forsætisráðherra í Osló. Það er vel, að íslendingar setji mark sitt á norrænt samstarf með hagnýtingu upplýsingatækninnar það ár sem þeir verða í forustu. Til þess eru þeir vel í stakk búnir. ÍMYND FISKVINNSLU FISKVEIÐAR og fiskvinnsla verða eflaust um ókomin ár mikilvægasti undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. í fiskinum felast gífurleg verðmæti og fiskur er hollur og góður matur, sem er eftirsóknarverður um víða veröld. Verkamannasamband íslands efndi um helgina til ráðstefnu um málefni fiskvinnslunnar og þar kom m.a. fram, að betri starfsmenntun bætir jákvæða ímynd fiskvinnslunnar. Ekki veitir af, því að oft og einatt hefur gengið erfiðlega að fá fólk til starfa. Atvinnurekendur hafa því þurft að leita að starfsfólki erlendis. Er nú svo komið, að tíundi hver starfsmaður er af erlendu bergi brotinn. Um tíu þúsund manns hafa lokið grunnnámskeiðum í fiskvinnslu frá því er þau hófust á árinu 1986. Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslunnar var samþykkt menntastefna þeirra. Þar er að finna nýjar tillögur um starfsfræðslu fiskverkafólks, sem Samtökin og Verkamannasambandið hafa haft samvinnu um að móta. Þar er m.a. lagt til, að fiskvinnslufólki verði gert kleift að stunda bóklegt nám í frítíma sinum og kostir Netsins verði nýttir til fjarkennslu. Menntun í þessum þætti atvinnulífsins er ekki síður mikilvæg en á öðrum sviðum þess. Hún eykur starfsfólkinu víðsýni og gerir það meðvitað um mikilvægi starfa sinna. Fulltrúi á ráðstefnu VMSÍ kvað umhugsunarvert, að fólk hætti í fiskvinnslu til þess að fara í lægra launuð störf. Hann taldi nauðsyn að bæta sjálfsmynd fiskverkafólks. Það væri unnt að gera með aukinni starfsmenntun, sérstaklega á sviði tækni- og tölvuþekkingar. Fælni fólks við vinnu í fiskvinnslu er sjálfsagt af mörgum toga og getur verið einstaklingbundin. En fagna ber viðleitni aðila vinnumarkaðarins til að bæta menntun fólks í þessari starfsgrein og starfsaðstöðu þess. Það er mikils um vert, að fiskvinnsla laði að sér fólk, svo mikilvæg sem hún er þjóðarbúinu. Hús fyrir foreldra vímuefnaneyter FORELDRAHOPUR Vímu- lausrar æsku og samtökin sjálf vinna nú að undirbún- ingi stofnunar Foreldra- húss. Starfsmenn samtakanna og jafnframt ráðgjafar við undirbún- inginn era þau Sigrún Hv. Magnús- dóttir félagsráðgjafi og Páll Biering geðhjúkrunarfræðingur. Þau hafa bæði unnið við meðferð unglinga í vímuefnavanda. Sigi’ún er forstöðu- maður foreldraráðgjafar Vímulausr- ar æsku og Páll, sem vinnur að dokt- orsritgerð sinni um unglinga og of- beldi, starfar einnig við foreldraráð- gjöfina. Þau segja mikla þörf á auknum stuðningi við for- eldra. „Foreldrar eiga mjög erfitt þegar barnið er í neyslu,“ segja þau. „Þeim líður oft eins og þeir hafi brugð- ist í uppeldishlut- verkinu, þeir þurfa stuðning annarra foreldra og leið- beiningar um hvert þeir eigi að snúa sér í kerfinu. Við ætlum að veita þeim aðstöðu til að sækja fyrirlestra, fá viðtöl við sérfræð- inga og aðra for- eldra.“ Þörfin fyrir slík- an stuðning við for- eldra hefur komið í ljós á síðustu tveim- ur árum í starfi for- eldrahóps Vímu- lausrar æsku. „Við erum með síma- þjónustu allan sól- arhringinn og ætl- um að halda því áfram, en við verð- um líka að geta veitt foreldram meiri stuðning á kvöldin og um helg- ar, þegar heimili þeirra er oft í hers höndum vegna vímuefnaneyslu barnsins. Þetta starf hefur allt ver- ið unnið í sjálfboða- vinnu og aðstöðu- leysið er farið að há okkur verulega. Við erum því að leita að góðu húsnæði, þar sem foreldrastarfið gæti verið öflugt og hugmyndin er sú að öll starfsemi Vímulausrar verði þar undir einu þaki.“ Foreldrar vita oft ekki hvert þeir eiga að snúa sér þegar barnið þeirra á við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér hugmyndir um For- eldrahús, þar sem foreldrar geta leitað til fé- lagsráðgjafa, fengið ábendingar um hvert þeir eigi að snúa sér til að koma barninu í meðferð og þegið stuðning annarra foreldra, sem þekkja vandann af eigin raun. VIMULAUS æska fékk fyrir skömmu heilsuverðlaun heilbrigðisráðherra, „Fjöregg æsku Leitað til ríkis og borgar Vímulaus æska hefur þegar leitað til ríkisins eftir stuðn- ingi og núna er verið að kanna hvort eitthvert hús í eigu ríkisms gæti nýst samtökunum. Þá hafa samtökin einnig leitað eftir stuðningi Reykjavíkurborgar. Sigrún og Páll segja að í fyrstu hafi verið horft til þess að Foreldra- húsið yrði mjög mið- svæðis, hugsanlega í miðbæ Reykjavíkur, en líklega verði sú hug- mynd ekki ofan á, enda veigri margir foreldrar barna í neyslu sér við að fara niður í miðbæ um helgar. Páll segir að margir séu boðnir og búnir að veita foreldrum góð ráð, en upplýsingarnar geti verið mjög mis- vísandi þótt viljinn sé góður. „Foreldrar eiga líka oft erfitt með Sigrún Hv. Magnúsdóttir að koma orðum að vandanum, þeir vona að grunsemdir þeiiTa séu ekki á rökum reistar og senda því sjálfir frá sér óljós skilaboð. Þeir hafa kannski leitað til félagsráðgjafa, sem hefur ekki áttað sig á vandanum vegna þessa. Foreldrum finnst líka mjög erfitt að taka á neyslu barna, þeir óttast að hegðun barnsins versni ef það er svipt þeirri þjónustu sem það fær heima hjá sér, þeir veigra sér við að leita til lögreglunnar og svo mætti lengi telja. Tog- streitan er mikil milli þess að vera gott for- eldri og að taka á neysl- unni af hörku. Fólk vill ekki trúa að þetta sé að gerast, en þegar það loks áttar sig verður áfallið svo mikið, að margir fara í varnarstöðu og eiga erfitt með að leita hjálpar." Styðja foreldra fyrstu skrefin Sigrún segir að foreldrar eigi líka oft erfitt með að senda börn sín í meðferð, því þar með telji þeir sig sleppa hendinni af uppeldi þeirra. „Foreldrahúsið gæti orðið þessi eini staður, þar sem foreldrar geta rætt allar hliðar neyslunnar og vandans sem henni fylgir. Við styðjum for- eldra fyrstu skrefin, förum með þeim í við- talstíma hjá sérfræð- ingum ef þeir vilja og hjálpum þeim að orða vandann. Það er ekki nema von að fólk, sem aldrei hefur þurft að leita aðstoðar fyrir fjöl- skylduna, þekki ekki það kerfi sem það þarf að ganga inn í. Það þekkir ekki mun á fé- lagsráðgjafa og félags- fræðingi, en hjá For- eldrahúsinu getur það talað við aðra foreldra, sem voru einu sinni í nákvæmlega sömu stöðu.“ Betri aðstaða fyrir foreldrahóp- inn virkjar án efa fleiri til starfa, að sögn Sigrúnar og Páls. „Við gerum Biei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.