Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móöir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA ÓLÖF ÞÓRÐARDÓTTIR frá Flateyri, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 7. nóvember. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju föstu- daginn 13. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Holti í Önundarfirði. Jón Guðmundsson, Hólmfríður Benediktsdóttir, Ásmundur Guðmundsson, Sigríður Einarsdóttir, Dóróte Guðmundsdóttir, Jón Guðjónsson, Ásta Sveínsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Ásthildur Gísladóttir, Anna Maria Einarsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Þórður Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Steinar Guðmundsson, Gústaf Guðmundsson, Þórdís Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SÚSANNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Hjallaseli 55, áður Hátúni 6, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð að morgni miðvikudagsins 4. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu á morgun, fimmtudaginn 12. nóvember, kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Arnold Róbert Sievers, Guðríður Steinsdóttir, Halldór Óskar Arnoldsson, Arnold Halldórsson, Jökull Halldórsson. + Elskulegur bróðir okkar, frændi og vinur, JÓN G. JÚLÍUSSON, Fögrukinn 21, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði á morgun, fimmtudaginn 12. nóvember, kl. 13.30. Einar Vilhjálmur Júlíusson, Ragnar Júlíusson, Anna Júlíusdóttir, Ásta Júlíusdóttir, Sigurður Karl Júlíusson, Olga Þorbjörg Júlíusdóttir, Dagmar Júlíusdóttir, Borghildur Júliusdóttir og fjöiskyldur, Heiðar B. Baldursson og fjölskylda, Alda Maria Birgisdóttir og fjölskylda. + Útför ástkærar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR fyrrum ráðskonu á Fæðingarheimili Reykjavikurborgar og framreiðsludömu í Iðnó, Veghúsum 31, fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, fimmtu- daginn 12. nóvember kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlegast láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Arnar Björgvinsson, Jón Elvar Björgvinsson, Kolbrún Steinsdóttir, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Ágúst Björgvinsson, Guðríður Dóra Halldórsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. + Útför MAGNÚSAR TORFA ÓLAFSSONAR fyrrverandi ráðherra, verður gerð frá Langholtskirkju á morgun, fimmtudaginn 12. nóvember, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Hinrika Krístjánsdóttir, Ingimundur T. Magnússon, Nína Blumenstein, Halldóra G. Torfadóttir, Sveinn E. Magnússon, Brídget Ýr McEvoy og barnabörn. UNNUR ÓLADÓTTIR + Unnur Óladóttir fæddist í Nesi við Seltjörn 13. des- ember 1913. Hún Iést á Hrafnistu í Hafnarfirði 3. nóv- ember síðastliðinn. Móðir hennar var Aðalheiður Ás- mundsdóttir. Unnur ólst upp í Nesi við Selljöm hjá fóstm sjnni, frú Kristínu Ólafsdóttur. Unnur átti tvær hálfsystur sammæðra, þær Ástu og Karítas Jónsdætur, og em þær báðar látnar. Eftir hefðbundna skóla- göngu í Mýrarhúsaskóla á Sel- tjamarnesi var hún við nám einn vetur á Laugarvatnsskóla. Eftir það fór hún til Svíþjóðar og stundaði nám í fótsnyrtingu við skóla Dr. Scholls í Stokkhólmi og starfaði síðan við það eftir að hún kom heim. Hinn 23. nóvember 1944 giftist Unnur Kjartani Einarssyni, f. 15. febrúar 1914, d. 17. janúar 1977. Þau eignuðust fjórar dætur: 1) Kristín Jóhanna, f. 23.5. 1945, maki Stefán Steph- ensen. Hún á einn son og tvö barna- böra. 2) Ásdís, f. 4.1. 1948, maki Björn Jónasson. Hún á eina uppeldisdóttur og eitt bamabam. 3) Guðrún, f. 6.8. 1949, maki Siguijón Er- lendsson og eiga þau þijú böm. 4) Auður Eygló, f. 7.1. 1956, maki Steinar Jóns- son og eiga þau tvo syni. Frá árinu 1962 og til ársins 1984 vann Unnur á Hrafnistu í Reykjavík við fót- snyrtingu. Hún vann einnig við ýmis önnur störf sem vom henni hugleikin, s.s. umönnun geðfatl- aðra á Bjargi á Seltjarnarnesi, sem rekið var af Hjálpræðishem- um. _Hún starfaði í kvennadeild SVFI um árabil og sú vinátta sem þar myndaðist hélst til dauða- dags. Eiimig var Unnur virkur félagi í Kvenfélaginu Seltjöm. Utför Unnar fer fram frá Sel- tjaraarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ytrikranssemýtarfá einattblómumtýnir. Óvisnandi er aðeins sá, sem innri manninn krýnir. (Stgr. Thorst) Elsku mamma. Mikið er ég heppin að fá að vera örverpið þitt, og „eina baunin sem þú áttir“ eins og þú sagðir svo oft. Því þú varst langflottust, skapgóð, ung í anda og með húmorinn í lagi. Þó að síðustu sjö árin hafí verið þér erfið reyndum við nú alltaf að sjá björtu hliðarnar eins og Pollýanna, en stundum kom okkur saman um að Pollýanna væri hundleiðinleg stelpa sem ekkert vissi. Þú gafst aldrei upp alla von um að einn góðan veðurdag gætirðu spásserað um Nesið aftur. Elsku mamma, nú veit ég að þér Iíður vel og getur allt sem þig langar til. Guð geymi þig. Þín dóttir Auður. Það var mánudagskvöldið annan nóvember að þau Siguijón og Guð- rún litu inn í kaffi hjá okkur Ásdísi, eins og við gjarnan gerum hvert hjá öðru, að spjallið barst að næsta af- mælisdegi Unnar, móður þeirra Ás- dísar og Guðrúnar, þrettánda des- ember næstkomandi, og hvemig ætti að halda upp á hann. Talið barst óvenjumikið að því hvað þessi litla fjölskylda væri nú orðin stór því í upptalningunni dugðu ekki tíu puttar og tíu tær, röðin kom að þumalputta og vísifingri í annarri umferð, þ.e. tuttugu og tveir fyrir utan Unni sjálfa, en ákveðið hafði verið, af Stefáni tengdasyni, að fjöl- skyldan færi saman út að borða af jólahlaðborði en ekki var ljóst hvort afmælisbamið_ sjálft mundi treysta sér með. Á þriðjudagsmorgun Biómabúðin Cva^ðskom v/ l'ossvogskii'kjwgat'ð Sími: 554 0500 Sérfræðingar í blómaskrevtingum við öll tækifæri Yfc blómaverkstæði IJlNNA Skólavörfiustíg 12, á horni Bergstaöastrætis. simi 551 9090 hringdi Steinar tengdasonur norður og sagði frá því að þær systur Krist- ín og Auður hefðu snemma um morguninn farið til hennar á Hrafn- istu í Hafnarfirði þar sem hún hefði ekki sofið né liðið vel um nóttina. Um hálfníu um morguninn hringdi svo Kristín og var Unnur þá dáin, höfðu þær þá verið hjá henni í u.þ.b. tvo tíma þannig að lokastríðið var ekki langt. Fyrir rúmum tuttugu áram kynntist ég Unni Oladóttur þegar við Ásdís dóttir hennar kynntumst og fóram að búa saman, Ásdís kom inn í líf okkar Rakelar dóttur minn- ar við mjög erfiðar aðstæður, fyrri kona mín hafði látist úr krabbaroeini um vorið 1976. Árið 1944 giftist Unnur Kjartani Einarssyni frá Bakka á Seltjarnar- nesi, hófu þau búskap þar, eignuðust fjórar dætur en einnig bjuggu þar Jóna (frænka), systir Kjartans, og Guðmundur, faðir Jónu. Þannig að eins og áður kom fram lítil og ham- ingjusöm fjölskylda, dæturnar aldar upp í sveitasælunni við leik og störf umvafðar ást og ummhyggju for- eldra, frænku og Guðmundar afa, þaðan sem þær eiga góðar minning- ar frá æskuáranum. Þótt lokastríðið hafi ekki verið langt hjá Unni var baráttan oft búin að vera hörð, en þrátt fyrir ágjafir í lífsins ólgusjó stóð Unnur reist. Unnur var sérstaklega virðuleg í sjón og öllu fasi, augljós var ást hennar og umhyggja fyrir dætram sínum og þeirra fólki. I júlí árið 1991 kom stóra höggið, þessi hnarreista og glæsilega kona fékk heilablóðfall, hún hafði verið að hlú að blómunum sínum á blettinum heima á Eiðis- torgi 3, þar sem hún hafði búið um nokkurn tíma, hún kom inn úr garð- inum og fótunum var kippt undan LEGSTEINAR Graiiíí' HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is henni, í orðsins fyllstu merkingu. Þaðan í frá dvaldi hún á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði, bundin rúm- inu sínu og hjólastól, þetta var henni og okkur öllum að sjálfsögðu mikið áfall. Hún varð mjög ósátt við skap- ara sinn, sem hún hefur alla tíð bor- ið mikla lotningu fyrir, en þrátt fyrir allt vildi hún trúa því, að eins og allt annað hefði þetta einhvem tilgang. Þetta voru mjög erfið sjö ár og hvíldin því henni kærkomin, þótt við sem eftir erum séum alltaf jafn óundirbúin. Ég vil að endingu þakka Unni fyr- ir velvild til mín og minna og segja frá því að þegar við fjölskyldan fór- um að heimsækja hana fyrir u.þ.b. þremur vikum, í síðasta sinn, var yngsti fjölskyldumeðlimurinn, Mar- ía Lísa, með, en hún fæddist í janúar sl. Ásdís var að grobba af stelpunni og spurði: Er hún ekki flottust? eins og ömmur gjarnan gera. Þá tók Unnur í hönd Rakelar og sagði: Hún dóttir þín er falleg og fín en ég veit nú hver er flottust. Guð blessi minn- ingu Unnar Óladóttur. Björn Jónasson. Mig langar til að minnast hennar Unnar í fáum orðum og þakka henni kærlega fyrir samfylgdina þau 21 ár sem við höfum þekkst. Við kynntust fyrst er dóttir hennar, Ásdís, og fað- ir minn, Björn, hófu sambúð á Siglu- firði árið 1977, ég þá 12 ára gömul. Unnur bjó á Seltjamarnesi en kom oft tii Siglufjarðar og dvaldi hjá okkur. Sérlega eru mér minnisstæð ein jól og þegar hún kom til að hjálpa Ásdísi við að undirbúa ferm- ingarveisluna mína. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur fór ég stundum til hennar í sunnudagskaffi og fyrir mig voru þessir sunnudagar hin besta skemmtun. Unnur var alveg einstaklega skemmtileg kona og virtist sjá spaugilegu hliðamar á öll- um málum. Ég sagði stundum við Ásdísi að mér fyndist mamma henn- ar svo fyndin, en samt var svolítið skrítið að nota þetta orð fyndin um svo virðulega konu sem Unnur var. Við Unnar Örn, barnabarn hennar, ræddum það einmitt hversu merki- legt það væri hvað Unnur væri alltaf fin og mikil hefðardama því líf henn- ar einkenndist ekki af veraldlegum gæðum og ekki var hún fædd með silfurskeið í munninum. Við komumst að því að hún hlyti að vera af hertogum og greifum komin, slík var reisn hennar og virðuleiki. Þau ár sem Unnur dvaldi á Hrafnistu var ég búsett erlendis og urðu sam- verastundir okkar þá færri. Við hitt- umst þó alltaf þegar ég kom til landsins og eftir að ég flutti heim og eignaðist dóttur mína, Maríu Lísu, hafði ég meira tækifæri til að heim- sækja hana. Ég átti sannan banda- mann í Unni. Það sannaði síðasta samverastund okkar. Vil ég þakka henni og dætrarn hennar og fjöl- skyldum þeirra alla velvildina í minn garð í gegnum árin. Minningin um skemmtilega og virðulega konu lifir. Rakel. Það er með þungum trega sem ég kveð hana Unni ömmu mína. Reynd- ar var hún mér miklum mun meira heldur en amma. Það var hjá frú Unni sem ég ólst upp og eignaðist margt það dýrmætasta sem ég á. Samband mitt við þessa einstöku konu var mjög sérstakt og mun ég alla ævi hrósa happi yfir að hafa „bara búið þjá ömmu“ og haft tæki- færi til að sækja í brann visku henn- ar. Amma hafði nokkrar mikilvægar meginreglur sem hún lagði mikla áherslu á, en þótt reglur hennar væru sumar hverjar gamaldags datt engum í hug annað en að fara eftir þeim. Það var hins vegar ekki af ótta heldur vegna þeirrar virðingar sem fólk bar fyrir henni. Annað kom ekki til greina þegar slíkur skörangur var annars vegar. Ég man fyrst eftir ömmu þegai- ég var um það bil á fjórða aldursári. Minningin er ljóslifandi, hún ark- andi upp Miðbrautina með mig í eft- irdragi á rauða Whinter-þríhjólinu mínu. Eflaust var hún að koma af gæsluvellinum þarna neðst í götunni þar sem hún vann stundum þegar þar vantaði hjálp. í mínum huga er ótal margt við þetta annars hvers-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.