Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Kynningarfundur um nýja vefsíðu og gagnasafn Orðabókar háskólans ORÐABÓK háskólans efnir til kynningarfundar í fundarsal Pjóð- arbókhlöðu fímmtudaginn 12. nóv- ember kl. 16. Kynntur verður nýr aðgangur að gagnasafni Orðabókar- innar á netinu. Á undan kynning- unni flytur Jón Hilmar Jónsson, forstöðumaður Orðabókar háskól- ans, stutt erindi sem hann nefnir: Að virkja orðasafn. Kynningarfund- urinn er haldinn í tilefni af Degi ís- lenskrar tungu sem er 16. nóvem- ber. Kjami gagnasafnsins er yfirlits- skrá um orðaforðann í aðalsafni Orðabókarinnar sem hefur að geyma u.þ.b. 700 þúsund flettiorð úr rituðu máli. Við hvert orð í skránni kemur fram frá hvaða tímabili dæmi eru um það í safninu og hver elsta heimildin er um orðið. Á síðustu árum hefur farið fram umfangsmikill innsláttur á notkun- ardæmum með sérstökum stuðningi Lýðveldissjóðs. Þetta efni er að drjúgum hluta orðið aðgengilegt í gagnasafninu og meira efni verður bætt við á næstunni. Dæmin eru tengd við flettiorðin þannig að hægt er að kalla fram dæmasafn ein- stakra orða. Þá er hægt að bregða upp yfirliti um orðmyndir og orða- samböndum sem eiga við flettiorðin. Gagnasafn Orðabókarinnar felur í sér margþættar upplýsingar um orð og orðafar sem komið geta al- menningi, námsmönnum og fræði- mönnum að margvíslegum notum. En gerð þess og uppbygging er jafnframt mikilvæg forsenda þess að ráðist verði í að semja heild- stæða orðabókarlýsingu á þeim orðaforða sem söfn Orðabókarinnar hafa að geyma. Slóðin að vefsíðu Orðabókar há- skólans er www.lexis.hi.is. Morgunblaðið/Ásdís RAGNHILDUR Reynisdóttir, gullsmiður frá Gull- og silfursmiðju Ernu og vinningshafinn Ivar Orri Aronsson. Teiknaði silfurskeiðina 1998 VEITT hafa verið verðlaun í teiknimyndasamkeppni meðal 12 ára barna í Reykjavík um jólasvein sem prýða á silfur- skeiðina 1998. Þetta er fjórða árið sem Gull- og silfursmiðjan Erna ásamt Fé- lagi fslenskra myndlistarkenn- ara stendur fyrir þesari sam- keppni og nú var viðfangsefnið Hurðaskellir. Markmiðið með samkeppninni er að tengja saman atvinnulíf og skóla, þar sem grunnskólanem- endur öðlast hlutdeild í mark- Netto ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Danskar baðinnréttingar í miklu úrvali. Falleg og vönduð vara á vægu verði. /ranix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420 aðsvöru með hönnun sinni. Að þessu sinni var það nem- andi úr Fossvogsskóla, ívar Öm Aronsson, 11 ára, sem vann til verðlauna. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn fé- lagsins Germaníu. „Vegna umræðu um nýtt Goethe Zentrum og fyrrum Goethe Institut á íslandi vill stjórn Germaníu taka eftirfarandi fram: Félagið Germaníu hefur í tæp 80 ár staðið í menningartengslum milli Islands og Þýskalands og telur nú tæplega 450 félaga sem á einn eða annan hátt tengjast Þýskalandi. Félagar eru íslendingar og Þjóð- verjar búsettir á Islandi er líta á sig sem hollvini þýskrar menningar. Stjórn Gei-maníu mótmælti kröftuglega ásamt öðrum Þýska- landsvinum lokun Goethe Instituts hér á landi, en því var lokað 31. mars 1998. Einnig átti stjóm fé- lagsins í samræðum og bréfaskrift- um við fulltrúa Goethe Instituts í Munehen, þýska utanríkisráðu- neytið og aðra sem talið var að gætu haft áhrif á frestun lokunar- innar. Stefna Goethe Instituts í Munchen var að skera niður fjár- framlög. I viðtölum við fulltrúa stofnunarinnar kom fram að skera átti niður öll fjárframlög til íslands en reyna þess í stað að fá Islend- inga til að taka við umræddum menningartengslum og fjármagna þau sjálfir. Það vakti einnig bæði undrun og óánægju Þýskalandsvina að með lokun Goethe Instituts í Reykjavík yrði Island eina landið í Evrópu án Goethe Instituts fyrir utan Albaníu. Viðbrögð stjómmálamanna í Bonn gáfu fljótlega til kynna að lokunin í Reykjavík hefði verið mis- tök, eins og kom glöggt í ljós í um- FRÉTTIR Fyrirlestur um sjávarútveg og; sjálfsmynd Islendinga DR. UNNUR Dís Skaptadóttir, mannfræðingur, heldur fýrirlestur fimmtudaginn 12. nóvember í boði Rannsóknarseturs í sjávarútvegs- sögu og Sjóminjasafns Islands og nefnist hann: Sjávarútvegur og sjálfsmynd Islendinga. Fyrirlestur- inn verður fluttur í Sjóminjasafni ís- lands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, og hefst kl. 20.30. I fyrirlestri sínum mun Unnur Dís, sem er lektor við Háskóla Is- lands, fjalla um þátt sjávarútvegs í sjálfsmynd Islendinga. Teknar verða til athugunar breytingar á sjálfs- mynd fólks í sjávarbyggðum, sem tengjast breytingum í sjávarútvegi og hver hlutur hans hefur verið við að skilgreina þjóðernishugmyndir Islendinga. Lögð verður áhersla á hvemig bæði þjóðemisímyndir og staðbundnar ímyndir tengjast fé- lagslegum og efnahagslegum þáttum á hverjum tíma. Þetta er þriðja erindið í nýrri röð almenningsfyrirlestra á vegum Rannsóknarseturs í sjávarútvegs- sögu og Sjóminjasafns íslands. Áður hefur Vinnie Andersen, sagnfræð- ingur frá Kaupmannahafnarháskóla, talað um fiskveiðar Grænlendinga og Hreinn Ragnarsson, sagnfræðingur, um síldveiðar Norðmanna við ísland. Næsti fyrirlesari verður Jónas All- ansson, mannfræðingur, og mun hann ræða um fískifræði sjómanna hinn 10. desember nk. Fyrirlestur Unnar Dísar Skapta- dóttur, sem styrktur er af menning- armálanefnd Hafnarfjarðar, er öllum opinn. Kvöldganga um Kvosina og austurbæinn HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld um garða og útivistarsvæði í elsta hluta Reykavíkur og austurbæinn í fylgd Einars Sæmundsens landslagsarki- tekts. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 upp Grófina og um Ingólfstorg, Víkurgarð, Austur- völl og Ingólfsbrekku upp á Arnar- hól. Þaðan um Lýðveldisgarðinn upp á Skólavörðuholt. Af Skólavörðuholti verður farið um Norðurmýrina inn á Miklatún og Rauðarárstíginn og Sæ- brautina til baka niður á Miðbakka. Komið verður við á sýningu Félags íslenskra landslagsarkitekta í Ráð- húsinu. Allir velkomnir. Sjálfstæðisdags Póllands minnst VINÁTTUFÉLAG íslendinga og Pólverja heldur samkomu í kvöld, miðvikudaginn 11. nóvember, kl. 20:30 á veitingastaðnum Lækjar- brekku (í veislusal er ber heitið Litlabrekka) til að fagna sjálfstæðis- degi Póllands. I fréttatilkynningu segir: „Á þessu ári eru liðin 80 ár frá endurreisn pólska ríkisins. I lok 18. aldar misstu Pólverjar frelsi sitt og Rússar, Prússar og Austurríkismenn skiptu Póllandi sín á milli. Þann 11. nóvem- ber 1918 undirrituðu Þjóðverjar vopnahlé, en þar með lauk í raun fyrri heimsstyrjöldinni. Á þessum degi afvopnuðu Pólverjar þýska her- menn í mörgum pólskum borgum, þar á meðal í Varsjá. Strax eftir upp- gjöf Þjóðverja skipulögðu Pólverjar vald sitt, en leiðtogi landsins varð Jósef Pilsudski. Pólska ríkið var end- urreist.“ Hraðnámskeið í auglýsinga- mennsku FINN miðill ætlar að bjóða stjórn- endum fyrirtækja og öðrum úr heimi auglýsinga að koma og hlýða á Chris Lytle fimmtudaginn 12. nóv- ember en hann er þekktur banda- rískur fyrirlesari. Chris Lytle hefur sérhæft sig í námskeiðahaldi um stjórnun, mark- aðssetningu, auglýsingaherferðir, viðtalstækni og sölu í þjónustugrein- um. Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel ki. 8-12 árdegis. Þátt- tökugjald er ekkert. Selkópurinn hlaut nafnið Rán NAFNASAMKE PPNI stóð yfir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Yfírlýsing frá Germaníu Alröng ákvörðun að stofna Goethe Zentrum ræðum á sambandsþinginu í Bonn. Þar kom líka skýrt fram hjá fulltrú- um jafnaðarmanna og græningja að þeir væru reiðubúnir að endur- skoða lokun stofnunarinnar og „finna lausn á málinu sem allir hlut- aðeigandi gætu sætt sig við“. Auk þess sagði leiðtogi jafnaðarmanna, Gerhard Schröder, núverandi kanslari Þýskalands, í heimsókn sinni til Islands sl. haust, að ákvörðunin um lokun Goethe Instituts í Reykjavík væri röng. Málið vakti óvenju mikla athygli í Þýskalandi og mikið var um það fjallað í þarlendum fjölmiðlum. Þar kom að stjórnvöld töldu sig þurfa að finna ódýra og skjóta lausn sem fólgin var í því að leita til íslenskra aðila er væru reiðubúnir að fjármagna kynningu þýskrar menningar á íslandi. Þessa lausn gat stjóm Germaníu ekki sætt sig við. Þýsku embættismönnunum lá gríðarlega á að þessu máli yrði komið í höfn fyrir þingkosningar í Þýskalandi, sem fram fóru í sept- ember sl. Leitað var til samtaka, stofnana og Germaníu á íslandi um að taka að sér rekstur og fjármögn- un Jjessarar starfsemi. I Ijós kom að hópur þýskukenn- ara var reiðubúinn að taka þetta hlutverk að sér og annast þá starf- semi sem nú fer fram undir heitinu Goethe Zentrum. Meginröksemd þessa hóps var að með þessari að- gerð væri verið að bjarga bókasafni íyrrum Goethe Instituts, enda væri hætta á að það yrði flutt úr landi eða því dreift um Þjóðarbókhlöð- una. Þetta var með öllu óskiljanleg- ur ótti og tilefnislaus, ekki síst í ljósi þess að Hið íslenska bók- menntafélag var reiðubúið að geyma bækurnar um óákveðinn tíma, endurgjaldslaust, þar til mál- ið fengi farsæla lausn. Þrátt fyrir að talsmönnum um- rædds hóps væri fullkunnugt um þetta gengu þeir til samninga við Goethe Institut í Múnchen á grunni sem stjórn Germaníu mat sem ótímabæran, óásættanlegan og alls- endis óviðunandi fyrir Islands hönd. Sendimönnum Goethe Instituts í Múnchen var afhent greinargerð frá stjórn Germaníu um viðhorf stjómarinnar ogt hörmuðu þeir að svo fjölmennur félagsskapur Þýska- landsvina hafnaði þessu tilboði. Þeir fógnuðu því þó jafnframt að fundist hefði hópur þýskukennara með „út- rétta hönd til að taka við starfsem- inni sem þeir voru að loka“ eins og einn samningamannanna orðaði það. Stjóm Germaníu er enn þeirr- ar skoðunar að það hafi verið alröng ákvörðun að standa fyrir nýrri stofnun, þegar fullnaðarlausn var í októbermánuði. Landsmönnum bauðst tækifæri á að koma með hugmyndir að nafni á litla selkóp- inn sem fæddist í sumar. Þátttak- an var framar vonum og bárust tæplega 600 tillögur að nafni. Valið var úr þessum nöfnum og hefur litla urtan öðlast nafnið Rán. Nafnið merkir gyðja hafs- ins. LEIÐRÉTT Jörð LJÓÐABÓK Ragnars Inga Aðal- steinssonar sem væntanleg er hjá Islensku bókaútgáfunni nefnist Jörð eftir að heiti hennar var breytt. Annað og rangt heiti kom fram í frétt í blaðinu í gær. Ömmustelpa I tæknilegri vinnslu blaðsins með frétt um bók Armanns Kr. Einarssonar, Ömmustelpa, í blað- inu í gær, brenglaðist fréttin að hluta. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, prófessor í bókasafns- og upplýs- ingafræði við HI, segir m.a. í for- mála: „I fjölda ára var Armann ókrýndur konungur ævintýra- sagna. Sá sem getur gefið sam- ferðafólki sínu, einkum bömum og unglingum, gleði og trú á framtíð- ina, gefur dýrmæta gjöf.“ Beðist er velvirðingar á mistök- unum. J ólaskreytinga- námskeið í Garðyrkju- skólanum GARÐYRK JU SKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verður með jóla- skreytinganámskeið fyrir áhuga- fólk um blómaskreytingar. Boðið verður upp á tvö nám- skeið, fostudaginn 27. nóvember og laugardaginn 28. nóvember. Nám- skeiðin eru eins upp byggð en á þeim útbúa þátttakendur aðventu- krans og hurðarkrans. Leiðbein- andi verður Erla Rannveig Gunn- laugsdóttir blómaskreytir. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans á skrif- stofutíma. augsýn. Þessu til stuðnings má nefna að einn af þingmönnum jafn- aðarmanna í Bonn lýsti stofnun Goethe Zentrums sem neyðarlausn í viðtali við Morgunblaðið 18. októ- ber sl. Ennfremur má nefna að dr. Werner Hoyer, aðstoðarutanríkis- ráðherra í ríkisstjóm Helmuts Kohls, lýsti því yfir í fyrirspurnar- tíma um þetta mál á þinginu í Bonn, að það væri ekki í anda Goethe- stofnunar, ef útibú hennar hefðu ekkí annað hlutverk en að miðla þýskri tungu, því þeim væri ætlað að vera alhliða menningarstofnanir. Stjórn Germaníu, sem í sitja níu manns, samþykkti einróma að taka ekki neinn þátt í starfsemi og rekstri hinnar nýju stofnunar. Germanía vinnur áfram að menn- ingartenglsum milli Þýskalands og Islands, eins og félagið hefur gert nær óslitið frá árinu 1920, óháð starfsemi svonefnds Goethe Zentrums, og mun eftir sem áður standa fyrir þýskunámskeiðum eins og mörg undanfarin ár. Félagið mun í framtíðinni kappkosta að treysta enn það góða samstarf sem það hefur haft við þýsk-íslensku vinafélögin, t.d. í Hamborg, Bremen/Bremerhaven, Cuxhaven, Köln, Dortmund og Stuttgart. Þess má geta að umrædd félög mót- mæltu öll kröftuglega lokun Goethe Instituts í Reykjavík. Þrátt fyrir þau mistök sem áttu sér stað með stofnun svonefnds Goethe Zentrums leyfir stjórn Germaníu sér að vona að núverandi stjómvöld í Þýskalandi sýni hug sinn í verki og endurreisi öfluga og alhliða þýska menningarstofnun á Is- landi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.