Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ , 58 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 ^Jmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^^^ Hundalíf ■ r~ ^ Uidurkenndu þcw, ’ Aubbi, þessú Seppc J dg ekJcú T cv6cjn$ þai... f” ,/w/*/*eríJka, mu/v\ grtnnri/ j~- . ííÁiS i Ljóska Ég hef oft velt því fyrir mér.. . hefur þér einhvern tíman verið boðið að Mér hefur ekki einu sinni verið spila sem atvinnumaður? boðið að spila sem atvinnu- hundur... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 A Yktar, gallaðar ókonur og jaðarfólk Frá Sigrúnu Ármanns Reynisdóttur: KERLING ein grindhoruð, hárið úf- ið og úr öskugráu andliti hennar skín eymd og volæði. Föt hennar eru snjáð og stagbætt og úr nefi hennar rennur sultardropi. Þetta er Frú-Fá- tækt. Hún flakkar víða um og dvelur yfirleitt lengi hjá þeim sem hún heimsækir. Jafnvel heldur hún til hjá afkomendum þessa fólks langt fram í ættir. Hún nýtur sín vel hér á landi um þessar mundir og hefur hvassar klær. Hún er mjög merkileg kona því haldin var um hana ráðstefna á Hótel Sögu um daginn. Ég hélt að ég hefði lent á vaxmyndasafni er ég gekk þar inn. Ég sat þarna allan daginn og voru allir mjög alvarlegir og hlustuðu á erlenda prófessora og ýmsa fleiri frá mörgum löndum segja okkur frá Frú-Fátækt. Há- skólinn hér er búinn að gera merkar rannsóknir um fátæktina hér og draga fólk í dilka. Þar voru konur sérstaklega teknar fyrir og útkoman varð ýktar, gallaðar ókonur og fólk sem býr á jaðrinum - jaðarfólk. Stórkostlegt, en þessu fólki sem þarna var fjallað um var ekki boðið, það var dýrt inn á þessa ráðstefnu, sem bar vott um andlega fátækt, þar sem fólk var vegið og metið með reglustrikum menntafólks. Hungur- mörkin voru 44 þús. á mánuði. Ég er ansi hrædd um að flestir séu sam- mála um að þetta sé alltof lág tala. Og hver verður svo útkoman? Örugglega engin, ekkert gerist, fólk heldur áfi-am að hafa Frú-Fátækt hjá sér. Stjórnmálamenn verða oft ansi nærsýnir þegar Frúna ber á góma, horfa í kringum sig og segja „nei, nei, hún er ekki hér“. Það nýjasta sem heyrst hefur um Frúna er að hún sé komin í „bisnis“ og teygi sín- ar krumlur til margra. Það er ekki nema von að ýmsir vilji viðhalda henni þegar þeir græða á henni. Við eigum ekki að kjósa fólk til að stjórna þjóðarskútunni sem vill við- halda þessu ástandi. Fátæktin er ekkert lögmál, hún er illt mein í sérhverju samfélagi. Marga manneskjuna hefur hún rifið niður og eyðilagt hana, jafnvel end- anlega. Það er sárt að sjá fólk, sem vel af guði er gert og jafnvel hæfi- leikaríkt, verða Frú-Fátækt að bráð. Og núna þegar efnahags- hyggjan ætlar allt að kæfa, verður manneskjan sjálf sífellt minna virði. Við lifum orðið í sérfræðingasamfé- lagi sem á að segja okkur hvernig við eigum að lifa og hugsa, þegar búið er að brjóta okkur niður. Ung kona er ég þekki sem er ein- stæð móðir, varð veik og hafði þar að auki fjárhagslegar áhyggjur, var kölluð til félagsmálastofnunar vegna kvartana frá einhverjum um að hún væri óhæf móðir. Hún varð hrædd um að börn hennar yi-ðu af henni tekin. Ég þekki hennar að- stæður vel svo ég hringdi til að leggja inn gott orð fýrir hana, en mér mætti ákaflega kalt viðmót. Það var ekki fyrr en eftir margar hringingar sem ég fékk loks sam- band við félagsráðgjafa. Ég sagði henni að fólk væri hrætt við þessa stofnun. Hún sagði það fáfræði. En staðreyndin er sú að framkoma sú er mætir fólki sem þangað leitar er nú ekki uppörvandi. Ég hafði á til- finningunni að ég væri annars flokks borgari við það eitt að lyfta símtólinu og hringja þangað. Vonandi verður bætt úr þessu. Það ætti að vinna þarna fólk sem þekkir af eigin raun hvað það er að eiga erfitt. Slíkt fólk ætti að taka á móti fólki er þangað leitar. Það lærist ekki allt við að sitja á skóla- bekk, lífsins skóli er engu síður mikilvægur. I næstu alþingiskosningum þurf- um við að styðja það stjórnmálaafl sem blæs til samstöðu gegn þessari andstyggilegu tímaskekkju, Frú- Fátækt. Það eina afl sem ég sé í bili sem muni gera það eru húmanistar. Þeir hafa þegar haldið ráðstefnu um uppreisn gegn fátækt sem allir gátu sótt, jafnt fátækir sem aðrir, og munu eflaust halda fleiri. íslending- ar ættu að setja sér það takmark að hrekja þennan óvætt á haf út. Þeir hafa áorkað öðru eins, svo sem í þorskastríðinu forðum daga og í eldgosum og snjóflóðum sem lands- menn hafa hrjáð. SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR, rithöfundur og fél. í Húmanistafl. „Rétt örnefni“ Frá Oddi Sigurðssyni: í LESENDABRÉFI til Morgun- blaðsins hinn fimmta þessa mánaðar og athugasemdum þar við er nokkuð rætt um örnefni á hálendinu. Sýndist sitt hverjum um réttmæti þeirra. Réttilega er þar sagt að til séu staðir sem beri tvö nöfn og megi bæði telj- ast jafnrétt. Oft má þó sýna fram á með einhverjum rökum, til dæmis aldri og uppruna, að eitt nafn sé rétt- hærra öðru. Til er góð regla og hún hljóðar upp á að það nafn sem heimamenn nota sé rétt sama hvað líði uppruna og eldri örnefnum. Hér skal ekki gert upp á milli þessara að- ferða við að greina „rétt“ nafn. Rangt nafn á korti getur hins vegar ekki talist verðug rök fyrir nafnfestu jafnvel þótt það hafi verið prentað þannig mörgum sinnum. Það er megin ljóður á íslenskri kortaútgáfu hvað lítt er vandað til örnefna. Verð- ur að segjast að engan veginn má treysta þeim kortum, sem hafa kom- ið út hjá Landmælingum íslands, sem heimild um rétt örnefni. Árbæk- ur Ferðafélags Islands eru mun áreiðanlegri þótt þær séu að sjálf- sögðu ekki óskeikular heldur og veldur þá höfundur og útgáfunefnd hverju sinni hve vel hefur tekist til. Herforingjaráðskortin svokölluðu, sem komu út á fyrri hluta aldarinn- ar, voru að mörgu leyti mjög vönduð en síðan hefur sigið á ógæfuhliðina hjá kortaútgáfunni. Það skal því hvatt til vakningar um að framvegis verði einungis gefin út vönduð kort í alla staði. Skortur fjár eða tíma eru ekki haldbær rök fyrir að ekki sé vandað til útgáfu landakorta því að með gölluðum kortum er hvoru tveggja kastað á glæ, peningum og íyrirhöfn. Kort sem ekki er hægt að treysta eru veiri en engin. ODDUR SIGURÐSSON Brekkuseli 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.