Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
Olíukrít á
striga fyrir
Ingólfsstræti 8
SYNING á nýjum verkum Guð-
mundu Andrésdóttur verður opnuð
í Galleríi Ingólfsstræti 8 fímmtu-
daginn 12. nóvember.
Guðmunda er einn fárra íslenskra
listamanna sem unnið hafa
abstraktmálverk allt frá því að
abstraktlistin ruddi sér til rúms á
íslandi. Guðmunda tilheyrði Sept-
em-hópnum sem hefur verið álitinn
kjarninn í abstraktlist á Islandi,
segir í fréttatilkynningu.
Ennfremur segir að Guðmundu
hafi tekist að skapa sér mjög per-
sónulega braut í myndlistinni og
hefur síðastliðin 15 ár verið að þróa
og skapa út frá hringforminu. Enn
þann dag í dag er hún að vinna út
frá þeirri grunnhugmynd. Þau verk
sem hún nú sýnir í Ingólfsstræti 8
eru öll unnin með olíukrít á striga,
sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Guðmunda stundaði nám á árun-
um 1946-1953 í Stokkhólmi og París
og var valin borgarlistamaður 1995.
Sýningunni lýkur sunnudaginn
29. nóvember.
----------------
Guðjón Sveins-
son kynntur á
Súfístanum
GUÐJÓN Sveinsson, rithöfundur á
Breiðdalsvík, les úr nýútkominni
ljóðabók sinni, I garði konu minnar,
á Súfistnanum,
Laugavegi 18, í
kvöld kl. 20.30.
Bókin fjallar að
verulegu leyti
um gildi skóg-
ræktar og gróð-
urverndar.
Myndir Mariettu
Maissen, sem
myndskreytti
bókina, verða
einnig til sýnis.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson, kenn-
ari og ljóðskáld, mun kynna höfund-
inn og spjalla við hann. Tvö-faldur
kvartett úr Flenesborgarskóla, und-
ir stjórn Hrafnhildar Blómsterberg,
syngur.
Guðjdn
Sveinsson
___________LISTIR________
ALLT SÉ VEL GERT
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
TRYGGVI Tryggvason á vinnustofu sinni
hjá Modus Music 1 Lundúnum.
TÓNLISTARTÍMARITIÐ
Gramophone verðlaunar ár-
lega þær útgáfur sem því
þykir skara framúr fyrir
ýmsar sakir. Flokkarnir sem
verðlaunað er í eru jafnan
margir, en athygli vekur að
íslenskur upptökustjóri,
Tryggvi Tryggvason, kemur
við sögu á tveimur diskum
af þremur sem tilnefndir eru
til verðlauna sem bestu
hljómsveitarverkadiskarnir
og hlýtur sérstök ritstjóra-
verðlaun fyrir hljóm á disk
með verkum tónskáldsins
Thomasar Adésar. Þetta er í
þriðja sinn sem Tryggvi
Tryggvason er verðlaunað-
ur fyrir upptökstjórn, en áð-
ur hefur hann hlotið viður-
kenningu Gramophone fyrir
disk með flutningi Borodin-
kvartettsins á strengjakvar-
tettum nr. 1-3 eftir Tsjækov-
skí og annan disk með flutn-
ingi sinfóníuhljómsveitar
BBC á konsert fyrir hljóm-
sveit nr. 2 eftir Robin Holl-
oway fyrir þremur árum.
Tryggvi Tryggvason er sonur
Jóhanns Tryggvasonar pianó-
kennara sem lést fyrir skömmu
og Köru Tryggvason. Systir
Tryggva er Þórunn Ashkenazy.
Tryggvi hefur búið í Englandi frá
því hann var þriggja ára og hefur
ekki komið oft til Islands, kom
hingað síðast fyrir tveimur ára-
tugum þrjú ár í röð; fyrsta árið
kom hann til að taka upp Sögu-
sinfóníu Jóns Leifs fyrir Islenska
tónverkamiðstöð, annað árið til
að aðstoða Útvarpið við að skipta
yfir í víðóm og síðasta árið til að
setja upp hljóðkerfi í hús systur
sinnar. Tryggvi á og rekur fyrir-
tækin Modus Music og Merlin
Classics með Marianne sambýlis-
konu sinni í úthverfi Lundúna.
Tryggva kemur á óvart þegar
honum er sagt frá verðlaununum,
enda segist hann ekki hafa heyrt
af því, en þó hafði hann vitneskju
um að tvær aðrar plötur sem
hann vann að hefðu verið til-
nefndar. Tryggvi segir að hann
hafi ekki tekið upp öll verkanna á
verðlaunadisknum, en þau voru
tekin upp á sínum tíma upp á von
eða óvon og síðan hefði Adés selt
EMI upptökurnar til útgáfu.
„Hljómsveit undir stjórn Colins
Matthews var að flytja þessi verk
og þá kviknaði sú hugmynd með
honum og Adés að taka þau upp.
Matthews leitar gjarnan til mín
þegar taka þarf upp og við fórum
í Peterson-kirkjuna í Lundúnum
sem ég nota helst fyrir upptök-
ur.“ Tryggvi segir að mjög gott
sé að vinna með Adés sem sé að
auki mjög gott tónskáld, „og eitt
það besta er að hann tekur sjálf-
an sig ekki of alvarlega".
Tilnefningarnar sem Tryggvi
nefnir voru í fiokknum Hljóm-
sveitarverk, en það voru plötur
með verkum Henze sem Olive
Knussen stýrði fyrir Deutsche
Grammophon og þriðju sinfóniu
Elgars í hljómsveitarbúningi Pay-
nes sem NMC gaf út. Tryggvi
segist iðulega hafa unnið með
NMC, en sú útgáfa gaf til að
mynda út Holloway-diskinn sem
getið er, og mikið með Oliver Kn-
ussen, enda Ieiti Knussen gjarnan
til hans. „Hann er aftur á móti á
samningi hjá Deutsche
Grammophon og þeir vilja
að hann noti þeirra menn
sem mest þannig að við ger-
um ekki nema þrjár til fjór-
ar plötur saman á ári. Það
er orðið svo miklu minna að
gera í upptökunum, það er
svo mikill samdráttur í út-
gáfunni hér. Menn segjast
ekki geta selt klassíska tón-
list lengur og ég held að það
sé kominn tími til að sinna
merkinu okkar betur,“ segir
Tryggvi og vísar þá til Merl-
in Classics sem hann hefur
rekið samhliða Modus Music.
Þijátíu plötur tilbúnar
„Eg er með tilbúnar um
þijátíu plötur og kem þeim
út smám sarnan næstu árin.
Við höfum ekki Iagt neina
vinnu í að kynna þessar út-
gáfur okkar, en selt smáveg-
is af þeim,“ segir Tryggvi en
titlarnir eru orðnir ellefu og
þar á meðal einn diskur með
leik Blásarakvintetts
Reykjavíkur og önnur plata með
verkum eftir Ilafliða Hallgríms-
son. Tryggvi segir að daginn sem
samtalið fór fram var verið að
Ijúka við disk með flutningi Ein-
ars Jóhannessonar, „sem er ægi-
lega góður“, og Phillips Jenkins á
verkum eftir Nielsen, Schumann,
Bergmuller og Islendingana Jón
Sigurbjörnsson og Jón Þórarins-
son. Tryggvi er búinn að koma
sér upp heimasíðu á Netinu til að
dreifa útgáfunum,
http://www.merlinclassics.com/,
og segir að netið eigi eftir að
breyta miklu, styrkja smáfyrir-
tækin og auðvelda þeim að dreifa
plötum sínum.
„Mér finnst ekkert gaman orðið
að vinna að upptökum fyrir þessi
stórfyrirtæki og ef okkur tekst að
selja nóg af plötum til að lifa af
því býst ég við að við hættum al-
veg að taka upp fyrir aðra. Það er
svo komið að allir vilja gera hlut-
ina fljótt og illa og hugsa um það
eitt að halda kostnaði í lágmarki.
Við getum ekki unnið þannig því
við viljum að allt sé eins vel gert
og mögulegt er.“
Mósaík-
fígúrur
MYJVPLIST
Listmunahfís Ofeigs
MÓSAÍKTÆKNI
ALICE OLIVIA CLARKE
Opið á verslunartíma. Sýningin
stendur til 15. nóvember.@texti:
MÓSAÍKTÆKNIN er ævagömul
og hefur verið endurnýjuð á hverjum
tíma en aldrei horfíð alveg þótt aðrir
og nýrri miðlar hafi vissulega náð
meiri útbreiðslu í seinni tíð. Þannig
er skemmst að minnast tveggja
stórra nýlegra mósaíkverka hér á Is-
landi, altarismyndarinnar í Skál-
holtskirkju efth- Nínu Tryggvadótt-
ur og myndarinnar á tollhúsinu í
Reykjavík efth' Gerði Helgadóttur.
Myndirnar sem Alice Olivia Clarke
sýnir nú í Listmunahúsi Ófeigs eru
reyndar af nokkuð öðrum toga.
Alice er frá Kanada, en ættuð frá
KaiTbahafinu og hefur nú búið á Is-
landi um nokkurt skeið. I verkum
sínum nýtir hún ýmsan efnivið, ekki
bara þær gljáandi flísar sem flestir
tengja við mósaík. Hún sker flísar úr
steinplötum og raðar svo saman svo
úr verða hálf-afstrakt fígúrur eða
sviph' sem svífa í myndfletinum. I
flestum myndunum notar Alice fyrst
og fremst jarðliti og steinninn er
mattur svo yfirbragð myndanna er
þurrt og eilítið suðrænt. Myndirnar
eru ekki stórar og Alice tekst ekki á
við flókin viðfangsefni í þeim, en
myndirnar eru vandlega unnar og
bera vitni um góða formkennd og til-
finningu fyrir myndbyggingu.
Sýningar í Listmunahúsi Ófeigs
hafa verið fjölbreyttar og þar hefur
áherslan jöfnum höndum verið á
handverk og það sem kalla mætti
fagrar listir. Alice sameinar einmitt
á skemmtilegan hátt þessi tvö við-
horf í myndum sínum. Þær hafa þá
hógværð sem einkennir gott hand-
verk en bjóða áhorfandanum um leið
meira þegar farið er að skoða mynd-
bygginguna nánar og ráða í það
hvernig fígúrurnar í fletinum eru
brotnar upp og raðað saman.
Jón Proppé
Rússnesk rúlletta
BÆKUR
Smásögur
KONAN MEO HUNDINN
eftir Anton Tsjekhov. Þýðandi
Árni Bergmann. Bjartur, Reylg'avík
1998, 170 bls.
SMÁSÖGURNAR í þessu safni
eru fimm talsins og eru skrifaðar á
síðustu æviárum höfundarins og um
leið á síðustu árum síðustu aldar.
Sögumar eru ástarsögur en ástin er
þó ekki alltaf milli karls og konu.
Hvörfin í sögunum vekja persón-
urnar ýmist til lífsins eða hrekja
þær í dauðann, nema hvort tveggja
sé. Þær halda að líf þeirra sé í föst-
um skorðum og ekkert fái því rask-
að en annað kemur á daginn.
Konan með hundinn á bara að
vera enn eitt nafnlaust hliðarspor
Dmítrijs Gúrovs, ævintýri með
upphafi og enda. Hann er einn í fríi
í Jalta enda leiður á konu og börn-
um og því auðvelt um vik hjá hon-
um að kynnast konunni. Þetta
tekst prýðilega hjá honum framan
af, honum leiðist konan þegar hún
tuðar um sekt og syndir, virðingu
og skort á henni þegar þau hefja
ástarleikina. Leiðir skilja en hugur
Dmítríjs reikar oft til Önnu, kon-
unnar með hundinn, og þau taka
upp þráðinn að nýju. Anna kemur
reglulega til Moskvu og þar eiga
þau leynilega ástarfundi á hóteli.
Þau lifa tvöföldu lífí. Hið eiginlega
líf þar sem þeim finnst þau vera lif-
andi er falið en allt sem þau gera
fyrir opnum tjöldum er gervi og
ófullnægjandi líf. Þau ræða hvern-
ig þau geti snúið þessu við, en
lausnin er flókin og erfið. Konan er
ekki lengur með hund heldur
Dmítrij.
Olga ívanovna flögrar um eins og
fiðrildi í samnefndri sögu. Hún
dýrkar fræga listamenn og telur sig
listhneigða en giftist vísindamanni,
að því er virðist vegna þess að hann
er sá fyrsti til að biðja hennar.
Frægðin er fallvölt og því skiptir oft
um fólk í vinahópi Olgu. Eiginmað-
urinn ofdekrar Olgu og verður
einskis verður í huga hennar. Hún
heldur framhjá honum með listmál-
ara og þegar því sambandi líkur
niðurlægir Olga sjálfa sig endalaust
með eltingarleik við hann. Hún er
því fjarri góðu gamni þegar eigin-
maðurinn vinnur sigra á sviði vís-
indanna og kemst til metorða innan
þess geira. Olga sér að sér en það er
um seinan.
Sögumar „Stikilsber" og „Um
ástina" tengjast þannig að ramminn
um þær er sá að kunningjar hittast
og skiptast á sögum. Þeir ræða um
ástina með dæmisögum og út frá
þeirri staðreynd að „fram til þessa
hafa fram komið aðeins ein sannindi
um ástina sem ekki verður um deilt
og það er að „mikill er sá leyndar-
dómur“:“ (bls 74).
Maður einn sem lætur draum
sinn rætast, gerir allt til að geta
keypt sér jörð og rækta stikilsber.
Hann er blindur af ást á draumnum
og sjálfan sig. Sjálfumgleði hans
hræðir bróður hans sem segir frá:
„Þegar hagur Rússans breytist til
batnaðar, hann getur étið sig sadd-
an og lagst í iðjuleysi, þá blossar
sjálfsálit hans upp á frekasta hátt.“
(bls. 67). Hinn nýi óðalseigandi er
yfir sig hamingjusamur en sú ham-
ingja byggir á lygi, leti og óham-
ingju annarra.
Læknirinn í smábæ einum hefur
ást á fræðum og rökræðum. Hann
les fræðin en praktíserar þau ekki,
aðallega vegna þess að það myndi
raska hans þægilega lífi. Hann er
þó leiður á að geta ekki rætt af viti
við nokkum mann. Loks finnur
hann vit hjá vitleysingi og dæmist
þá vitlaus sjálfur. Þessi saga, „Stofa
sex“ er sú lengsta og áhrifamesta í
bókinni. Dóma samfélagsins flýr
enginn, ekki einu sinni læknirinn
sem í íyrstu ætlaði að breyta og
bæta en varð svo samlitur lognmoll-
unni í samfélaginu.
Þýðandinn Arni Bergmann ritar
eftirmála. Þar setur hann sögurnar
í samhengi við önnur verk Tsjek-
hovs, lýsir táknkerfi hans og stíl.
Eftirmálar af þessu tagi eru góð
viðbót þegar um þýðingar er að
ræða. Textinn ber í senn í sér fram-
andleika annars tungumáls og stíl
þýðandans, sem sést í eftirmálanum
og af öðmm verkum hans. Ekki var
gerður samanburður við frumtexta.
Tsjekhov er vinsæll í íslenskum
leikhúsum og smásögumar eru
fróðleg viðbót og skemmtileg lesn-
ing.
Kristín Ólafs
Nýjar bækur
Lífshlaup
stj órnmálamanns
• STEINGRÍMUR
Hermannsson - Æví-
saga er eftir Dag B.
Eggertsson. Bókin er
byggð á samtölum
Dags við Steingrím
Hermannsson íyrrver-
andi forsætisráðherra
og ýmsa samferðamenn
hans, dagbókum Stein-
gríms, einkabréfum og
ýmsum persónulegum
skjölum og minnisblöð-
um sem Dagur hefur
haft frjálsan aðgang að,
ásamt öðmm heimild-
um úr ýmsum áttum,
þar á meðal leyniskjöl-
um úr bandarískum
skjalasöfnum. I bókinni
segir Steingrímur sögu
sína og kemur víða við.
í kynningu segir: „I
þessari umbúðalausu
ævisögu sýnir Stein-
grímur Hermannsson á
sér hliðar sem almenn-
ingi hafa verið huldar
og segir meðal annars
frá stormasömu hjóna-
bandi sínu, skilnaði og
hatrammri forræðis-
deilu. Sömuleiðis grein-
ir hann af einlægni frá
nánu sambandi sínu við
föður sinn, Hermann
Dagur B.
Eggertsson
Steingrímur
Hermannsson
Jónasson forsætisráð-
herra, og birtir kafla úr
hreinskilnislegum bréf-
um sem þeim fóru á
milli þar sem margt
bar á góma, jafnt þjóð-
mál sem persónuleg
mál þeirra beggja. I
bókinni veitir Stein-
grímur einkar athyglis-
verða innsýn í íslensk
stjórnmál og segir
óhikað skoðanir sínar á
mönnum og málefn-
um.“
Höfundur bókarinn-
ar, Dagur B. Eggerts-
son, var formaður
Stúdentaráðs Háskóla
íslands 1994-1995,
samhliða námi hefur
hann unnið að dag-
skrárgerð fyrir Ríkis-
útvarpið.
Útgefandi er Vaka-
Helgafell. Bókin er 333
bls., prentuð í Odda hf.
Myndir í bókinni eru á
annað hundrað, nafna-
skrá og ítarleg heim-
ildaskrá. Ljósmynd á
bókarkápu tók Krist-
inn Ingvarsson, en
kápu hannaði Loftur
Ólafur Leifsson. Verð:
4.480 kr.