Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 Eplakökur Þó alltaf sé til nóg af eplum á íslandi núna, segir Kristín Gestsddttir, fengust þau bara fyrir jólin þegar hún var lítil, enda fínnst henni leiðinlegt að sjá sum börn og unglinga bíta aðeins í epli en fleygja því svo. ÞÓ VIÐ höfum nóg af eplum þarf ekki að fara svona með þau. Ástæðulaust er að gefa barni sem þannig fer að heilt epli. Epli dökkna í sárið fyrir tilstilli súr- efnis loftsins en verður ekki óhæft til átu fyrir það, svo má líka skera þunna sneið af sárinu til að fjarlægja brúna litinn. Ýmsar tegundir eru til af eplum og koma tegundaheiti ekki alltaf fram í verslunum. Eitt sinn greip ég epli og spurði afgreiðslustúlk- una hvaða tegund þetta væri. Svarið var: „Þetta er bara rautt epli.“ Þá höfum við það. Oftast eru þau flokkuð eftir lit - rauð, gul og græn, en fleira greinir þau að en liturinn, því bragð, stærð og áferð er mismunandi. Margar verslanir skera eplin niður í rif svo að neytendur geti smakkað og er það vel. Þegar ég vel mér epli til matar kaupi ég yfírleitt sterkgræn súr epli, t.d. Granny Smith eða stór Jónagold epli, sem eru mjög drjúg. Svo hafa fengist lítil rauð/gi-æn epli sem henta vel bæði til átu og matar- gerðar. Af nógu er að taka. Ótal gerðir eru til að eplakökum, lík- lega er ekki til eins mikið af nokkrum kökum í heiminum og þeim. Eplakaka Ragnhildar er geysivinsæl meðal minna barna- barna og þeirra vina og þarf eng- an fullorðinn til að hjálpa þeim við baksturinn. Þeim þykir gott að fá ís með henni. Iplakaka Ragnhildar ___________4 egg___________ 160 g sykur _________100 g hveiti______ 1 tsk. lyftiduft 2 meðalstór epli, helst bragð- sterk 2 tsk. kanilsykur 1. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C, setjið kök- una ekki inn í ofninn fyrr en hann er orðinn heitur. 2. Þeytið egg og sykur þar til það er ljóst og létt. 3. Blandið saman hveiti og lyftidufti, hrærið út í deigið með sleikju, setjið ekki í hrærivél. 4. Smyrjið stórt springform, setjið deigið í mótið. Takið kjarn- ann úr eplunum, skerið í rif og raðið ofan á eins og sól. Stráið kanilsykri yfir. 5. Setjið kökuna í miðjan ofn- inn og bakið í um 25 mínútur. Eplakaka Ásdísar Botn og lok: 250 g hveiti 175 g smjör 100 g sykur _______i egg_____ 1 -2 msk. kolt vatn 1 msk. brauðrasp Fylling: 1 V2 kg bragðsterk epli 1 dl sykur yfir eplin 1 dl rúsínur 50 g saxaðar möndlur Ofan á kökuna: 75 g smjör 75 g sykur 30 g fínt saxaðar möndlur 1. Hnoðið saman hveiti, smjör, sykur, egg og kalt vatn, geymið í kæliskáp á 3-4 klst. Skiptið í tvennt og fletjið út í 2 kringlóttar kökur, aðra aðeins sm stærri. 3. Setjið stærri kökuna í smurt bökuform eða springform, og lát- ið hana ná upp með börmunum. 4. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann, skerið í sneiðar og setjið ofan á. Stráið sykri yfir, setjið síðan saxaðar rúsínur og möndlur yfir. Þrýstið raspi á kantinn. 5. Leggið minni deigkökuna of- an á og þrýstið vel saman á brún- unum. Gott er að skera smá göt í hana og má nota sogrör til þess. 6. Blandið saman smjöri, sykri og fínt söxuðum möndlum, hitið örlítið, kælið síðan að mestu og smyrjið yfir. 7. Hitið bakaraofn í 220°C, blástursofn í 200°C, setjið neðar- lega í ofninn og bakið í 45 mínút- ur. 8. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. www.mbl.is í DAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Svar við opnu bréfí VELVAKANDA barst eft- irfai’andi svar við opnu bréfi Viggós Jörgenssonar til utanríkisráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 4. nóvember 1998. „I tilefni af opnu bréfi Viggós Jörgenssonar til utanríkisráðherra í Morg- unblaðinu 4. nóvember sl., þar sem fyrrnefndur setti fram spurningar um hugs- anlega miðun langdrægra rússneskra kjarnaflauga á Island, skal bent á að ís- lensk stjómvöld hafa enga ástæðu til að ætla að slík- um flaugum sé beint að skotmörkum hér á landi, né heldui- telja íslensk stjórnvöld að tilefni væri til viðbúnaðar af því tagi af hálfu Rússlands. ísland og Rússland fógnuðu því ný- lega að 55 ár voru liðin frá því að ríkin stofnuðu til stjórnmálasambands og tvíhliða samskipti ínkjanna eru mjög góð. I þessu sam- hengi má minna á sívax- andi umsvif Samstarfsráðs Atlantshafsbandalagsins og Rússlands (PJC), á grundvelli Stofnsáttmála þessara aðila, þar sem al- menn upplýsingamiðlun um öryggismál og aðgerðir gegn útbreiðslu gereyðing- arvopna eru á meðal við- fangsefna. Sum þeima ríkja sem ráða yfir kjarnavopnum hafa gert tvíhliða sam- komulag um afnám sjálf- virkni 1 miðun langdrægra kjarnaflauga, m.a. til að koma í veg fyrir óhöpp, en slíkir samningar koma ekki í veg fyrir hugsanlega beitingu kjarnavopna á ófriðartímum. Þar sem um er að ræða tæknilega traustvekjandi aðgerð á gagnkvæmnisgrundvelli, væri ekki vænlegt til ár- angurs fyrir íslensk stjórn- völd að leita slíkra samn- inga við rússnesk stjórn- völd, af augljósum ástæð- um.“ Halldór Asgrfmsson, utanríkisráðherra. Óíþróttaniannsleg framkoma YELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Heiðraði Velvakandi. Handknattleiksmót fór fram í Víkingsheimilinu um síðustu helgi og kom mér á óvart að íþrótta- mannsleg framkoma virt- ist þjálfara Gróttu gersam- lega framandi. I einum leikjanna lét hann sína leikmenn raða sér upp við hliðina á vellinum og gaf þeim skýr fyrirmæli um að hvetja liðsmenn Vals (!) til dáða en púa á Stjörnuna. Sá það hver maður að þetta rann liðsmönnum Stjörnunnar til rifja, enda ekki háir í loftinu, aðeins 7 til 9 ára gamlir. Þetta var mót 7. flokks! - Þar sem ég lék sjálf með Gróttu í eina tíð hef ég reynt að halda uppi merki liðsins á Stjörnuheimilinu mínu. Nú er það talsvert erfiðara en áður. Ragnheiður Traustadóttir. Tapað/fundið Kvenúr týndist GROVANA silfurlitað og gyllt kvenmannsúr týndist sl. laugardagskvöld, lík- lega á Gauki á Stöng eða í miðbæ Reykjavíkur. Skil- vis finnandi hafi samband í síma 588 9966. Fundar- laun. Herraúr týndist HERRAÚR týndist í Kolaportinu eða á leið á bílastæði sl. laugardag 7. nóvember kl. rúmlega 11. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 554 0322. Gleraugu týndust Karlamannsgleraugu í blágrænni umgjörð týnd- ust af borði á Islands- meistaramóti í dansi sem haldið var sl. laugardag í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Skilvís finnandi vinsamlega hafið samband við Björn í síma 565 0554 eða 551 8166 eða skilið gleraugunum til Stefáns hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Skellinaðra týndist FYRIR u.þ.b. tveimur vik- um týndist í Háagerði í Reykjavík skellinaðra, Suzuki TSX-50, svört að lit, RT-903. Þar sem engar upplýsingar hafa ennþá fengist um hvað orðið hef- ur af skellinöðrunni þá kviknaði sú hugmynd að biðja foreldra, og einnig unglinga, sem kynnu að hafa orðið varir við farar- tæki sem svarar til þessar- ar lýsingar, einhversstaðar í reiðileysi, að láta vita í einhvern af eftirfarandi símum 553 3882, 669 7919 eða 553 7272. Allar upplýs- ingar vel þegnar. Dýrahald Hamstursbúr óskast HAMSTURSBÚR á tveimur hæðum, helst gyllt, óskast gefins. Upp- lýsingar í síma 698 0074. SKAK llinsjón Marguir Pétlll-NSOII Staðan kom upp í síðustu umferð í landsliðsflokki á Skákþingi íslands á laugar- daginn. Hannes Hlífar Stef- ánsson (2.545) var með hvitt og átti leik, en Jón Viktor Gunnarsson (2.445) hafði svart. 20. Bxh7+! - Kh8 (Svartiu* mátti alls ekki taka biskupinn því 20. - Kxh7 21. Dh5+ - Kg8 22. Hxg7+ - Kxg7 23. Hgl+ - Kf6 24. Dg5 er mát!) 21. Dh3! - Dxf4 22. Hg4 _ Dh6 23. Hh4 - Kxh7 (Eina leiðin til að forðast mát er að láta drottning- una af hendi) 24. Hgl - Had8 25. Dg4 - Hg8 26. Df4 og svartur gafst upp. Þetta reyndist vera úrslita- skák mótsins. Með sigrinum komst Hannes upp fyrir Helga Ass Grétarsson sem gerði jafntefli við Róbert Harðarson í síðustu umferð- inni. Jón Viktor varð þriðji ásamt Þresti Þórhallssyni. HVÍTUR leikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar... DUGNAÐUR þeirra sem stunda áhuga- og tómstunda- mál sín af elju og kappi jafnhliða fullu stai-fi og rekstri heimilis hefur oft vakið aðdáun Víkverja. Hann hefur einnig oft velt því fyrir sér, hvernig sumt fólk virðist alltaf geta fundið tíma til þess að sinna áhuga- málum sínum, jafnvel þótt það sé störfum hlaðið. Hugsanir sem þessar sóttu á Víkverja um hádeg- isbilið sl. laugardag, þegar hann gat skotist yfir í Kringlu úr Morg- unblaðshúsinu, til þess að gera smávægileg innkaup. XXX EINS og marga rekur eflaust minni til var leiðindaveður hér í Reykjavík á laugardag, rok og rigning og vart hundi út sigandi. Þegar Víkverji kom inn í anddyri Kringlunnar blasti við honum glæsilegt langborð, hlaðið skreytt- um veislutertum, hreint ótrúlega lystilegum og glæstum, og bak við borðið stóðu kankvísar konur og gerðu hvað þær gátu til þess að laða vegfarendur að krásunum. Víkverji fór og kynnti sér hvað þarna væri á döfinni og mikið rétt - þarna voru á ferðinni konur úr Mosfellskórnum, sem höfðu bakað hinar glæstu Hnallþórur og héldu kökubasar í fjáröflunarskyni. Þarna stóðu þær, brosmildar og ófeimnar og hvöttu þá sem fram- hjá fóru til þess að láta nú freist- ast. xxx EINKUM virtust þær lagnar við að leggja snörur sínar fyrir karlpeninginn og beindu til þeirra athugasemdum eins og þeim, hvort þeir hefðu nú ekki áhuga á að slá í gegn hjá konunni með því að mæta heima með eina tertu eða svo og bjóða til veislukaffis. Margir féllu mjög fúslega fyrir þessum freist- ingum og reiddu glaðir fram það hóflega gjald sem krafist var. xxx VIKVERJI var einn þeirra sem ekki stóðust freistinguna og festi kaup á hreint ótrúlega glæsi- legi-i tertu fyrir 1.200 krónur. Vík- verji er ekki í nokkrum vafa um að ef slík terta fengist á annað borð í bakaríum landsins yrði hún verð- lögð á einhverja þúsundkalla, en ekki rúmlega einn. Nú, að loknu tertuáti, þá er hægt að upplýsa, að ekki einasta var hún glæst, heldur svo ljúffeng, að við besta konfekt má jafna. Víkverji hefur síðan verið að hugsa með hlýju til kvennanna í Mosfellskórnum, sem að sögn syngja hreint ágætlega og leggja mikið á sig við söngæfingar, en hafa samt sem áður tíma til þess að baka þessar líka fínu tertur og standa svo í Kringlunni og laða vegfarendur til þess að prófa nú sætindin. Ef grunur Víkverja reyn- ist réttur eru þær í ofanálag fyrir- myndar húsmæður, mæður og eig- inkonur, sem sjálfsagt vinna flestar hverjar fullan vinnudag, utan heimilisins! Sannkallaðar „hvunn- dagshetjur" sem svo allt of fáir muna eftir að eru jú helstu hetjur okkar daga, ekki satt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.