Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
U mh verfís vott-
un og áhuga-
söm ungmenni
Scanfoto
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra ásamt hinum norsku og sænsku
starfssystkinum sínum, Peter Angelsen og Margaretha Winberg.
Osló. Morgunblaðið.
UMHVERFISVOTTUN fisks var á
dagskrá norrænu sjávarútvegs-
ráðherranna í gær, er þeir funduðu
á þingi Norðurlandaráðs. Bæði Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðheira og norski starfsbróðir
hans Peter Angelsen eru sammála
um mikilvægi þess að komið verði á
opinberu kerfi, en ekki að einkafyr-
irtæki og umhverfíssamtök ráði þar
ferðinni.
í gær voru ráðherrarnir einnig
viðstaddir er norræn ungmenni
undirrituðu Réttarskrá hafsins á
sýningu, er ungt fólk hefur unnið
um hafið. íslensku þátttakendurnir
hafa þegar náð góðum árangri með
verkefni sitt um lundann og eru nú
á leið í evrópska keppni í Berlín
með lundaverkefnið.
Umhverfisvottun: Frá norræn-
um vettvangi til FAO
„Við verðum að horfast í augu við
þá staðreynd að fáar þjóðir byggja
afkomu sína algjörlega á fiskveið-
um. Engin fullvalda þjóð á í jafn
miklum mæli allt sitt undir fiskveið-
um og Islendingar," benti Þorsteinn
Pálsson á er hann heimsótti sýningu
Norðurlandaráðs um hafið og mikil-
vægi þess; „Því hefur það mikið
gildi fyiir íslendinga að vakin sé at-
hygli á hafinu og málum tengdum
því.“ Þorsteinn tók undir orð Davíðs
Oddssonar á þinginu í fyrradag um
að það vantaði víða á skilning á
aðstæðum fiskveiðiþjóða og brýnt
væri að bæta úr því.
Norrænu sjávarútvegsráðherr-
arnir hafa beitt sér fyrir undirbún-
ingi að umhverfisvottun fisks og
hyggjast vinna að því máli á vett-
vangi FAO, Fiskveiði- og matvæla-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
„Við höfum rætt um að stilla saman
strengi okkar fyrir fund FAO í
mars. Það er mikilvægt að komast
að samkomulagi um sameiginlega
viðmiðun um vottun á alþjóða vett-
vangi. Fiskur er verslunarvara um
allan heim og því er FAO eðlilegur
vettvangur fyrir þessi mál,“ segir
Þorsteinn, en hnykkir á að innan
FAO séu skiptar skoðanir. „Þess
vegna getum við á Norðurlöndum
sýnt styrk með því að standa þar
saman.“
Keiko-áhrifin eiga
eftir að koma í ljós
Peter Angelsen sjávarútvegs-
ráðhen'a Noregs leggur eins og
Þorsteinn höfuðáherslu á að alþjóða
reglur séu forsenda vottunar. „Það
er óviðunandi að það séu einkafyrir-
tæki og umhverfíssamtök, sem noti
vottun á eigin forsendum. Vottun
verður að fela í sér tryggingu á að
merktur fiskur komi úr stofnum,
sem ekki sé ógnað og sé veiddur
með aðferðum, sem ekki skaði vist-
kerfið."
Angelsen segir að það sé ekkert
launungarmál að það sé yfnvofandi
vottun stórfyrirtækisins Unilever
og Alþjóða náttúruverndarsjóðsins,
WWF, sem hafi verið hvatinn að því
að ráðherrarnir tóku umhverfisvott-
un á dagskrá. „Það er ómögulegt að
segja hvernig skilgreining þessara
aðila á til dæmis sjálfbærum veiðum
væri. Gagnvart jafn stórum einka-
hagsmunaaðila og Unilever er nauð-
synlegt að grípa til ráðstafana.
„Það er ómögulegt að segja
hverju búast má við af vottun og
áhrifum hennar. Það er misjafnt
eftir löndum hversu meðvitaðir
neytendur eru um umhvei-fismerki,
svo það er ómögulegt að sjá fyrir
hver viðbrögð þeirra verða og hvort
vottun hefur áhrif á fiskverð.“
Angelsen sagðist geta tekið undir
orð Davíðs Oddssonar um að það
skorti víða skilning á hagsmunum
sjávarútvegsþjóða. „Það eru til
mörg góð umhverfisverndarsamtök,
en sum hafa verið háð einkahags-
munum forsprakka sinna, sem hafa
haft mikið fé upp úr starfinu.
Baráttan gegn sel- og hvalveiðum
er dæmi um herferð af því tagi,“
segir Angelsen og bætir við að allt
bendi til að mikill vöxtur sel- og
hvalastofna í Barentshafi, sökum
veiðistöðvunar eða lítilla veiða,
dragi úr fiski þar. Ýmsir hafa haft
áhyggjur af að heimflutningur
Keiko muni espa upp gagnrýni
gegn hvalveiðum. Angelsen segir að
það hafi kannski verið spennandi
fyrir íslendinga og aðra að fylgjast
með „heimkomu“ Keikos. „Það á
svo eftir að koma í ljós hvort þessi
flutningur Keikos ýtir undir
hvalaáróðurinn."
Raunveruleg skólaverkefni
skila árangri
Þau Davíð Egilsson, Bjarki
Steinn Traustason og Freydís Vig-
fúsdóttir eru með glaðari andlitum
á norræna vettvanginum í Osló
þessa dagana. Þessir þrír nemendui'
Framhaldsskólans í Vestmannaeyj-
um kynna þarna verkefni sitt um
lundann, sem þau hafa unnið að síð-
an 1996. Það var á þeim að heyra að
þau vildu gjarnan halda verkefninu
áfram, því lundastofninn er sveiflu-
kenndur eins og aðrir dýrastofnar
og aðeins nokkun'a ára vinna sýnir
slíkt. Þau hafa einnig sinnt atferlis-
rannsóknum og eru örugglega þeir
íslendingar, sem mest vita um hátt-
erni lundans eftir að hafa fylgst
með honum og jafnvel alið upp
lundapysjur.
Verkefnið er eitt af fleiri raun-
verulegum verkefnum, sem skólinn
sinnir og sem kennari þeirra, Gísli
Óskarsson, hefur sérstakan áhuga
á, enda Vestmannaeyjar tilvalinn
vettvangur slíkra rannsókna.
Einnig hafa þau hlotið aðstoð hjá
Páli Mai-vin Jónssyni, forstöðu-
manni Rannsóknaseturs Háskóla
íslands í Eyjum og Kristjáni Egils-
syni, forstöðumanni Náttúrugripa-
safns Vestmannaeyja.
Frá Osló halda þremenningarnir
til Berlínar, þar sem þau taka þátt í
evrópskri vísindakeppni ungs fólks
um umhverfismál. Hvort pysjan
skilar þeim verðlaunum kemur í ljós
síðar í mánuðinum.
Um 1200 manns stofna húsnæðisfélagið Búmenn
Verið að kanna hugsanlegar
byggingarlóðir víða um land
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
MIKILL áhugi virðist vera fyrir stofnun Búmanna, félags sem hefur
byggingu íbúða fyrir 55 ára og eldri að markmiði. Um fjögur hundruð
manns sóttu framhaldsstofnund félagsins um helgina.
Bjartsýni á
lausní
viðræðum
við Microsoft
ÞOKAST hefur í samkomulagsátt í
viðræðum fulltnia Microsoft og
menntamálaráðuneytisins um ís-
lenskun á algengasta hugbúnaði írá
fyrirtækinu. Fulltrúar Microsoft sátu
fundi í Reykjavík með fulltrúum
ráðuneytisins í gær og fyrradag.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins telja aðilar að ástæða sé til
bjartsýni um að lausn finnist á mál-
inu.
Síðastliðið sumai' skiáfaði mennta-
málaráðuneytið Microsoft bréf með
óskum um viðræður um íslenskun á
hugbúnaði frá fyrirtækinu, sem fram-
leiðii’ t.d. Windows og Word-rit-
vinnslukerfið. Fjallað var um málið í
fjölmiðlum erlendis og fullti-úar
Microsoft komu til viðræðna við ráðu-
neytismenn í júlí á síðasta ári. Síðan
hefur verið unnið að málinu.
----------------
Teppti veg í
Fjallgarði
Jökuldai. Morgunblaðið.
FISKFLUTNINGABILL með
tengivagni, fjörutíu tonn að heildar-
þyngd, teppti veginn um Austari-
Fjallgarð á Möðrudalsöræfum um
tíma í gænnorgun.
Bíllinn skrikaði til í beygju austan
í Austari-Fjallgarði um klukkan
fjögur að morgni og var tepptur þar
og lokaði veginum fram undir hádegi
í gær. Snjómokstursbíll frá Vega-
gerðinni losaði bílinn undir hádegi í
gær, en þá voru bflar farnir að safn-
ast fyrir aftan flutningabflinn á leið
norður á bóginn. Vegagerðin opnaði
síðan veginn og komust þá allir veg-
farendur leiðar sinnar þó nokkuð
kófaði á Fjallgarðinum.
UM 400 manns sóttu framhalds-
stofnfund Búmanna, félags um
byggingu íbúða fyrir fólk 55 ára
og eldri, sem haldinn var í Súlna-
sal Hótel Sögu á sunnudag, að
sögn Guðrúnar Jónsdóttur, for-
manns félagsins. í kjölfarið voru
um 200 nýir stofnfélagar skráðir
í Búmenn og eru félagar því
orðnir hátt í 1.200 manns. Fyrri
stofnfundur Búmanna var hald-
inn um miðjan síðasta mánuð og
létu þá nær 800 manns skrá sig í
félagið.
Markmið þess er bygging
íbúða fyrir eldra fólk, þar sem
m.a. verður lögð áhersla á lága
byggð og rólegt og öruggt um-
hverfi. Þá verður fjármögnun
íbúðanna byggð á svokölluðu bú-
seturéttarformi þar sem fólk
kaupir sér eignarhlut eða búset-
urétt fyrir 10 til 15% af verðmæti
íbúðar og tryggir sér um leið
öryggi og sjálfstæði.
Guðrún Jónsdóttir gerði um
helgina grein fyrir þeim lóðum
og byggingarsvæðum sem eru til
skoðunar hjá félaginu og segir í
samtali við Morgunblaðið að
fjölmargir aðilar víða um land
hafi haft samband og lýst yfir
áhuga á viðræðum um byggingu
íbúða Búmanna á ákveðnum lóð-
um eða byggingarsvæðum.
Guðrún leggur áherslu á að ekki
séu hafnar neinar viðræður um
þessi svæði en segii' að á fundin-
um hafi verið gerð könnun meðal
fundarmanna um það hvar helst
væri áhugi á því að byggja. Búist
er við því að niðurstöður þeirrar
könnunar liggi fyrir á næstu
dögum.
Aðspurð segir Guðrún að full-
trúar sameinaðs sveitarfélags
norðan Skarðsheiðar hafi m.a.
lýst yfir vilja til þess að ræða við
Búmenn um hugsanlega bygg-
ingu ibúða en einnig hafa aðilar í
Hveragerði óskað eftir viðræðum
sem og fulltrúar í Mosfellsbæ og
að lokum Kristleifur Þorsteins-
son í Húsafelli. Þá er verið að
kanna möguleika á því að byggja
við Elliðavatn, í Fífu-
hvammslandi í Kópavogi, í
Bessastaðahreppi, Hafnarfirði og
í Garðabæ. Engar viðræður hafi
átt sér stað um hugsanlegt bygg-
ingarsvæði í landi Reykjavíkur-
borgar, en félagið hefur lagt inn
umsókn um svokallað Þróttar-
svæði skammt frá Holtagörðum.
Næsta skref, að sögn Guðrún-
ar, er að vinna úr könnuninni
sem gerð var meðal fundar-
manna um helgina og því næst að
taka upp formlegar viðræður um
byggingarsvæði við þá aðila sem
koma til greina og sýnt hafa mál-
inu áhuga. Að því búnu þarf að
undirbúa fjármögnun fram-
kvæmdanna og kanna hvernig
hægt verði að koma upp einhvers
konar fjármálaráðgjöf fyrir
eldra fólk.
Heimsókn
Alþýðu-
bandalags-
ins til Kúbu
FORMLEG heimsókn Alþýðu-
bandalagsins til Kúbu hófst í
gær. Sendinefnd Margrétar
Frímannsdóttur, fonnanns
Alþýðubandalagsins, hitti José
R. Balaguer Cabrera, fulltrúa í
framkvæmdastjórn kúbverska
Kommúnistaflokksins og
Ricardo Alarcón de Quesada,
forseta kúbverska þingsins.
Síðdegis bauð José R. Fern-
andez, varaforsætisráðherra og
forseti Vináttufélags Kúbu og
Norðurlanda, Margréti og
sendinefndinni í kvöldverð.
I dag heimsækir sendinefnd-
in skóla, læknastofu og heimili
aldraðra í Havana, höfuðborg
Kúbu. Að því loknu hittir
nefndin Mörtu Lomas, aðstoð-
arráðherra í ráðuneyti er-
lendra fjái'festinga og efna-
hagssamstai'fs. Dagskránni í
dag lýkur með fundi sendi-
nefndarinnar með Ricardo
Cabrisas utanríkisvið-
skiptaráðherra.
Heimsókninni lýkur á morg-
un, en þá á sendinefndin fundi
með Rodriguez Romay,
sjávarútvegsráðherra, Roberto
Robaina, utanríkisráðherra, og
Osmany Cienfuegos, ferðamál-
aráðheiTa. Hinni formlegu
heimsókn lýkur svo með
móttöku Alþýðubandalagsins
fyrir kúbversku gestgjafana í
Húsi vináttunnar í Havana
annaðkvöld. Þar verða einnig
um 40 Islendingar sem eru
með í ferð Alþýðubandalagsins
til Kúbu. Hópurinn er væntan-
legur til íslands á laugardag.