Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 48
t48 MIÐVIKUDAGUR ll. NÓVEMBER 1998
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
ORSAKIR BUFERLA-
FLUTNINGA
í FYRRI grein minni um stöðu
byggðamála varaði ég við hættu á
sívaxandi landflótta frá mörgum
svæðum landsbyggðar-
innar. Ef menn vilja
bregðast við þessu með
markvissum hætti er
->nauðsynlegt að átta sig
á því hverjar helstu or-
sakir brottflutnings
eru. I þessari grein
mun ég segja frá nið-
urstöðum rannsóknar
á orsökum búferla-
flutninga á íslandi sem
ég hef unnið að fyrir
Byggðastofnun á síð-
ustu misserum.
Óánægja leiðir
til brottflutnings
Rannsóknin á orsök-
um búferlaflutninga byggðist á víð-
tækum könnunum meðal íbúa allra
^landsbyggðarkjördæmanna. Fólk
var spurt um ánægju og óánægju
með 24 þætti lífskjara og búsetu-
skilyrða, auk þess sem fólk er flutt
hafði milli landshluta á tímabilinu
frá 1992-96 var spurt um helstu
ástæður búferlaflutninga sinna. Til
að gera langa sögu stutta má segja
að kannanir þessar hafl sýnt, að ná-
in tengsl eru milli ánægju íbúa með
lífskjör og fólksfjöldaþróunar í við-
komandi byggðarlagi. íbúar tapast
frá svæðum þar sem fólk hefur yfir
fleiri þáttum lífskjara að kvarta, en
^fólki fjölgar þar sem íbúar eru al-
mennt ánægðari með kjör sín og
skilyrði.
Þótt landsbyggðin í heild hafí
tapað miklum fjölda íbúa á síðustu
árum þýðir það ekki að íbúar séu
óánægðari með allt á landsbyggð-
inni. Ibúar stærri þéttbýlisstaða
landsbyggðarinnar eru margir
ánægðari með lífskjör og búsetu-
skilyrði sín en íbúar höfuðborgar-
svæðisins. Það á til dæmis við um
Akranes, Sauðárkrók, Akureyri,
Selfoss og Hveragerði. Minnst er
ánægjan meðal íbúa á minni þétt-
býlisstöðum, einkum í sjávarút-
vegsbyggðunum. Almennt eru íbú-
ar landsbyggðarinnar ánægðari en
-^íbúar höfuðborgarsvæðisins með
umhverfl sitt, veðurfar og opinbera
þjónustu, svo sem dagvist barna,
grunnskólamál, heilsugæslu og
þjónustu við aldraða. (Nánar má
lesa um þetta í bók minni Búseta á
Stefán
Ólafsson
íslandi, sem Byggðastofnun gaf út
sl. vetur.)
Vandinn á landsbyggðinni teng-
ist sérstökum svæðum
og sérstökum aðstæð-
um, þar með talið þeim
miklu breytingum sem
orðið hafa á skipan
sjávarútvegsmála hér
á landi á liðnum árum.
Lítum nánar á viðhorf
íbúa á hættusvæðum
landsbyggðarinnar,
það er á þeim svæðum
samanlögðum sem
hafa tapað meira en
10% íbúa sinna á sl. tíu
árum.
Viðhorf íbúa
á hættusvæðunum
E-vítamín eflir
varnir líkamans
úsið
^ Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi
* og Skipagötu 6, Akureyri
Á töflu 1 sem hér
fylgir má sjá hvaða atriði það eru
sem íbúar hættusvæðanna á lands-
byggðinni eru óánægðastir með í
lífskjörum og búsetuskilyrðum sín-
um.
Flestir íbúar þessara svæða eru
óánægðir með húshitunarkostnað.
Þá eru margir óánægðir með verð-
lag og verslunaraðstæður, lagningu
og viðhald vega, tekjuöflunarmögu-
leika og atvinnutækifæri. Margir
íbúar brottflutningssvæða kvarta
einnig undan húsnæðisaðstæðum,
sérstaklega öryggisleysi sem fylgir
því að eiga og skulda í húsnæði á
svæðum sem tapa fólki. Þá eru loks
Atvinnumálin, segir
Stefán Qlafsson, vega
þyngst sem orsök
brottflutnings
fyrir flesta.
margir sem kvarta um ófullnægj-
andi atvinnuöryggi og framhalds-
skólamál. Síðamefnda atriðið teng-
ist m.a. þeirri byrði sem fólk hefur
af því að senda börn sín í fram-
haldsnám til annarra byggðarlaga,
með tilheyrandi aukakostnaði.
Sjá töflu 1
Þegar þessi listi mestu óánægjuat-
riðanna er skoðaður í heild blasir við
að íbúar á hættusvæðunum eru að
segja það, að þeir telji sig bera
skarðan hlut í efnalegum lífskjörum,
og það byggist í reynd á raunveru-
legum mun lífskjara. Þannig greiðir
meðalfjölskyldan á hættusvæðunum
oftast helmingi meira en íbúar höf-
uðborgarsvæðisins íyrir húshitun
(nálægt mánaðarlaunum verka-
manns á ári), einnig fyrir daglegar
nauðsynjar heimilisins vegna hærra
vöruverðs, og fyrir framhaldsskóla-
göngu bama sinna. Þá finnst íbúum
þessara svæða tekjuöflunarmögu-
leikai- sínir og atvinnutækifæri ófull-
nægjandi.
Þessu til viðbótar
má segja frá því, að í
rannsókn á umfangi
fátæktar á sl. tíu ár-
um, sem ég gerði
ásamt Karli Sig-
urðssyni á Félags-
vísindastofnun, kom
fram að um 13%
íbúa landsbyggðar-
innar hafa tekjur
undir fátæktar-
mörkum (einkum
fólk í landbúnaði og
sjávarútvegi), en
samsvarandi tala
fyrir höfuðborgar-
svæðið er 7%. Það
er því raunveruleg-
ur munur á efnaleg-
um kjörum á lands-
byggðinni og höfuð-
borgarsvæðinu, á
heildina litið.
Þegar sérstak-
lega var spurt um
hvað hafi versnað í
búsetuskilyrðunum
á síðastliðnum fimm
áram nefna flestir
íbúar hættusvæð-
anna atvinnumál.
Það tengist einkum
breytingunum í
sjávarútvegi, sem
við komum nánar að
síðar í greininni.
Hvað ræður
brottflutningi?
En varla er við því að búast að
flestir flytji af landsbyggðinni ein-
ungis vegna mikils húshitunar-
kostnaðar, þótt hann sé slæmur
viðureignar. Sú almenna óánægja
með nokkra þætti lífskjara sem
fram kemur meðal íbúa hættu-
svæðanna grefur almennt undan
vilja til að búa á þessum svæðum,
því þau virðast ekki vera sam-
keppnishæf til búsetu í hugum íbú-
anna, þegar kjör era borin saman
við það sem býðst á höfuðborgar-
svæði og stærstu þéttbýlisstöðum.
Þegar á hinn bóginn er spurt
hvaða eitt atriði ráði mestu um
brottflutningsáform, meðal fólks
sem segist ætla að flytja brott á
næstu tveimur áram, nefna flestir
atvinnumál.
Hinn almenni lífskjarasaman-
Mynd 1: Brottflutningsáform íbúa landsbyggðarinnar
Greint eftir atvinnugreinum sem þeir starfa við
Hlutfall (%) í hverri atvinnugrein sem segjast ætla að flytja brott á næstu 2 árum
Landbúnaður
Fiskveiðar
Fiskvinnsla
Annar iðnaður
Opinber þjónusta
\ferslun, þjón.,
samgöngur
Tafia 1: Viðhorf íbúa á hættusvæðum
til lífskjara og búsetuskilyrða í byggðarlögum sínum
Það sem flestir eru óánægðir með segjast óánægðir með viðkomandi þátt
Húshitunarkostnaður 78%
Verðlag og verslunaraðstæður 69%
Lagning og viðhald vega 58%
Tekjuöflunarmöguleikar 52%
Atvinnutækifæri 49%
Húsnæðiskostnaður almennt 49%
Framboð hentugs húsnæðis 45%
Atvinnuöryggi 43%
Framhaldsskólamál 43%
Aðstaða til afþreyingar 38%
Vöruúrval 37%
Skemmtanalíf 37%
Menningarlíf 35%
Hætta vegna náttúruhamfara 34%
Þjónustuúrval 32%
Ruðningur vega á vetrum 29%
Aðstaða til íþróttaiðkunar 28%
Flugsamgöngur 27%
Dagvistunarmál 24%
Heilbrigðisþjónusta 22%
Veðurfar í byggðarlaginu 21%
Grunnskólamál 20%
Þjónusta við aldraða 14%
Hætta af völdum umferðar og ofbeldis 8%
Heimild: Landshlutakönnun búsetuskilyrða, vorið 1997. Hættusvæðin eru þau byggðariög á landinu samanlögð sem tapað hafa meira en 10% Ibúa á slðastliönum 10 árum.
Cosmea^
BLÓMLEG LÍNA A F SNYRTIVÖRUM
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
KYNNING í LYFJU, LÁGMÚLA
í DAG O G Á MORGUN
K L . I 4 - I 8 .
BLÓMLEGUR KAUPAUKIl
^ Pharmaco LYFIA
burður veikir búsetuna á lands-
byggðinni, en atvinnumálin vega
þyngst sem orsök brottflutnings
fyrir flesta. Næstmikilvægasta
ástæða brottflutnings af lands-
byggðinni er menntunaraðstæður,
og snertir sá þáttur einkum unga
fólkið sem hyggur á nám á háskóla-
stigi eða annað framhaldsnám. Sí-
vaxandi sókn í framhaldsnám hefur
gert þennan þátt afdrifaríkari fyrir
búsetuþróunina á landsbyggðinni í
seinni tíð.
Þannig virðist ljóst að samspii
milli óhagstæðrar atvinnuþróunar
og óhagstæðs samanburðar á
nokkram þáttum lífskjara skýri að
stærstum hluta hinn mikla og vax-
andi brottflutning íbúa frá ýmsum
svæðum landsbyggðarinnar. Lítum
nánar á þátt atvinnuþróunarinnar.
Áhrif breytinga í sjávarútvegi
Flestum er kunnug langtíma-
hnignun atvinnutækifæra í land-
búnaði og áhrif hennar á búsetu í
dreifbýli. Sveitirnar hafa verið að
tæmast hægt og sigandi alla þessa
öld. Fátt nýtt hefur gerst í þeirri
neikvæðu þróun á síðustu árum og
skýrir viðvarandi fækkun bænda
einungis mjög lítinn hluta af nú-
verandi heildartapi landsbyggðar-
innar á íbúum til höfuðborgar-
svæðisins. Áhrif þróunar sjávarút-
vegsins virðast hins vegar vera
orðin mun meiri en áður var. Þess
hefur gætt allt frá því að störfum
við fiskvinnslu hætti að fjölga um
1980, og á síðustu árum hefur bætt
í tap sjávarbyggðanna svo um
munar.
Rannsóknir mínar benda ákveðið
til þess að búseta sé að öðra jöfnu
viðkvæmust í sjávarútvegsbyggð-
unum, einkum í minni þorpum og
kaupstöðum á landsbyggðinni.
Markaðsvæðing sjávarútvegsins,
með myndun einkaeignarréttar á
veiðiheimildum og frjálsu framsali
þeirra á markaði, hefur breytt
grundvelli búsetu í mörgum sjávar-
byggðum eftir 1990, einkum hvað
snertir hag fiskvinnslufólks. Þar
sem stærri hluti íbúanna starfar við
sjávarútveg hefur íbúaþróunin ver-
ið neikvæðari og brottflutningur
meiri (fylgni milli umfangs sjávar-
útvegs í atvinnulífi byggða og fólks-
fækkunar er r=0,9 sem telst mjög
hátt í félagsvísindalegum rann-
sóknum).
Þannig er hlutfall íbúa sem starfa
við sjávarútveg hæst á Vestfjörðum
og þar hefur íbúatapið verið hlut-
fallslega mest, en næsthæst er hlut-
fall sjávarútvegsstarfa á Austfjörð-
um og þaðan hafa næstflestn- íbúar
tapast á tímabilinu eftir 1990. Kjör-
dæmi sem byggja í minna mæli á
störfum við sjávarútveg hafa tapað
hlutfallslega færri íbúum.
Þróunin í sjávarútvegsbyggðun-
um virðist því skýra stóran hluta af
breyttum aðstæðum í búsetuþróun
landsbyggðarinnar, þ.e. vaxandi
óöryggi um framtíðarstörf í fisk-
vinnslu og smábátaútgerð vegna
hættu á sölu veiðiheimilda úr
byggðarlaginu, flutningur fisk-
vinnslu út á sjó og minnkandi
tekjuöflunarmöguleikar.
Sjá mynd 1
Sérstaða fiskvinnslufólks í bú-
setubreytingunum kemur vel í ljós
á mynd 1 sem hér fylgir með. þar
er sýnt hve stór hluti starfsfólks í
einstökum atvinnugreinum á lands-
byggðinni segist ætla að flytja
brott úr byggðarlagi sínu á næstu
tveimur áram.
Um 20% fólks sem var starfandi
við fiskvinnslu vorið 1997, eða einn
af hverjum fimm, sögðust ætla að
flytja brott úr byggðarlagi sínu á
næstu tveimur árum, og var það
áberandi hærra í fiskvinnslu en í
öðram atvinnugreinum. Um 9%
sjómanna sögðust ætla brott en að-
eins um 5% bænda. I öðram grein-
um var hlutfallið frá 10-15%.
I þessu sambandi er rétt að hafa
i huga að nokkur hluti fólks flytur
alltaf frá höfuðborgarsvæðinu út á
land til að starfa við opinbera þjón-
ustu og í öðrum þjónustu- og versl-
unarstörfum, í stað þeirra sem
flytja brott. Hins vegar er fátítt
núorðið að fólk flytji frá höfuðborg-
arsvæðinu til að starfa við fisk-
vinnslu á landsbyggðinni. Þess
vegna hefur í vaxandi mæli þurft
að flytja inn erlent farandverkafólk
til að manna fiskvinnsluna á lands-
byggðinni. Þessi mikla tíðni brott-
flutningsáforma meðal fiskvinnslu-
fólks stefnir því áframhaldandi bú-
setu í mörgum sjávarbyggðum í
mikla hættu.
Niðurstaða
Þegar allt er saman tekið er
ljóst, að versnandi atvinnuaðstæð-
ur á landsbyggðinni, einkum í sjáv-
arbyggðunum, og óhagstæður sam-
anburður við nokkra þætti lífskjara
á höfuðborgarsvæðinu skýrir
stærstan hluta hins aukna brott-
flutnings af landsbyggðinni á síð-
ustu árum.
Hægt er að stemma stigu við
hnignun búsetunnar á landsbyggð-
inni með markvissum byggðaþró-
unaraðgerðum og jöfnun búsetu-
skilyrða. Um leiðir í þeim efnum
mun ég fjalla í þriðju og síðustu
grein minni um stöðu byggðamála,
sem væntanlega mun birtast í
Morgunblaðinu á næstunni.
Höfundur er prófessor við Háskóla
íslands og forstöðumaður
Fólagsvfsindastofnunar Háskólans.