Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 11 FRETTIR Könnun menntamálaráðuneytis á starfstíma í framhaldsskólum skólaárið 1997-1998 Færri kennslu- dagar í 21 skóla en lög kveða á um Reglulegir kennsludagar yfir lágmarksstarfstíma í einum skóla ✓ I einum framhaldsskóla af alls 31 skóla voru reglulegir kennsludagar á seinasta skólaári fleiri en kveðið er á um í lögum að skuli vera lágmarksfjöldi kennsludaga, skv. könnun menntamálaráðuneytisins. Ef skertum kennsludögum er bætt við náðu níu skólar til viðbótar lögbundnum lág- marksfjölda kennsludaga. Ómar Friðriks- son kynnti sér niðurstöður könnunarinnar. Menntamálaráðuneytið hefur birt upplýsingar um nýtingu árlegs starfstíma í framhalds- skólum fyrir skólaárið 1997-1998. Eru þær byggðar á svörum 31 framhaldsskóla við spurningalista sem ráðuneytið sendi skólunum í lok maímánaðar sl. Meðalfjöldi kennsludaga 143 Skv. framhaldsskólalögunum skulu kennsludagar ekki vera færri en 145 á hverju skólaári. Niður- stöður könnunarinnar leiddu hins vegar í ljós að talsverður munur er á fjölda starfs- daga á milli skóla og skorti verulega á að flest- ir skólar uppfylltu lög- bundnar kröfur um fjölda kennsludaga á síðasta skólaári. I aðeins einum ..... skóla af 31, Hússtjórnar- skólanum á Hallormsstað, voru reglulegir kennsludagar fleiri en kveðið er á um í framhaldsskóla- lögum að skuli vera lágmarksfjöldi kennsludaga, eða 149 alls. Því til viðbótar voru svokallaðir skertir kennsludagar flestir í Hússtjórnar- skólanum eða níu alls. Reglulegir kennsludagar í fram- haldsskólum eru dagar þar sem nemendur sækja skóla samkvæmt stundaskrá og vinna undir skipu- legri leiðsögn kennara. Skertir kennsludagar eru hins vegar dagar þar sem nemendur sækja skóla, en stundafjöldi samkvæmt stundaskrá er skertur og/eða reglubundin kennsla fer ekki fram. Skv. upplýs- ingum Maríu Þ. Gunn- laugsdóttur í mennta- málaráðuneytinu hefur ekki verið skilgreint hvort skertir kennslu- dagar teljast til lág- marksfjölda kennsludaga samkvæmt framhalds- ——— skólalögunum. Hins veg- ar sagði hún að gera mætti ráð fyr- ir að skólarnir gætu reiknað sér að einhverju leyti skerta kennsludaga í starfstíma skólanna. Ef skertum kennsludögum í skólunum er bætt við reglulega kennsludaga kemur í ljós sam- kvæmt könnuninni að þriðjungur skólanna eða samtals tíu fram- haldsskólar náðu lögbundnum lág- marksfjölda kennsludaga á síðasta skólaári. Fjöldi reglulegra kennsludaga í öllum skólunum var að meðaltali 139 dagar og skertir kennsludagar að meðaltali fjórir. Flestir kennsludagar i Hússtjórnar- skólanum á Hallormsstað Vinnudagar kennara undir ákvæðum samninga í 8 skólum Fæstir kennslu- dagar í MH I Menntaskólanum við Hamra- hlíð voru fæstir reglulegir kennslu- dagar á seinasta skólaári skv. könnuninni eða 128. í MH voru hins vegar skertir kennsludagar nokkru fleiri en í flestum hinna skólanna eða sjö alls. I 3. grein laga um framhalds- skóla nr. 80/1996 er kveðið á um að árlegur starfstími framhaldsskóla skuli ekki vera skemmri en níu mánuðir og að þar af skuli kennslu- dagar eigi vera færri en 145. Gild- andi kjarasamningar framhaldsskólakennara og fjármálaráðuneytis- ins gera ráð fyrir 175 vinnudögum kennara á árlegum starfstíma skóla og auk þess fjór- ______ um vinnudögum fyrir upphaf eða eftir lok hvers skólaárs. Auk þess binda ákvæði fyrrgreindra kjarasamn- inga lengd prófatíma við sex vikur á hverju skólaári. I niðurstöðum könnunar menntamálaráðuneytisins kemur m.a. fram að í tæpum 60% skól- anna var fjöldi reglulegra kennslu- daga á bilinu 139-142. Fjöldi skertra kennsludaga á skólaárinu vai’ á bilinu 0-9 en algengast var að skertir kennsludagar væru 4-6 talsins. Reglulegir prófdagar voru frá 12 til 31 eða 20 dagar að meðal- tali. Sker Menntaskólinn í Reykja- vík sig nokkuð úr hvað þetta varð- ar þar sem reglulegir prófdagar í MR voru flestir skv. kþnnuninni eða 31 alls. í tveimur þriðju hluta skólanna var fjöldi reglulegra prófdaga 16-20. Fjöldi vinnudaga kennara á níu mánaða starfstíma skólanna var mestur 177 dagar í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum en fæstir voru þeir í Flensborgarskólanum og Iðnskólanum í Hafnarfirði eða 165. Algengast var að vinnudagar væru 174 eða 175. Samtals vora vinnudagar kennara á árlegum skólatíma í samræmi við kjara- samninga í átta skólum af heild- inni. 5 skólar undir lágmarksfjölda vinnudaga utan skólatíma I könnuninni kom einnig fram að fjöldi vinnudaga kennara utan ár- legs starfstíma framhaldsskóla var að meðaltali þrír fyrir upphaf haustannar og einn við lok vorann- ar. Verzlunarskóli íslands skar sig úr hópnum en í honum vora alls 17 vinnudagar kennara utan starfs- tíma skólans. Alls vora fimm skólar undir þeim lágmarksfjölda vinnu- daga utan starfstíma sem samning- ar kveða á um en í ljós koma að fjöldi vinnudaga kennara utan stai-fstíma skólanna var meiri en samningar gera ráð fyrir í fjóram skólum. Menntamálaráðuneytið sendi skólameisturum og rektorum allra umræddra skóla niðurstöður þess- arar könnunar 20. október sl. þar sem tekið er fram að ráðuneytið muni framvegis fylgja því eftir að framhaldsskólar uppfylli ákvæði framhaldsskólalaganna um árleg- an starfstíma nemenda og lág- marksfjölda kennsludaga. „Ráðu- neytið telur hins vegar að líta megi svo á að síðastliðið skólaár hafi verið aðlögunartími fyrir framkvæmd fyrrgreinds ákvæðis, m.a. vegna þeirrar óvissu sem ríkti um kjarasamninga kennara þegar skólaárið 1997-1998 var skipulagt í framhaldsskólum," segir i bréfinu. Starfstími í framhaldsskólum skólaárið 1997 til 1998 Reglu- Skertir Reglu- Fj. vinnud. Fj. vinnud. legir kennslu- legir kennara kennara kennslu- dagar próf- ááriegum utanstarfst. dagar dagar starfst. skóla skóla Borgarholtsskóli 140 4 17 174 4 Fjölbrautask. við Ármúla 142 2 22 173 4 Fjöibrautask. í Breiðholti 139 5 15 174 4 Fjöibrautask. í Garðabæ 142 3 20 174 1 Fjölbrautask. Norðurl. vestra 139 6 19 175 4 Fjölbrautask. Suðurlands 139 3 18 173 4 Fjölbrautask. Suðurnesja 136 4 18 173 4 Fjöibrautask. Vesturlands 138 5 21 174 4 Flensborgarskólinn 136 4 18 165 5 Framhaldssk. A-Skaftaf.sýslu 142 5 16 174 4 Framhaldssk. á Húsavík 138 4 18 172 3 Framhaldssk. í Skógum 140 0 17 168 6 Framhaldssk. i Vestm.eyjum 137 6 21 177 4 Framhaldssk. á Laugum 144 2 20 174 6 Hússtjórnarsk. á Hallormsstað 149 9 12 175 4 Framhaldsskóli Vestfjarða 139 4 16 175 4 Iðnskólinn í Hafnarfirði 140 1 17 165 4 Iðnskóiinn í Fteykjavík 138 0 20 172 4 Kvennaskólinn í Reykjavík 140 5 19 174 4 Menntaskólinn á Akureyri 136 6 17 171 2 Menntaskólinn á Egilsstöðum 139 6 20 175 4 Menntaskólinn við Hamrahlíð 128 7 20 166 4 Menntaskólinn í Kópavogi 140 5 22 174 4 Menntaskólinn að Laugarvatni 142 0 28 173 4 Menntaskólinn í Reykjavík 141 1 31 175 3 Menntaskólinn við Sund 137 6 24 174 4 Stýrimannaskólinn í Reykjavík 142 0 26 174 3 Verkmenntaskólinn á Akureyri 134 4 20 170 4 Verkmenntaskóli Austurlands 134 5 . 18 175 4 Verslunarskóli íslands 142 3 22 175 17 Vélskóli ísiands 141 5 16 170 4 Heimild: Menntamálaráöuneytid Sjáðu inn í framtíðina með Skin Imaging System Skin Imaging- húðskanninn leiðir í Ijós húðskaða af völdum sólar, fíngerðar línur og hrukkur áður en þær sjást með berum augum. Þú getur því byrjað að leysa vandamálin áður en þau koma upp á yfirborðið. Hvernig? Með því að skoða djúpt niður í húðina þar sem allt á upptök sín. Þegar þú sérð myndina, sem birtist á skjánum, geturðu brugðist við fyrstu aðvörunarmerkjum húðarinnar með réttri húðumhirð frá Estée Lauder. Komdu og skoðaðu Skin Imaging System frá Estée Lauder. Byltingarkennd innsýn. Alger sérþjónusta, aðeins í boði Estée Lauder, í eftirtöldum verslunum: Gerið tímapantanir. Miðvikudaginn 11. og fimmtudaginn 12. nóv.: Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, s. 568 5170. Föstudaginn 13. og laugardag 14. nóv.: Hygea, Kringlunni, sími 533 4533. Þriðjudaginn 17. nóv.: Apótek Keflavíkur, sími 421 3200. Miðvikudaginn 18. nóv.: Lyfja, Lágmúla, sími 533 2300 Fimmtudaginn 19. nóv.: Sara, Bankastræti, st'mi 551 3140. Föstudaginn 20. nóv.: Hygea, Laugavegi, sími 511 4533.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.