Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stöðug hækkun á fískverði á mörkuðunum Milli 20 og 50% hækk- un á ýsuverði á ári VERÐ á físki á fiskmörkuðum hef- ur hækkað jafnt og þétt síðustu mánuði og eru dæmi um það suma daga að ýsuverðið hafí hækkað frá síðustu áramótum úr 110 krónum í 170 eða 180 krónur. Meðalverð hef- ur verið kringum 130 til 140 krónur. Útsöluverð á kílói af ýsuflökum í verslunum í Reykjavík hefur hækk- að á einu ári úr 540 til 580 krónum í 650 til 700 krónur eða kringum 20%. Hjá fiskmarkaði Suðurnesja fengust þær upplýsingar að ýsuverð hefði hækkað um 18% frá septem- ber í fyrra til september í ár og þorskverð um 14% en framboð af þorski var samt sem áður tvöfalt meira en í íyrra. Logi Þormóðsson framkvæmdastjóri hjá fiskvinnsl- unni Tros í Sandgerði segir verð á mörkuðum hafa stigið jafnt og þétt allt árið. Það eigi við nánast allar tegundir og sagði að væri litið á þróunina á þessu ári eingöngu hefði verð á slægðri og óslægðri ýsu hækkað um 20%, á þorski og karfa um 17% og um 24% á ufsa. Hækkanir þrátt fyrir meira framboð Logi sagði þessar verðhækkanir' staðreynd þrátt fyrir mun meira framboð. Hann nefndi sem dæmi að á fiskmarkaðinum hefðu selst um 180 tonn af þorski í september í fyrra en í september í ár hefðu selst 425 tonn og væri þarna um 136% aukningu að ræða. Kvaðst Logi spá því að meðalverðhækkun á þorski yrði um 20% í lok ársins. Skýring- una sagði hann meðal annars vera aflabrest á ýmsum veiðisvæðum heimsins sem sent hefðu -------- ferskan fisk á erlenda markaði og því væri nánast hægt að senda allan ferskan fisk sem hér veiddist á erlendan markað. Markaðshlut- deild íslendinga væri aukast á þessu sviði. „Ég hef enga trú á að verðið muni lækka að nokkru ráði á næstunni þótt segja megi að það sé orðið næstum óeðlilega hátt. Og þetta er lengsta hækkunartímabilið og mesta spennan á mörkuðunum sem ég hef séð. Þjóðarverðmætin eru að aukast með því að fískurinn fer á hærra verði og á dýrari markaði," sagði Logi Þormóðsson. Logi sagði stöðuga eftirspum eftir fiski til saltfiskverkunar einnig vera nokkra skýringu á síhækkandi verði, saltfiskverkendur kepptu um kaup við þá sem flytja út ferskan fisk. Morgunblaðið/Kristinn VERÐ á ýsunni hefur hækkað umtalsvert á árinu og segir Garðar Smárason fisksali í Stjörnufiski að ekki sé hægt að velta dagsveiflum beint út í verðlagið. Sama verð á stórlúðusneið- um og svína- kótilettum sífellt að ferskur fiskur," segir Guðmundur. Hann segir fiskbúðir keppa við þá sem flytja út og þeir skirrist ekki við að kaupa á svo að segja hvaða verði sem er til að eiga upp í pant- anir. Hann sagðist hafa keypt stóra ýsu frá ísa- firði sem kostað hefði 162 krónur og hingað komin milli 175 og 180 _____ krónur. Sæbjörg rekur eina fiskbúð í Reykjavík en selur að öðru leyti til verslana Hagkaups og Nýkaups. Garðar Smárason hjá fiskbúðinni Stjömufiski segir meðalverð á ýsu á mörkuðum vera orðið kringum 150 til 160 krónur. „Síðan koma toppar og þá getur hún farið í 200 og jafn- vel allt upp í 240 krónur kannski í nokkra daga eða jafnvel vikur. í fyrra var verðið yfirleitt 100 til 120 krónur og aldrei hærra en kannski 140 krónur,“ sagði Garðar í samtali við Morgunblaðið. Núna virtist verðið hins vegar stöðugt og mætti að einhverju leyti rekja það til skorts á fiski á erlendan markað, útflytjendur héldu uppi verðinu. Garðar sagði ekki hægt að velta dagsveiflum beint út í verðlagið, fiskverslanir yrðu að taka á sig mestu hækkanimar en væm þá að selja á kostnaðarverði. Hann nefndi sem dæmi að ýsuflak hefði hækkað úr 540 til 580 krónum í fyrra upp í nærri 700 krónur í dag og dæmi væra um en hærra útsöluverð. Ýsuflak í Stjörnufiski kostar í dag 650 krónur. Dregur ekki úr fiskneyslu Garðar taldi þessar hækkanir þó ekki hafa dregið úr fiskneyslu en margir hefðu á orði að fiskur væri allt eins dýr og kjöt. Neytendur teldu fisk hins vegar góðan og holl- an mat og hugsuðu fyrst og fremst um það þegar þeir keyptu í soðið. Hjá Nýkaup í Kringlunni fengust þær upplýsingar að verð á ýsuflaki væri þar 698 krónur, karfaflök kosta 449 kr., kíló af stórlúðusneið- um kostar 998 krónur og til saman- burðar má nefna að svínakótilettur kosta 998 kr. kg og kfló af innanlæri af lambi kostar 1.979 krónur. Héraðslæknirinn í Reykjavík Mikið um lús í skól- um borg- arinnar TÖLUVERT mikið er um lús í grannskólum borgarinnar og er dæmi um að hún hafi fundist hjá öðra hvora barni í sama tólf ára bekknum. Lús kallar á lyfjameðferð og mikl- ar hreingemingar heima hjá fólki, sem foreldrar verða að vera samtaka um ef takast á að uppræta ófógnuðinn. Að sögn Lúðvíks Ólafsson- ar, héraðslæknis í Reykjavík, er töluvert mikið um lús í grannskólum borgarinnar og sagði hann að það óvenjuleg- asta við hana væri að hennar varð vart talsvert áður en skólar byrjuðu í haust. Sagði hann að best væri þegar lúsin kæmi upp á skólaárinu þegar hægt er að beita hnitmiðaðri meðferð gegn henni sem skólahjúkranarfræðingar sjá um. Nota lúsarlyfin eins og mælt er fyrir um „Ég hef ekki heyrt að illa gangi að meðhöndla lúsina núna,“ sagði Lúðvík. „Svona í fljótu bragði virt- ist sem meira væri um lús þegar ég ræddi við skóla- hjúkrunarfræðinga en það þarf ekki að vera neitt óeðli- legt þó munur sé milli ein- stakra ára. Það kann að vera að fólk sé ekki eins á verði eða fari ekki nógu vel eftir leiðbeiningunum, sem fylgja með lyfjunum. Það verður að fara ná- kvæmlega eftir þeim og nota lúsarlyfin eins og fyrirskipað er og gæta þess að þynna ekki lausnina og láta hana endast fleirum en ætlast er til. Síðan verður að kemba hárið reglulega og fylgjast með hvort lúsin er horfin þeg- ar meðferð er lokið þannig að hún spretti ekki upp á ný,“ sagði Lúðvík. Hver verndi eigin börn fyrir háskalegu efni á Alnetinu Samkeppni við útflutning Guðmundur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Sæbjargar, sagði hækkunina hafa verið mjög skarpa allt árið. í lok síðasta árs hefði hann fengið ýsu á um 110 krónur kílóið en hún hefði að undanförnu farið í 170 til 180 krónur og jafnvel í 200 krónur. „Og þarna er ég fyrst og fremst að tala um gæðaýsu, þetta er nýr og BRESKI sérfræðingurinn John CaiT, sem flutti fyrirlestur á ráð- stefnu Barnaheilla í gær, sagði að börnum stöfuðu ýmsar hættur af Alnetinu og þrátt fyrir að hann teldi Alnetsþróunina almennt mjög jákvæða þyrfti fólk að gera sér grein fyrir skuggahliðum Alnets- ins. Þar sem enn sé afar erfitt að banna útbreiðslu efnis á Alnetinu verða foreldrar og kennarar barna að vera á varðbergi gagnvart háskalegu efni, sem sett er á Al- netið. „Þetta efni er klám, fíkniefni, hættuleg efni t.d. til sprengjugerðar, svik og kynþátta- og útlendingahatur," sagði Carr. Innan klámsins er klámfengið efni ætlað fullorðnum, barnaklám og það sem einna mestan óhug vekur eru bamaníðing- ar, sem undir fölsku yf- irskini nota spjallrásir til að komast í kynni við böm. „Níðingarnir kynna sig til leiks sem börn og geta efnt til það náinna kynna að bömin samþykkja að hitta „nýja félagann" einhversstaðar," sagði Carr. Hann sagði að eftir að níðingarnir hefðu þannig lokkað börn til sín beittu þeir þau kynferð- islegu ofbeldi og stundum væri um þaulskipulagða og yfirvegaða starf- semi að ræða. Foreldrar gætu í varnaðarskyni valið heimilistölvunni stað þar sem vel væri hægt að fylgjast með Net- notkun barna og brýna fyrir þeim að gefa aldrei upp heimilisfang sitt, símanúmer eða skóla nema með leyfi þeirra eða kennara. Ennfremur ættu kenn- arar og foreldrar að gæta þess hverjum börn senda myndir af sér eða aðrar persónu- tengdar upplýsingar á Netinu. Börn ættu að sama skapi að segja foreldrum sínum frá því ef þau verða vör við ógeðfelld tilsvör á spjallrásum og ættu ennfremur alls ekki að reyna leika „einhvern ann- an“ á spjallrásum. Carr nefndi dæmi af tveim strák- um í London sem smíðuðu heimatil- búna sprengju úr efnum, sem finna má í flestum eldhúsum eftir upp- skrift sem þeir fundu á Alnetinu og sagði það mestu mildi að þeir skyldu ekki stórslasast þegar sprengjan sprakk. Foreldrar og kennarar bera ábyrgð „Öll erum við sammála um að of- vernda ekki börn, en sérhvert for- eldri og kennari þarf að taka ábyrgð á börnum sínum og nemendum," sagði Carr. Hann sagði að eriendis legðu níðingar ótrúlega mikið á sig til að hitta börn, sem þeir gætu mis- notað og algengt væri að þeir kæmust í samband við aðra níðinga sem hefðu milligöngu um að útvega fórnarlömb. Á ráðstefnunni sýndi Carr mynd- bönd sem sýndu hvernig slíkir fund- ir fara fram, en þau vora gerð af lögreglu og ýmsum samtökum, sem berjast gegn níðingum. í Noregi nefnast ein slík samtök „Redd bama“ og vinna markvisst að því að komast í samband við níðinga á spjallrásum, lokka þá til fundar við börn, taka við greiðslu og senda þá í flasið á lögreglunni sem bíður átekta í næsta herbergi. ; ’Krist-jan Pálsson . jjfföþilfizi'ÍMÍÍÓitf . * Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 14. nóvember nk. John Carr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.