Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rafaldthf
Morgunblaðið/Ágúst
SKEMMDIR urðu á Neskaupstað vegna vatnsveðursins um helgina.
Vegir skemmdust í
snjó- og aurflóðum
MIKLAR skemmdir urðu í Fagra-
dal á Norðfjarðarvegi á um
þriggja kflómetra kafla milli
Egilsstaða og Reyðarfjarðar að-
faranótt sl. sunnudags af völdum
snjó- og aurflóða. Flóðin komu
niður á mörgum stöðum, að sögn
Guðjóns Þórarinssonar rekstrar-
stjóra Vegagerðarinnar á Austur-
landi, og ollu miklum spjöllum.
Flóðin fóru yfir veginn en
hann tók hvergi í sundur. Vegur-
inn varð ófær en var opnaður á
hádegi á sunnudag. Guðjón segir
að skemmdir séu víða, fyllingar
og kantar hafi flotið í burtu.
Nokkurra daga vinna sé
framundan við að keyra nokkra
þúsund rúmmetra af jarðefni í
veginn.
„Ég hef verið við vegagerð í 20
ár og ég man ekki eftir viðlíka
skemmdum á vegum hér,“ sagði
Guðjón. Hann sagði að tjónið
hlypi á nokkrum milljónum
króna.
Einnig urðu lítilsháttar
skemmdir á veginum í Oddsdal
þar sem snjóflóð féllu og vegur-
inn fór í sundur í Breiðdal. Einnig
urðu vegaskemmdir í Mjóadal og
innansveitar f Borgarfirði.
Mikið vatnsveður var á Nes-
kaupstað og ui'ðu þar töluverðar
skemmdir. Auk mikillar rigning-
ar hlýnaði þar mikið og sá snjór
sem kominn var bráðnaði ört og
jók enn á vatnsflauminn. Vatn
flæddi inn í fbúðarhús og fyrir-
tæki, ræsi stífluðust víða svo að
vatnsflaumur fór yfir húsalóðir og
götur. Þá fór aðalæð Vatnsveit-
unnar í sundur og var bærinn
vatnslaus í um tíu tíma. Ekki varð
neinsstaðar stjórtjón.
Geir H. Haarde á fundi fjármála-
ráðherra Norðurlanda
Staða lífeyris-
sjóðsmála verði
athuguð
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Norð-
urlanda komu saman til fundar í
Ósló í fyrradag í tengslum við 50.
þing Norðurlandaráðs og á fundin-
um greindi Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra frá helstu áherslum
af íslands hálfu á næsta ári, en þá
fer ísland með formennsku í nor-
rænu ráðherranefndinni.
Auk hefðbundinna viðfangsefna
kynnti Geir hugmyndir um sérstaka
norræna athugun á efnahags- og
umhverfislegu gildi náttúruauð-
linda, meðal annars í tengslum við
nýtingu orkulinda til uppbyggingar
atvinnulífs.
Ennfremur lagði hann til að fjár-
málaráðherrar Norðurlanda beittu
sér fyrir sérstaki-i athugun á stöðu
lífeyrissjóðsmála á Norðurlöndun-
um og framtíðarhorfum meðal ann-
ars í ljósi þeirra aðgerða sem
stjórnvöld einstakra landa, þar á
meðal íslands, hefðu þegar gripið
til eða væru í undirbúningi. Þetta
væri sérstaklega mikilvægt með til-
liti til þeirra áhrifa sem breytt ald-
urssamsetning á næstu áratugum
kynni að hafa á stöðu rikisfjármála
og efnahagsmála almennt. I frétt
frá fjármálaráðuneytinu kemur
fram að báðar þessar tillögur hafi
fengið góðan hljómgi'unn á fundin-
um.
Áhrif myntbandalagsins rædd
Á fundi fjármálaráðherranna var
rætt um stöðu og horfur í efnahags-
málum á Norðurlöndum, málefni
Eystrasaltsríkjanna, málefni Nor-
ræna fjárfestingarbankans og hugs-
anlega aukið samstarf norrænna
kauphalla og verðbréfaþinga, en til
athugunar er að slíkt samstarf nái
einnig til Eystrasaltsríkjanna
þriggja.
Þá var á fundinum fjallað um
málefni Evrópusambandsins og
Evrópska efnahagssvæðisins, og þá
einkum fyrirhugaða gildistöku
Efnahags- og myntbandalagsins og
áhrif þess á Norðurlönd.
í þessu sambandi benti Geir H.
Haarde á mikilvægi þess að mark-
mið myntbandalagsins næðu fram
að ganga, jafnt fyrir lönd innan sem
utan bandalagsins, en sviptingar á
alþjóðamörkuðum að undanfómu
og óvissa um framvinduna á næstu
misserum gerði þetta enn brýnna.
Greindi Geir frá því að íslensk
stjómvöld fylgdust grannt með
framvindu þessara mála. Að svo
stöddu væri hins vegar ekki ástæða
til að aðhafast sérstaklega í málinu,
meðal annars í ljósi þess að ýmis
mikilvæg viðskiptalönd íslands inn-
an Evrópusambandsins munu
standa utan myntbandalagsins íyrst
í stað.
------+++------
Viðræður við
Norsk Hydro
halda áfram
ÁKVEÐIÐ var á fundi svokallaðrar
samræmingarnefndar Norsk Hydro
og íslenskra stjórnvalda sem hald-
inn var í Noregi um helgina að
halda áfram viðræðum um bygg-
ingu álvers á Reyðarfirði.
Að sögn Finns Ingólfssonar iðn-
aðarráðherra var á fundinum jafn-
framt ákveðið að nota næstu mán-
uði til þess að fara yfir „ýmsa um-
hverfisþætti sem snúa að byggingu
álversins á Reyðarfirði og miðað
við það að hafa einhverjar slíkar
niðurstöður tilbúnar um mitt
næsta ár,“ svo vitnað sé beint í orð
ráðherra.
SUJ segir
sig úr
Grósku
FUNDUR í sambandsstjóm Sam-
bands ungra jafnaðarmanna sam-
þykkti á laugardaginn úrsögn úr
Grósku. í tilkynningu frá SUJ seg-
ir að mikið hafi verið deilt um til-
lögu um að slíta aðild SUJ að
Grósku en það hafi verið samþykkt
með 8 atkvæðum gegn 4 og fjórir
sátu hjá.
í tillögunni, sem samþykkt var,
segir að við stofnun hafi SUJ verið
einu samtökin sem áttu stofnaðild
að Grósku. ,Á- þeim tíma sem er
liðinn frá stofnun Grósku hefur
hún aukið sjálfstæði sitt og því telj-
um við óeðlilegt að tengsl SUJ og
Grósku haldist óbreytt."
tírsögn úr Æskylýðs-
sambandi Islands
Af öðrum málum sambands-
stjómarfundarins má nefna að
samþykkt var úrsögn úr Æskulýðs-
sambandi íslands, sem SUJ telur
að séu úrelt samtök með ómark-
visst hlutverk. Þá harmaði fundur-
inn ófrávíkjanlegar kröfur lands-
fundar Kvennalista um framboðs-
mál sameiginlegs framboðs jafnað-
armanna. Sambandsstjórn SUJ tel-
ur að val á framboðslistum verði að
taka mið af styrk flokkanna í
hverju kjördæmi fyrir sig. „Sá
styrkur verður aðeins mældur með
opnu prófkjöri," segir í ályktun.
Eitt af níu samfélagslegum verkefnum Shell vfða um heim
Cas! ypur ovws atesuntl
teetetsik soew#^ and ycjtfí
nottc;© a<tsftvááisf>t)
smtoftg. A distínet fatek
■n {ofcyícy. Ara th<# it'-os.t c4*e*;i w wíiv
oí- ootuö WÍ98 to &iovifiegí} iww*
hawe. Wt xvanttxj th«ccí Ki m toe
Hw it« paaaWft k» ypm
ttööS n HitQv ttui'.iLHíry. Mpat
inHX>rtör.%. -«ve haa to inafcs* thom soí
•t-
"itíi macíotts Hkb ’hÆ ff’öt ttavít
•i'iicH.t ths om ot trw roost «iwaiVif tg
cwtacts 1 rtavs í»«í im'Oív«tí áv' says
KBSiinrs. ‘it sttows w« m ds»xí
son’-ethntíj posiiM tor tbe coexnvttiíy.
Sáyiinc gootí tot tl't’ Bnvtrcíutiení m'
ctccbt t! tat piítnítttg trees i
tot a gtan! Kutm are tttutla avaiiobte
fit cur S«VIC6 swttoos - atd cotttply
vtittt stoct ruKsa Fot iratetKe. they twvtt
to oe oottttnilted totíatititig an aœa
tto stttalliif tivttt tliteo hactaros,
aiso ha» tc
FJALLAÐ er um skógræktarátakið Skógrækt með Skeljungi í nýjum bæklingi sem Royal Dutch/Shell Group of Companies gefur út.
í NÝIÍTKOMNUM bæklingi sem
Royal Dutch/Shell Group of
Companies hefur sent frá sér er
fjallað um Skógrækt með Skelj-
ungi, en það er átak sem Skeljung-
ur hefur unnið að með Skógrækt
ríkisins síðustu fimm ár og hefur
félagið veitt hátt í 60 milljónir
króna til skógræktarverkefna.
Shell starfar í 120 löndum og eru í
bæklingnum rakin níu dæmi um
þátttöku fyrirtækisins f samfélags-
legum verkefnum víðsvegar um
heim.
I kaflanum um Island kemur
fram að frá landnámi hafi gengið á
skóga landsins og að nú sé svo
komið að náttúran geti ekki séð
um endurnýjun þeirra. Skeljungur
átak Skeljungs
vekur athygli
hafi því ákveðið að taka upp sam-
starf við Skógrækt ríkisins og er
haft eftir Kristni Björnssyni for-
sijóra Skeljungs, að í fyrstu hafi
verið ákveðið að auka áhuga al-
mennings á skógrækt með því að
auðvelda aðgang að þeim litlu
skógum sem fyrir eru. Lagðir hafa
verið göngustígar og komið upp
bekkjum og borðum.
Næsta skref hafi verið að mæta
auknum áhuga almennings á skóg-
rækt með því að hvetja til gróður-
setningar og hefur fyrirtækið
styrkt einstaklinga með plöntugjöf-
um. Að sögn Kristinns hafa viðtök-
ur farið fram úr björtustu vonum
og hafa árlega milli 150 til 200
verkefni hlotið stuðning og um
milljón græðlingum verið dreift.
Sækja verður um styrk fyrir plönt-
um og gilda strangar reglur um út-
hlutun. Er þess krafist að land til
gróðursetningar sé ekki minna en
þrír hektarar og fylgja verður ráð-
leggingum starfsmanna Skógrækt-
ar rfldsins um plöntuval. Fram
kemur að verkefnið hafi hlotið góð-
ar viðtökur og að þegar megi
merkja aukinn skógræktaráhuga
meðal almennings.