Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurstöður mælinga á landslagi undir Langjökli koma vísindamönnum á dvart Aður ókunn Qöll og gígar MÆLINGAR sem gerðar voru á yfirborði Langjökuls og þykkt ís- breiðunnar sumarið 1997 leiða í ljós að jökullinn er um 100 m hærri en fram kemur á nýlegum landakort- um og að undir jöklinum leynast áð- ur ókunn fjöll og gígar. Einnig kom í ljós að þykkt íssins er að meðaltali 200 m en þykkastur er hann 680 m. Raunvísindastofnun Háskóla Is- lands, í samvinnu við Landsvirkjun og Hitaveitu Reykjavíkur, stóð fyrir kortlagningu Langjökuls og höfðu Helgi Björnsson, jöklafræðingur og Finnur Pálsson, verkfræðingur við Raunvísindastofnun HI, yfirumsjón með rannsókninni. Gert var kort af yfirborði jökulsins og botni hans, en rannsóknirnar voru liður í könnun á vatnasvæði Pingvallavatns. Dyngja stærri en Skjaldbreiður „Niðurstöður mælinganna sýna í fyrsta lagi að Baldjökull, sem er norðurhluti Langjökuls, og Bláfells- jökull, sem er suðurhluti hans, eru báðir um 100 m hærri en fram kem- ur á nýlegum landakortum. Baldjökullinn nær 1.450 m hæð og hinn um 1.430 m. Ástæðurnar fyrir þessum mikla mun eru þær að það er erfitt að gera kort af jöklum með hefðbundnum aðferðum við korta- gerð, þ.e.a.s. með flugmyndum. Auk þess hafa jöklarnir breyst með breytingum í loftslagi og við fram- hlaup. Þessar niðurstöður um hæð Langjökuls eru til dæmis mikilvæg- ar varðandi blindflug, en væntan- lega hefur lágmarksflughæð á svæðinu alltaf verið miðuð við Eiríksjökul, sem er 1.675 m,“ segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Helgi segir að undir syðri hluta jökulsins sé dyngja stæm en Skjaldbreiður, og hafi það komið á óvart. Þvermál hennar er 10 km og hefur hún myndast þegar enginn jökull var á svæðinu. „Um 10 km norðaustan við dyngjuna, er mikill stapi, myndaður við gos undir jökli, og er hann ekki minni en Eiríksjök- ull. Saman mynda dyngjan, stapinn, Geitlandsjökull og Hafrafell heljar- mikið hálendi í vestanverðum jökl- inum. Annað sem kom á óvart er 15- 20 km langur og nær 10 km breiður fjallshryggur undir Baldjökli, sem er nyrsti hluti Langjökuls. Geitlandsjökull, dyngjan, stapinn og hryggurinn undir Baldjökli mynda hæsta hluta botnsins, og eru þessi fjöll á beinni línu í norðaustur frá Þórisjökli." 400 m djúpur gígur undir ísnum „Einnig ber að nefna að undir austanverðum jöklinum eru þrjár djúpar dældir sem ná niður fyrir 700 m, væntanlega gígar. Tvær dældimar eru hvor sínum megin við Skriðufellið og falla skriðjöklar að Hvítárvatni niður þær. Þriðja og mesta dældin er norðvestan við Hrútfell og eru 400 m frá þeim gíg- botni upp á barma fjallshryggsins mikla undir Baldjökli," segir Helgi. Hæð jökulsins var mæld með GPS-gervitunglamælingum, sem búa yfir allt að 2 m nákvæmni. Þykkt ísbreiðunnar var mæld með íssjá sem notuð hefur verið við slík- ar mælingar sl. 20 ár. íssjáin sendir útvarpsbylgjur gegnum jökulinn og endurkastast þær frá undirlaginu og berast upp á yfirborð á ný. Tím- inn sem ferð bylgjunnar tekur er mældur og dýptin mæld út frá því. „Við ókum um allan jökulinn með þetta tæki og skráðum samfellda þykkt hans. Samanlagt ókum við 1.000 km á Langjökli sem samsvar- ar að ekinn hafi verið 1 km á hvern ferkílómetra hans,“ segir Helgi. Auk könnunar á landslagi undir jöklinum hefur afkoma hans verið könnuð sl. tvö ár. Helgi segir að á síðasta jökulári, sem gert var upp nú í haust, hafi komið í ljós að jök- ullinn hafði tapað sem jafngildir 1,7 m af vatni á árinu. „Ai'ið áður var tapið 1,3 m, þannig að jökullinn hef- ur rýmað verulega tvö síðastliðin ár, og sama má segja um aðra jökla hér á landi. Astæða rýmunarinnar er ekki raMn til hlýnunar heldur lítillar vetrarúrkomu þessi tvö ár, en því valda óvenjulegar brautir lægða,“ segir Helgi. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Buenos Aires Akvörðun um undanþágutillögu Islendinga frestað til næsta þings ÁKVEÐIÐ var í gær á fundi vís- inda- og tækninefndar á fjórða þingi aðildarríkja rammasamnings Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar að fresta ákvörðun um tillögu íslendinga um undanþágu stórra verkefna er valda losun gróður- húsalofttegunda til næsta þings, haustið 1999. Samkvæmt frétt í netútgáfu ástralska dagblaðsins Sydney Morning Herald hafa Ástralir lýst stuðningi við tillögu ís- lendinga af þeirri ástæðu að áströlsk fyrirtæki ætli að fjárfesta í fyrirhugaðri magnesíumverksmiðju sem reist verði hér á landi. Tals- maður fyrirtækjanna segir þó að þau hafi ekki beðið yfirvöld um að styðja tillögu íslendinga. I blaðinu kemur fram að ýmsir óttist að tillagan geti orðið fordæmi sem leiddi til þess að fleiri iðnríki reyndu að komast undan skuldbind- ingum sínum. Umhverfisverndar- samtök sögðu meðal annars að svo gæti farið að Ástralir myndu leita eftir undanþágu vegna vinnslu olíu úr leirsteini í héraðinu Queensland, en þar er áætlað að séu olíubirgðir að verðmæti um 35 þúsund millj- arða íslenskra króna. Ekki margar nýjar ákvarðanir Guðmundur Bjamason umhverf- isráðherra segir að ekM ríki miMl bjartsýni um að margar nýjar ákvarðanir verði teknar á loftslags- ráðstefnunni. Á ýmsum sviðum hafí mál þokast fram á við og verði væntanlega til áframhaldandi um- fjöllunar síðar á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Guðmundur segir að íslenska sendinefndin á ráðstefnunni hafi svarað ítarlega öllum spurningum sem að henni hefði verið beint um framkvæmd og þýðingu undan- þágutillögunnar. Guðmundur sagðist hafa fundið í samtölum við fulltrúa annarra ríkja að þeir væru mjög ánægðir með hvernig fulltrúar íslands hefðu svarað og unnið að málinu. Umfjöllun um gróðurbindingu ekki stöðvuð Meðal þeirra mála sem hafa verið til umfjöllunar á ráðstefnunni er áhrif gróðurbindingar á loftslag. Halldór Þorgeirsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði að ákveðið hefði verið að fela vísinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) að taka saman skýrslu um bindingai-- málin. Sú skýrsla yrði hins vegar ektó tilbúin fyri' en í maí árið 2000. Hann sagði að umræða á ráðstefn- unni hefði snúist um að tryggja að umfjöllun á vettvangi samningsins stoppaði ekki um þetta atriði meðan verið væri að taka saman þessa skýrslu. Þetta hefði tetóst. Undir- nefnd samningsins myndi fjalla um stefnumarkandi atriði samningsins sem vísindanefndin gæti ekki tetóð á. Halldór sagði að Island hefði beitt sér talsvert í þessari umræðu og lagt fram tillögu sem átti þátt í að menn hefðu orðið sammála um að halda áfram umræðu um gróður- bindingu. Hann sagði jákvætt að komið hefði verið í veg fyrir að um- ræða um þetta mál stöðvaðist í tvö ár, en ákveðin hætta hefði verið á því. Halldór sagði að þau mál sem fjallað væri um á ráðstefnunni væru mörg hver mjög umfangsmikil og erfið. Það væri erfitt að fá þjóðirnar til að aðgreina eitt mál frá öðru. Þær væru ektó tilbúnar til að af- greiða einstök mál nema að það fengist fram niðurstaða í öðrum málum. Það væri því á þessari stundu ekki mikil bjartsýni um árangur á fundinum. Halldór minnti hins vegar á að undir lok Kyoto-ráð- stefnunnar hefði ekki verið mikil bjai-tsýni um að það yrði nein bókun afgreidd á fundinum. Það væri því ekki útilokað að óvæntur árangur næðist. I dag hefst ráðherrafundur á ráð- stefnunni í Buenos Aires, en ráð- stefnunni lýkur á fóstudag. Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður, sem situr fundinn, segir að íslendingar neyðist til að taka ákvörðun um hvort þeir undirriti Kyótóbókunina um losun gróður- húsalofttegunda án þess að hafa fengið samþykki fyrir undanþág- unni, en lokafrestur til undirritunar samningsins er til 15. márs 1999. Aksturs- gjald hækkar í annað sinn á árinu FERÐAKOSTNAÐARNEFND hefur auglýst hækkun á aksturs- gjaldi rítósstarfsmanna sem tók gildi um síðustu mánaðamót. Er almennt gjald nú fyrir hvern ek- inn kílómetra 36,45 kr. en vai' 36,15. Hækkunin er 0,82%. Síðasta hækkun á akstursgjaldi var 1. júní þegar það hækkaði úr 35,15 í 36,15 kr. eða 2,8%. Þá hefur orðið lækkun á greiðslu dagpeninga ríkisstarfs- manna á ferðalögum innanlands. Frá 1. júní síðastliðnum voru greiddar 9.300 kr. fyrir gistingu og fæði í sólarhring en frá 1. nóvember lækkaði þessi upphæð í 7.500 krónur. Fyrir gistingu í einn sólarhring eru nú greiddar 3.800 en voru í sumar 5.500, fyrir fæði í heilan dag eru greiddar nú 3.700 krónur en voru 3.800 og fyrir fæði hálfan dag 1.850 krón- ur en voru 1.800 kr. Hærri dagpeningar á sumrin Dagpeningar á ferðalögum innanlands hafa síðustu fjögur árin verið hærri á sumrin en á vetrum. Sigríðui' Vilhjálmsdótt- ir, ritari ferðakostnaðarnefndar, segir það haí'a verið tekið upp fyrir nokkrum árum að breyta dagpeningagreiðslunum í sam- ræmi við breytingar milli sumar- og vetrarverðs hótelanna. Væri verðið kannað reglulega tvisvar á ári, í maí-júní og á haustin og breyttist verðið yfirleitt 1. júní og 1. nóvember. ÆBi Kosningafundur Gimimr Jöjrgbsorj í kvöld kl. 20:30 Félagsheimili Kópavogs Það vantar kraft í kjördæmið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.