Morgunblaðið - 11.11.1998, Síða 11

Morgunblaðið - 11.11.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 11 FRETTIR Könnun menntamálaráðuneytis á starfstíma í framhaldsskólum skólaárið 1997-1998 Færri kennslu- dagar í 21 skóla en lög kveða á um Reglulegir kennsludagar yfir lágmarksstarfstíma í einum skóla ✓ I einum framhaldsskóla af alls 31 skóla voru reglulegir kennsludagar á seinasta skólaári fleiri en kveðið er á um í lögum að skuli vera lágmarksfjöldi kennsludaga, skv. könnun menntamálaráðuneytisins. Ef skertum kennsludögum er bætt við náðu níu skólar til viðbótar lögbundnum lág- marksfjölda kennsludaga. Ómar Friðriks- son kynnti sér niðurstöður könnunarinnar. Menntamálaráðuneytið hefur birt upplýsingar um nýtingu árlegs starfstíma í framhalds- skólum fyrir skólaárið 1997-1998. Eru þær byggðar á svörum 31 framhaldsskóla við spurningalista sem ráðuneytið sendi skólunum í lok maímánaðar sl. Meðalfjöldi kennsludaga 143 Skv. framhaldsskólalögunum skulu kennsludagar ekki vera færri en 145 á hverju skólaári. Niður- stöður könnunarinnar leiddu hins vegar í ljós að talsverður munur er á fjölda starfs- daga á milli skóla og skorti verulega á að flest- ir skólar uppfylltu lög- bundnar kröfur um fjölda kennsludaga á síðasta skólaári. I aðeins einum ..... skóla af 31, Hússtjórnar- skólanum á Hallormsstað, voru reglulegir kennsludagar fleiri en kveðið er á um í framhaldsskóla- lögum að skuli vera lágmarksfjöldi kennsludaga, eða 149 alls. Því til viðbótar voru svokallaðir skertir kennsludagar flestir í Hússtjórnar- skólanum eða níu alls. Reglulegir kennsludagar í fram- haldsskólum eru dagar þar sem nemendur sækja skóla samkvæmt stundaskrá og vinna undir skipu- legri leiðsögn kennara. Skertir kennsludagar eru hins vegar dagar þar sem nemendur sækja skóla, en stundafjöldi samkvæmt stundaskrá er skertur og/eða reglubundin kennsla fer ekki fram. Skv. upplýs- ingum Maríu Þ. Gunn- laugsdóttur í mennta- málaráðuneytinu hefur ekki verið skilgreint hvort skertir kennslu- dagar teljast til lág- marksfjölda kennsludaga samkvæmt framhalds- ——— skólalögunum. Hins veg- ar sagði hún að gera mætti ráð fyr- ir að skólarnir gætu reiknað sér að einhverju leyti skerta kennsludaga í starfstíma skólanna. Ef skertum kennsludögum í skólunum er bætt við reglulega kennsludaga kemur í ljós sam- kvæmt könnuninni að þriðjungur skólanna eða samtals tíu fram- haldsskólar náðu lögbundnum lág- marksfjölda kennsludaga á síðasta skólaári. Fjöldi reglulegra kennsludaga í öllum skólunum var að meðaltali 139 dagar og skertir kennsludagar að meðaltali fjórir. Flestir kennsludagar i Hússtjórnar- skólanum á Hallormsstað Vinnudagar kennara undir ákvæðum samninga í 8 skólum Fæstir kennslu- dagar í MH I Menntaskólanum við Hamra- hlíð voru fæstir reglulegir kennslu- dagar á seinasta skólaári skv. könnuninni eða 128. í MH voru hins vegar skertir kennsludagar nokkru fleiri en í flestum hinna skólanna eða sjö alls. I 3. grein laga um framhalds- skóla nr. 80/1996 er kveðið á um að árlegur starfstími framhaldsskóla skuli ekki vera skemmri en níu mánuðir og að þar af skuli kennslu- dagar eigi vera færri en 145. Gild- andi kjarasamningar framhaldsskólakennara og fjármálaráðuneytis- ins gera ráð fyrir 175 vinnudögum kennara á árlegum starfstíma skóla og auk þess fjór- ______ um vinnudögum fyrir upphaf eða eftir lok hvers skólaárs. Auk þess binda ákvæði fyrrgreindra kjarasamn- inga lengd prófatíma við sex vikur á hverju skólaári. I niðurstöðum könnunar menntamálaráðuneytisins kemur m.a. fram að í tæpum 60% skól- anna var fjöldi reglulegra kennslu- daga á bilinu 139-142. Fjöldi skertra kennsludaga á skólaárinu vai’ á bilinu 0-9 en algengast var að skertir kennsludagar væru 4-6 talsins. Reglulegir prófdagar voru frá 12 til 31 eða 20 dagar að meðal- tali. Sker Menntaskólinn í Reykja- vík sig nokkuð úr hvað þetta varð- ar þar sem reglulegir prófdagar í MR voru flestir skv. kþnnuninni eða 31 alls. í tveimur þriðju hluta skólanna var fjöldi reglulegra prófdaga 16-20. Fjöldi vinnudaga kennara á níu mánaða starfstíma skólanna var mestur 177 dagar í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum en fæstir voru þeir í Flensborgarskólanum og Iðnskólanum í Hafnarfirði eða 165. Algengast var að vinnudagar væru 174 eða 175. Samtals vora vinnudagar kennara á árlegum skólatíma í samræmi við kjara- samninga í átta skólum af heild- inni. 5 skólar undir lágmarksfjölda vinnudaga utan skólatíma I könnuninni kom einnig fram að fjöldi vinnudaga kennara utan ár- legs starfstíma framhaldsskóla var að meðaltali þrír fyrir upphaf haustannar og einn við lok vorann- ar. Verzlunarskóli íslands skar sig úr hópnum en í honum vora alls 17 vinnudagar kennara utan starfs- tíma skólans. Alls vora fimm skólar undir þeim lágmarksfjölda vinnu- daga utan starfstíma sem samning- ar kveða á um en í ljós koma að fjöldi vinnudaga kennara utan stai-fstíma skólanna var meiri en samningar gera ráð fyrir í fjóram skólum. Menntamálaráðuneytið sendi skólameisturum og rektorum allra umræddra skóla niðurstöður þess- arar könnunar 20. október sl. þar sem tekið er fram að ráðuneytið muni framvegis fylgja því eftir að framhaldsskólar uppfylli ákvæði framhaldsskólalaganna um árleg- an starfstíma nemenda og lág- marksfjölda kennsludaga. „Ráðu- neytið telur hins vegar að líta megi svo á að síðastliðið skólaár hafi verið aðlögunartími fyrir framkvæmd fyrrgreinds ákvæðis, m.a. vegna þeirrar óvissu sem ríkti um kjarasamninga kennara þegar skólaárið 1997-1998 var skipulagt í framhaldsskólum," segir i bréfinu. Starfstími í framhaldsskólum skólaárið 1997 til 1998 Reglu- Skertir Reglu- Fj. vinnud. Fj. vinnud. legir kennslu- legir kennara kennara kennslu- dagar próf- ááriegum utanstarfst. dagar dagar starfst. skóla skóla Borgarholtsskóli 140 4 17 174 4 Fjölbrautask. við Ármúla 142 2 22 173 4 Fjöibrautask. í Breiðholti 139 5 15 174 4 Fjöibrautask. í Garðabæ 142 3 20 174 1 Fjölbrautask. Norðurl. vestra 139 6 19 175 4 Fjölbrautask. Suðurlands 139 3 18 173 4 Fjölbrautask. Suðurnesja 136 4 18 173 4 Fjöibrautask. Vesturlands 138 5 21 174 4 Flensborgarskólinn 136 4 18 165 5 Framhaldssk. A-Skaftaf.sýslu 142 5 16 174 4 Framhaldssk. á Húsavík 138 4 18 172 3 Framhaldssk. í Skógum 140 0 17 168 6 Framhaldssk. i Vestm.eyjum 137 6 21 177 4 Framhaldssk. á Laugum 144 2 20 174 6 Hússtjórnarsk. á Hallormsstað 149 9 12 175 4 Framhaldsskóli Vestfjarða 139 4 16 175 4 Iðnskólinn í Hafnarfirði 140 1 17 165 4 Iðnskóiinn í Fteykjavík 138 0 20 172 4 Kvennaskólinn í Reykjavík 140 5 19 174 4 Menntaskólinn á Akureyri 136 6 17 171 2 Menntaskólinn á Egilsstöðum 139 6 20 175 4 Menntaskólinn við Hamrahlíð 128 7 20 166 4 Menntaskólinn í Kópavogi 140 5 22 174 4 Menntaskólinn að Laugarvatni 142 0 28 173 4 Menntaskólinn í Reykjavík 141 1 31 175 3 Menntaskólinn við Sund 137 6 24 174 4 Stýrimannaskólinn í Reykjavík 142 0 26 174 3 Verkmenntaskólinn á Akureyri 134 4 20 170 4 Verkmenntaskóli Austurlands 134 5 . 18 175 4 Verslunarskóli íslands 142 3 22 175 17 Vélskóli ísiands 141 5 16 170 4 Heimild: Menntamálaráöuneytid Sjáðu inn í framtíðina með Skin Imaging System Skin Imaging- húðskanninn leiðir í Ijós húðskaða af völdum sólar, fíngerðar línur og hrukkur áður en þær sjást með berum augum. Þú getur því byrjað að leysa vandamálin áður en þau koma upp á yfirborðið. Hvernig? Með því að skoða djúpt niður í húðina þar sem allt á upptök sín. Þegar þú sérð myndina, sem birtist á skjánum, geturðu brugðist við fyrstu aðvörunarmerkjum húðarinnar með réttri húðumhirð frá Estée Lauder. Komdu og skoðaðu Skin Imaging System frá Estée Lauder. Byltingarkennd innsýn. Alger sérþjónusta, aðeins í boði Estée Lauder, í eftirtöldum verslunum: Gerið tímapantanir. Miðvikudaginn 11. og fimmtudaginn 12. nóv.: Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, s. 568 5170. Föstudaginn 13. og laugardag 14. nóv.: Hygea, Kringlunni, sími 533 4533. Þriðjudaginn 17. nóv.: Apótek Keflavíkur, sími 421 3200. Miðvikudaginn 18. nóv.: Lyfja, Lágmúla, sími 533 2300 Fimmtudaginn 19. nóv.: Sara, Bankastræti, st'mi 551 3140. Föstudaginn 20. nóv.: Hygea, Laugavegi, sími 511 4533.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.