Morgunblaðið - 12.11.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.11.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 1 3 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís FJÖLMENNT var á stofnfundi Samtaka ferðaþjónustunnar á Hótel Sögu í gær. UM 180 manns sóttu stofnfund Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem haldinn var í gær. SAF eru hagsmunasamtök fyrir- tækja í ferðaþjónustu. í fréttatilkynningu frá samtök- unum kemur fram að Steinar Logi Björnsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða, hafi einróma verið kosinn for- maður. A fyrsta stjórnarfundi, sem haldinn var í lok stofnfund- arins, var Einar Bollason, Ishest- um, kosinn varaformaður og Erna Hauksdóttir ráðin fram- kvæmdastjóri. Aðrir í stjóm eru Aslaug Alfreðsdóttir, Hótel Isa- firði, Garðar Vilhjálmsson, Bfla- leigunni Geysi, Helgi Jóhanns- son, Samvinnuferðum, Omar Oskarsson, Austurleið, og Stefán Sigurðsson, Perlunni. Að sögn Ernu Hauksdóttur gengu tugir fyrirtækja í samtök- in á stofnfundinum, meðal annars fiugfélögin Flugleiðir, Atlanta, Flugfélag íslands og Islandsflug, Samtök ferðaþjón- ustufyrir- tækja stofnuð fjölmargar ferðaskrifstofur, veit- ingastaðir, bflaleigur og önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Arleg ljölgun ferðamanna verður um 5% Halldór Blöndal samönguráð- herra flutti ávarp á stofnfundin- um og benti meðal annars á að ferðamönnum hefði Qölgað að meðaltali um 5% á ári á þessum áratug og störfum í ferðaþjón- ustu hefði fjölgað um 17% frá 1990. Þau hefðu þá verið fjögur þúsund en væru nú 4.800. Hann þakkaði þennan árangur meðal annars því jafnvægi sem verið hefði í efnahagsmálum og stöðugu verðlagi. „Það hefur gert samanburð við önnur lönd mögu- legan, sem aftur hefur ýtt undir heilbrigða samkeppni," sagði ráð- herrann. Hann sagði frjálsa og óhindraða samkeppni í öllum greinum ferðaþjónustunnar vera forsendu þess að hún gæti blómstrað hvarvetna í landinu. „Lengi hefur verið áhugi innan ferðaþjónustunnar á að samning- ar geti tekist við ríkið og fleiri aðila um árvissa ljárhæð til markaðssetningar og kynningar á fslandi erlendis. Samtök ferða- þjónustunnar hafa nú gert það mögulegt að þessi gamli draum- ur geti ræst. Á næstu vikum mun samönguráðuneytið vinna að því með hinni nýju stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar að útfæra þessar hugmyndir nánar, gera sér grein fyrir hversu miklar fjárhæðir séu til reiðu og hvernig þeim skuli ráðstafað,“ sagði Hall- dór. Starfshópur um undirbúning að nýju stjórnskipulagi hjá lögreglu- stjóranum í Reykjavík Ákveðið hverjir skipa fram- kvæmdastj órn STARFSHÓPUR dómsmálaráð- heira, sem vinnur að undirbún- ingi að nýju stjórnskipulagi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík í samræmi við tillögur í skýrslu VSÓ ráðgjafar frá 29. október síðastliðnum, hefur ákveðið hverjir muni skipa fimm manna framkvæmdastjórn embættisins að undanskildum framkvæmda- stjóra rekstrar- og þjónustu- sviðs, en sú staða verður auglýst á næstu dögum. Frá og með 16. nóvember mun Hörður Jóhannesson verða yfir- lögregluþjónn lögreglusviðs og framkvæmdastjórn lögreglu- sviðs með honum skipa Karl Steinar Valsson, sem verður að- stoðaryfirlögregluþjónn í for- vama- og fræðsludeild, Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í almennri löggæsludeild, og er hann jafnframt staðgengill yfirlögregluþjóns, Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfir- lþgregluþjónn _ stoðdeilda, og Ómar Smári Ármannsson, sem verður aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í rannsóknardeild. Yfirlög- regluþjónarnir Jónmundur Kjartansson og Guðmundur Guðjónsson færast til ríkislög- reglustjórans frá og með 16. nóv- ember. Starfshóp dómsmálaráðherra skipa þeir Haraldur Johannes- sen ríkislögreglustjóri, sem er formaður starfshópsins, Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, Georg Kr. Lárusson, varalögreglustjóri í Reykjavík og Björg Thorarensen, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu. I tilkynningu starfshópsins kemur fram að markmiðið með breytingunum á stjórnskipulagi embættisins sé að gera boðleiðir einfaldari, stjórnun embættisins skilvirkari og ábyrgð stjómenda skýrari. Þá segir að frekari und- irbúningur að hinu nýja stjóm- skipulagi, sem tekið verður upp hjá lögreglustjóranum í Reykja- vík frá og með 1. janúar 1999, verði í höndum framkvæmda- stjórnar lþgreglustjórans í Reykjavík. Áréttað er að störf- um hjá embættinu muni ekki fækka, heldur séu áform um að lögreglumönnum fjölgi, og breytingar þessar hafi ekki áhrif á starfs- eða launakjör. Reynsla og þekking Kristján Pálsson skiptir máli Við sjómenn kjósum kraftmikinn mann sem er traustsins virði: Om Einarsson Erling KE 140 Pétur Sæmundsson Nonni KE 151 Guðmundur Garðarsson Sólfell Reynald Þorvaldsson Hafborg KE 54 Kristmundur Jónsson Bjarmi KE 3 Helgi Hilmarsson Stafnes KE 130 Jón Agnar Gunnlaugsson Jón Gunnlaugs GK 444 Almar Þórólfsson Erling KE 140 Árni Jens Einarsson Happasæll KE 94 Emil Þórðarson Eyrarröst KE 25 Eðvald Björnsson Happasæll KE 94 Sigurður Kristófersson Stafnes KE 130 Sigurður Garðarsson Helga RE 49 Svavar Garðarsson Erling KE 140 Hilmar Magnússon Stafnes KE 130 Hinrik Jónsson Happasæll KE 94 Smári Karlsson Erling KE 140 Ásgeir Hilmarsson Stafnes KE 130 Jónas Jakobsson Óli Gísla GK 112 Bergur Vernharðsson Lára KE 161 Sigurgeir Jónsson ísbjöm GK 87 Gunnar ísleifs Karlotta Steinar Smári Guðbergsson Sigrún GK 17 Ólafur Gunnarsson Ernir GK Magnús ívar Guðbergsson Katrín GK 117 Leifur Ólafsson Happasæll KE 94 Sumarliði Þór Jónsson Stafnes KE 130 í 2. sætið Stuðningsmenn Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 14. nóv. nk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.