Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AUGLÝSING
Leitum úrræða sjálf og
stöndum á eigin fótum
Menn sem fara á þing þurfa að eiga þangað erindi og þeim
sem þeir fara með umboð fyrir þarf að finnast þeir eiga þangað
erindi. Það þarf ekki lengi að tala við Jón Gunnarsson,
sem nú býður sig fram til þings fyrir Reykjaneskjördæmi, til
þess að skynja að þar fer maður sem margt hefur reynt og
safnað hefur í sjóð dýrmætri reynslu.
Sú reynsla hefur ekki fengist ókeypis fremur en annað sem er
einhvers virði í lífinu. Jón Gunnarsson hefur óhikað lagt á sig
erfiði til þess að verða öðrum að liði og í einkalífi hefur hann
haft áræði og kjark til þess að snúa við blaðinu og takast á við
ný verkefni í hvert sinn sem nauðsyn hefur krafið.
Þegar æviferill hans er skoðaður sést að í bland við kjark og
áræðni er hann gæddur varkárni og útsjónarsemi sem dugir til
þess að fyrirætlanir hans heppnast yfirleitt vel.
Jón Gunnarsson er fæddur í
Reykjavík árið 1956, sonur
hjónanna Gunnars Jónssonar
rafvirkjameistara og Erlu
Dórotheu Magnúsdóttur kaupmanns.
Erla lést árið 1988, aðeins 52 ára.
Foreldrar Jóns skildu þegar hann var
fjórtán ára gamall. Hann á eina
alsystur, Unni Helgu, hálfsystur,
Margréti Einarsdóttur. Fyrstu árin bjó
Jón með foreldrum sínum f Laugar-
neshverfi í Reykjavfk en fluttist síðan
með þeim sjö ára f Safamýri. Tólf ára
fluttist Jón með foreldrum sínum og
systur á Hraunbraut í Kópavogi. „Við
vorum ekki sameinuð þar nema
skamman tíma, foreldrar mínir skildu
þegar ég var fjórtán ára, eins og fyrr
kom fram. Ekki veit ég gjörla hvað
olli þeirri ákvörðun þeirra líklega
hefur þroskinn beint þeim á ólíka
vegu," segir Jón. Hann segir skilnað-
inn auðvitað hafa verið áfall, en ég
átti góða að og það hjálpaði mér
mikið. Ég fór til afa míns og ömmu,
Jóns Agústssonar, málarameistara, og
Helgu Þorbergsdóttur; þau bjuggu á
Otrateig; hjá þeim átti ég gott skjól.
En lengst af bjó ég hjá mömmu minni
á Hraunbrautinni og gekk í skóla í
Kópavogi. Ég var í skóla á vetuma og
á sumrin var ég í sveit."
Jón telur að það hafi óhjákvæmilega
breytt lífi sínu talsvert að foreldrar
hans skildu. „Það er ómögulegt
annað," segir hann. „Ég var ekki
ósáttur við ákvörðun foreldra minna,
en þetta varð mikil röskun. Það hafði
t.d. sín áhrif að pabbi fluttist norður í
land, á Blönduós, þar sem hann vann
ýmis störf. Vegna þess var ég oft fyrir
norðan, auk þess sem ég var lfka í
sveit þar nyrðra. Ég tel að það sé
mjög persónubundið hvaða áhrif
skilnaður hefur á börn, en rótið er
vafalaust nokkuð svipað hver sem í
hlut á. Ég fann að skilnaðurinn og
afleiðingar hans heftu mig nokkuð
jafnframt því sem hann olli vissu rót-
leysi og óstöðugleika."
Jón lauk gagnfræðaprófi frá Víg-
hólaskóla í Kópavogi. Sfðan fór hann
í Iðnskólann. „Þar tók ég verknáms-
deild málmiðnaðar og lauk því námi,"
segir Jón. Eftir það fór hann út á
vinnumarkaðinn. „Ég fór á sjó frá
Grindavík, var á Oddgeiri ÞH 222 hjá
Jóni Ragnarssyni, skipstjóra, eina
vertíð. Það var mikill og góður skóli.
Síðan fór ég að vinna sem sölumaður
hjá Heimilistækjum og var hjá þeim
alls í ein fjögur ár. Þá fluttist ég
norður í land og gerðist bóndi. Á þeim
árum sem ég var fyrir norðan sem
unglingur kynntist ég konunni minni,
Margréti Höllu Ragnarsdóttur. Hún er
fædd og uppalin á Barkarstöðum í
Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Ég
var á þeim slóðum í sveit sem ungl-
ingur. Við byrjuðum að vera saman
þegar við vorum sextán ára. Við vor-
um svo ástfangin að okkur datt ekki
einu sinni í hug að „smakka það“ eins
og margir félagar okkar gerðu við
ýmis tækifæri; við vorum í nægilegri
vfmu fyrir. Áfengi hefur raunar aldrei
skipað stóran sess í okkar lífi þó að
Forvarnarstarf_______
gegn vímuefnaneyslu
þarf að auka ________
og það á að vera hluti
af skólastarfinu.
við höfum það vissulega um hönd ef
svo ber undir. Við Halla vorum líka
samtíða í Iðnskólanum, þar sem hún
lærði tækniteiknun meðan ég var í
málmiðnaðamáminu. Við giftum
okkur árið 1977 og elsta bamið,
Gunnar, fæddist 1978. Hann er nú
nemandi í Fjölbrautarskólanum í
Garðabæ. Arndís Erla fæddist árið
1982, hún er nemandi í Mennta-
skólanum í Kópavogi. Loks eigum við
svo Arnar Boga sem varð sex ára í
haust.
Ég sneið fjöldann allan af
pappaeyrum og markaði þau
samviskusamlega
Forsaga þess að við hjónin flutt-
umst norður f land og snemm okkur
að búskap var sú að árið 1981 fékk
tengdafaðir minn, Ragnar Benedikts-
son, hjartaáfall. Hann var þá um sex-
tugt og hafði lengi rekið bú á Barkar-
stöðum. Halla kona mín hringdi í mig
í vinnuna og sagði mér að faðir henn-
ar væri alvarlega veikur og sjúkraflug-
vél væri að leggja upp í ferð til að
sækja hann og fara með hann hingað
suður á sjúkrahús. Ég hafði lært flug
og var oft úti á flugvelli í tengslum
við það. Ég hljóp nú út á flugvöll og
fór norður með sjúkraflugvélinni sem
átti að sækja Ragnar. Hann var kom-
inn á bömr og beið vélarinnar en ég
fór heim á bæinn til þess að taka við
störfum hans. Þetta var stórt bú, nær
sex hundruð íjár og um 70 hross.
Þetta var í byrjun aprfl og það var að
byrja sauðburður. Ég neita því ekki að
ég leit dálítið kvíðnum augum til íjár-
hússins þar sem rösklega fimm
hundmð kindur biðu þess að bera á
næstu vikum. Ég var ekki vanur þess-
um störfum þó að ég hefði verið f
sveit sem unglingur og hefði raunar
tekið nokkur námskeið á búnaðar-
skólanum á Hvanneyri.
Einkum kveið ég því að marka
lömbin, ég hafði aldrei komið nálægt
því. Ég tók það til bragðs að ég sneið
fjöldann allan af pappaeyrum og
míukaði þau samviskusamlega inni í
eldhúsi. Ég verð þó að gangast við því
að það var ekki erfitt að þekkja lömb-
in Ifá Barkarstöðum í réttunum þetta
haust. Þau voru nokkuð stórkarlalega
mörkuð hjá mér, ekki síst fyrstu
hundrað lömbin. Konan mín og sonur
komu fljótlega til mín og við seldum
íbúðina sem við höfðum nýlega
eignast. Fyrsta búskaparárið leigðum
við á Njálsgötunni en svo keyptum
við litla íbúð í Engihjalla af Byggung.
Við reistum okkur hús á Barkarstöð-
um og ræktuðum mikið, gerðum tals-
vert mikið á þeim fjórum árum sem
við vorum þarna. Við gerðum allt eins
ráð fyrir að setjast þama að en höfð-
um þó aldrei tekið um það fullnaðar-
ákvörðun. Þetta var árið 1981 og ekki
bjart framundan í sauðfjárrækt, en við
höfðum farið svolítið út í svínarækt.
Svo kom að því að við vildum alveg
eins flytja í bæinn aftur. Mágur minn,
Benedikt Ragnarsson, hafði hins vegar
mikinn áhuga á að hefja búskap svo
að það varð endirinn á að hann og
kona hans tóku við. Þau héldu upp-
byggingunni áfram og búa nú ágætu
búi á Barkarstöðum. Ef fólk hefur
vinnu samhliða búskapnum meðan
það er að koma undir sig fótunum í
búskapnum, þá er það leið til að lifa
þokkalegu lífi. Ef fólk hefur svo
sæmilega stór bú, sem eru skuldlítil,
getur það lifað nokkuð góðu lífi á bú-
skapnum einum. Ég hef trú á að
einingar í búskap eigi eftir að stækka
og þær verði færri og þannig skapist
grundvöllur fyrir mannsæmandi líf
fyrir bændur.
Ég hafði tekið einkaflugmannspróf
og jafnvel haft í hyggju að gerast
llugmaður áður en ég fór norður.
Meðan ég bjó fyrir norðan átti ég
flugvél með tveimur bændurn og ein-
um skólastjóra. Við byggðum einnig
saman fiugskýli. Einnig starfaði ég
lítilsháttar fyrir Arnarflug, sá m.a. um
sjúkraflug.
Við áttum sjálfir ákveðið
frumkvæði að því að svona fór
svo að það kom okkur ekki á
óvart
Þegar ég kom aftur suður bauðst
mér starf hjá innanlandsdeild Amar-
flugs í flugafgreiðslunni. Þar var ég í
stuttan tíma. Þá var mér boðið starf í
markaðsdeild Amarflugs, hjá Magnúsi
Oddssyni, núverandi ferðamálastjóra.
Þar var ég í rúmt ár. Þá var „fjöl-
miðlabyltingin" að hefjast, þetta frelsi
í Ijósvakamiðlun. Þetta var árið 1986
og mér bauðst starf sem yfirmaður
söludeildar Stöðvar 2. Ég hóf störf
skömmu áður en stöðin „fór í loftið".
Síðar varð ég einnig yfirmaður
áskriftardeildar. Hjá Stöð 2 var ég til
ársins 1990. Uppgangur var talsverður
árin á undan en Stöð 2 varð að brjóta
sér leið inn á óhefðbundinn aug-
lýsingamarkað og það tók sinn tíma.
Þetta var kröfuhart en skemmtilegt
uppbyggingar- og skipulagsstarf. Um
þetta leyti komu nýir eigendur að Stöð
2 og mikið rót var á rekstrinum. Á
sama tíma var verið að stofna nýja
sjónvarpsstöð af aðilum eins og Vífil-
felli, Dagblaðinu og fleirum. Þrír
starfsmenn vom ráðnir af Stöð 2 til
hinnar nýju stöðvar ég var þeirra á
meðal. Við vorum í nær hálft ár að
undirbúa starfsemi stöðvarinnar en þá
keypti Stöð 2 nýju stöðina. Við vomm
búnir að velja efni og nafn á stöðina,
það var nafnið Sýn. Hlutirnir gerðust
hratt en við áttum sjálfir ákveðið
fmmkvæði að því að svona fór svo að
það kom okkur ekki á óvart. Ég starf-
aði svo um hríð sem markaðsstjóri hjá
Þýsk-íslenska og einnig hjá prent-
smiðjunni Odda. En nokkru síðar tók
ég stökkið og ákvað að helga mig ein-
göngu starfi við fyrirtæki sem konan
mín fór að starfa við og móðir mín
átti þegar við fluttumst aftur suður.
Ég hef oft þurft að sinna
björgunarverkefnum sem
reynt hafa á
Jafnhliða öðmm störfum mfnum
hafði ég frá tvítugsaldri starfað mikið
með björgunarsveitum og það hefur
jafnan verið mitt aðaláhugamál. Ég
hef alla tíð verið félagi í Flugbjörg-
unarsveitinni í Reykjavík. Ég fór í
gegnum þjálfun hjá þeirri sveit og
æfði einnig um tíma fallhlífarstökk.
Ég hafði gaman af ýmsu sem tengdist
Stundum eru menn
vonlitlir í byrjun leitar
eða björgunarstarfa en
svo kemur í ljós að
matið var rangt. Það
kennir manni að miða
öll vinnbrögð við að
það sé von.
starfi björgunarsveita, til dæmis ferða-
lögum og útivist. Ég hef tekið þátt í
mörgum leitum sem margar eru eftir-
minnilegar. Þegar ég fluttist norður
stofnaði ég Flugbjörgunarsveit Vestur-
Húnavatnssýslu sem núna er öflug og
góð sveit. Þegar ég flutti suður fór ég
fljótlega í stjórn Flugbjörgunarsveitar
Reykjavíkur og var formaður hennar á
árabilinu 1989 til 1991. Starfi íbjörg-
unarsveit fylgir oft erfið reynsla. Eftir
alvarleg slys höfum við stundum séð á
bak góðum björgunarsveitarmönnum;
þeir hafa ekki komið til starfa á ný.
Fyrst skildum við ekki hvað þama var
á ferð en nú eru við farnir að bregðast
við með því að veita mönnum okkar
áfallahjálp eftir erfiða björgunar-
reynslu. Sjálfur hef ég oft þurft að
sinna verkefnum sem reynt hafa á.
Fyrsta reynsla mín var á vinnustað,
einn vinnufélagi minn fékk hjartaáfall
f bíl fyrir utan. Ég reyndi að koma í
hann lífi með því að beita hjartahnoði
og blása í hann þangað til sjúkrabíll
kæmi, en það stoðaði ekki; hann var
dáinn.
Við höfum fengið á okkur áföll
eins og gerist í svona rekstri
en okkur hefur tekist að
komast yfir það
Stundum koma líka miklar gleði-
stundir í þessu starfi. Þær aðstæður
sem kalla fram einna mest viðbrögð